Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Side 28
28 DV. MANUDAGUR 31. OKTOBER1983. ÍTÖLSK LEÐURSTÍGVÉL Litir: svart, brúnt, grá/grænt, rautt, gult. Stærðir: 36—41 Verð kr. 2.190,- MOONS ÞINGHOLTSSTRÆTl 1 Póstsendum Sími29030 AFSLÁTTAR KORT KRON HAFA VERIÐ SEND ÚT TIL FÉLAGS- MANNA. Kortin eru 7 talsins og gilda til 19. desember. Hægt er að ganga í félagið i öllum verslunum KRON og á skrifstofu félagsins, Laugavegi 91, þar sem kortin eru af hent. Nýir félagsmenn njóta auðvitað einníg þessara viðskiptakjara. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NAGRENNIS Nokkrir aðstandendur menningardaganna á blaðamannafundi þar sem dagskráin var kynnt. Islenskir menningar- dagar í V-Berlín Islenskir menningardagar verða haldnir í V-Berlín í nóvember. Hefjast þeir þann 25. og mun Vigdís Finnboga- dóttir forseti formlega opna þá. Dag- skrá menningardaganna verður þannig að þar verða tvö íslensk tón- listarkvöld þar sem Einar Jóhannes- son, Manuela Wiesler, Olöf Kolbrún Harðardóttir og Þorkell Sigurbjöms- son flytja íslenska tónlist. Auk þess verður bókmenntakvöld með upplestri ljóða og óbundins máls eftir íslensk skáld, eldri og yngri. Islenskar kvik- myndir verða sýndar, íslensk grafík og íslenskar ljósmyndir. Auk þess verður haldinn fyrirlestur um íslenska al- þýöutónlist. Kveikjan að hugmyndinni um íslenska menningardaga er áhugi ein- staklinga, sérlega dr. Wolfgang Edel- stein sem er einn forstjóra við Rann- sóknarstofnun menntamála Max Plank stofnunarinnar í V-Berlín. Bróð- ir hans, Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskólans í Reykjavík, hafði samband viö fulltrúa ýmissa listgreina hér á landi og varð úr því óformlegur hópur áhugamanna sem vann að þessu máli. Stuöningur fékkst frá ýmsum stofn- unum og einstaklingum í V-Þýskalandi og á Islandi viö þetta verk. Dagskráin, sem flutt verður í V-Berlín, verður endurflutt í Bonn og einnig að hluta í Hamborg. ÞUNGIÍSLENSKRA HROSSA — athugasemd frá dr. Stefáni Aðalsteinssyni I grein Gunnars Bjamasonar um hrossabeit í DV mánudaginn 24. októ- ber sl. kannast hann ekki við að íslensk hross geti orðið 400 kg. Ástæða er til að benda á í því sambandi að mörg hross í beitartilraunum á Suðurlandi hafa far- ið yfir 400 kg. þunga að sumarlagi, sér- staklega við miðlungi þunga eða létta beit. Sex hestar á léttri beit sl. sumar vógu t.d. aö meðaltali 387 kg í septem- ber. Tveir þeirra vom þá 425 kg. Tvær folaldsmerar af 16 vora yfir 400 kg þegar beitartilraunin hófst 19. júlí og aðrar tvær milli 390 og 400 kg. Sex folaldsmerar á miðlungsþungri beit vógu að meðaltali 403 kg í septem- ber. Sú þyngsta var 445 kg. Af þessu sést að 400 kg þungi er vel þekktur hjá íslenskum hrossum og því ekki óeðlilegt að íhugað sé hvort við- haldsþörfin sé nálægt því sem Norð- menn áætla, þ.e. 3,8 F.E. fyrir 400 kg hross. Með þessum athugasemdum er lokið af minni hálfu skrifum um beitarmál í þessari lotu. Ég hef reynt að draga fram staðreyndir í þeim málum og ná sem best til heimilda. Skrif Gunnars Bjarnasonar hafa ein- kennst af öðrum s jónarmiðum. Síðasta grein hans staðfestir að það er von- laust að eiga orðastað við hann á mál- efnalegumgrunni. Dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur. 5.950 kr. AÐEINS m/skúffum, dýnum og púdum. Opið laugardag 10—17. Sýning sunnudag 14—17. HAMRABORG 12 KÓPAVOGI SÍMI46460 é>ttvió SENDUM í PÚSTKRÚFU Námskeið í notkun áttavita Námskeið í notkun áttavita verður haldið á vegum Hjálparsveita skáta í Reykjavík dagana 1. og 3. nóvember næstkomandi. Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem hyggja á fjallaferðir. Fyrri daginn fer fram bókleg kennsla í notkun áttavitans og ennfremur veröur sýndur nauðsynlegur búnaður til fjallaferöa. Síðari daginn veröur ek- ið meö þátttakendur út fyrir borgina og þeim gefinn kostur á að æfa notk- un áttavitans í léttri gönguferð. Allar upplýsingar um áttavita- námskeiðið eru veittar í Skátabúð- inni og fer þar einnig fram skráning. Námskeiðið er öllum opið. Eigendaskipti ,hafa orðið að Fornbókasölunni Ingólfs- strœti 3. Hún var í eigu Þorsteins Matthíassonar, fv. skólastjóra og rithöfundar. Við versluninni hefur tekiö Bakkafell hf. og veitir Guðmundur Þórðarson fornbóka- sölunni forstöðu. Guðmundur var oft kenndur við Tívolí þar sem hann vann meðan það var og hét ásamt póst- störfum sem voru hans aðalstarf. -DV-mynd Helgi. Heiðursborg- ariíEyrar- bakkahreppi Fyrir nokkru varð Vigfús Jónsson, fyrrverandi oddviti á Eyrabakka, áttræöur. Vigfús var oddviti Eyra- bekkinga í 24 ár en sat í hreppsnefnd í 36 ár. Hann var fyrst kjörinn í hrepps- nefnd áriö 1942. Á þessu tímabili var mörgum af helstu framfaramálum Eyrbekkinga hrundið í framkvæmd. Sem þakklætisvott fyrir margþætt störf Vigfúsar að málefnum sveitar- félagsins ákvað hreppsnefnd Eyrar- bakkahrepps samhljóða aö gera hann að heiðursborgara í Eyrarbakka- hreppi. Var Vigfús afhent skjal því til staðfestingar í hófi semd hreppsnefnd- in hélt honum 16. október sl. Þar vora samankomnir vinir og vandamenn Vigfúsar og gamlir samstarfsmenn hans úr hreppsnefndum. Fordæmi eru fýrir því að gera menn að heiðursborgurum hér en hingað til hefur sá heiður veriö bundinn því að fólk næði 100 ára aldri. MKH Eyrarbakka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.