Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 13
wr nrwOT'Hn rrflirsnnmaw vn DV. MÁNUDAGUR 31. OKTOBER1983. 13 Þriöjudaginn 18. október beindi Guömundur Þórarinsson íþrótta- kennari til mín nokkrum spurningum í kjallaragrein í DV varðandi verölagningu kindakjöts. Þaö er alveg sjálfsagt, Guömund- ur, að svara spurningum þínum og raunar kærkomið tækifæri til þess aö koma á framfæri upplýsingum um þessimál. Eg hefi meö aðstoö hagfræðingsins okkar, nafna þíns Stefánssonar, búiö til kjötkökur eins og þú baöst um, eina sem sýnir verðmyndun eins kílós af dilkakjöti, aðra sem sýnir kostnaðarþætti bóndans og þá þriðju sem sýnir hlutfallsskiptingu slátur- og heildsölukostnaðarins. Eg tilgreini aðeins hlutfallstölur þar sem ég held að það muni flækja málið að vera með krónutölurnar Líka, enda eru þær sífellt að breytast. Alls staðar er þó getið um grunnupp- hæðir og út frá þeim er auðvelt að reikna krónutölu einstakra liða. Þá hefi ég orðið að draga samán ýmsa skylda kostnaðarliði í köku III, ann- ars hefði hún oröið ólæsileg. Kaka 1 Innri hringurinn sýnir hvað af KJOTKAKAN — svar til Guðmundar Þórarinssonar kostnað er rétt að taka fram að breytilegt hefur verið frá ári til árs hve mikill hluti hans er lagöur á verð kjötsins og hve mikið er fært á verð gærunnar. I haust varð sú breyting að allur sláturkostnaöur var færður á kjötið, en þess í stað var verð kjötsins til bóndans lækkað. Á móti því var verð gærunnar hækkaö. Hér er um innbyrðis tilfærslu milli sauðfjárafurða að ræða sem hvorki hefur áhrif á verðið til neytenda né heildarverð dilksins til bóndans. Nánar verður vikiö að þessu síðar. Sundurliðun slátur- og heildsölu- kostnaðarins er sýnd í köku III. Kaka II Þar er sýnd hlutfallsskipting á Sexmannanefnd hefur ekki sl. tvö ór skipt þessum kostnaöi á einstaka rekstrarliði en samkvæmt upp- lýsingum sem við hjá Stéttarsam- bandi bænda höfum aflað er skipting- in því sem næst eins og hér sýnir. Eg vek athygli á að hér er um að ræða kostnað sem leggst ó allt frá því bóndinn afhendir kindina til slátrunar við sláturhús og þar til kjötið er komið í hendur smásalans. Laun og fæðiskostnaður fólks sem vinnur við slótrunina er 32,6% af heildarkostnaöinum; orka, vatn, umbúðir o.fl. rekstrarliðir eru 8,0%; flutningur, annar en útakstur frá heildsölu er 5,9%; frysting, þ.e. orka við frystingu og vinna við að koma kjötinu fyrir í frystigeymslu eru 10,7%; kjötmat, tryggingar og opin- Kjallarinn Hákon Sigurgrímsson VERÐMYNDUN KINDAKJOTS I. Oniduígreitt smásöluverd. Innri hringurinn sýnir verdmynriun kindakjöts. en ytri hringurinn hlutlall nidur- greidslna og verds til neytenda II. Verd til bænda. Skipting eftir rekstrarlidum IH. Slátur- og heiIdsölukostnadur. Skipting eftir rekstrarlidum óniðurgreiddu verði eins kíló- gramms af 1. fl. dilkakjöti, sem nú er kr. 140,- í heilum skrokkum, kemur í hlut hvers aðila. Smásöluverslunin fær 7,7%; í kostnað við slátrun og heildsöludreifingu fara 21,8%; gjald til Stofnlánasjóðs er 1,8% og bóndinn fær það sem eftir er eða 68,7%. Ytri hringurinn sýnir síðan að af þéssum 140 krónum greiðir neyt- andinn 82,1% en niöurgreiðsla ríkis- sjóðserl7,9%afverðinu. Hlutfall niðurgreiðslna er mjög breytilegt og hefur það ekki í mörg ár verið jafn- lágt og það er nú. Því lægra sem hlut- fall niðurgreiöslna er, þeim mun meira greiðir neytandinn af verðinu. Hins vegar hafa niðurgreiðslurnar ekki áhrif á þá skiptingu sem sýnd er í innri hringum. Hlutur smásöluverslunarinnar er 7,7% eins og áður segir og á hann aö nægja til þess að greiða kostnað við sölu- og meðferö kjötsins í smásölu- verslunum. Þessi þáttur er tiltölulega lítill í verði búvara miðað við verð þeirra vara sem njóta frjálsrar álagningar, og er þó alveg sérstaklega lítill ef borið er saman verðmyndun búvöru í öðrumlöndum. Eg hef t.d. upplýsingar frá Svíþjóð sem sýna að hlutur smásöluverslun- arinnar þar í verði eins kílógramms af nautakjöti er að meðaljali 20,5%. Þá hefur verið tekið tillit til þess að þar í landi er lagður söluskattur á kjötvörur en ekki hér. Þá er þaö stofnlánasjóösgjaldiö sem er 1,8% af kjötverðinu. Þetta gjald er lagt ofan á verð allra búvara og rennur til Stofnlánadeildar land- búnaðarins. Hliðstætt gjald, 1,0%, er dregið frá því verði sem bóndinn fær og rennur það til Stofnlánadeildar. Þessir fjármunir eru síðan lánaðir til uppbyggingar hjá bændum og vinnslustöðvum. Hvað varðar slátur- og heildsölu- kostnaði við aö framleiða eitt kíló af dilkakjöti, þ.e. skipting á þeim 68,7% sem bóndinn fær af köku I. Þar sem spurt var sérstaklega um framleiðslukostnað kindakjöts, eru hér notaðar niðurstöður Búreikn- ingastofu landbúnaöarins um rekstr- arkostnað sauðfjárbúa i stað þess að nota kostnaðarskiptingu verðlags- grundvallar landbúnaðarins sem sýnir blandaðan rekstur nautgripa- og sauöfjárbús. Kostnaðarskiptingin þar er því lítið eitt frábrugðin, einkum aö því er varðar áburð og kjamfóður. Verð á einu kilógrammi af fyrsta flokks dilkakjöti til bænda er nú kr. 96,23 samkvæmt verðlagsgrundvell- inum. Þar af fara 13,0% til kaupa á óburði; 10,2% til fóðurkaupa; kostnaöur við útihús, jörð, vélar o.fl. er 7,3%. Ymis kostnaður, t.d. raf- magn og aðkeypt þjónusta, er 10,9%. Afskriftir útihúsa og véla eru 16,3%, vextir, opinber gjöld og tryggingar eru 8,2% og laun bóndans 34,1%. Það skal tekið fram að hér er ein- göngu um að ræða kostnaðarþætti við búreksturinn en ekki einkaneyslu bóndans. Því er stundum haldið fram að í verðlagskerfi landbúnaöarins felist ekki hvatning fyrir bóndann til að gæta hagkvæmni í búrekstrinum. Kaka n sýnir glöggt að þessi kenning á ekki við rök að styðjast. Ef ekki er viðhaft gott aðhald í bú- rekstrinum fær bóndinn ekki þau 34,1% af kökunni sem honum er ætl- að. Ef honum hins vegar tekst að spara og auka hagkvæmni við bú- reksturinn getur hann stækkað sina sneið af kökunni. Kaka III Hinn 1. október sl. var slátur- og heildsölukostnaður kindakjöts ákveðinn kr. 30,55 á kg kjöts. „Fyrir 10 árum fékk bóndinn 69,8 prósent af kökunni en fær nú 68,7 prósent.. .” ber gjöld eru 3,9%. Afskriftir og fjár- festingarvextir 8,1%; aðrir vextir og verðjöfnun 6,3%; viðhald 4,3% og heildsölu- og skrifstofukostnaður 20^%. I slátur- og heildsölukostnaðinum era ekki taldir með vextir og geymslugjald vegna birgða, sem greitt er af ríkissjóöi með niður-' greiðslum. Oft er um það rætt að slátur- og heildsölukostnaður sé hærri hér á1 landi en annars staðar. Því er ekki að neita að svo er og mjög mikilvægt að gæta aðhalds í þeim efnum. At- hygli vekur aö laun og tengdur kostn- aður við slátrunina sjálfa eru réttúr rúmur þriðjungur heildarkostn- aðarins. Sláturhúsin starfa flest aöeins skamman tima á haustin, eöa 4—6 vikur, og margt óvant fólk byrjar á hverju ári. Þess vegna er jekki um aö ræða þjálfaöa stétt slátr- I ara hér á landl eins og erlendis nema j í örfáum húsum sem starfa allt órið , við slátrun stórgripa. Fyrir 10—15 árum var tekin upp ný tækni við slátrun hér á landi og var fyrirmyndin sótt til Nýja-Sjálands. jÞetta átti að spara vinnuafl um allt að þriðjung. Vonir manna i þeim efnum hafa að nokkru leyti brugðist. Vinnuspamaður er minni en gert var ráö fyrir vegna þess aö stétt þjálf- aðra slátrara er ekki fyrir hendi. Annar stærsti liðurinn er heild- sölu- og skrifstofukostnaöur. 1 þessum lið er m.a afhending og dreifing á kjöti til smásala, uppgjör, tölvuvinnsla, bókhald og hlutdeild í stjórnun og sameiginlegum kostnaði fyrirtækisins. Ef þessi liður er borinn saman við hluta smásöluverslunarinnar, sem hlutfall af köku I kemur í ljós að hann er 4,4% af óniðurgreiddu verði kjötsins. Þriðji stærsti liðurinn er fryst- ingin. Þegar slátur- og heildsölu- kostnaður hér á landi er borinn saman við það sem gerist í nálægum löndum verður aö hafa í huga að þar er yfirleitt slátrað eftir hendinni og kjötið selt ferskt. Þennan lið þarf því að draga frá ef menn vilja gera slík- an samanburð. 1 liðnum ýmsir rekstrarliðir eru m.a. orka, vatn, umbúðir, salt o.fl. Þar sem sérstak- lega var spurt um umbúða- kostnaðinn skal þess getiö að hann er 2,8% af heildarkostnaðinum. I flutningsliönum er aðallega um að ræða flutning á kjötinu að frysti- geymslu og frá sláturstöðunum víðs- vegar um landið á markaðsstaö. Það sem mér finnst þó einna at- hyglisverðast er fjármagnskostn- aðurinn. Undanfarið hefur gengið yfir mikil alda gagnrýni vegna þess sem menn kaUa offjárfestingu í slót- urhúsum. Hið lága hlutfaU fjár- magnskostnaðar í slátur- og heild- sölukostnaðinum gefur hins vegar tUefni tU að efast um að sú gagnrýni beinist í rétta átt. Mjög mikið hefur verið unnið í skipulagi þessara mála. ; Má sem dæmi nefna að slátrað var á 140 stöðum á landinu þegár Fram- leiðsluráð landbúnaðarins tók til starfa árið 1947, en í haust voru slát- urstaðimir 54 talsins. Þannig hefur sláturhúsið í Borgaraesi leyst af hólmi 14 sláturstaði og sláturhúsiö í Stykkishólmi 12. Það skipulag sem nú ríkir í þessum efnum var hins vegar í aöalatriðum mótaö í lok sjöunda áratugarins þeg- ar bjartsýni rUcti um markaði fyrir kjöt og hvatt var til aukinnar fram- leiðslu. Margt hefur breyst síðan. Samgöngur hafa batnaö, sauöfé hefur fækkað um 150 þúsund á síðustu 5 áram og ekki er stefnt að út- flutningi dilkakjöts í sama mæU og áður. Af þeim ástæðum er eðUlegt að taka sláturhúsmáUn til endurskoðun- ar. Hækkun slátur- og heildsölukostnaðarins I grein Guðmundar Þórarinssonar koma fram getgátur um hve mikið slótur- og heildsölukostnaðurinn hafi hækkað í haust og bregður þar fyrir tölunni 225%. Þessi ágiskun á ekki við nein rök að styðjast. Eins og áður segir er breytilegt frá ári til árs hvemig slátur- og heild- sölukostnaöurinn skiptist á kjöt og gærur. Haustið 1982 var skiptingin 83,6% á kjöt og 16,4% á gærur. I haust var hins vegar kjötið látið bera allan sláturkostnaðinn. Þessi tilfærsla hefur ekki áhrif á útsöluverð kjötsins og ekki heldur á það verð sem bóndinn fær samtals fyrir dilk- inn, en eykur hlut gærannar í upp- gjöri til bóndans á kostnaö kjötsins. Ef sláturkostnaðinum í haust væri skipt á sama hátt og gert var í fyrra |Og borið saman hve mikiö það kost- aði að slátra og markaössetja meðal- dilk þá og nú, kæmi í ljós að hækkun- in milli ára er 65,3%. Hlutur milliliðanna Því er oft haldið fram að millilið- irnir i landbúnaðinum hafi aukið hlut sinn óeölilega á síðustu árum. Ef athugað er hver hlutfallsskiptingin á köku I var fyrir 10 árum, kemur hins vegar í ljós að þá fékk bóndinn 69,8% af kökunni en fær 68,7% nú. Aðhald er nauðsynlegt í þessum efnum og þótt margt megi eflaust að sex- mannanefndarkerfinu finna verður ekki annað séð en að það hafi veitt milliliðunum slíkt aðhald. Hitt verður þó að hafa í huga, að sé hlutur milliliöanna ekki raunhæft áætiaður við verðlagninguna, minnk- ar það sneið bóndans af kökunni. Hákon Sigurgrimsson, framkvæmdastjóri i Stéttarsambands bænda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.