Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Qupperneq 10
DV. FÖSTUDAGUR12. AGUST1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Ólafur B. Guðnason Sri Lanka: ENDURBYGGING HAFIN — en ástandið ótryggt Efnahagslíf á Sri Lanka riðaöi áður en til óeirðanna kom í síðustu viku og efnahagsástandið þar versn- aði um allan helming við blóösúthell- ingamar. En ríkisstjóm Sri Lankai hyggst gera stórátak til þess að endurreisa efnahagslífið og hefur nýtt ráðuneyti, „enduruppbygg- ingarráðuneytið”, verið sett á lagg- imar til þess að hafa umsjón með því verkefni. Fjármálaráðherra Sri Lanka, Ronnie de Mel, hefur lofað því að „Sri Lanka muni rísa úr ösk- unni eins og fuglinn Fönix” og til- kynnti að stjómvöld hefðu stofnsett sjóð sem f jármagna ætti endurbygg- ingu brunninna verksmiðja, skrif- stofa og verslana. Hann skoraði á þjóðir heims að styrkja Sri Lanka f uppbyggingarstarfinu. Fjármálaráðherrann viðurkenndi á þingfundi að við óeirðirnar hefði efnahagur landsins tekið tveggja til fimm ára stökk aftur á bak. ,,Fjár- festingaraðilar erlendis eru dauð- hræddir vegna þess sem gerðist,” sagði ráöherrann. I blaðaviðtali sagði hann einnig að mikilvægast nú væri að vekja að nýju traust á Sri Lanka, koma á lögum og reglu að nýju og sýna að ríkisstjórnin hefði fullt vald í landinu. Hið nýja endumppbyggingarráðu- neyti verður undir stjórn Juniusar Jayewardene og mun hafa yfirstjóm allrar uppbyggingar á hendi. Þegar hefur verið tilkynnt aö ráöuneytið hafi tekið yfir eignarhald á öllum eignum sem skemmdust í óeirð- unum, þar á meðal um eitt hundrað: verksmiðjum. Jayewardene forseti, sem er 77 ára gamall, hefur þegar skipað sjóliösforingja á eftirlaunum, Alfred Perera aðmírál, sem umsjónarmann daglegs reksturs enduruppbyggingarráðuneytisins. Starfið mun hef jast þegar í stað. Anandatissa de Alwis, ráðherra upplýsingamála, hefur lýst því yfir aö allar eignir, sem orðið hefðu fyrir skaða meðan á óeirðunum stóð, yrðu yfirteknar af ríkinu. „Ef verksmiðja hefur orðið fyrir skemmdum er sú verksmiðja nú í eigu ríkisins hver sem fyrri eigandi kann að hafa verið. Ef eitthvert hús hefur orðið fyrir skemmdum er það nú eign ríkisins og verður það þar til ákveöið verður af ráöuneyti enduruppbyggingar hvað verður við það gert. ” Upplýsingamálaráðherrann sagði einnig að eftir því sem uppbygg- ingarstarfið færi að skila árangri myndi ríkisvaldið líklega taka viö hlutafé í fyrirtækjum sem endurreist yrðu því fyrirtækin yrðu að fá fjár- magn frá ríkinu til þess að hefja reksturaönýju. De Mel sagði að í hinum níu daga uppþotum heföu aö minnsta kosti 18000 íbúðarhús verið skemmd eða eyðilögð og 100 þúsund manns þannig misst heimili sín. Ráðherrann sagði einnig að sérlegur sjóöur yrði stofn- aöur til þess að hjálpa mönnum við að endurbyggja hús og eignir sem skemmst hefðu í uppþotunum. Þess vegna færu stjórnvöld í Sri Lanka fram á tafarlausa aðstoð frá nágrannaríkjunum og hjálparstofn- un Sameinuðu þjóðanna. Meira en eitt hundrað verksmiðj- ur, sem sumar framleiða vefnaðar- vörur til útflutnings, skemmdust eða eyðilögðust í óeirðunum og sagði upplýsingamálaráðherrann að tvo milljarða króna þyrfti til þess að koma þeim verksmiðjum í gang að nýju og koma heimilislausum í hús- næði að nýju. Meðal nauðsynja sem þyrfti að útvega þegar í stað væru fatnaður ásamt hrísgrjónum, hveiti, sykri og öðrum matvælum sem þyrfti til þess að hinir heimilislausu hefðu í sig og á næsta mánuöinn. Vestrænir efnahagssérfræðingar, sem aðsetur hafa í Colombo, höfuð- borg Sri Lanka, telja að skemmdir á eignum nemi alit að 2,7 milljörðum króna og segja einnig að óbein áhrif óeirðanna, bæði á ferðamanna- straum og erlenda fjárfestingu, gætu ' valdið mun meiri skaöa. Lalith Athulathmudali viðskipta- ráöherra segir hins vegar að áhrif óeirðanna kunni aö verða minni í nánustu framtíð. „Þegar við stöndum svo nærri atburðunum bú- umst við við því versta. I mínu kjör- dæmi, í Ratmalana, skemmdust 15 verksmiðjur og í þeirri stærstu unnu 2000 manns,” sagði ráðherrann. En ráðherrann sagði einnig: „Viðgerðum getur verið lokið eftir sex til átta mánuði. Ég tel aö komi ekki til frekari átaka gætu hagtölur í lok þessa árs sýnt aö Sri Lanka hafi notið raunverulegs hagvaxtar á árinu þó að hann verði ekki 6,2% eins og hann hefur verið að meðaltali síðustu sex ár. Við munum sýna hagvöxtáárinu.” Oeirðimar komu harðast niður á viðskiptafyrirtækjum í eigu tamila, en tamilar hafa verið mjög áberandi í iðnrekstri og viðskiptum. Þess vegna hafa óeirðirnar valdið því að mikið atvinnuleysi verður meðal þeirra sem áöur unnu hjá þessum fyrirtækjum, en flestir þeirra tilheyra meirihluta sinhalesa. Og rit- ari verslunarráðs Sri Lanka > S.S. Jayawickrama, sagði að mörgum fyrirtækjaeigendum, sem misst hefðu fyrirtæki sín, gæti reynst ókleift að greiða skuldir sínar. Srí Lanka er eitt vanþróaðasta riki heims og nema meðalárstekjur þar . aðeins rúmlega 7000 krónum á mann. Ríkið er mjög háð landbúnaöi. Það telst því til tekna, eins og ástandið er þar nú, að helstu land- búnaðarsvæði ríkisins, þar sem ræktað er te, gúmmí, kaffi og kókos- hnetur, urðu ekki fyrir neinum skaða í óeirðunum. Þetta eru bestu fréttir ’em yfirvöld Sri Lanka hefðu getað fengið þar sem útflutningur á land- búnaðarafurðum aflar ríkinu um þaö bil helmings tekna þess í erlendum gjaldeyri. Junius Jaywardene, forseti Sri Lanka, hlaut fyrir það mikið lof á Vesturlöndum, þegar hann komst til valda árið 1977, að leggja niður mið- stýringarstefnu fyrirrennara síns, Sirima Bandaranaike, í efnahags- málum og leggja nánast til hliðar allt það ríkisapparat sem þurfti til þess að reka þá efnahagsstefnu. Jay- wardene leyfði erlenda f járfestingu í landinu og opnaði fríverslunarsvæöi sem áttu að laða erlenda fjárfestend- urtillandsins. En heimskreppan, stórlækkað verð á landbúnaðarafurðum og himinhátt olíuverð varð þess vald- andi að Sri Lanka lenti í alvarlegum efnahagsörðugleikum í upphafi níunda áratugarins og viöskiptahalh landsins varð sífellt meiri. Þegar kom fram á árið 1982 var viðskipta- halUnn orðinn 13 milljarðar króna og hafði aldrei verið meiri. Erlendir sendiráðsstarfsmenn í Colombo segja að óeirðirnar muni ekki hafa áhrif á efnahagsaðstoö er- lendis frá, en hún nemur um 14 miUj- örðum króna á ári. En ferðamanna- straumurinn tU landsins myndi eflaust dragast. saman, sem og erlend fjárfesting. Þá yrði enn ein afleiðing óeiröanna þriðja gengisfell- ing rúpíans á þessu ári, en gengi rúpíans hefur þegar verið fellt um fimm prósent, tvisvar á árinu. Hvort Jaywardene forseta tekst að halda friðmn er aftur annað mál. Þegar hann komst til valda, árið 1977, hóf hann viðræður við leiðtoga tamila um umbætur á þjóðfélaginu. Undir stjórn Bandaranaike var mjög þrengt að tamilum á Sri Lanka og eitt fyrsta verk Jaywardene, þegar hann náði völdum, var að gera mál tamila jafnrétthátt máli sinhalesa, en undh- stjóm Bandaranaike hafði m.a. námsmönnum af ættum tamUa verið gert mun erfiðara fyrir en sin- halesum. En það virðist sem umbæt- ur Jaywardene hafi komiö of seint fyrir hlutatamila. Það er ekki taliö að meirihluti tam- Ua á Sri Lanka hafi viljað stofna eigið riki á hluta eyjarinnar áður en til síðustu blóðsúthelUnga kom aö minnsta kosti. En ofstækisfuUir þjóð- ernissinnar meðal tamUa, sem kall- aðir eru tamU tígrisdýrin, hafa undanfariö staðið fyrir hermdar- verkum og morðum og þannig smám saman þröngvað hógværari leið- togum út í harðari afstöðu en þeir höföu áður tekið og eflaust harðari afstöðu en þeir sjálfir vUdu taka. Þessi hermdarverk tamU tígris- dýranna hafa síðan blásið að glóðum þess haturs sem sinhalesar hafa löngum borið tU tamUa og braust út i óeirðunum í síðustu vUíu sem fylgdu i kjölfar þess að skæruliðar tamU tígrisdýranna gerðu 13 liðsforingjum í hernum fyrirsát og drápu þá. Það virðist einnig ljóst af fréttum aö Jaywardene hefur um tíma misst stjóm á hernum, sem að meirihluta tU er skipaður sinhalesum, og að hermenn hafa gengið dyggilega fram í ofsóknunum á hendur tamUum. Þó nú hafi komist á friður að nýju hafa blóðsútheUingamar í síðustu viku varla getað annað en aukið vantraust tamila á stjómvöldum í Colombo um leið og þeir stjómmála- menn, sem hófsamari hafa verið, hafa neyðst til þess að taka upp harðari stefnu. Þá hlýtur það að koma tamUum fyrir sem grunsam- legt athæfi stjórnvalda að leggja eignarhald á öU fyrirtæki, sem urðu fyrir skemmdum í óeirðunum, því þau voru nánast öll í eigu tamila, en ríkisstjórnin situr í krafti meirihluta sinhalesa. Það er því enn langt í land að ró komist á aö nýju í Sri Lanka. Hatur sinhalesa í garð tamila blossaði upp á Srl Lanka í síðustu viku með hörmulegum afleiðiugum. Hér heiur verlðkveiktílikleins tamilasem varsvo óheppinn að lenda í höndunum á hópi sinhalesa. Hér er skrif stofuhúsnæði í miðborg Colombo sem óeirðarseggir brenndu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.