Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Page 36
36
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983.
Svíðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Hársbreiddin
skiptir máli
Hárgreiðslumeistara-
félag Islands hélt mikla
hárgreiðslusýningu í veit-
ingahúsinu Broadway
sunnudaginn 6. mars
síðastliðinn. Húsfyllir var
á sýningunni.
Á sýningunni sýndu 23
hárgreiðslu- og rakara-
stofur það nýjasta í hár-
tískunni og komu hvorki
meira né minna en um 120
módel fram á sýningunni.
Lögð var áhersla á að
sýna það nýjasta í
tískunni fyrir alla aldurs-
hópa. Og þá voru klipp-
ingarnar hinar fjölbreyti-
legustu, stuttar og síðar
og allt þar á milli, að
sjálfsögðu.
Heimsmeistarinn í hár-
skurði, Siegfried Eben-
hoch frá Þýskalandi, kom
á sýninguna og sýndi góða
takta. Á meðan á dvöl
hans stóð hér á landi hélt
hann námskeið fyrir hár-
greiðslu- og rakarameist-
ara.
Þegar sjálfri sýning-
unni var lokið tók við
venjulegt ball þar sem
dansinn dunaði dátt. Er
ekki að efa að þar hafa
margir tekið danssporin
snyrtilegir um kollinn.
Þess má geta að Hár-
greiðslumeistarafélag ís-
lands hefur haldið
sýningu sem þessa einu
sinni til tvisvar á ári á
undanförnum árum og
hafa þær ætíð þótt takast
mjög vel. -JGH.
Þessir herrar voru á meða/ 120 móde/a. Ljóst að karlmenn geta nú valið um margs konar herraklippingu.
Eins og sóst á myndinni var stemmningin góð ó sýningunni og engir fóru íhársaman. Það varheldur ekki
við öðru að búast. D V-myndir: Friðþjófur.
Hún gerist sifellt djarfari, greiðslan. Hórmó sjá nokkur módel ó sýningunni sem vöktu óskipta athygli.
Þessi greiðsla vakti mikla athygli. Módelið heitir Kata Hall og sú sem
fór um hana höndum varHelga Bjarnadóttir hárgreiðslumeistari.
Sumir á sýningunni töluðu um greiðsluþol. Flestir á sýningunni voru
sammála um að það væri mikið hjá módelunum. Og þetta módel hefur
örugglega ekki verið þar nein undantekning. Hún heitir Margrót Ólafs-
dóttir og sú ersá um snyrtinguna var Guðrún Sverrisdóttir hórgreiðslu-
meistari.
Fallegar stulkur með fallegt hár. Jó, það er greinilegt að hórið getur
verið greitt é ýmsa vegu.