Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 8
DV'.MÁ'NUÖÁGURÍl. ÖK'föB&RÍ98Xí Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Yfir500 fórust i jarðskjálfta i Tyrklandi Björgunarsveitir leituöu fram eftir allri nóttu í rústum að fómarlömbum öflugs jaröskjálfta sem talinn er hafa Kommúnistastjom Pollands hefur til íhugunar hvort framlengja eigi tilboð yfirvalda um sakaruppgjöf til handa neöanjarðarmeölimum „Einingar” og andófsmönnum. Um 535 manns höföu gefið sig fram, við yfirvöld undir helgina til þess aö njóta sakaruppgjafarinnar sem Jaru- zelski forsætisráöherra hafði í júlí í sumar heitiö þeim er gæfu sig fram af fúsum vilja og hættu andófi gegn stjórninni. Samtök sem flokkurinn setti á lagg- imar og starfa að „þjóðlegri endur- valdið dauða yfir 500 manns. Olli hann miklum spjöllum í 47 sveitaþorpum í fjalllendinu við norðurlandamæri vakningu” höfðu lagt að stjórninni aö veita foringjum úr hinum bönnuðu verkalýðssamtökum uppgjöf saka. Um helgina lögðu þessi samtök enn að for-‘ ystu landsins að veita lengri f rest þeim sem t vístígandi væru. Af þeim sem á þessum tíma hafa gef- ið sig fram er aðeins einn úr forystu neöanjarðarsamtaka Einingar. Þeir talsmenn Einingar sem enn fara huldu höföi hafa látið á sér heyra að þeir muni ekki notfæra sér sakar- uppgjöfina og skora á Pólverja aö efna til mánaöarlangra mótmæla með kröf- um um lausn pólitískra fanga. Tyrklands. Fjöldi húsa hafði grafist undir aur- leðju eftir skriöur og táimaði það björgunarstarfið en leitarsveitir höfðu þó grafið upp, þegar síðast fréttist í morgun, um 510 lik. Vitan er um 316 slasaða og suma alvarlega meidda. Herflokkar og björgunarsveitir áttu í erfiöleikum með aö komast í gær til þeirra staöa sem harðast höfðu orðið' úti í jarðskjálftanum, enda hafði vega- samband víða rofnað af skriðuföllum í kjölfar jarðskjálftans, sem mældist 6 stig á Riehters-kvarða, harðasti kippurinn. Fannst hann allt upp í 350 km frá þeim stað þar sem hann er tal- inn hafa átt upptök sín og er einn sá snarpasti sem komið hefur á þessum slóöumímörgár. Þegar menn vissu síðast í nótt hafði björgunarmönnum ekki tekist að komast til tveggja þorpa sem vitaö er að urðu fyrir raski vegna skjálftans og 15 þorp voru einangruð, svo að ekkert hafði frá þeim heyrst. Miklar rigning- ar hafa gengið yfir þessar slóðir. Her og hjálparsveitir Rauða hálf- mánans eru byrjaðar flutninga á hjálpargögnum til svæöisins sem tekur yfir 100 ferkílómetra, eða frá bænum Erzurum til Kars í norðaustri. Flutningar voru aðallega flugleiðina vegna ástands vega eftir rigningar og skriðuföll. I einu þorpinu höfðu 200 af 300 húsum staðarins lagst í rúst, en húsagerð á þessum slóðum er fátækleg, aöallega leirkofar, án rafmagns og pípulagnar. Beraard Coard aðstoðarforsætlsráð- herra er talinn hafa lagt á ráðin um valdaránið. ULLIAN CARTER ANDAÐIST í NÓn Lillian Carter, hin 85 ára gamla móðir Jimmys Carters, fyrrum for- seta Bandaríkjanna, andaðist í nótt á sjúkrahúsi. Við banabeð hennar voru stödd Jimmy Carter, Rosalynn kona hans og systkinin Billy og Gloria Spann. Ungfrú Lillian, eins og hún var jafnan kölluð að Suöurríkjahætti, var lögö inn á sjúkrahús á þriðjudaginn en ósagt var látiö hvað dregið hefði hana til dauöa. — Hún gekk undir uppskurð 1981 til þess að fjarlægja illkynjaö æxli og var þrívegis lögð inn á sjúkrahús í fyrra. Jarðarförin mun fara fram í Plains í Georgíu á morgun. Móðir Jimmy Carters varð áber- andi í fréttum þegar sonur hennar fór í forsetaframboð, enda óþreyt- andi að ferðast um og tala hans máli. Alþýðlegur talsmáti hennar skóp henni dálæti kjósenda. — Um gagn- rýnendur Jimmys var hún vön að segja: ,,Sumt fólk er einfaldlega baraheimskt.” Hún var fædd Bessie Lillian Gordy í Richland í Georgíu, dóttir póst- meistarans á staðnum. Hún lærði til hjúkrunar og giftist 1923 James Earl Carter, framkvæmdastjóra bænda- verslunar í Plains í Georgíu. Jimmy var fyrsta bama þeirra (fæddur 1924) en síöan komu tvær dætur og Billy. — 1927 hófu Carter-arnir að íhuga meiri sakaruppgjöf versla með hnetur og urðu fljótlega ein af auðugustu fjölskyldunum á þessum slóðum. James Earl andaðist 1953 en ekkjan hélt rekstrinum áfram og ' elsti sonurinn sneri heim úr flotanum til þess að taka við fjölskyldufyrir- tækinu. Lillian rak einnig hjúkrunar- heimili og 1965, þá orðin 67 ára, gekk hún í friðarsveitirnar og rak heilsu- gæslustöðílndlandi. Þótt heilsuleysi væri farið að baga Lillian 1978 fýlgdist hún meö horna- boltaleikjum af sama brennandi áhuganum og ævinlega og sjaldan sló hún hendinni á móti því að spila bridge. Lillian Carter, skelegg forsetamóðir. Olíuborpallur i Kattegat, sem Svíar hafa látið sér mislíka, á meðan deila þeirra við Dani um skiptingu landgrunnsins hefur ekki verið til lykta leidd. OLÍUDEILAN í KATTEGAT LEYST Danir og Svíar hafa nú leyst deilu sína um olíuvinnsluréttindin í Kattegat við eyjuna Hesselö, sem er um 30 km undan strönd Danmerkur. Bæði ríkin höfðu gert tilkall til þessarar eyju og Svíar héldu því fram aö Danmörk hefði ekki rétt til þess að úthluta olíuvinnslu- leyfum við eyjuna fyrr en landhelgis- deila þeirra hefði verið leyst. öldur höfðu risiö hátt í þessari deilu. Olof Palme, forsætisráöherra Sví- þjóðar, hafði líkt atferli dönsku stjórn- arinnar við innrás Argentínumanna á Falklandseyjar. Poul Schliiter, forsæt- isráðherra Dana, hafði sagt að Palme væri, ,óþægur strákur”. Fréttin frá Kaupmannahöfn báru danska embættismenn fyrir því að í gærkvöldi hefði náðst samkomulag milli stjórna landsins um skiptingu landgrunnsins og deilan um olíu- vinnsluréttinn þar með til lykta leidd. Innrásin á Grenada: Helstu forkólfar teknir til fanga Innrásarliðið á Grenada segist hafa handsamað mann er heldur því fram að hann sé Hudson Austin hershöfð- ingi, leiötogi hinnar skammlifu byltingarstjórnar, sem tók við þegar Bishop var velt úr stóli. Utlit mannsins kom heim við lýsing- ar á Austin og um leið framvísaði hann persónuskilríkjum máli sínu til stuðnings. Fyrri fréttir úr innrásinni höfðu hermt að Austin heföi komiö sér fyrir í höfuöborginni St. George og héldi fólki í gíslingu til þess að aftra innrásar- mönnum aö taka hann til fanga. Bernard Coard, sem var aðstoöar- forsætisráðherra Maurice Bishop — er af mörgum álitinn sá sem skipulagði valdarániö. Hann var handsamaður á laugardag. Allt var sagt með kyrrum kjörum á Grenada í gær og virðist sem innrás- arliðið hafi brotið alla vopnaöa mót- spymu á bak aftur, nema fárra manna úr liði uppreisnarmanna er haldið hafa tilfjalla. Á Kúbu er því haldið fram að innrás- in muni leiða til varanlegrar spennu í Karabíska hafinu og baka Bandaríkj- unum óvild. I Havana er sagt að upplýsingar hafi borist um að 100 Kúbumenn hafi fallið í bardögum við innrásarliðið á Grenada. Sagt er að 784 Kúbumenn hafi verið á Grenada þegar innrásin var gerð. Kúbuyfirvöld ítreka fyrri fullyrðing- ar um að Kúbumennimir hafi hætt allri mótspymu 1 1/2 sólarhring eftir innrásina en Bandaríkjamenn hafi haldiö áfram að sjá Kúbumenn í hverjuhomi. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ólafur B. Guðnason VINNUFATABUÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.