Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Side 2
2
DV. FÖSTUDAGUR12. ÁGUST1983.
Magnús Leopoldsson berst enn við kerfið:
Dómsmálaráðherra með
vaxtamálið í athugun
,,Ég gekk á fund Jóns Helgasonar
dómsmálaráöherra til áminningar.
Hann kveöst mundu athuga mál mitt
og mun þegar vera byrjaður að líta á
það,” sagði Magnús Leopoldsson er
DV ræddi við hann.
Svo sem DV hefur greint frá unir
Magnús ekki úrskuröi gerðardóms í
máli sínu gegn fjármálaráðherra.
Telur Magnús að rikissjóöur hefði átt
aö greiða sér vaxtavexti á bætur er
hann fékk vegna varðhaldsvistar að
ósekju árið 1976. Gerðardómur úr-
skurðaöi hins vegar að Magnúsi bæru
aðeins einfaldir vextir af höfuðstól.
í lagagrein um dómsvexti nr. 561979
segirm.a. .JJómariskalídómi ákveða
eftir kröfu aðila að dæmdir vextir fyrir
tímabilið frá birtingardegi stefnu til
greiðsludags skuli vera jafnháir hæstu
innlánsvöxtum við innlánsstofnanir
eins og þeir eru ák\’eðnir samkvæmt
lögum á hverjum tíma þannig að sem
fyllst tillit sé tekið til varðveislu á
verögildi fjármagns.”
Skömmu áður en gerðardómur var
kveðinn upp í máli Magnúsar kvað
stjórn Lögmannafélagsins upp gerðar-
dóm sem einnig fjallaði um verð-
tryggingu fjármuna. Lögmaður einn
átti ógreidda en gjaldfallna kröfu
vegna málflutningslauna. Voru honum
dæmdar verðbætur (miöaö við láns-
kjaravísitölu) á þá kröfu (í stað vaxta)
frá gjalddaga hennar í júní 1978 og þar
til í apríl 1983. Krafan nam 2.926,01 í
júní 1978, en kr. 22.964,13 þegar dæmd-
ar verðbætur höföu bæst við hana.
DV ræddi við Jón Steinar
Gunnlaugsson hrl., lögmann ríkissjóös
í máli Magnúsar Leopoldssonar gegn
fjármálaráðherra. Jón Steinar er for-
maður Lögmannafélags Islands.
Einnig var Ellert B. Schram,
flutningsmaöur frumvarps til laga um
dóms\’exti, spurður álits á máli
Magnúsar.
-JSS.
Ellert B. Schram um vaxtamálið:
Niðurstaða málsins ekki
i samræmi við lögin
„Niðurstaða þessa máls er ekki sú
sama og vakti fyrir okkur þegar við
vorum að setja umrædd lög,” sagði
Ellert B. Schram alþingismaður. En
hann flutti frumvarp til laga um dóms-
vexti. 1 greinargerð með frumvarpinu
segir m.a.: ,,Er gert ráð fyrir, að
vextir af dómkröfu séu jafnháir inn-
lánsvöxtum af vaxtaaukalánum eöa
öðrum sambærilegum vaxtakjörum,
er taki sem fyllst tillit til varðveislu á
verðgildi fjármagns.”
„Umræddum lögum var ætlað að sjá
til þess að fólk fengi sannvirði þeirrar
kröfu sem það setti fram,” sagði
Ellert. „Þar með yrði komið í veg fyrir
aö kröfur rýmuöu í verðbólgunni og
jafnframt að skuldunautar græddu á
því að standa í vanskilum.
Mér finnst þessar niðurstöður ekki
vera í samræmi við það sem vakti fyrir
okkur þegar lögunum var breytt. Ef
það er niöurstaða dómstóla að þeir geti
ekki dæmt mönnum réttmæta vexti
eða verðtryggingu á þeim kröfum sem
þeir setja fram verður aö laga þessi
lög.” -JSS
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.:
DÓMURINN ÍSAMRÆMIVIÐ KRÖFUR MAGNÚSAR
„Dómur í umræddu máli var í sam-
ræmi við kröfur Magnúsar sjálfs.
Hann hefði þurft að gera skýrar kröfur
í Hæstarétti um vaxtavexti, líti hann
svo á að lögin feli slíkt í sér, en það
gerði hann ekki,” sagði Jón Steinar
Gunnlaugsson, lögmaður ríkissjóðs, í
gerðamáli Magnúsar Leopoldssonar
gegn f jármálaráðherra.
„Mál Magnúsar er frábrugðið
málum þar sem verið er að krefja um
greiðslu ákveðinnar fjárhæðar í
vanskilum,” sagði Jón Steinar. ,4
þessu tilviki er kveðið á um miskabæt-
ur. Fjárhæð bótanna er ákveðin af
dómurunum um leið og þeir kveða upp
dóminn. Það er talið ótvírætt að f jár-
hæðir miskabótakrafna séu almennt
miðaðar í dómum við verölag dóms-
uppsögudags en ekki tjónsdags. Ef
slíkt er rétt eru bæturnar í sjálfu sér
verðtryggðar á þann hátt. Þetta þýðir
með öðrum orðum að sá sem fær
dæmdar bætur fær hærri bætur, séu
þær dæmdar tveim árum eftir tjóns-
dag heldur en séu þær dæmdar á tjóns-
degi sjálfum. Verðbætumar eru
þannig innifaldar í bótaupphæöinni
sjálfri. Þegar Hæstiréttur ákveöur í
einum dómi bótafjárhæð og vexti af
henni er hann aö dæma manninum
ákveðna fjárhæð, þ.e. höfuðstól, með
einföldum vöxtum. Hefði Magnús gert
skýra kröfu til Hæstaréttar um að
vextir yrðu lagðir við höfuðstól með
vissu millibili er ekki annaö ætlandi en
að Hæstiréttur hefði dæmt honum
lægri höfuðstól. Þessi málatilbúningur
Magnúsar núna er því byggður á mis-
skilningi.”
Jón Steinar er formaður Lögmanna-
félags Islands. Hann var spurður hvort
ofangreindur gerðardómur stjórnar
félagsins í máli lögmannsins gengi
ekki á skjön við gerðardóm í máli
Magnúsar og fjármálaráðherra, þar
sem í báðum tilvikum væri um verð-
tryggingu fjármuna að ræða.
„Þetta mál er alls óskylt máli
Magnúsar,” sagði Jón Steinar.
„Gerðardómur Lögmannafélagsins
fékk til úrlausnar það almenna álita-
efni hvort maður sem á gjaldfallna
kröfu á hendur einhverjum megi
krefja skuldarann skaöabóta þar sem
hinn síðamefndi valdi honum með
ólögmætum hætti verðrýrnunartjóni
með því að borga ekki.
Þessi mál er ekki hægt að bera
saman þar sem krafa Magnúsar er
verðtryggð en vanskilaupphæð ekki.
En vilji menn bera saman þessi tvö
mál eru líkindi til þess að umræddur
lögmaður annars vegar og Magnús
Leopoldsson hins vegar hafi fengið
fullar verðbætur á kröfur sínar.”
-JSS
Barn uppi á dekki. Mynd án heitis eftir Þorstein Svavar McKinstry.
Sumarmyndakeppni DV1983:
SENDIÐ DV SUMARMYNDIR
Glæsileg verðlaun í boði
Sumarmyndakeppni DV 1983 er nú í
fullum gangi og sumarmyndabunkinn
hjá okkur stækkar stöðugt. Það er líka
til mikils að vinna því glæsileg
verðlaun bíöa tilvonandi eigenda.
Allir lesendur DV geta tekið þátt í
sumarmyndakeppninni sem skiptist í
tvo flokka, litmyndir og svarthvítar
myndir. Fimm verðlaun verða veitt í
hvorum flokki og eru þau hin sömu í
báðum flokkum, Pentax myndavélar
og úttekt á Fujicolorlitfilmum frá
versluninni Ljósmyndavörur Skipholti
31.
Fyrstu verðlaun í hvorum flokki eru
Pentax ME Super myndavélar. önnur
verðlaun í báðum flokkum eru Pentax
PC35AF myndavélar og þriðju, fjórðu
og fimmtu verðlaun í báðum flokkum
eru úttekt á Fujicolor litfilmum að
upphæðkrónur2000.
Þátttakendum er heimilt að senda
fleiri en eina mynd í keppnina. Allar
myndir skulu merktar meö nafni og
heimilisfangi höfundar á bakhlið
hverrar myndar. Myndirnar skulu
síðan sendar ritstjórn DV, Síðumúla
12-14, 105 Reykjavík, merktar
„Sumarmynd”. Aríðandi er að hverri
sendingu fylgi frímerkt umslag með
utanáskrift sendanda svo hægt verði
að endursenda allar myndirnar.
Þegar er búið að velja myndir til
birtingar í næstu viku. Því er um að
gera að vera ekki að spara frímerkin
heldur drífa sig í að senda DV sumar-
myndirnar. Keppnin stendur út ágúst
en skilafrestur mynda er til 10.
september.
-SLS.
Af með út-
lenda númerið...
Fólk sem kemur hingað með bíla
frá útlöndum fær sérstakt aksturs-
leyfi hjá tollstjóra til að aka þeim
hér. Akstursleyfi þetta er fest í fram-
rúðu bifreiðarinnar og þar stendur
hvenær það rennur út. Lögreglan
fýlgist með þessum bílum og ef menn
trassa að koma með þá til skoðunar,
eða aka þeim eftir að leyfiö er út-
rúnnið geta þeir komið að þeim
númerslausum. Það gerði í það
minnsta eigandi þessarar bifreiðar
sem lögregluþjónninn er að rífa hér
hið erlenda númeraspjald af.
-klp/DV-mynd Loftur.