Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Sjónvarpið hefur hvet jandi áhrif á bóklestur: „Glápiö ernefni- lega auglýsing” Hanna Sigurbjörnsdóttir bókavörður Sólheimasafniö er litiö og vingjamlegt bókasafn í Vogahverfinu. Þar hittum viö Hönnu Sigurbjörns- dóttur sem hefur starfaö í tuttugu ár viö safnið og er nú aö taka viö börnun- um sem hún afgreiddi í upphafi komn- um aftur með sín börn. Finnst þér bamabækurnar hafa batnað meö árunum? „Það er eiginlega ekki hægt fyrir okkur hér aö setja neinn mælikvaröa um þaö. Bækurnar eru orönar opnari, fjalla um kynferöismál og foreldra- vandamáliö. Þaö eru einkum erlendar bækur, danskar, sænskar. Ekki eins norskar. Islensku barnabækumar í dag eru yfirleitt prýöilegar. Börn vilja á ákveönum aldri mikla spennu í bókum.” Hún sýnir mér bækur sem eru sérlega vinsælar. Sumar þeirra eru meira fyrir unglinga og sumar eru jafnmikiö lesnar af fullorönum. Hjálpiö þið krökkunum að velja ? „Já, ef viö finnum aö þeir eru í vandræöum þá spyrjum viö þá aö hverju þeir séu aö leita. Ég bendi þeim á bækur sem mér hafa þótt skemmtilegar og strákunum mínum þóttu skemmtilegar. ’ ’ Hún segir mér frá því að bækur hverfi alltaf af safninu um leið og það er fariö aö lesa þær í útvarpi. Hvenær fara krakkar aö fara yfir í fulloröinsdeildina ? „Strákarnir eru ekki nema 12—13 ára þegar þeir fara að spyrja um Hammond Innes og Alistair McLean.” Byrja þeir á afþreyingunni? „Þaö eru undantekningar ef þeir lesa annaö. Þaö eru bara lestrar- hestamir á skólabækumar sem gera þaö.” Við komum að sögustundinni sem er klukkustund á viku í safninu. Þá er lesin bók fyrir börnin. Hvaö em þetta gamlir krakkar sem koma í sögustundina? „Þeir em þriggja t-il sex ára. Stundin vekur áhuga þeirra á aö nota safnið seinna. Þaö skiptir miklu máli að bömin læri aö nota söfnin. Foreldr- ar kvörtuöu oft yfir því aö bömin héngju á söfnunum og nenntu.ekki að lesa skólabækumar. En það er nú þannig aö þeir sem em duglegastir í skóla lesa lika mest af skáldsögum.” Finnst þér áhugi hafa minnkaö fyrir bókum meö sjónvarpi og videoi? „Mér fannst strax vakna áhugi með sjónvarpinu. Ef kemur mynd um eitthvað sérstakt, til dæmis frá Afríku, þá fer fólk strax aö leita aö bókum um efniö. Okkur fannst sjónvarpið strax hafa hvetjandi áhrif. Ef fjaUað er um áhugaveröan mann, finn ég áhugann aukast fyrir honum. Glápið er nefnilega auglýsing. ” Er bókin á undanhaldi? „Langt frá því. Ég á tólf bamabörn og þau eru alltaf lesandi.” BOKEN KOMMER SOKEN KOMMER BOKEN KOMMER BOKEN KÖMME8 BOKEN KOMMER BOKEN KOMMER EOKEN KOMMER boken kommer kommír ' kowimcr KOMM«" Hanna Sigurbjörnsdóttir bókavörður i Sólheimabókasafninu. Á borðinu situr barnabarn hennar, Ásta Sigurbjörnsdóttir. Hún er fjögurra áraogiæs. DV-myndE.O. „Ég erómótiþvi að segja bömum hvaðþau eigi að lesa," segir Sissa. SissaíPennanum: ,Krakkamir i dag em lestrarhestar’ „Mér finnst vanta meira af góðum íslenskum höfundum sem þekkja inn á litlu börnin,” segir Sissa í Pennanum þegar við biöjum hana um að segja okkur álit sitt á barna- bókum. Sissa hefur langa reynslu ai því aö afgreiða og leiöbeina um val á bamabókum og öðrum bókum. Sissa segir okkur eiga mikiö af góöum höfundum sem fullnægi þessum skilyröum en þeir mættu vera fleiri. „Myndabækurnar eru aö dala,” segirhún. Hvers vegnaerþað? „Það er held ég pínulitiö málið og stafagerðin. Svo eru foreldrarnir ekki hrifnir af þeim. Þeir segja viö bömin: „Þú færö ekki svona bók. Ég vilgefa þér almennilega bók.” „Eg er á móti því aö segja bömum hvaö þau eigi aö lesa,” segir Sissa Við verðum aö fara eftir bömunum. Eg vil selja barni myndabók ef þaö vill fá hana. Þegar krakkamir eldast þá fara þeir aö vilja góðar bækur.” Finnst þér bækur í dag betri en áöur? „Þetta er mikið þaö sama. Þetta hoppar svolítiö. Þegar bókaútgáfan Vaka gaf út bók meö gátum þá hafði ekki komið út bók meö gátum lengi. Þessi bók stoppaöi ekki. Það er vegna þess, held ég, aö fjölskyldan tekur þátt í gátubókunum meö krökkunum og þeir hafa þá eitthvað til aö tala um viö aöra heima. Krakkar lesa myndabækur og spennubækur og þeir gleyma þeim um ieiö. Þetta eru aöallega myndimar. Svo eru krakkar sem vilja bara myndabækur af því aö þeir kunna ekki að lesa og vilja þá láta lesa fyrir sig. Þá finnst mér for- eldramir vera frekar á móti þvi og vilji fá þau til aö lesa öðmvisi bækur.” Lesa krakkar i dag minna en áöur? „Nei, nei, nei, nei,. Krakkarnir í dag eru lestrarhestar.” Em þetta sömu bækur og vom á markaönumfyrir 10—15ámm? „Nei, þá voru Nonnabækumar og erlendar seríubækur eins og Nancy- bækumar og Frank og Jói vinsælast- ar.” Kaupa krakkarnir sjálfir bækur eða eru það mest f ullorðnir? „Bækumar sem em keyptar em mest afmælisgjafir og jólagjafir. Sumir safna fyrir eigin bókum. ÞaÖ em til bom sem em bókasjúk og safna fyrir eigin bókum. Þau selja blöð og þess háttartil að eiga fyrirþeim.” Nú tefjum viö Sissu ekki lengur því hún hefur eins og venjulega mörgumaösinna. BARNA OG UNGUNGABÆKUR EIGA AÐ VERA SPENNANDI Lóa Erlingsdóttir og Stella Ingvarsdóttir skoða úrvalið á Sólheimabóka- safninu. DV-mynd E.Ó. „Viö komum svona tvisvar, þrisvar í viku,” sögöu Stella Ingvars- dóttir og Lóa Erlingsdóttir 12 ára. Þær sátu viö borð í barnabókasafni Sólheimabókasafnsins. önnur var aö lesa DV, hin teiknimy.idasögu. Hvaö finnst ykkur skemmtileg- astaölesa? „Dularfullar bækur. Allar spennandi bækur.” Sitjiö þiö héma og lesiö? „Já, Vikuna, til dæmis.” Hvaö hafiö þiö komiö lengi? „Frá svona 8—9 ára aldri.” Hvað ætliö þiö að taka meö ykkur heimnúna? önnur sýnir mér bunka af mynda- sögum. Kaupið þið mikið af bókum? „Við fáum mest gefins, í afmælis- gjöf og svoleiðis.” Farið þið eitthvaö á fulloröins- bókasafnið? Nei, þær fara aldrei þangað. Hvernig eiga góöar barna- og unglingabækur aö vera? „Spennandi.” Nancy og svikahrapparnir Eiga þær aö gerast í útlöndum eöa á Islandi? „Það er dálitiö gaman ef þær ger- astálslandi.” Hvaö takið þið margar bækur þeg- arþiökomiö hingað? „Þær geta fariö upp í 10 til 15.” Finnst ykkur einhverjar bessara bóka leiöinlegareöa asnalegar? Þær em sammála um þaö. Hvemig þá? „Æ, langdregnar og svoleiöis.” Hvort lesiö þiö meira af mynda- sögumeöa hinsegin bókum? ,JVIeira af hinsegin,” segir Stella. „Ég er búin að lesa allar þessar myndasögur.” Hvað emð þiö aö lesa heima hjá ykkur núna? „Eg er aö lesa Nancy bækur núna,” segir önnur. Eg er aö lesa Nancy ogsvikahrappamir.” Hún vill ekki rekja efniö af því að hún er ekki komin svo langt. Hvaö gerir Nancy? „Mér finnst hún stundum vera einum of,” segir Stella. „Hún er leynilögreglukona og getur alltaf bjargaö öllu. Þaö em kannski margir búnir aö reyna að leysa mál og svo kemur hún og leysir það.” Hún er ekki flugfreyja? „Nei.” Hætti ekki að lesa Sumir segja að þaö endi meö því aö fólk hætti aö lesa vegna þess aö þaö er komiö sjónvarp, video og kvik- myndir. „Æ, ég veit þaö ekki,” segir önnur. „Mér finnst ekkert gaman að horfa á video.” Finnst ykkur video ekkert skemmtilegt? „Nei, ég myndi aö minnsta kosti ekki hætta aö lesa bækur vegna þess.” Hvaö með f yndnar bækur? „Okkur finnst gaman aö lesa fyndnar bækur. Gallinn er bara aö þaö er svo lítið til af þeim. ’ ’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.