Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 15
DV. MIÐVKUDAGUR 20. APRÍL1983. 15 eftireitt ár?) Þá getur farþeginn einnig komið við í Osló á leiöinni út og stoppað í Noregi að vild án þess að farmiðinn hækki í verði og hann getur líka komið viö í Glasgow á leiðinni heim og haft viðdvöl án þess að farmiðaverðið breytist eða þá snúið þessu viö. Þannig er hægt að heim- sækja þrjár þjóðir á þessum eina og sama farmiða á sama gjaldi og ef flogið er beint til Kaupmannahafnar og heim aftur. Ut frá þessu eru svo ýmis tilbrigði sem ekki verða rædd hér en kostir aðalfargjalda eru margir. GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR Ofanskráð er ekki sett niðurá blaötil þess að hræða fólk frá því að kaupa farmiða á lægsta veröi. Þess eru hins vegar alltof mörg dæmi að fólk hefur ekki gert sér fulla grein fyrir þeim tak- mörkunum sem um ódýrustu fargjöld- in gilda fyrr en of seint. Það er ekkert grín fyrir stóra fjölskyldu, sem keypt hefur apexmiða til útlanda ef einn eða fleiri úr familíunni leggjast í flensu daginn fyrir brottför svo enginn kemst neitt. Þá eru miðamir ónýtir og pen- ingamir tapaðir. Að vísu er hægt að kaupa sér tryggingu fyrir slíku og það ættu menn að gera. En sú trygging gild- ir þó aðeins um tilfelli þar sem ekki er hægt að hefja ferð á þeim degi sem ákveðinn var. Ef fjölskyldan leggst í bælið í útlöndum daginn áöur en halda á heimleiðis þá ógildast miðarnir heim ef ekki er farið á þessum ákveðna degi. Þá verður heimf erðin dýr. Besta ráðið sem hægt er að gefa fólki sem hyggur á ferðalög á eigin vegum er aö það leiti sér sem bestra upplýs- inga áður en flugmiðinn er keyptur og geri sér fulla greina fyrir þeim skil- málum sem gilda um hin og þessi far- gjöld. Oft er sérstaklega hagkvæmt að kaupa flugfar og gistingu í einum pakka eða flug og bílaleigubíl saman og fæst þá mjög gott verð. Flugið er fljótasti og þægilegasti samgöngumáti nútímans og miðað við alla kosti flugs- ins er þaö um leið ódýrasta aðferðin til að koma sér milli staöa. Hikið ekki við að spyrja þá aöila sem þið kaupið far- seðilinn hjá í þaula um allt er viðkem- ur fargjöldunum. En aö endingu er valiö auðvitaö ykkar, hvort þið kaupið miða á ódýrasta gjaldi, milligjaldi eða hæsta gjaldi. Að lokum er rétt að hafa í huga að það er takmarkaöur fjöldi sæta sem boðinn er á ódýrustu gjöldun- um í hverri flugferð og þeir sem ætla að nýta sér þessi gjöld ættu því að hafa tímann fyrirsér. Sæmundur Guðvinsson tSAMEINIÐ ENSKUNÁM OG SUMARFRÍ. ENSKUKENNSLA FYRIR HÁDEGI, SKEMMTIFERÐIR OG ÍÞRÚTTIR EFTIR HÁDEGI OG Á KVÖLDIN. Sighngar. Ein af þeim mörgu íþróttum sem boóió er upp á. / sumar efnir hinn vinsæli málaskóli, The Globe Study Centre For English i Exeter, ti/ námskeiöa i ensku fyrir fólk á öllum a/drí. Undanfarín 5 sumur hafa margir ánægöir /s- lendingar stundað enskunám þar sem öllum nýtisku kennsluaðferðum er beitt og jafn- framt notið Hfsins á þessum veðursæla stað við suðurströnd Englands. Margs konar skemmti- og kynnisferðir eru i boði þar sem allir finna eitthvað við sitt hœfi. Boðið er upp á sórstaka kennslu í t.d. golfi, siglingum og tennis. Um tvenns konar gistimöguleika er að ræða: Annars vegar dvöl hjá enskrí fjölskyldu sem er vandlega valin af okkur, þar sem nemandi hefur sitt einkaherbergi, og hins vegar dvöl i háskólagörðunum þar sem nemendur hafa sitt herbergi en sameigin/ega setustofu og eldhús. 6—12 manns eru þá saman um eina ibúð og er þetta tilvalið fyrír t.d. tvær fjölskyldur. Námskeiðin eru á þessum timabiium: 25. j'úní—16. júii 16. júlí—6. ágúst 6. ágúst—27. ágúst Hafió samband við Böðvar Friðriksson i sima 41930 á skrifstofutíma og i síma 46233 á kvöldin og um helgar. _ _ _ _ ÉT GYLMIR LCJXCISSIGUNG, SCJMARHGS OG BÍLLINN MEÐ TIL MEGINLANDSINS! 1. 2. 3. 4. Frá kr. 13.200.- Þýskaland sumarhús í Sudeifel eða í Eichwald og bíllinn með Frá kr. 11.500.- Ítalía íbúðir í Bibione skammt frá Lignano og Fenegjum. Kr. 13.700.- uið Gardavatn og bíllinn með. Frá kr. 13.500.- Austurríki íbúðir í Krimml, Sonnenalm eða Parkuillage og bíllinn með. Frá kr. 12.200.- Frakkland / ChLamonix eða kr. 17.400 í Nice og Bíllinn með. Verð miðast við 4 fullorðna í 4 manna klefa um borð í ms Eddu, flutning á bíl og leigu húsnæðis. Þetta eru 3ja vikna ferðir. Brottfarardagar frá Reyigvík með ms Eddu verða eftirtaldir: 1. júní, 8. júní, 15. júní, 22. júní og 24. ágúst. Afsláttur fyrir félaga F.Í.B. kr. 1.000,- fyrir fullorðna og kr. 500.- fyrir börn. gengi 2.3. 1983 _s FIB ötyggi á eriendri grund Vegna aðildar FÍB í alþjóðasamtökum bifreiðaeigenda stendur FÍB félögum til boða þjónusta systurfélaganna í öðrum löndum. Þau bjóða m.a. vegaþjónustu, ferða- og upplýsingaþjónustu og jafnvel lögfræði- aðstoð sé þess óskað. Aðstoðina má gera upp á staðnum með sérstökum greiðsluseðlum frá FÍB, sem greiðast svo hér heima eftir á, hafi þeirra verið þörf. I sumum tilvikum er aðstoðin ókeypis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.