Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Page 21
DV.MIÐVIKUDAGUR20. APRÍL1983.
á sem ferðast í bíl erlenúis
rough
Whitby
30miles
4kmsPÍC#kerÍn9c
Scarborough
Bridlington
• York
liggur með fljótinu og yfir á brú og er
leiðin vel merkt Luxembourg. Er farið
yfir fljótið og í áttina til Lux. Landa-
mærabrú skilur löndin.
Frá brúnni er haldið til Greve-
machen í Lux, og er leiðin vel merkt til
Luxembourgar. Farið er framhjá flug-
vellinum í Lux á leiðinni til borg-
arinnar. Tjaldsvæði eru tvö í borginni
en fólki er ráðlagt að tjalda frekar í
Esternach, sem er upp af götunni frá
tjaldsvæðinu.
Síðan er ekið aftur til Trier og þaðan
inn á Autobahn, sem fylgt er til baka
um Koblenz og Hannover.
Gert er ráð fyrir öörum möguleika,
en það er að aka yfir Liineborgarheið-
arnar, þar sem er mjög fagurt, og til
Liibeck. Þaöan er ekið um Hamborg til
Bremerhvaen. Við akstur skulu menn
hafa það í huga aö rétt er að fylgja veg-
vísum á Autobahn-hraðbrautunum
þannig, að ef maöur ætlar aö sleppa
'stórborg, þá fer maður að líta eftir
næstu stórborg á eftir, því þá ekur
maöur ósjálfrátt framhjá miðborginni,
og tafir verða engar. Maður, sem ætlar
t.d. ekki að koma við í Köln, byrjar að
líta eftir skilti með leiðinni til Bonn,
þegar hann fer að nálgast Köln og
þegar þar að kemur finnur hann rétta
braut til Bonn. Sama skulu menn gera
[t.d. þegar þeir nálgast Hamborg, þá á
að aka veg merktan Bremen.
Mælt er meö aö menn skoði sig um í
Osnabriick og Munster.
Síðarnefnda borgin er mjög
skemmtileg. Göngugötur og umhverfið
geymir hús frá miðöldum. Þetta er
rólegur bær, en þar er ekkert tjald-
svæöi. Þá þurfa menn endilega að
skoða dómkirkjuna í Köln sem er ein
fegursta kirkja Evrópu. Þótt 90% húsa
í Köln skemmdust eða eyðilegðust í
stríðinu, þá slapp kirkjan að mestu við
skemmdir. Hún sést langt að, gnæfir
yfir.
I miðborginni er að finna vegvísa um
Autobahn Bonn, og halda menn
ótrauðir áfram ferðinni.
Frá Bonn tekur við yndisleg leiö þar
sem nóg er af tjaldsvæðum í fegursta
umhverfi. Trier er mjög vinsæl borg.
Langar göngugötur. Þið spyrjið um
Porta Negra, sem er borgarhliö frá
dögum Rómverja og er þaö elsta
mannvirki Þýskalands. Mjög gott er
að versla í Trier. Koblenz er í raun og
veru tvær borgir. Flestir kunna betur
við sig í eldri hlutanum. En þaö verður
hveraöeiga við sig.
Að lokum er sérstök athygli vakin á
Liibeck, borg Hansakaupmanna. Þar
standa fomar byggingar. Þetta er
ógleymanleg borg, þeim er þar hafa
komið. Akið inn í miðja borgina, í elsta
hlutann. Nóg er af hótelum og tjald-
svæðum, og í Liibeck er gott að versla.
Nokkrar vegalengdir:
Trier/Frankfurt 208 km
Frankfurt/Hannover 352 km
Hannover/Liibeck 288 km
Liibeck/Bremerhaven 230 km
Til þess að hagnýta feröaáætlun
þessa, fylgir ökumaðurinn listanum
yfir borgii-nar og vegvísum. Borgimar
em í sömu röð á listanum og þær em í
vegakerfinu, þótt stöku þorpi sé sleppt.
Þetta er hugmynd að leið en auövitaö
er öllum frjálst aö hagnýta sér hana
semþóknast;
Góða ferð.
AKSTilt SM.m 5
BREMERHAVEN
BURG
Þetta er hringferð suður Þýskaland,
til Austurríkis um Brennerskarð, þar
sem farið er um Evrópubrúna, sem
liggur yfir heilan dal. Þaðan er haldið
suöur Italíu aö Gardavatninu, síðan til
austurs til Rimini og Feneyja. (Þaðan
er skammt til Lignano ef menn vilja
fara þangað í leiðinni. Eins og hálfs
tíma akstur).
Síðan er ekið aftur til Innsbruck,
svipaða leið. Frá Innsbruck er nú
ekið til vesturs, mjög tiikomumikla
fjallaleið í ölpunum, til Brenner, en
þaðan er komið til Sviss. Ekið er um
Ziirich og Basel, þaöan til Freíborgar í
Þýzkalandi og síðan á þýsku hrað-
brautunum. Þegar norðar dregur, er
fariö um Luneborgarheiöarnar. Ef
tími er til, er rétt að aka framhjá
Hamborg, til Liibek og þaðan um
Hamborg til Bremerhaven.
Þó er gerður sá fyrirvari að ef veður
er ekki gott; rigning er í Austurríki, þá
er ekki eins skemmtilegt að aka f jalla-
leiöina.
Ekki svo að skilja að Austurríki sé
viðsjárvert rigningarbæli, en ef hann
rignir í Innsbruck, þá er sól Italíu-
megin — og öfugt. Þá geta menn dvalið
á svæðinu Garda, Bolzano, Brixen,
sem eru yndisleg svæði, eöa farið um
Miinchen á hraðbraut og um hrað-
brautir til St. Gallen og Bodensee
(stöðuvatn). Sérstök athygli er vakin á
eftirtöldum borgum: Niirnberg og
Miinchen í Þýskalandi. Þetta eru
„auðveldar” borgir. Þið akið inn í mið-
borgina eftir vegvísum og auðvelt er
að komast út aftur eftir vegvísum um
Autobahn til næstu borgar, sem er
Miinchen I Numberg, en Innsbruck í
Miinchen.
Innsbruck er geysilega skemmtileg
borg. Sér í lagi latínuhverfið. Þar eru
langar göngugötur. Háskólinn er 300
ára. Þarna eru fornar byggingar, sem
draga dám af því að Innsbruck var
vöruleið milli Italíu og Þýskalands og
borg blómlegra viðskipta allt frá mið-
öldum. Margir kjósa, ef svo stendur á,
aö gista í Þýskalandi, rétt innan við
landamærin ef myrkur er að detta á.
Menn eiga helst að koma inn í borgir að
. degi til, það er auðveldara.
Brixen, Bolzano og Gardavatnið.
Borgirnar eru ítalskar og yndislegar,
og við Gardavatniö er fjöldi hótela og
tjaldsvæða. Feneyjum, Rimini og
Lignanoþarf ekkiaðlýsa.
Frá Innsbruck er farið til Bregenz
um ógleymanlega fjallaleið. Neðst í
dalnum er hraöbraut, en síðan tekur
við þjóðvegur. I Bregenz er komið að
hinu fagra Constansce vatni. Bregenz
er héraðshöfuðborg (Bodensee).
Ferðinni er haldið áfram til Ziirichk
Allgott tjaldsvæði er í Ziirick á vatns-
bakkanum. Fjöldi tjaldsvæða í lúxus-
klassa er í Sviss, einkum við vötnin.
Þaöan liggur siðan leiöin um Basel og
'til Freiborgar, en þangað verða menn
endilega að koma. Það veröur flestum
ógleymanlegt. Þið leggið bílnum sem
næst miðborginni, en flestar götur eru
göngugötur í elsta hlutanum. Þar er
gott aö versla. Góð tjaldsvæði eru víða,
en mælt er sérstaklega með Tunisee,
sem er skammt noröan við borgina, ef
farið er aftur inn á Autobahn..
Síðan liggur leiðin um fögur héruð og
stórar borgir. Viö minnum á Heidel-
berg, Qiirzburg og Fulda.
Nokkrar vegalengdir:
Feneyjar/Innsbruck 400 km
Innsbruck/Bregenz 205 km
Basel/Heidelberg 245 km
Hcidelberg/Bremen 600 km
Liibeck/Bremerhaven 230 km
Til að hagnýta sér ferðaáætlun þessa
fylgir ökumaðurinn listanum yfir borg-
irnar og vegvísum. Listinn yfir borg-
irnar er í sömu röð og þær eru í vega-
kerfinu, þótt stöku þorpi sé sleppt.
Þetta er hugmynd að leið, en auðvitaö
er öllum frjálst að hagnýta sér hana að
svo miklu leyti sem honum þóknast.
Góða ferð.
AKSTURSLEIÐ 6
Leið þessi er hraöbrautaleið og
liggur um frægar borgir. Nöfnin eru
ekki viðkomustaðir, heldur vegvísar,
þótt vitaskuld ráði ökumaður því
sjálfur, hvort hann vill hafa viðkomu
eða ekki. Ef fólk ætlar ekki að fara inn
í stórborg, þá er að fylgja vegvísum til
næstu borgar á listanum.
Til dæmis, þegar farið er að nálgast
Bremen, birtist Hannover á skilti og þá
fylgir maður Hannoverskiltinu, og þá
ekur maður framhjá Bremen. Sama
gildir um aðrar borgir á listanum. T.d.
kemur skilti fyrir Innsbruck í
Austurríki skömmu áður en komiö er
«1 Miinchen í Þýskalandi. Sem sag(
maður ekur ekki gegnum stórborgir,
eða borgir, þegar feröast er á
hraöbrautum, nema maöur ætli aö
hafa þar viðkomu.
Leiðin Uggur suður Þýskaland eins
og kortið ber með sér. Farið er um
Austurríki og um Evrópubrúna til
Italíu. Leiöin liggur meöfram Garda-
vatninu og til Rómar og Napólí, sem er
endastöð. — Þar er snúiö við.
Vakin er athygli á eftirtöldum
borgum og stöðum og ennfremur á því
aö skriflegar leiðbeiningar um hrað-
brautaakstur má fá hjá feröaskrif-
stofum.
Staöir sem mælt er með eru merki-
legar og „auöveldar” borgir. Þið akið
inn í miðborgina Staotmitte/Centrum
og vegvísar eru til borga þegar leitað
er leiðar út úr borginni á ný. Mælt er
þannig með viðkomu í Niimberg, Inns-
bruck, Brixen, Bolzano, Gardavatninu
(svæði) Florens, Róm, Napólí,
Genova, Monaco, Milano, Salzburg,
Heidelberg og í Svartaskógi,
(Schwarzwald), sem teygir sig frá
Freiburg til Baden-Baden.
Þar sem skógurinn teygir sig yfir
stórt svæði, þá spyrjið til vegar og
finnið með því móti hentugan áningar-
stað, miðað viðakstur og tíma.
Ef tími er tii, þá komiö við í Liibeck,
þar er gott að versla og þar að auki er
þetta fornfræg borg. Skoðið ráðhúsið
og kirkjuna.
Því er sleppt hér að reyna aö lýsa
borgum eins og Rómaborg og Vatíkan-
inu, Péturskirkjunni og öllu því, en í
stað þess gefnar leiðbeiningar um aöra
staði og akstursleiðina.
Þeir sem nota tjaldsvæði Camping
ættu aö fá leiðbeiningar á bensínstöðv-
um á hraðbrautunum, eða spyrja aðra
ferðamenn til vegar á áningarstöðum í
vegkantinum. Spyrjið sér í lagi fólk,
sem er með hjólhýsi. Það er oftast
ferðavant og getur leiöbeint — og gerir
þaö. Tjaldsvæði eru merkt á vegakort.
Stærð borga sést á vegakortinu. Stór-
borg er skrifuð með stóru letri og oft
eru upplýsingar um mannfjölda í
borgum er tilgreindar eru með
ákveðinni leturstærð 10—40.000
manna bæir eru bestir að margra
mati. Þannig er t.d. ekki nauösynlegt
að gista í Napólí, heldur í grennd við
Possuoli (fæðingarbæ Soffíu Loren).
Bæði er bærinn skemmtilegur og svo
eru mótel í grenndinni og skammt til
Napolí. Sama gildir um Rómaborg.
Gott er að nátta í nágrenni stórborg-
arinnar í útborg, og halda siðan inn í
borgina IStémma morguns. Einnig er
gott að éista í Brixert og Bolzano.
Forðist að aka inn í ókunna stórborg
síðdegis, eöa að kvöldlagi, nema þið
hafi ákveðiö aösetur í huga. Það er
erfiðara að finna góða gistingu en t.d.
fyrirhádegið.
Vakin er athygli á því að ekki er
hraðbraut alla leið frá Napolí til
Rómar. Þetta er einkar fögur leið.
Oftast er hægt að panta gistingu fyrir-
fram og veita ferðaskrifstofur upplýs-
ingar og panta hótel, ef óskað er. Sú
aögerð hefur kosti, — og ókosti. Kost-
irnir eru þeir að maður getur gengið að
gistingu, eða öllu heldur ekið að henni,
en þá er í staðinn komin stíf áætlun.
Hentugra er að panta gistingu fyrstu
tvær næturnar — og þær síðustu í
ferðinni. Og á einhverjum stað, þar
sem maður vill hafa lengri viðdvöl.
Góða ferö.