Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 43
DV. MANUDAGUR 3Í. OKTOBER1983. 43 Sandkorn SandkOrn Sandkorn „Trúnaðarmál" Þaö þótti í aðra röndina svolitið grinmál þegar fram- kvæmt var lyf jaeftirlitspróf á Norðurlandameistaramótinu í lyftingum á dögunum. Próf- ið sjálft var að sjálfsögðu grafalvarlegt mál en þar leiddu niðurstöður i ljós að eitt sýnið reyndist vera já- kvætt. Hins vegar þótti nokk- uð broslegt að fþróttasam- band íslands sendi niöurstöð- urnar til Lyftingasambands- ins, vandlega merktar „Trúnaöarmál”. Þegar svo fréttabréf ÍSÍ kom út skömmu síöar var „trúnaöar- málið” eitt af aðalfrcttunum. Hagfræði- eða lögfræðivexti? Á fræðslufundi Kaupþings um fasteignamarkaðinn ný- lega spunnust nokkrar deilur Bjarni Bragi Jónsson. á miili smærri og stærri fast- eignasaia, einkum um vcrð- trygginguna, sem þeir minni eru ekki of hrifnir af. t umræðunum kom fram vand- inn við aö núvirða eignir, eins og það er kallað, og sýndist sitt hverjum hvort hagfræð- ingar eða lögfræðingar væru hæfari tii verksins. Stóð þá upp Bjarni Bragi Jónsson í Seðlabankanum, greinUega á bandi hagfræðinganua því hann sagði: „Lögfræöingar líta ekki á neitt sem raun- veruleika fyrr en dómur um það er genginn í Hæstarétti. Vandamálið er bara það að Hæstiréttur skUur ekki vexti eins og dæmln sanna.” Spjöld Umferðarráós liggja nú frammi i útsölum ATVR. Þarft framtak Mikið og þarft starf hefur veriö unniö i tengslum við norrænt umferðaröryggisár 1983. Meðal annars liggja nú frammi í áfengisútsölum litU spjöld. Þar sem viðskiptavin- um ÁTVR er miðlað upplýs- ingum um hve ölvun vlð akstur geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mun vera talsvert um að fólk grípi þessi spjöld með sér þegar það kemur að sinna sínum erindum, þannig að þessi að- ferð Umfcrðarráðs virðlst hafahittímark. Fjorleg ferðasaga Ágúst nokkur Vernharðs- son, JC-maður með meiru, segir frá ferð nokkurra JC- félaga tU Aberdeen í nýjasta blaði hreyfingarinnar. Frá- sögn Ágústs er býsna fjörleg á köflum, eins og eftirfarandi bútur gefur tU kynna: „Á leiðinni tU Áberdeen fórum við i gegnum háiönd Skotiands. Gerðist þar margt merkra hluta og má sem PissaÓ i boói landsforseta. dæmi nefna, að hæstvirtur Landsforseti sýndi hafn- firskt/skoskt örlæti og bauð öllum sem vUdu að plssa á sinn kostnað, þar sem gjaldið SAÁ-menn hafa þótt afar duglegir vlð aö safna fé tU að koma upp sjúkrastöðinni sinni við Grafarvoginn. Nú nýlega efndu þeir tU happ- drættis og sendu miða inn á heimUi landsmanna. Með miðunum fylgdu seðlar þar sem stuðningsmenn gátu var 5p (tvær krónur!!) Vitan- lega borgaði hann bara einu sinni og passaöi bara að dyrnar héldust opnar, þar tU aUir voru búnir. .. ” ritaö tUlögur sinar um nafn á sjúkrastöðinni. í ijósi þess að þar áður var i gangi mikU fjársöfnun i formi skulda- bréfa hefur heyrst lagt tU að sjúkrastöðin verði nefnd Betleham. Umsjón: Jóhannu S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Karen AUen og Michaei O’Keefe i hlutverkum sinum. Bíóhöllin — í heljargreipum TRÚAROFSTÆKI Heiti: í heljargreipum Leikstjóri: Ted Kotcheff. Handrit: Scott Spencer, Robert Kaufman og Robert Mark Kamon. Kvikmyndun: Robort Jessup. Tónlist: Bill Conti. Aðalleikendur: Michaol O'Keefe, Karen Allen, Peter Fonda, Jamos Woods, Elisabeth Ashley og Brian Dennehy. I heljargreipum fjaUar um það vandamál þegar öfgafulUr sértrúar- flokkar reyna að draga tU sín ungt fólk í nafni friðar og guðsótta en í raun fælir unga fólkið frá samfélag- inu og foreldrum og ættingjum. Þetta er efni sem hefur áður verið tekið fyrir og í raun er lítiö spenn- andi að horfa á rausið í leiðtoga sér- trúarflokks. Þetta er aUtaf sama tuggan og hefur I heljargreipum lítið nýtt að færa okkur í boðskap og væri- myndin í raun misheppnuð ef þetta væri eingöngu efni hennar en sem betur fer eru í henni bitastæðari atriði sem vert er að taka eftir. Myndin segir frá Danny Stetson (Michael O’Keefe) sem er ungur og efnUegur fimleikamaður og æfir af kappi tU að fuUkomna sig í íþrótt sinni. Af tUviljun, að því er virðist, kynnist hann Rebeccu (Karen Allen) og hrífst af henni. Hún tUheyrir sér- trúarflokki sem kennir guðsótta, samfara kenningu um að aUir for- eldrar séu af hinu iUa. Rebecca tekur Danny með sér og þrátt fyrir and- stöðu í byrjun verður hann á endan- um heitur stuðningsmaður trúar- innar. Leiötogi safnaðarins er Kirk- lander (Peter Fonda) og er oftar en einu sinni gefið í skyn aö hann sé með vafasama fortíð. Foreldrar Dannys eru að sjálf- sögðu ekki sáttir viö þessa breytingu er orðið hefur á syni þeirra en geta h'tið aöhafst. Til sögunnar kemur Pratt (James Woods) sem af ein- hverri ástæðu hefur lagt fæð á Kirk- lander og hefur það að atvinnu aö frelsa ungmenni frá honum. Býður hann foreldrum Dannys hjálp gegn þóknun, sem þeir þiggja. Til mikils uppgjörs kemur svo milli Dannys annars vegar og for- eldra hans og trúflokksins hins veg- ar. Eru það mikil átök andlega sem líkamlega og er margt sem kemur upp á yfirborðið sem ekki er auðvelt fyrir foreldra Dannys aö kyngja. 1 heljargreipum er nokkuð áhrifa- mikil mynd. Þaö sem aögreinir hana frá öðrum áhka er að foreldrar Dannys eru ekki sýndir sem hin full- komna fjölskylda er getur séð Danny fyrir ánægjulegu heimilishfi. Heldur eru foreldramir ríkt mihistéttarfólk sem er of upptekiö af sjálfu sér til að veita sonum sínum þá athygli sem unghngar þarfnast í uppvexti. Pratt aftur á móti, sem þó virðist sóðaskapurinn uppmálaður og fer í fínu taugar ríka fólksins meö orð- bragði sínu og sóðaskap, hefur þegar á reynir meiri skilning á vandamál- inu, þótt hann geri htið til að bæta um. En það er nokkuö um lausa enda í handriti myndarinnar og rýrir það nokkuð gildi hennar. Það er til dæmis aldrei gefin skýring á því mikla hatri er Pratt leggur á Kirklander og eins er gefiö í skyn aö trúarleiðtoginn sé ótíndur glæpamaöur en þó aldrei mjög sannfærandi og þegar upp er staðið er ekki vitað hvort Kirklander var sjáhur sannur í trú sinni sem að vísu er ólíklegt eða ótíndur glæpa- maður er lætur unglingana safna fyrir sig peningum til eigin nota í nafni friðar. Ef efasemdunum er sleppt er 1 heljargreipum í heild hin ágætasta skemmtun. Leikarar eru yfirleitt góöir en þó er það einn sem ber af, er þaö James Woods í hlutverki hins ógeöfellda Pratts. Nær Woods ótrú- legum tökum á þessari persónu sem öllumer illa við. Hilmar Karlsson. Kvikmyndir Kvikmyndir VIDEO-...........-..... OPIO ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 K vikm yndamarkaðurinn Skólavörðustíg 19 — simi 15480. Videoklúbburinn Stórhottí 1. Simi 35450. -----------------iVIPEO------------ S Félagsmálastörf Maður vanur félagsmálastörfum óskar eftir verk- efnum. Tilvaliö fyrir félagasamtök sem vilja reyna eitthvað nýtt eöa samtök sem eru að byggja sig upp, en eru ekki fjárhagslega sterk, en starfa aö mannúöarmálum. Tilboð merkt „Góö sambönd” sendist auglýsingadeild DV, Þverholti 11, fyrir 5. nóv. EURQCARD EUROCARD SIÐAN 32 QGENN AFULLU I/INNUFÖT VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS. REYKJAVÍK.SÍMI: 16666 SIÐAN 32 QGENN AFULLU VlNNUFÖT VINNUFATAGERÐ iSLANDS. REYKJ AVÍK. SÍMI:16666

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.