Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Side 7
DV. FÖSTUDAGUR12. AGUST1983. Útlönd 7 Utlönd Utlönd Útlönd Faya- Largeau fall- in aftur í hendur uppreisnarmönnum Hlé varð á bardögum í Chad í nótt eftir að uppreisnarmenn náöu bænum Faya Largeau aftur á sitt vald úr höndum stjórnarhermanna. — Um 2000 manna liði stjórnarhersins tókst þó að brjótast út úr herkvínni, þegar ofurefli uppreisnarmanna og Líbýu- hermanna var í þann veginn að um- kringja bæinn. Stjórnin í Ndjamena hefur þó ekki enn viðurkennt opinberlega að bærinn sé fallinn, en vestrænir diplómatar í GLU r RUP ÍÍÖRGEN Glistrup á leið í fangelsið Myndin hér við hliðina var tekin af Glistrup, þegar hann var aö tæma skjalahillu sína í þingskrifstofunni. Þann 31. ágúst á hann að mæta í ríkisfangelsinu í Horseröd til afplán- unar á 3 ára fangelsi fyrir skattsvik. Hann vann sinn siðasta pólitíska sigur (í bili) í þingflokknum núna í vikunni, þegar hann fékk félaga sína í Framfaraflokknum til þess að sam- þykkja einróma að fylgja því að persónufrádráttur til skatts yrði hækkaður um 1200 krónur danskar. Dagblað bannað Heryfir\'öld í Istanbúl, höfuðborg Tyrklands, hafa bannað útkomu hins hægri sinnaöa dagblaös Tercuman um óákveðinn tíma. Engin ástæða var gef- in upp af hálfu hins opinbera fyrir banninu. Um síðustu helgi birti Tercuman eitt tyrkneskra dagblaöa fréttir af leyni- legri ferð utanrikisráðherrans Ilter Turkmen til landamæra Irans, Iraks og Tyrklands, en skammt þar undan eru vígvellir í stríði Irana og Iraka. Ritstjórar annarra tyrkneskra dag- blaða segja að yfirvöld hafi varað þá viö að birta þá frétt. Nokkur dagblöð hafa verið bönnuð tímabundið og eins hafa nokkrir blaða- menn verið sóttir til saka fyrir greinar sem stjórnvöldum likaði ekki við, frá því herinn tók völd í Tyrklandi fyrir þremárum. adidas HELSINKI: EDWIN MOSES KEPPIR ALLTAF ÍADIDAS OG HEFUR NÚ UNNIÐ 83 HLAUP ÍRÖÐ borginni höfðu áreiðanlegar heimildir fyrir því að stjómarherinn hefði hörfað frá þessari eyðimerkur\-in og sloppið meö hergögn sín flest áður en her- kvínnivarlokað. Uppreisnarmenn náðu bænum á sitt vald í júní en misstu hann aftur fimm vikum síðar. Meðal annars náðu stjómarher- mennirnir að hafa á brott með sér loft- vamaflaugamar sem Bandaríkja- menn létu Chad í té vegna loftárása flughers Líbýu. Franska stjórnin ætlar að auka hernaðaraðstoð sína við Chad-stjórn- ina og er búist við því að um 500 manna flokkur franskra fallhlífarhermanna yerði kominn til Chad fyrir helgina. Reagan Bandarikjaforseti hefur lýst því yfir að Bandaríkin muni ekki senda herliðtilChad. Stjóraarhermenn í Chad á ferð í eyðimörkinni en þeim tókst að sleppa úr her- kvinni við Faya-Largeau. Pólland: LeiðtogarEiningar skipuleggja mótmæli Leiðtogar hinna ólöglegu verkalýðs- samtaka Einingar, sem fara huldu höfði í Vars já, haf a skorað á stuðnings- menn sína að fara í mótmælagöngur þann 31. ágúst og nota ekki almenn- ingssamgöngutæki í tvo tima á þeim degi sem er þriðji afmælisdagur Gdansk-samkomulagsins. I yfirlýs- ingu leiðtoganna segir að markmið þeirra sé að ná fram þeim baráttu- málum sem verkamenn lögðu fram í verkföllunum og leiddu til stofnunar Einingar 1980. „Þann 31. ágúst munum við sýna tryggð okkar við hugsjónirnar frá því í ágúst 1980. Hugsjónir sem páfinn sagði í heimsókn sinni að ættu að ná fram að ganga,” segir í yfirlýsingunni. For- maður Varsjárnefndarinnar er Zbigniew Bujak. Ekki er skorað á stuðningsmenn Einingar að grípa til mótmælaaögerða, eins og gert var á síðasta ári þegar mótmælendur lentu í átökum við lögreglu og að minnsta kosti f imm manns létust. Bretland: SIGLT YFIR ATLANTSHAF Fertugur Breti, fyrrum fallhhfar- hermaður, steig á land í Oporto í Portúgal eftir aö hafa siglt yfir At- lantshafið á 62 dögum, einn síns liðs. Þetta gerði Tom Mcclean á minnsta seglbáti sem nokkru sinni hefur siglt yfir Atlantshafið frá vestri til aust- urs. Upphaflega ætlaði Mcclean aö, taka land í Falmouth á Engiandi, en hann lagði upp frá St. John’s á Ný- fundnalandi. En hann hreppti ákaf- lega vont veður og mikla storma úr norðaustri og því rak bát hans svo langt suður af leið. Viku áður en hann náði landi brotn- aði mastur hans í stormi og að auki var farið að grynnast á matarbirgð- um hans. Mcclean sagðist ekki ætla í aðra slíka ferð bráðlega. Bjallan hringir og viö höldum. . . að skólarnir byrji eftir svo sem rúmlega einn rigningarmánuð. Og því er ekki úr vegi að fara að huga að skólapeysunum á blessuð börnin. Á tímum versnandi lífskjara, þegar engu er líkara en ósýnileg hönd læðist í veskið og hirði einn og einn 500- kall, hlýtur verð hinna ýmsu líf snauðsynja að skipta höfuðmáli. Við reynum að mæta ört minnkandi kaupmætti með því að bjóöa danskar acrylpeysur á mjög hagstæðu verði. Hvað svo sem okkur finnst um Dani almennt þá er það staðreynd að fáir standa þeim framar í fataiðnaði og þegar gæði og gott verð fara saman hljóta allir að verða ánægðir, ekki satt? Sláðu til, sláðu á þráðinn og sláðu tvoer í einu. HULDULAND, heildverslun, SKIPHOLTI 9, SÍMI25994. OPIÐ 1-5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.