Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MANDDAGUR 31. OKTOBEK1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Vetrarforði í kistuna og lægsta meðaltal RADDIR NEYTENDA: Eftir breytingu menntamálaráðherra á reglugerð um Ríkisútvarp greiða neytendur aðeins afnotagjald af einu sjónvarpstækiþó fíeiri tækiséu inotkun á heimilinu. Eitt afnotagjald Nú geta þeir sem eiga gömul svart- hvít sjónvarpstæki, er innsigluö hafa verið, fengið að taka þau aftur í notkun . án þess að greiöa afnotagjald af þeim sérstaklega. Þá munu þeir sem nú greiða afnotagjald af tveim tækjum aðeins fá kröfu vegna annars þeirra á næsta gjalddaga. Menntamálaráðherra undirritaði 13. okt. sl. reglugerð um breytingu á reglugerð um Ríkisútvarp þar aö lút- andi. Áfram verður þaö aðalreglan að greiða skal afnotagjald af hverju ein- stöku sjónvarpstæki eins og verið hefur. Breytingin hefur þaö í för með — fyrírtvötæki sér að undantekning er gerð frá aðal- reglunni að því er varðar heimili. „Inn- heimta skal árlegt afnotagjald Ríkisút- varpsins hjá þeim sem hagnýta sér út- sendingar þess. Gjald þetta skal greiða af hverju sjónvarpsviðtæki og vera mismunandi hátt eftir því hvort tæki er gert fyrir móttöku sjónvarps í lit eða eingöngu í svarthvítu. „Þó skal aðeins greiða afnotagjald af einu sjónvarps- tæki á hverju heimili eins og það er skýrgreint í 1. tl. 1. mgr. 25. gr. reglu- geröar þessarar.” Svohljóöandi er 1. mgr. 24 greinar reglugerðar um Ríkis- útvarp nr. 260/1972 eftir breytinguna. Einnig er tekið fram að sjúkrahús, vistheimili og slíkar stofnanir skuli greiða hálft afnotagjald af hverju aukasjónvarpstæki í samfelldri notkun í eigu viðkomandi stofnunar. Vistmenn dvalar- og elliheimila með eigin viö- tæki í notkun þar greiði ekki útvarps- gjöldaf þeim. Afnotagjald af svarthvítu sjónvarps- tæki í ár var 2.378 krónur og af lit- sjónvarpstæki 2.999 krónur. Afnota- gjald af útvarpsviötæki var 750 krónur árið 1983. -ÞG Orkunotkun heimilistækja Hér birtum viö yfirlit yfir áætlaöa orkunotkun heimilistækja. Þetta yfirlit er reyndar byggt á niður- stöðum frá Danmörku en gera má ráð fyrir að þær séu ekki svo ýkja f rábrugðnar hugsanlegum niðurstöð- umhérlendis. Ut frá rafmagnsnotkuninni höfum við síðan reiknað út kostnað fyrir hvert tæki miðað viö núgildandi verð á rafmagni til almennings. Hver kílóvattstund (kWh) kostar nú 3,85 kr. til almennings hér á landi. Yfirlitið sýnir okkur einungis áætl- aöa notkun sem getur að sjálfsögðu verið nokkuð misjöfn hjá hverjum og einstökum notanda. Ef við tökum út úr yfirlitinu þau tæki sem eru hvað algengust á heimilum og lítum nánar á hvaö kostar að hafa þessi tæki á ári verður útkomanþessi: Eldavél 2217,60 kr. Eldavél, ofn 646,80 kr. Frystikista 2772,00 kr. Hrærivél 92,40 kr. Sjónvarp 646,80kr. Utvarp 184,80 kr. Kæliskápur 2079,00 kr. Ryksuga 92,40 kr. Uppþvottavél 5128,20 kr. Þvottavél 4158,00 kr. Samtals 18018,00 kr. -APH Upplýsingaseðlar til samanburðar á heimiliskostnaði fyrir septem- bermánuð streyma inn þessa dagana. Mánaðaruppgjör á næsta leiti, en þangað til það birtist er ekki úr vegi að heyra raddir neytenda í bréfum sem berast með seðlum. Einum seðli, frá Norðurlandi, fylgdi stutt bréf og þar segir meöal annars: .. .á septemberseðlinum voru nokkuð háar tölur, sérstaklega fyrir okkur sem höfum meðaltekjur. En inn í liðnum „annað” er hluti af greiðslu fyrir utanlandsferð, hluti greiöslunnar fyrir ferðina var einnig í ágúst. Frystikista heimilisins er orðin full af vetrarforða svo reikna má með að matarreikningar næstu tvo til þrjá mánuði verði töluvert lægri. Það er ósköp notalegt að eiga fuila kistu af mat, þó að dýrt sé að fylla hana hverjusinni.. . Á þessum upplýsingaseðli frá norðlenska heimilinu er matar- reikningur fyrir september kr. 13.340,- og fjórir á því heimili. Meðal- tal er því kr. 3335,-1 annaö hafa fariö tæpar 65 þúsund krónur hjá fjöl- skyldunni í september og meðaltal af þeim kostnaði er 16.158,- krónur. Heildarútgjöld þessarar norðlensku, fjögurra manna fjölskyldu eru því tæpar 78 þúsund krónur yfir mánuð- inn, eða um 19.500 krónur á mann. Eins og kemur fram í bréfinu hefur vetrarforðinn í kistunni kostað sitt og sumarieyfisferö til útlanda einnig. Full frystikista af vetrarforða hækkar matarreikning norðlensku fjöiskyid- unnar i september en kemur tii góða siöar. DV-mynd E.Ó. Áætluð notkun heimilistækja Tœki Afl IW) Meðalnotkunartimi Meðalnotkun Verð á mán. Verð á ári Brauðrist 850 10 min./dag 4 kWh/mán. 15,00 kr./mán. 184,80 kr./ári Eldavél 1600 1 klst./dag 48 kWh/mán. 184,00 kr./mán. 2217,60 kr./ári Eldavél, ofn 1750 2 klst./viku 14 kWh/mán. 53,00 kr./mán. 646,80 kr./ári Frystikista 400 5 klst./dag 60 kWh/mán. 231,00 kr./mán. 2772,00 kr./ári Glópera 60 5 klst/viku 9 kWh/mán. 34,65 kr./mán. 415,80 kr./ári Hárþurrka 400 1 klst./viku 2 kWh/mán. 7,70 kr./mán. 92,40 kr./ári Hitapúði 80 1 klst./dag 2 kWh/mán. 7,70 kr./mán. 92,40 kr./ári Hitateppi 60 1 klst./dag 2 kWh/mán. 7,70 kr./mán. 92,40 kr./ári Hraðsuðuketill 1800 10 min./dag 9kWh/mán. 34,65 kr./mán. 415,80 kr./ári Hrærivéi 425 1 klst./viku 2 kWh/mán. 7,70 kr./mán. 92,40 kr./ári Kæliskápur 300 5 klst./dag 45 kWh/mán. 173,25 kr./mán. 2079,00 kr./ári Ryksuga 250 2 klst./viku 2 kWh/mán. 7,70 kr./mán. 92,40 kr. /ári Saumavél 75 3 kl t./viku 1 kWh/mán. 3,85kr./mán. 46,20 kr./ári Sjónvarp 150 3 klst./dag 14 kWh/mán. 53,90 kr./mán. 646,80 kr./ári Straujárn 1000 3 klst./viku 12 kWh/mán. 46,20 kr./mán. 554,40 kr./ári Uppþvottavél 1850 2 klst./dag 111 kWh/mán. 427,35 kr./mán. 5128,20 kr./ári Útvarp 40 3 klst./dag 4 kWh/mán. 15,40 kr./mán. 184,80 kr./ári Vifta 40 3 klst./dag 4 kWh/mán. 15,40 kr./mán. 184,80 kr./ári Þvottavél 3750 6 klst./viku 90 kWh/mán. 346,50 kr./mán. . 4158,00 kr./ári Ekki lægsta meðaltalið Eitt bréf höfum við hér frá sex manna fjölskyldu í Reykjavík og þar stendur. .. ég var að skoða út- reikninginn hjá ykkur yfir meðaltal ágústmánaðar nýlega. Þar er þess getið að lægsta meðaltal fyrir ágúst- mánuð hjá sex manna fjölskyldu væri 1729 krónur. Hjá okkur var meðaltalið í ágústmánuði 1590 krónur. Eg hef áhyggjur af því að okkar seðill hafi ekki komið fram, mig minnir aö ég hafi sent hann í seinna lagi. En þar sem viö höfum verið með frá áramótum er skemmtilegra að ekkert vanti inn í... Vonandi les bréfritari þessar línur því hér gætir nokkurs misskilnings. i Meðaltal sex manna fjölskyldu í ágúst var 1729 krónur fyrir mat og hreinlætisvörur. Það er sú tala sem við fengum út sem meðaltal frá öllum sex manna fjölskyldum sem sendu seðla þann mánuðinn. Ekki lægsta meðaltaliö. Við sjáum það í bókum okkar að lægsta meðaltal á einstakling í sex manna f jölskyldu í ágúst var 1268 krónur en það hæsta var 1993 krónur. Við getum fullvissað bréfritara um aö hans tölur eru færðar í okkar bókhald, seðlarnir hafa borist. I bréfinu fylgdu tölur um meðaltal matarkostnaöar fjölskyld- unnar síðustu sex mánuöi og eru þær samhljóöa okkar. Þegar viö birtum mánaðarlega meðaltalstölur einstaklinga eftir fjölskyldustærðum eru það ekki lægstu tölurnar heldur meðaltal frá öllum. Ef tvær sex manna fjöl- skyldur sendu inn upplýsingaseðla og á öðrum væri meðaltal á einstakl- ing í matarkostnaði eitt þúsund krónur og frá hinum tvö þúsund krónur þá væri meðaltalið fimmtán hundruð krónur. Vonandi verða þessar línur til að skýra málið, við höfum reyndar farið inn á þessar brautir áður, því við verðum oft vör við misskilning varð- andi meðaltalstölurnar í heimilis- bókhaldinu okkar. Svo viljum við leggja áherslu á að bréf eru afar kærkomin með upplýsingaseölunum. Undanfarið hafa margir nýir þátttakendur lagt til upplýsingaseðla í heimilisbók- haldið og fögnum við því. En mikið vill meira, því hvetjum við sem flesta til að senda okkur tölur um búreksturinn. -ÞG SIÐUSTU FORVÖD AÐ STILLA LJÓSIN Nú fer hver að verða síðastur að stilla ljósabúnaö bifreiða. Fresturinn til að gera það rennur út nú í dag. Það ætti ekki að vera þörf á því að segja ökumönnum hversu mikilvægt atriði þetta er. Rétt stillt ljós auka ekki einungis öryggi ökumannsins heldur einnig þeirra sem á vegi þeirra verða. Þetta á við þá sem eru akandi en ekki síðurþásemerugangandi. -APH NÚ líöur mér veTTj Ljósaskoöun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.