Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 44
44 DV. MANUDAGUR 31. OKTOBER1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Höggið undirbúiö. Einbeitingin er gifurieg eins og sjá má enda mikii- vægt að nota alian iikamann rótt iþessu tilfelli. Vígamenn í múrbroti Vígamenn nefnist hópur manna sem á undanförnum mánuðum hafa troðið upp á mannamótum með sér- kennileg sýningaratriði. Þeir hafa brotið millivegg japlötur með höfðinu og mölvað gangstéttarhellur á maganum hver á öörum liggjandi á naglabretti. Vígamenn eru fjórir ungir menn á aldrinum 20 tU 25 ára. Þeir heita Karl Gauti Hjaltason, Karl Sigur- jónsson, Gísli Klemensson og Ævar Þorsteinsson. Allir hafa þeir æft karate um nokkura ára skeiö. Þeir þrír fyrstnefndu hafa æft með karatefélaginu Þórshamri undanfar- in 6 tU 8 ár, en sá síðastnefndi hefur æft með Gerplu í 3 ár. Svona sýningaratriði eru þó ekki á dagskrá á æfingum íþróttafélaganna heldur voru þau æfð upp sérstaklega eftir að þeir fengu beiðni um að koma fram á skemmtun í Atlavík í sumar. Síöan hafa þeir sýnt á Iðnsýningunni, á sveitaböllum og á skemmtistöðunum Broadway og Hollywood. Myndirnar hér á síðunni voru teknar í Holly- wood í síðustu vUcu. MUliveggjaplöturnar sem Karl Gauti brýtur léttUega með höfðinu geta hver og ein þolað likamsþunga hans. Það er því augljóst að þaö þarf töluvert átak tU aö brjóta þær sund- ur. En hvernig skyldi vera að stunda þetta sport? „Ég hef gert þetta oft og það er misjafnlega erfitt,” segir Karl Gauti. „Stundum hefur mér mistekist í fyrstu atrennu þannig að ég hef þurft að reyna aftur. En alltaf hafa plötumar farið í sundur á endanum.” Karl Gauti segir aö ef hann fari of geyst í höggið þá fái hann stundum svima en þó hafi hann aldrei skaöast neitt að ráði utan hvað hann hafi fengiö minnUiáttar rispur á ennið. . . .og meO mikiiii sveiflu eru steinamir brotnir. Þetta er greinilega hagnýt kunnátta fyrir múrara og aOra iðnaOarmenn. Spurningin er hvort þetta sáu góð eða slæm meðmæli með milliveggjaplötunum frá Rör- steypunni. DV-myndir GVA. Létt æfing. Milliveggjaplötur brotnar á maga manns sem liggur á nagiabretti. í brettinu eru venjulegir þriggja tommu naglar. Það þarf sórstaka æfingu tH aö koma i veg fyrir aö þeir stíngist upp i bakið. Þaö er Kari Gautí Karlsson sem er með sieggjuna en Kari Sigurjónsson iiggur á naglabrettínu og grettír sig svakalega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.