Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Side 12
12 DV. FÖSTUDAGUR12. AGUST1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastióriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórí: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍDUMÚLA12—14. SÍMI 8ÓA11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstiómar: 86611. Setning, umtxot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA12. P.rentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblaö22 kr. Vonir fyrír idnaðinn Eigum við að bæta lífskjör í landinu, er eitt hið brýn- asta verkefni að efla iðnaðinn og þaö með skjótum hætti. Því verður eitthvert helzta verkefni núverandi ríkis- stjómar að styrkja grundvöll iðnaðar. Eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar er samkeppnisstaða innlends iðnaðar gagnvart erlendum keppinautum góð, og betri en hún hefur verið um langt skeið. Því veldur ekki sízt aö gengi krónunnar með tilliti til kostnaðar innanlands og í helztu viðskiptalöndum, svokallað „raun- gengi”, er með því lægsta, sem verið hefur allan síðasta áratug. Með þeim hætti hefur iðnaðinum verið búið gengi, sem styrkir hann bæði í útflutningi og í samkeppni við innfluttar iðnaðarvörur. Iðnaðurinn hefur því um þessar mundir nokkurt svig- rúm til að mæta samdrætti í útgjöldum heimilanna. Islenzkur iönarur hefur styrkzt í samkeppninni. Iðnrekendur kynntu í byrjun þessa mánaðar niðurstöð- ur könnunar á nokkrum þáttum iðnrekstrar. Á öðrum fjórðungi ársins varð framleiðsluaukning í almennum iðnaði, þegar álframleiðslan er undanskilin. Meira en helmingur forsvarsmanna í iðnaði, sem svör- uðu spurningum þar um, spáðu aukningu framleiðslu á næsta ársfjóröungi, það er frá byrjun júlí til september- loka. Fimmtíu og átta af hundraði spáöu söluaukningu á þessu tímabili en aðeins níu af hundraði spáðu minnkun sölu. Meirihluti forsvarsmanna í iðnaði taldi, að atvinnuhorf- ur í greininni mundu haldast svo til óbreyttar næstu þrjá mánuði. Þetta eru góðar fréttir, nú á tímum þegar margir spá „kreppu” í atvinnumálum okkar. Greinilega er, að iðnaðinum hefur um þessar mundir verið búin sú aðstaða, að hann getur ekki aðeins staðizt heldur aukið við sig. Mikið af vanda iðnaðarins síðustu árin hefur verið heimatilbúið. Landsfeður hafa til dæmis haldið raungengi krónunnar of háu, um árabil, þannig að innlendur iðnaður hefur goldið með verri samkeppnisaðstöðu. Iðnaðurinn hefur ekki setið við sama borð og aðrar atvinnugreinar um lánveitingar og skattgreiðslur. Gott er, að innlendur iðnaður hefur styrkt stöðu sína. Það mun koma öllum landsmönnum til góða. En varast ber það, sem á eftir kemur. Stjórnvöld viröast hafa áhuga á að halda gengi krón- unnar sem föstustu. Auðvitað dregur úr verðbólgu, ef gengið hækkar lítið. Endítt stoðar að berja höfðinu við steininn. Kostnaður innanlands mun aukast á næstunni þrátt fyrir aðhaldsstefnuna í launamálum. Því mun jafnframt draga úr þeim hag, sem iðnaðurinn nýtur nú. Svokallað „raungengi” krónunnar hefur þegar farið hækkandi, er dollar hefur hækkað gagnvart Evrópu- gjaldmiðlum. Sú breyting nemur um þremur prósentum frá síðustu gengislækkun. Staöa iðnaðarins fer því aftur í átt til hins verra, verði ekki að gert. Stjórnvöld verða að skilja, betur en fyrri ríkisstjórnir, að lífskjarabati hér hlýtur að byggjast á iðnaði öðru frem- la x. • _ . Þau verða að fylgja fyrstu aðgerðunum, sem hafa styrkt iðnaðinn, eftir með frekari aðgerðum. Fráleitt yrði til dæmis að halda fast í að breyta ekki gengi krónunnar, eftir að það verður fallið í reynd. Slík þrákelkni mundi aðeins leiða til nýrra vandamála fyrir iðnaðinn. ............... Þá er tími til kominn, að íðnaðurinn fai frekari lækkun launaskatts og aukna lánafyrirgreiðslu. Haukur Helgason. Enn reynast vaxtaákvarð- anir Seðla- bankans rangar Skýrt var frá því í DV sl. þriðjudag aö gerðardómur hefði úrskuröað í deilu Magnúsar Leopoldssonar og fjármálaráðherra um hvernig reikna eigi vexti af dómkröfum. Gerðardómurinn komst að þeirri niðurstööu að ekki væri heimilt að leggja vexti við höfuðstól og er það í samræmi viö mjög gamla dómvenju á Islandi sem hvað eftir annað hefur verið staðfest í ýmsum málum í Hæstarétti. Hins vegar stangast þessi niöur-, staða á við vaxtatilkynningar Seöla- banka íslands og er þaö ekki í fyrsta skipti sem ákvaröanir Seölabankans um vexti standast ekki landslög. En ákvarðanir Seðlabankans um vexti hafa hins vegar hvað eftir ann- að orðið til þess að skapa óvissu meðal almennings sem telur að Seðlabankinn fari að lögum og dóm- venju þegar vextir eru ákveönir. Hvað eru dráttarvextir? Margir halda að reikna megi 5% dráttarvexti á mánuði af öllum skuldum sem eru komnar í gjald- daga. Þaö er rangt. Aðeins má reikna 5% dráttarvexti á mánuöi af peningalánum, þ.e. þeim lánum, sem eru tekin í banka og sambærilegum lánum meðal einstaklinga. Ef skuldin er hins vegar vegna al- mennra viðskipta, t.d. úttekt hjá kaupmanni, þá reiknast aðrir van- skilavextir sem eru ýmist 42 eöa 45% áári. Ef skuld er verðtryggð má bæta 5% vöxtum á ári við gjaldfallna samningsvexti og eins er það ef skuld er í erlendum gjaldeyri. Ef skuld er í mynt, sem er notuö við inn- lenda gjaldeyrisreikninga, í dollur- um, pundum, mörkum eða dönskum krónum, þá má hækka vextina um 5% ofan á vextina á innlendu reikn- ingunum. Þetta þýðir það aö ef maður skuldar t.d. US dollara þá eru vanskilavextir 13% p.a., en ef skuld- in er í Kanadadollurum þá eru van- skilavextimir a.m.k. 23%. Enginn veit nema Seðlabankinn hvaða sam- ræmieríþessu. Vaxtavextir óheimilir Seðlabankinn segir að heimilt sé að bæta vöxtum við höfuðstól einu sinni Hvernig má bæta verkalýðshreyf inguna? NÝJAR AÐ- FERÐIR í KJARAMÁLUM Rétturinn til að semja um kaup og kjör er einn mikilvægasti réttur verkalýðsfélaganna. Þessi setning minnir óneitanlega á 1. maí-ræður verkalýösforingja. Samt sem áður stangast hún á viö það sem þeir að- hafast í raun. Þeir hafa svipt verka- lýðsfélögin samningsréttinum og af- hent hann æðstu forystu ASI. Ég tel aö tími sé til kominn að félögin fái á ný fullan samningsrétt án miðstýrðra afskipta ASI-forystunn- ar. Samningana heim í hérað heitir þetta öðrum orðum. Ég hef áður rakið helstu röksemdirnar fyrir þessu. Miðstýrðir atvinnurekendur Sú röksemd hefur verið notuð gegn hugmyndinni um samningana heim að samtök atvinnurekenda séu svo miðstýrð — þau vilji ekki semja hvert fyrir sig við hin einstöku verkalýðsfélög. En eigum við að láta atvinnurekendur ráöa því hvemig við skipuleggjum okkar baráttu? Ef þeir óska eftir því að framkvæmda- stjórar Vinnuveitendasambands Is- lands séu á þeytingi landshoma á milli til að semja — þá þeir um það. Það er þeirra mál. Og sennilega _ Guðmundur Sæmundsson þyrftu þeir þé að fjölga fram- kvæmdastjórunum eitthvað. Fari at- vinnurekendur út í það að beita verkalýðsfélögin einhverjum sam- ræmdum bolabrögðum — svo sem verkbönnum um allt land í einu — á ég bágt með að ímynda mér annað en að verkalýðsfélögin geti haft sam- starf um að svara því. Pakkapóstur ogríkisvald önnur rök gegn dreifingu samn- ingsréttarins á fleiri hendur em að hreyfingin þurf i að koma fram ein og óskipt í samskiptum við ríkisvaldið. Þar er þá annars vegar um að ræða mál eins og vísitölu, fiskverð o.þ.h. — hins vegar félagsmálapakkana sem ríkisvaldið hefur boðið fram til að létta af atvinnurekendum nokkr- um prósentum í kaupi. Hið fyrra er auðleysanlegt. Ríkisvaldið á hrein- lega að draga sig algjörlega út úr af- skiptum af kjarasamningum fólks. Launafólk og atvinnurekendur eiga að semja sjálfir um hvaða vísitala sé notuð og hvernig hún sé greidd. Sama gildir um fiskverðið. Og sama ætti að gilda um félagsmála- pakkana. Verkalýðsfélögunum er hægur vandi að setja fram kröfur á hendur ríkisvaldinu um réttindamál launafólks — án tengsla við beinar kjarakröfur sem settar eru fram gagnvart atvinnurekendum. Þeim kröfum má fylgja eftir með að- gerðum gegn ríkisvaldinu. T.d. hefur hreyfingin fulla heimild til að fara í pólitískt verkfall. Slikra aðgerða getur hún líka gripið tii og á að grípa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.