Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Page 10
DV! íiÍÁÍ'í ÚÓÍdÖR ái’. ök!töí5ér iétó':' 10 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson CARICOM, bandalag ríkja í Karíbahafinu Innrás Bandaríkjamanna á Gren- ada mun reyna mjög á eininguna meðal enskumælandi ríkja Karíba- hafsins. Á meðan innrásarlið Bandarík janna og sex rík ja í Karíba- hafinu er aö brjóta síðustu mót- spyrnuna á bak aftur á Grenada eru andmælendur innrásarinnar byrjað-. ir að viðra gagnrýni sína. Þessi sex ríki eru öll aðilar að 13 ríkja bandalagi fyrrverandi nýlendna Breta í Karíbahafinu. I upphafi var það stofnaö sem verslunarbandalag. I daglegu tali gengur þetta tíu ára gamla ríkja- samband undir nafni Caricom. Vinstristefna ríkisstjórnar Maurice Bishops á Grenada og tregða hans til jjess að efna til lýðræðislegra kosninga hafði allar götur verið litin homauga af aðildar- ríkjum Caricom þótt bandalagið héldi að sér höndum og fengi sig ekki til íhlutunar í innanlandsmál þess- arareyjar. Innrásin núna í vikunni er fyrsta beina íhlutun Bandaríkjastjómar í málum ríkja á þessu svæði síðan bandarískir sjóliöar gengu á land í Dóminíkanska lýðveldinu 1965. Þótt Reaganstjórnin fengi sex ríki í Cari- com til þess að leggja til lið í innrás- ina var síður en svo að hún nyti ein- róma stuðnings í bandalaginu. Guyana er eina aðildarríkið sem gengið hefur fram fyrir skjöldu og fordæmt innrásina. Trinidad og Tobago, sem bæði hafa gagnrýnt hana, eru ekki í Caricom. — Forbes Burnham, forseti Guyana, hefur lýst því yfir að stjóm hans muni ekki viðurkenna neina þá stjóm á Gren- ada sem innrásaraðilamir kunni að setja á laggirnar. „Innrásin hefur leitt af sér alvarlegan klofning innan bandalagsins og leiðtogar Caricom geta eins og sakir standa ekki komið saman til f undar,” sagði hann. George Chambers forsætis- ráðherra viðraði óþokka Trinidads og Tobago á innrásinni þegar hann harmaði að gripið væri til hernaðar- legrar íhlutunar og að ekki hefði verið reynd til þrautar hin diplómat- íska leið. Sagði hann innrásina geta skapað hættulegt fordæmi á þessu svæöi. A síðasta fundi Caricom á Jamaíka í nóvember 1982 og í Trinidad í júli í sumar höfðu verið samþykktar ályktanir þar sem hafnað var íhlutun í innanlandsmál aðildarríkja. Sam- tök ríkja í austurhluta Karíbahafsins (OECS) segjast hafa óskaö eftir hjálp Bandarikjanna samkvæmt 8. Andropov sækjast umbætumar seint Mestur bati þykir hafa orðið i íandbúnaðinum. yfirbygging og hugmyndasnauð stjómun. En eftir fyrsta árið hans örlar ekki á neinni lausn á því sviði. Fréttir berast af því að starfsfólk standi uppi verkefnalaust í ríkis- verksmiðjunum víða um land þar sem hráefni hafi einhvers staöar strandað í járnbrautarkerfinu eða er enn ósent af stað. — Andropov hefur látið hreinsa til meðal stjómenda járnbrautanna. Á dögunum kom fram í fréttum að hartnær 45 skip hefðu setið föst í hafís út af Siberíuströnd. Pravda hélt því fram að skortur á samvinnu milli skipaútgerðarinnar, hafnar- yfirvalda og námafyrirtækjanna heföi valdiö seinkun á brottfarartím- um skipanna sem aftur kom þeim í sjálfhelduna í ísnum. Vesturlandamenn sem vel þekkja i til í Sovétríkjunum telja að góöu lagi verði ekki komið á hlutina nema með gagngeröri endurskipulagningu sem leiði af sér aukna sjálfsstjóm fyrir- J tækja og aukið umboð og ábyrgð stjóma verksmiöjanna. — I júlí í| sumar voru boðaðar breytingar sem þykja ganga ögn í þessa átt og byggja á meiri sveigjanleika í launa- mun og bónusum fyrir dugmeira fólk. grein sáttmála bandalagsins sem gerir ráð fyrir heimild til að leita aðstoöar viö aö koma á friöi og reglu í þessum hluta heimsins og að Banda- ríkin, Jamaíka og Barbados hafi brugðið við. Það hefur borið á því á síðustu árum að pólitískar erjur hafi skapaö óeiningu innan Caricom. Jamaika og Barbados hafa haft nána samvinnu og meðal annars núna um innrásina í Grenada. Samband þeirra við Bandaríkin hefur komið þeim á önd- verðan meið við hinn pólinn til vinstri sem hafa verið Grenada og Guyana. Trinidad, sem er best statt efnahagslega af aöildarríkjunum vegna olíuframleiðslu sinnar, hefur reynt að fylgja hlutlausri línu innan bandalagsins. Hin nánu tengsl Grenada við Kúbu og Sovétríkin hafa valdið áhyggjum hinna Caricom-ríkjanna um að þaöan mundi Kúba breiða út kctnm- únisma á svæðinu. Edward Seaga, forsætisráðherra Jamaíka, sagði fyrir rúmri viku að Grenada hefði reynt „aö komast í rekkju með Kúbu án þess aö þurfa aö Mlnægja hjóna- bandsskyldunum” sem hefði verið barnaleg stefna eins og atburðir hefðu sannað. Hann rifjaði upp að á áttunda áratugnum hefði Jamaika verið komiö inn á sömu braut undir stjóm Michael Manley. Á ráðstefnunni í Jamaíka höfðu Seaga og Tom Adams, forsætis- ráðherra Barbados, reynt í sam- einingu að knýja Grenadastjórn til þess að virða grundvallarmannrétt- indi og efna til kosninga, en andstaða Guyana og Grenada kom í veg fyrir samþykkt ályktunar þar um. opinberum stofnunum og fyrirtækj- um. Fylgdi hann því eftir með nýjum lögum um bónusa sem urðu meira háðir aukinni framleiðni og lét inn- leiða hýrudrátt og niðurfellingu fri- daga sem viðurlög við endurteknum vinnusvikum eða áfengisneyslu að störfum. Andropov lét gera breytingar á efnahagsdeild miðstjórnarinnar og veitti henni meira umboð undir stjórn Nikilai Ryzhkov sem þykir skarpur iðnaðarskipuleggjandi. Sumar af þessum breytingum þurfa eðlilega sinn tíma til þess að skila árangri, en flestra hald er að Kremlarforystan eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum með afraksturinn. Þó örlar strax á nokkrum sólargeisl- um. Þar ber hæst þann bata sem gætir í landbúnaðarframleiöslunni. Það horfir til metframleiðslu á k jöti þetta árið og komuppskeran stefnir í 200 milljón smálestir sem er það besta síðan 1978. Þar um veldur þó miklu hagstæðara tíðarfar þetta árið en oft áður og betri afkomu búfjárgreinar- innar er þakkaö að nokkru umbætur, sem gripið hafði verið til áður en Andropov kom til skjalanna. Opinberar skýrslur úr iðnaðinum sýna einnig ljósa punkta. Þannig hefur framleiðslan aukist um 4,1% á fyrstu níu mánuðum ársins sem er fram úr áætluninni. En það er eins og annar leikur að tölum að það segir ekki alla söguna. Framleiðslan reiknuö í rúblum og verðhækkanir á síðustu tólf mánuöum gera þar mest strik í reikninginn. Menn telja aö í reynd sé nær lagi að reikna meö 2% aukningu, en afköst í verksmiðjum hafa þó aukist um 3,5% meö tilkomu nýju laganna og vegna herferðar gegn fjarvistum og drykkjuskap á vinnustöðum. Androvpov hefur sjálfur iátið eftir sér hafa aö aðalveikleikinn í sovésku efnahagslífi sé of lítil tækni, of stór Þegar Yuri Andropov kom til valda setti hann á odd stefnu sinnar að skerpa efnahagslíf Sovétríkjanna, en fyrsta ár hans í valdastóli í Kreml er nú liðið svo aö honum þykir hafa orðið lítið ágengt. Hefur það álit sem hann naut í upphafi sem rót- tækur umbótamaöur ögn rýmaö. Þótt aukist hafi á þessum tíma framleiöni í iönaði og landbúnaöi þá ber flestum hagfræðingum á Vestur- löndum, sem fylgst hafa með málum þar eystra, saman um að Andropov hafi ekki náö upp þeirri drift sem hann virðist hafa gert sér vonir um. En hann virðist alveg búinn að marka sér fasta stefnu þar sem hann reiðir sig á að aukin veröi afköst vinnuaflsins fremur en að hann ætli að breyta í nokkru uppbyggingu efnahagskerfisins. I fyrstu ætluðu menn að Andropov hygði á róttækar breytingar eins og að draga úr mið- stýringu og létta af þungri hendi skrifstofubáknsins. I ljós þykir nú komið að Andropov hugsi sér bestu leiðina liggja í því að ná meiru út úr ríkjandi kerfi fremur en gera á því róttækar breytingar. Andropov hratt af stað ögunarher- ferö fljótlega eftir að hann tók við af Brezhnev í nóvember í fyrra. Hann vék frá duglausum og spilltum embættismönnum og lét taka hart á fjarvistum starfsmanna bæði hjá Yuri Andropov hefur nú senn setið eitt ár á valdastóliiKremi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.