Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Qupperneq 17
DV. FÖSTUDAGUR12. ÁGUST1983. 25 íþróttir íþróttii íþróttir íþróttir „VERÐUR ALLT ANNAÐ EN AUÐVELT VERKEFNI” — segir Rudolf Havlik, sem byrjaður er að þ jálfa handknattleiksmenn Víkings Hinn nýi þjálfari Islandsmeistara Víkings í handknattleik, Rudolf Havlik, er nú kominn til landsins. Havlik er tékkneskur, 46 ára aö aldri, og á glæsi- legan feril að baki sem handknattleiks- maður meö tékkneska landsliöinu og hinu sigursæla liöi fyrr á árum Dukla Prag. Havlik lék meö landsliöinu í tólf ár eöa frá 1958 til 1970. Hann varð heims- meistari meö liöi Tékka áriö 1967 er þeir sigruöu Dani 14—11 í Svíþjóö. Silfurverðlaun vann hann meö liðinu 1961 og bronsverölaun árið 1964. Meö Dukla Prag varð hann Evrópumeistari árin 1957 og 1963. Allt frá því að hann hætti sjálfur aö leika handknattleik hefur hann starfaö við þjálfun, fyrst hjá félagi sínu Dukla Prag og var svo meö tékkneska lands- liðið um fjögurra ára skeiö 1978 til 1982. Kann vel við rigninguna Er viö heimsóttum Rudolf Havlik þar sem hann hefur komið sér vel fyrir í íbúð við Hofteiginn, tók hann á móti okkur á stuttbuxum, sólbrúnn og sæl- Iegur og bauö okkur Sveini ljósmynd- ara hundblautum inn í hlýjuna. Havlik sagðist bara kunna vel viö rigninguna hér í Reykjavík þar sem sólin heföi skinið látlaust síðustu þrjá mánuöi í Prag og væri gott að láta rigningar- dropana dynja á sér aftur. Betri undirbúningur Við snérum okkur strax aö hand- knattleiknum og spuröum Hvlik um muninn á islenskum og tékkneskum handknattleik að svo miklu leyti sem hann gæti dæmt um slíkt. Ég hef komiö sjö eða átta sinnum til Islands, bæöi meö félags- og landsliði. Islendingar hafa oft haft góöu landsliði á aö skipa en ég held aö breiddin hjá okkur sé töluvert meiri, viö höfum úr meiri mannskap aö velja eins og eöli- Þórhallurvann á Ólafsf irði Opna KEA-mótið í golfi fór fram um helgina á Ólafsfirði og tóku 70 kepp- endur þátt í mótinu. Sigurvegari í karlaflokki án forgjaf- ar varö Þórhallur Pálsson GA á 154 höggum. Annar Sverrir Þorvaldsson GA á 155 höggum og þriöji Baldur Sveinbjörnsson GA á 158 höggum. í keppninni með forgjöf sigraði Gísli Friðfinnsson GÓ á 134 höggum. Annar varð Þóröur Svanbergsson GA á 141 höggi og þriðji Sverrir Þorvaldsson GA á 141 höggi. í kvennakeppninni sigraði Jóhanna Pálsdóttir GA á 186 höggum. Erla Adolfsdóttir GA varö önnur á 202 högg- um og Rósa Pálsdóttir GA þriöja á 228 höggum. í kvennakeppninni meö forgjöf sigraöi síðan Erla Adolfsdóttir GA á 144 höggum. Jóhanna Pálsdóttir varð önnur á 152 höggum og Rósa Pálsdóttir þriöja á 170 höggum. i unglingaflokki sigraði Ólafur Sæmundsson á 162 höggum. Ólafur Þorbergsson varð annar á 165 höggum ogn Kristján Gylfason, sigurvegarinn frá i fyrra, varð þriðjl á 173 höggum. -SK. Valsmenn á eigin velli Leikur Vals og Þróttar i 1. deild á laugardag verður á grasvelli Vals við Hlíöarenda og er það í fyrsta sinn, sem lið i 1. deild í Reykjavik leikur heima- leik sinn á eigin iþróttasvæði. Leikur- inn hefst kl. 14. legt er náttúrlega, miöaö viö þann fjölda sem stundar íþróttina hér og svo hjá okkur. Eitt stærsta og mikilvæg- asta atriöiö er þó sá að undirbúningur handknattleiksmanna í Tékkóslóvakíu fyrir keppnistímabiliö er meiri en hér. Viö höfum aöstööu til aö láta leikmenn okkar æfa tvisvar til þrisvar á dag í 6 til 8 vikur áður en keppnin s jálf hefst á meöan Islendingar æfa einu sinni og þurfti að skila fullum vinnudegi áður en æfing byrjar. Nú tekur þú við Víkingsliðinu, sigur- sælasta handknattleiksliði Islands siö- ustu árin, af pólska þjálfaranum Bogdan Kowalczyk sem gert hefur stóra hluti hjá félaginu, hvemig leggst þaöíþig? Þetta verður vissulega allt annaö en auðvelt verkefni. Allir vænta náttúr- lega sama árangurs í framtíöinni. Það verður þó að líta á þá staðreynd að fjórir mikilvægir leikmenn hafa yfir- gefið liðið. Þessir fjórir eru Þorbergur Aðal- steinsson, Ámi Indriöason, Ólafur Jónsson og Páll Björgvinsson og ef ég miöa við leikina við Dukla Prag í Evrópukeppninni sl. vetur þá er eng- inn vafi á aö þaö veröur erött aö fylla þeirra skörö. Víkingur á í dag marga góöa leikmenn eins og Viggó Sigurðs- son, Sigurð Gunnarsson, Guðmund 'Guömundsson og Kristján markvörð, allt leikmenn í landsliösklassa. Eg er þó á þeirri skoöun aö liðið þyrfti 2 til 3 góða útileikmenn til viðbótar ef vel ætti aö vera. Annars þekki ég ekkert enn til hinna íslensku liöanna svo ég veit ekki hvar Víkingsliöiö stendur gagnvart þeim þegar Bogdan kemur til landsins, en hann þekki ég mjög vel, ætla ég mér að setjast niður meö honum og reikna meö að fá allar bestu upplýsingar um liðiö frá hans hendi. Um leið og viö þökkum Rudolf Havlik fyrir spjalliö óskum við honum alls hins besta i starfi sinu hjá Víkingi á vetri komanda og um leiðánæg julegr- ar dvalar á Islandi. AA Hinn nýi þjálfari Vfldngs I handknattleiknnm, Tékkinn Rudolf Havlik, sem veriö hefur landsliðsþjáifari Tekkóslóvakfu undanfarin ár. DV-mynd S. „Snúum bökum saman — slíðrum sverðin” — Athugasemd f rá Gunnari Guðmundssyni, formanni knatf spyrnudeildar KR 1 „í tilefni af grein SOS á íþróttasíöu blaðsins 1/7 sl., sem bar heitið „KR- lingar eru meö allt á hreinu”, óska ég 1 eftir aö koma eftirfarandi athugasemd ! á framfæri á sama stað í blaöinu. 1. Fyrir leik KR og IBI gagnrýndi ég íþróttafréttamenn nokkuð í leikskrá fyrir neikvæða umfjöllun um knatt- spymuleiki sumarsins. Um þessa gagnrýni segir SOS í grein sinni í DV 1/7 sl., „KR-ingar hafa bariö bumbur aö undanfömu og seg jast vera búnir aö finna út hvers vegna færri áhorfendur koma nú á völlinn en áöur. Sökudólgur- inn er ekki knattspyrnan sem áhorf- endum er boöið upp á. Nei aldeilis ekki, KR-ingar hafa skellt skuldinni á blaða- menn.... Þau em einmitt skrif af sama toga og þau sem hér aö ofan greinir, sem valda því aö gagnrýni er nauösynleg. Blaöamenn sem aörir eru ekki yfir gagnrýni hafnir og í þessu tilviki á það svo sannarlega viö um nefndan SOS. Eg skil ekki hvemig SOS getur lesið út úr grein minni að KR-ingar séu bún- ir aö finna út hvers vegna færri áhorf- endur komi á völlinn. Sökudólgamir séu blaðamenn. Því miður er þetta ein- kennandi fyrir vinnubrögö nefnds SOS, hann vinnur oft af meira kappi en for- sjá. 1 grein minni er ekki einu orði minnst á það sem SOS f jallar um í grein sinni. Það er ámælisvert þegar blaöamaöur matreiðir þannig ofan í lesendur. I trausti aöstööu sinnar veld- ur hann því að lesandinn fær ranga mynd af raunveruleikanum. 2. Ennfremur segir SOS í grein sinni: „Þegar áhorfendur velja á milli leikja er skiljanlegt aö þeir komi ekki til aö sjá KR-liðið, því vesturbæjarliðiö hef- ur ekki boðið upp á sóknarknattspyrnu síðasta áratug og marksæknir leik- menn tilheyra fortíðinni hjá KR-ing- um.” Þegar SOS skrifaöi grein sína birti hann viö hliðina töflu yfir skoruð mörk í deildinni. Þar kom í ljós aö ein- ungis tvö lið höfðu skoraö fleiri mörk í 1. deildinni en KR-ingar. 3. Bamaleg viöbrögö SOS við málefnalegri gagnrýni minni em hjá-: kátleg. Hann ætlar svo sannarlega aö ná sér niðri á KR-ingum fyrir að voga sér að lyfta penna og gagnrýna störf jíþróttafréttamanna. Slik viöbrögö em ekki samboðin íþróttafréttamanni, a.m.k. tel ég aö meö slíkum skrifum lítillækki hann bæöi starfsbræður og blaðið sem hann starfar hjá. J 4. Hermann Gunnarsson svaraði á |mjög málefnalegan hátt í grein minni f.h. samtaka íþróttafréttamanna og mun hún birtast í næstu leikskrá okkar KR-inga. I niðurlagi segir Hermann: „Kæm KR-ingar, við viljum birta þessi fátæk- legu orö okkar í leikskrá ykkar, ekki með flannastóram fyrirsögnum í fjöl-' miðlum, það er ekki okkar leikaöferð.” Ekki hafa allir veriö á eitt sáttir við þessa meöhöndlun, a.m.k. ekki SOS. 5. Sú gagnrýni sem ég beini til íþróttafréttamanna varöandi umfjöll- un þeirra um knattspymuleiki hefur heyrst víða, jafnt á landsbyggöinni sem í Reykjavík. Þetta er því engin einkaskoðun min. Þegar formenn flestra knattspymu- deilda íþróttafélaga í Reykjavík hitt- ust 21. júní sl. bar þessi mál á góma og kvað þá við sama tón. Vom flestir sammála því aö meö jákvæðri umfjöll- un um komandi knattspymuleiki gætu blaðamenn glætt áhuga knattspymu- unnenda í Islandsmótinu, sem vonandi hefði í för meö sér aukna aösókn að leikjum. 6. Eitt dagblaðanna hefir bryddað upp á þeirri nýjung aö kynna fyrir- hugaða leiki 1. deildar meö smáviðtöl- um við leikmenn fyrir leikina. Þessu ásamt ýmsu öðm höfum við KR-ingar barist fyrir og ef fleiri blöö fylgja í kjölfarið er viðbúiö að slíkt hafi góö áhrif á aðsókn að leikjum 1. deildar í sumar. 7. Sem betur fer eigum við því láni að fagna að flestir íþróttafréttamenn em starfi sínu vaxnir og rækja það af vandvirkni og samviskusemi. Mál- efnaleg gagnrýni er nauösynlegt aðhald hverri stétt og þar em íþrótta- fréttamenn ekki undanskildir. Snúum nú bökum saman, slíðram sverðin og reynum í sameiningu að bæta það sem við erum sammála um að þurfi að bæta í knattspyrnumálum hér á landi. Ef knattspymuhreyfingin og íþrótta- Jfréttamenn legðust á eitt er ljóst að árangur næðist í hverju því verkefni sem þessir aðilar tækjust á hendur að vinna saman aö. I þvi sambandi teldi ég ekki fráleita þá hugmynd að KSI beitti sér fyrir fundi með blaðamönnum þar sem mál- in yrðu rædd á breiðum grundvelli, 'hvað betur mætti fara í samskiptum þessara aðila og hvaða mál væri hægt í sameiningu að vinna aö báðum hópum til framdráttar. Gunnar Guðmundsson, formaður knattspyraudeildar KR Peter Withe, vill frá Villa. PeterWithe krefst sölu „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,” sagði Tony Barton, stjóri Aston Villa, en í gær fór enski landsliðsmaðurinn hjá Villa, Peter Withe, fram á að verða seldur frá félag- inu. Withe er 32ja ára, miðherji af gamla, enska skólanum, sem leikið hefur með fjöl- mörgum liðum, m.a. Newcastle, Nottm. Forest, Birmingham og Wolves auk Villa. Fyrir nokkru keypti Villa miðherja Swindon, Paul Rideout, fyrir 200 þúsund sterlingspund og ef til vill óttast Withe að hann haldi ekki stöðu sinni í Villaliðinu. hsím. Fer Atli á sér- samning hjá Puma? — eins og þeir Maradona, Pele og Co Allar líkur era nú á því að hinn kunni knatt- spymuraaður, Atli Eðvaldsson, feti nú i fót- spor margra heimsfrægra knattspyrnukappa og fari á sérsamning hjá íþróttavörufyrirtæk- inu Puma. Eftir að Atli náði þeim frábæra árangri að verða annar markæsti leikmaður Bundesligunnar í V-Þýskalandi, ásamt Karl Ailgöwer, hafa vinsældir hans vaxið svo um munar. Hjá Puma fyrirtækinu eru margir af bestu knattspymumönnum heims á sérsamningiun og má þá nefna Maradona, Argentínumann- inn sem af flestum er talinn besti knatt- spymumaður heims, Pele frá Brasilíu, sem i alltaf er jafn vinsæll þó hann hafi lagt skóna á hilluna fýrir nokkrum árum og spili nú aðeins í góðgerðarskyni, Cruijff þann hollenska, Dalg- , hsh frá Skotlandi og Argentínumaðurinn Mario Kempes, svo einhverjir séu nefndir. ! Hafa skór og aðrar æfinga- og keppnisvömr j fyrirtækisins verið nefndar eftir nöfnum þessa |kappa. j Það er því mikill heiður sem felst í því að j komast í þennan hóp og hvort af verður með i Atla ræðst á næstu yikum. Stjórnarmenn fyrir- j tækisins hafa mikinn áhuga á slíku, en það á eftir að ganga frá einu og öðra þessu tengdu. Hafa verið uppi hugmyndir um hvaða nafn þær íþróttavömr muni bera og einna liklegast þykir Atli sport Edvaldsson island eða Atli— center. -AA Atli Eðvaldsson er nú orðinn einn vinsælasti leikmaður þýsku Bundesligunnar. íþróttir fþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.