Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 2
2 ‘fa V':w ÁN ubAGÍÚR3Í. okf oé feR Í9&3. Hugmyndir Framleiðsluráðs landbúnaðarins: „Hæfilegt framleiðslumagnf f — fyrir eggjaf ramleiðslu f ugla- og svfnakjötsf ramleiðslu 1 hugmyndum Framleiösluráös landbúnaöarins um stofnun eggja- samlags koma einnig fram áætlanir um svonefnt búmark, þaö er ákvörö- un á framleiðslumagni bús, fyrir' eggja-kjúklingakjöts- og svínakjöts- framleiöendur. I hugmyndunum er gert ráð fyrir að búmark hvers framleiðanda miö- ist yfirieitt við framleiðslu viðkom- andi bús samkvæmt skattaframtali árin 1981 og 1982, annaö árið eöa bæði. Til þess að meta umsóknir um frávik skal samkvæmt hugmyndun- um starfa þriggja manna úrskuröar- nefnd skipuö tveimur fulltrúum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins og einum fulltrúa búgreinarinnar. Samkvæmt hugmyndunum á nefndin að fjalla um ráðstöfun bú- marks framleiöanda ef hann hættir. Hún á aö jafnaði að ráðstafa því til kaupanda býlis sem búmarkið hefur haft ef hann er líklegur til að valda þeim rekstri. Að öðrum kosti getur nefndin látið búmarkiö falla niöur eöa ráðstafað því til annarra fram- leiðenda í viðkomandi búgrein. Þeir f ramleiöendur eiga þá að ganga fyrir sem hafa óhagkvæma stærð bús miðaö við fjárfestingu og mannafla. I reglugerðinni stendur: „Ný bú- mörk verði þvi aöeins samþykkt og veitt að þörf sé á aukinni framleiöslu í viðkomandi búgrein eða í ein- hverjum landshluta.” Samkvæmt reglugerðinni á aö gera áætlun um „hæfilegt fram- leiðslumagn hverrar búgreinar til eins árs í senn”. A þriggja mánaða fresti á stjórn viðkomandi sérgreina- félag að láta Framleiðsluráði í té rökstudda umsögn um þetta efni og taka fram í umsögninni hvort hún telji þörf á auð auka eða minnka framboö. I framhaldi af vitneskju um ársþörf framleiðslu á Fram- leiðsluráð að tilkynna hverjum fram- leiðenda hversu stóran hluta búmarksins hann getur vænst að selja á fullu veröi aö óbreyttri eftir- spurn. SGV Frábær Hnallþórusýning á Húsavík — þar sem Jón Hreggviðsson og Galdra-Loftur komu einnig við sögu Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, fréttaritara DV á Húsavík: Hvílík skemmtun það er að sjá á eina og sama kvöldinu Galdra-Loft, Jón Hreggviðsson, ráðskonuna úr Kristnihaldinu með hnallþórurnar sínar og lesna, leikna og sungna kafla úr verkum meistaranna Jóhanns Sigurjónssonar og Halldórs Laxness. Hvar skyldi þetta vera hægt nema auðvitaðá Húsavík. Sýningin sem ég var að lýsa fór fram á fimmtudagskvöldið við geysi- leg fagnaðarlæö margra áhorfenda. Hún er afrakstur af leiklistarnám- skeiði ó vegum Leikfélags Húsa- vflcur. Fjórtán nemendur voru á leik- listamámskeiöinu og leiöbelndi Herdis Þorvaldsdóttir hópnum. Er frábærthvemighennihefurtekist. |. Þess má geta að Hólmfriður Benediktsdóttir annast undirleik viö söngvana. Sýning var einnig í gær, sunnudag, klukkan 16.30. -JGH. husi þessu I Vlð Myrargotu ... er Slippbúðin I Slippbúinni eru sérhæfðir afgreiðslumenn. ^HEMPEtó ðcUPRINOL t VITRETEX Þeir bera þinn hag fyrir brjósti, þess vegna bjóöa þeir aðeins úrvalsmálningu. LIPPBÚÐIN VIÐ HÖFNINA sími 10123 Carlina Pereira forsetafrú, H.Bettencourt Santos sendiherra, María Pereira forseti, Auður Harpa Þórsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir forseti blýða á þjóð- söngva landanna á Keflavíkurflugvelli i gær. DV-mynd Bj.Bj. Gestir frá Grænhöfðaeyjum —forsetahjónin og fylgdarlið skíra þróunaraðstoðarskipiðá Akureyrií dag Forsjónin gerði stutt hlé á slyddu- hraglandanum á Keflavíkurflugvelli í gærdag, er forseti Cabo Verde, eða Grænhöfðaeyja, Aristides María Pereira, og fylgdarlið hans stigu út úr Flugleiðaþotu og komu hingað í opin- bera heimsókn. 1 fylgdarliði hans eru kona hans og margir nánustu sam- starfsmenn hans úr ríkisstjórninni. Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóð- söngva Islands og Grænhöfðaeyja, sem eiga það sameiginlegt að vera ekkihergöngulög. Vigdís Finnbogadóttir forseti, for- sætisráðherra, utanríkisráðherra og f jöldi annarra ráöamanna tóku á móti hinum eriendu gestum. Auður Harpa Þórsdóttir, 11 ára dótt- ir þjóöminjavarðar og Maríu Heiðdal, konu hans, færði forsetahjónunum blómvönd. Að þessari athöfn lokinni var ekið til Reykjavíkur þar sem forsetahjónin héldu móttöku fyrir erlenda sendi- herra hér að Laufásvegi 72. Síöar var kvöldverður forseta Islands að Bessa- stöðum. I morgun héldu gestirnir til Akureyrar þar sem þeir munu m.a. skoöa atvinnufyrirtæki. I dag verða þeir viðstaddir þegar sjósett verður frá Slippstöðinni skipið sem Islending- ar ætla aö leggja Grænhöfðeyingum til, í þvi augnamiöi að efla sjávarútveg þar. I kvöld munu gestimir sitja boð borgarstjórans í Reykjavík. Fylgdarmenn forsetahjónanna eru Ölafur Egilsson, skrifstofustjóri utan- ríkisráðuneytisins, og frú Ragna Ragnars. -GS. Ökuleikni "83: íslenskur sigur í norrænni ökuleikni Islenska sveitin í ökuleikni náði íslensku keppnissveitinni til sigurs. Norðurlandameistaratitlinum í nor- Norðmenn hrepptu 2. sætið og Svíar rænu úrslitakeppninni sem haldin var í það þriðja. Vínarborgföstudaginn28.októbersl. Það eru Bindindisfélag cScumanna og Þrír keppendur fóru utan og stóðu DV sem staöiö hafa að keppnum í sig allir mjög vel. Auður Yngvadóttir ökuleiknl og var þetta glæsilegur endir frá Isafirði náði 1. sæti i kvennariðl- á velheppnuðu keppnishaldi sumars- inum en í karlariðli varð Magnús ins. Hermannsson frá Húsavík í 2. sæti og Nánari fréttir munu birtast hér í Bjöm Bjömsson frá Egilsstöðum í 6. ■ blaöinu þegar keppendur snúa heiin á sæti og þessi árangur þeirra dugði ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.