Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 18
18 DV. MANUDAGUR 31. OKTOBER1983. RÁS 3 — HINIR & ÞESSIR: BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR. Þaö verður ekki annað sagt ai að fé- lagsskapurinn Vísnavinir sé vel settur aö hafa innanborðs jafnágæta söngv- ara og lagasmiði og Bergþóru Áma- dóttur og sönghópinn Hálft í hvoru. Bergþóra er á góðri leið með að veröa okkar albesta söngkona, söngkona sem sameinar skýra og geðþekka rödd ágætum lögum sínum við ljóö þekktra skálda. Hálft í hvoru kom fyrst fram á sjónarsviðið í fyrra og þá var Berg- þóra ein af sex meðlimum hópsins. Gáfu þau út plötuna Almannarómur og kom hún þægilega á óvart fyrir fersk- an og vel fluttan vísnasöng. Nú eru meölimirnir fimm, Aöalsteinn Ásberg Sigurðsson, Eyjólfur Kristjánson, Gísli Helgason, Ingi Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðalsteinsson. Og þannig skipaö hefur Hálft í hvoru gefiö út plötuna Áfram. Það er nokkur munur á Almannar rómi og Afram, seinni plötunni í vil. Al- mannarómur bar þess nokkur merki að hópurinn hafði ferðast um landið og sungið og spilað fyrir verkafólk og innihélt platan nokkur þekkt erlend pólitísk lög er gáfu plötunni sterkan svip. Á Áfram eru öll lögin tólf frum- samin af meöUmum Hálft í hvoru viö ljóö Aðalsteins Ásbergs Sigurössonar og gefur það plötunni öllu léttara yfir- Tvær góðar bragð. Það er helst að finna að Áfram aö heildarsvipur hennar er ekki sannfær- andi. Þama fara saman einfaldar út- setningar sem þeir sem sækja vísna- kvöM kannast við og svo yfirgripsmikl- ar útsetningar þar sem fiðlur og blást- urshljóðfæri eru notuð. En að mínu mati er þetta minniháttar galli. Lögin eru vel samin flest og ljóð Aðalsteins eru virkilega góð og standa ein sér fyrirsínu. Það er gott lið hljóðfæraleikara sem er Hálft í hvoru til aðstoðar, má þar nefna Sigurð KarLsson, Guðrnund Ing- ólfsson, Pálma Gunnarsson og Vil- hjálm Guðjónsson. Það eru nokkur lög sem skera sig úr að mínu mati, eru það Heitur snjór, Ofjarl kveður um reim- leika sinn, Fugl, Vinátta okkar og Áframhald. Allt eru þetta lög og textar sem ég hef virkilega gaman af að hlusta á. Því er öfugt farið hjá Bergþóru Ámadóttur. I stað þess að auka mikil- vægi útsetninga á lögum sínum eins og gert var á síðustu plötu hennar, Berg- máli, þá hverfur hún aftur til einfald- leikans meö nýjustu plötu sinni, Aftur- hvarfi. Fyrir utan söng hennar og eigin gílarleik notast hún að mestu leyti aðeins viö kontrabassa og gítar í öruggum höndum þeirra Pálma Gunn- arssonar og Tryggva Hiibner. I ein- staka lögum koma þeir Gísli Helgason á blokkflautu og Kolbeinn Bjamason á þverflautu aöeins við sögu. Nú hafði undirritaður mjög gaman af Bergmáli Bergþóru og því var það með tilhlökkun að ég setti Afturhvarf á fóninn. Og ekki olli platan mér von- brigðum, lögin í heild góð og mjög vel flutt. En framfarir frá Bergmáli get ég ekki séð í þetta skiptið. Enn er Steinn Steinarr helsti brunnur hennar í ljóðaleit, þó að reyndar þau lög sem em við ljóö hans séu elstu lög á plöt- unni, lögin spanna tólf ára tímabil í lagagerð. Eg er ekki frá því að nýjustu lögin á plötunni séu þau sem eiga eftir að heyrast þegar frá líöur. Heildarsvipur Afturhvarfs er mjög sterkur og Bergþóra er enn vaxandi listamaður sem gaman er að fylgjast með. Pálmi Gunnarsson kemur nokkuð viö sögu á plötu Bergþóru. Hann er að verða virkilega góður kontrabassaleik- ari, semur eitt lag og syngur titillagiö. Bestu lög plötunnar eru Borgarljós, Afturhvarf, Gígjan og Kosningar. Það er ákveðin bjartsýni að gefa út plötur á íslandi í dag og því er ekkert betra en að vita af því að slík bjartsýni lukkast og það get ég sagt að það er enginn svikinn í að kaupa Afturhvarf BergþóruogÁframHálftíhvoru. -HK. Spánný lögá safnplötu GAMLIZEPPINN GETUR ENN Gamli Zeppinn, hann Robert Plant, er sá eini þeirra Zeppanna sem eitt- hvað hefur heyrst í að ráði síðan Bon- ham geispaði golunni hér um áriö. Nýlega sendi Plant frá sér aðra sóló- plötuna og ekki verður annað sagt en að honum takist bærilega upp. Enn sem fyrr er nokkur Zeppakeimur af lögum hans en þó em lagasmíðar Plants allar mun léttari nú en á síðustu árum Zeppanna. Og enn kann Plant að semja hinar fallegustu ballööur eins og lagið The Log ber með sér. Ekki hefur hann heldur gleymt blúsnum sem hann söng eins og engill hér fyrr á árum. Sem söngvari er Plant enn í fremstu röö í poppheiminum og án efa eigum viö eftir að heyra meira frá honum um ókomin ár. Allur hljóðfæraleikur á plötunni er í hæsta klassa og ekki heyr- ist mér betur en að gítarleikarinn reyni á köflum að ná gamla sándinu hans Jimmy Page á gítarinn og er þá sem gömlu Zepparnir séu upprisnir á ný. Blessuð sé minning þeirra. SþS, sölu á 2ja laga plötunni sém verður aldrei flutt inn í stórum upplögum. Hins vegar er auðvitað tvíbent að hafa lag eins og Karma Chameleon á safn- plötu meöan það er glóövolgt því það gæti dregið úr sölu á nýju breiöskífu Culture Club. Þetta eru vandamál út- gefenda en neytendur ættu að vera ánægðir meö þjónustuna og þessi tólf lög áRás3eruflestnýafnálinni. Raunar eru aðeins tvö lög sem ein- hver ellimörk eru sjáanleg á: I.O.U. með Freeze og Candy Girl. Með New Edition. Hitt eru vinsæl lög í dag eins og: Safety Dance meö Men Without Hats, Dolce Vita með Ryan Paris, Red Red Wine með UB40, Wings Of A Dove með Madness, Watching You Watching Me með David Grant og íslensku lögin setja þjóölegan blæ á plötuna: Blind- fullur meö Stuðmönnum, Bildudals grænar baunir með Jolli & Kóla og Take Your Time með Jóhanni Helga- syni (re-mixiö frá því í sumar). Nafnið á plötunni er sneddí og umslagiö ágætt ef frá eru taldar nokkr- arstafavillurínöfnum. -Gsal Ryan paris. Enn einu sinni sanna safnplötumar íslensku yfirburði sína í plötusölu: Rás 3 hefur verið fantalega vel tekiö og þarf auðvitað ekki að koma á óvart, hún hefur alla kosti góörar safnplötu til að bera. Helsti gallinn við safnplötur hér áður fyrr var það hversu lögin voru orðin gömul og þvæld, loksins þegar þau komust á safnplötur. Eftir því sem safnplötunum hefur fjölgað hafa lögin orðið æ nýrri og nú er svo komið að lengra verður ekki náð á því sviði. Meðal laga á þessari nýju safnplötu eru til dæmis tvö topplögin í Bretlandi þá vikuna sem platan kemur út hér heima! Þaö væri skrýtið ef slík plata seldist' ekki og í raun og veru aðeins undrunar- efni áð útgefendur fái heimild til þess að setja spánný lög á plötur sem þess- ar. Þessu veldur sennilega fámennið hér heima og sú staðreynd að 2ja laga plötur eru framandlegir hlutir í augum Islendinga. Lagið hennar Tracey Ull- man, They Don’t Know, er til dæmis aðeins að finna á smáskífu og þó það sé nýjasta lagið á Rás 3 spillir það ekki | BEGÞÓRA ÁRNADÓTTIR - AFTURHVARF| CULTURE CLUB - COLOUR BY NUMBERS: Fullkomið popp Hvort sem mönnum líkar betur eða verr viö Boy George í útliti og klæða- burði verða menn að viöurkenna að eitthvert besta popp sem völ er á nú til dags kemur frá Culture Club. Ekki þar fyrir: þetta er ekki sérlega stórbrotin tónlist né ódauðleg listaverk. En tónlist Culture Club er hrífandi, hún hefur alit meö sér, ekkert á móti sér. Það er erfitt aö ímynda sér aö aöeins skuli vera tæpt ár liðiö frá því nafnið Boy George og Culture Club heyröust í fyrsta sinn svo miklar og almennar. hafa vinsældir hljómsveitarinnar veriö á árinu. Stundum er sagt að erfiðasti tími í sögu hverrar hljómsveitar sé tengdur annarri breiðskifunni hafi fyrsta platan lukkast vel. Og vissulega þótti Kissing To Be Clever, fyrsta plat- an, gefa fyrirheit, sérstaklega lagið Do You Realiy Want To Hurt Me? Því lagi var síðan fylgt eftir meö laginu Time, sem mörgum þykir besta lag Culture Club til þessa, þá kom Church Of the Poison Mind og nú síöasta Karma Chameleon, en tvö síðasttöldu lögin eru hér á nýju plötunni: Colour By Numbers. Hafi erfiðleikar komið upp við gerð þessarar plötu má ljóst vera að þeir hafa ekki verið þaulsætnir: sjálfs- traustið og sköpunargleöin hafa óðara svipt þeim burt. Satt best aö segja er þessi plata miklu betri en ég bjóst við, ótrúlega pottþétt popp og hvergi veik- ur hlekkur á heilli breiðskífu, næstum því of gott til að vera satt! Af poppplöt- um ársins er það helst True meö Spandau Ballet og Thriller Michael ■ Jacksons sem eru jafnþéttsetnar gríp- andi lögum, — lögum sem gætu nánast hvert sem er sómt sér á smáskífu. Þaö leggst allt á eitt að gera þessa plötu svo framúrskarandi sem hún er: lögin, útsetningar, söngur, hljóðfæra- leikur og dæmiö gengur upp eins og málað sé eftir númerum. Þetta er hlý-| leg tónlist, tilfinningarík en ósköp blátt áfram og augljóst að ræturnar liggja í gömlu soul-tónlistinni. Raggíáhrifin eru hverfandi og Culture Club heldur sig meira á hefðbundnum poppmiðum enáður. Karma Chameleon er alls ekki dæmigert lag fyrir plötuna, að sönnu mest grípandi, en það er meira spunn- ið í önnur lög eins og til dæmis The Miracle (næsta smáskífa), danslagið Miss Me Blind, soul-lagið That’s The Way, þar sem nýja söngkonan Helen Terry fer á kostum, og Black Money, einfaltogágætt. Það er stórt orð Hákot og þaö er stórt orð frábært. En Colour By Numbers er líka nánast fullkomin poppplata. Þær gerast ekki betri hjá þeim sem hafa lært. -Gsal lýjar plötui

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.