Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 12
Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó'ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84AU. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. P rentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Tvískinnungur um eldflaugar Fréttastofa sjónvarpsins skýrði frá því í vikunni, að í skýrslum, sem hún hefði undir höndum frá varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna, væru því gerðir skórnir, að Keflavík geti veriö hentugur staður til að setja upp og staðsetja eldflaugar án kjarnorkuodda. Skyldi það vera liður í þeirri hernaðaráætlun að loka svokölluðu GIUK- hliði, sem er svæði milli Grænlands og Skotlands. I umræðum utan dagskrár á alþingi var þessi frétt gerð að umtalsefni, og kom þar skýrt fram, að enginn íslensk- ur stjórnmálaflokkur eða alþingismaður taldi þessa hug- mynd koma til greina. Utanríkisráðherra vísaði henni á bug. Ekki er óeðlilegt, þótt slíkt mál sé rætt á alþingi, enda eru eldflaugamál mjög á dagskrá um þessar mundir í Evrópu. Hins vegar virðist gæta nokkurrar taugaveikl- unar meöal þeirra þingmanna, sem vilja blása skýrslu bandaríska varnarmálaráðuneytisins upp, hvað þá þegar fullyrt er, að hún sanni, að varnarstöðin í Keflavík sé til árásar en ekki varnar. Eins og komið hefur skýrt fram í umræðunni, er hér um að ræða eina af mörg hundruð sambærilegra skýrslna um hugmyndir og vangaveltur um varnarvígbúnað á Vestur- löndum. Sífellt er verið að leita leiöa til að treysta varnir og mæta vígbúnaði Sovétríkjanna, og þar komast marg- víslegar fantasíur á pappír. Auðvitað er útilokað fyrir Is- lendinga, sem reyndar aðrar þjóðir, að koma í veg fyrir, að mönnum detti eitt og annað í hug í því sambandi. Aðal- atriðið er hitt, að það er á valdi okkar sjálfra að taka ákvarðanir um, hvernig öryggismálum og varnarviðbún- aði skuli háttað. Hvorki uppsetning eldflauga né önnur hervæðing á sér staö hér á landi án samþykkis íslenskra stjórnvalda. Varnarsamningurinn felur íslendingum al- gert og óskoraö vald um þau efni. Meðan stjórnmálaflokkar, alþingi og ríkisstjórn lýsa andstöðu sinni gegn eldflaugum á eða við ísland, verða þær ekki settar upp. Á hinn bóginn felur þessi afstaða í sér nokkurn tvískinn- ung af okkar hálfu. Sama dag og umræðurnar á alþingi fóru fram, var tilkynnt, að fyrstu eldflaugar NATO væru komnar til Bretlands. Þar er um að ræða hinar marg- umræddu stýriflaugar með kjarnorkuoddum, sem ráð- gert er að setja upp í Vestur Evrópu til að vega upp á móti SS-flaugum Sovétríkjanna. Átökin um þessar eldflaugar báðum megin járntjaldsins eru alvarlegustu hættutíð- indin af vígbúnaðarkapphlaupi austurs og vesturs. Öflugar friðarhreyfingar hafa haft sig mjög í frammi um alla vesturálfuna til að aftra uppsetningu kjarnorku- flauganna og deilurnar um þær hafa verið eitt stærsta pólitíska hitamálið innan vébanda NATO. Engu að síður hafa Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið talið sér nauðugur einn kostur að reisa skotpalla fyrir eldflaug- arnar, meðan ekki næst samkomulag við Sovétríkin í viðræðunum í Genf. Ekki er annað vitað en Islendingar, sem þátttakendur í NATO, hafi samþykkt þessa stefnu. Islendingar hafa með öðrum orðum lýst sig samþykka því, að kjarnorkueld- flaugum yrði fyrir komið í Vestur-Evrópu til varnar út- þenslustefnu Sovétríkjanna, en lýsa því hins vegar yfir, að þeir séu andvígir uppsetningu eldflauga án kjarnorku- odda hér á landi. I þessu felst ekki mikil samkvæmni. Mikill meirihluti íslendinga óttast útþenslu Sovétríkj- anna og styður NATO. Sú afstaða byggist greinilega á því, að aðrir færi fórnir. Eldflaugar eru í lagi, svo fremi þær komi ekki til Islands. Öðruvísi verður stefnan í varnarmálum ekki skilin. -ebs. Veiðiþol fiskistofna I leiðara DV á þriöjudaginn 8. nóvember 1983 segir ritstjórinn, Jónas Kristjánsson, að „vestfirskir sér- fræðingar í smáfiskadrápi” hafi lagt til að ekki verði á næsta ári veitt mikið meira en 400 þúsund tonn af þorski. Orðbragð ritstjórans er nú á þann hátt að ekki er svara vert. En ritstjór- inn ætti sóma síns vegna að biðja hina vestfirsku sjómenn fyrirgefningar á því orðbragði sem hann leyfir sér að nota um viðkomandi menn. Mér er næsta óskiljanlegt hvemig hann hefur komist í þann haturshug að hann sendi þessum mönnum þvílíkar kveðjur. Eins og áöur er hamast út í tillögur þær sem gerðar eru af hálfu s jómanna- samtakanna og ekki fariö rétt með. Ekki virðist þurfa að rökræða mikið það sem hann hamast út í. En það eru fleiri atriði sem ráða því hvað aflast heldur en það sem flotinn veiðir. Eg leyfi mér að vitna í rit dr. Bjama Sæmundssonar. Það sem hann segir í formála bókar sinnar, Fiskarnir, sem gefin er út 1926. Hefst tilvitnunin á bls. XII í formálanum að Fiskunum: Ástand sjávar „En ekkert hefir þó líklega gefið mönnum jafn-illan gmn á sér í þessu sambandi og hvalveiðamar og botn- vörpuveiðamar. Hvalveiöamar áttu að hafa sérstaklega óheppileg áhrif á göngur síldarinna aö landi og inn á firöi, en botnvörpuveiðamar á aðrar fiskigöngur og fiskveiðar. Varpan átti að umróta botninum og eyða um leiö öllum gróðri hans og hrognum fiska, jafnvel þeim sem aldrei era í botni (eins og þorsksins), drepa alt ungviði unnvörpum og flæma allan fisk af miðunum. Hér skal ekki farið að ræða um þaö, við hve mikil rök ýmis af þessum atriöum höfðu að styðjast, því aö sum þeirra koma til tals í bókinni. Þó skal það tekið fram hér, að nægar upplýsingar eru til um það, að fiskur hefir oft bragöist áöur eins og líka ber Kjallarinn IngólfurStefánsson við enn — án þess að auðið væri um að kenna neinu af því, sem hér hefir verið minnst á,og aö mönnum hættir oft mjög við því, að vitna aðeins í síðustu ára reynslu, en gleyma öllu því sem áður hefir komið fyrir. En tímamir breytast, og þaö hygg ég óhætt að segja, að mjög era nú skoðanir fiski- manna famar að breytast í þessu til- liti, stafar þaö sumpart af fenginni reynslu, sumpart af ýmsu því, sem sjó- og fiskirannsóknimar hafa leitt í ljós. Þó að þær séu aöeins skammt á veg komnar enn, þá hafa þær þó ótvírætt sýnt fram á, að fiskamir eru í göngum sínum eins og í öðrum lífsháttum, fyrst og fremst háðir ástandi sjávarins og þeim skilyrðum, sem það skapar, hvað fæðu og hrygningu snertir, og munu þess veröa nefnd ýmis dæmi í bók- inni.” Hvaða tillögur? Ritstjóranum verður tíörætt um aö ekki sé farið eftir tillögum fiskifræð- inganna. Hvaða tillögum? Á að fara eftir þeim tillögum sem þeir sjálfir hafa talið rangar í meginefnum? Rit- stjórinn kennir aflaleysið því að ekki hafi verið farið eftir tillögum fiski- fræðinganna og þess vegna sé komið í megnasta óefni með útgerðina. Málið er ekki alveg svo einfalt að hægt sé að leysa þaö á þennan hátt. Stundum þykir gott að miða við reynslu undan- genginna ára eða áratuga. Eins og segir í bók dr. B.S. hættir mönnum við að taka aðeins það sem er að gerast í næstu fortíð en leggja ekki upp úr reynslunni. Á árunum frá 1950 til 1960 kemst afl- inn í hámark. Eftir 1960 fer afli á Is- landsmiðum á þorski jafnt og þétt minnkandi þar til að hann er í lág- marki 1967—68. Allt þetta tímabil var meðalafli um og yfir 400 þúsund tonn þó við Is- lendingar ættum í flestum tilfellum g|| „Ráöleggingar fiskifræðinga sem ráð- ™ leggja bændum sem silungsveiðar stunda í vötnum, þar sem varla sést nema smáfiskur, eru þær, að færri einstaklingar verði um ætið. Hvað gera fiskifræðingar gagnvart þeirri uppákomu í hafinu?” - - Eina ráðið við frelsinu er meira frelsi! Ein aðalrökin fyrir ríkisafskiptum era, að markaöurinn sé ófullkominn, einstaklingarnir geti ekki leyst öll sín mál meö viöskiptum og rflriö hljóti því að láta miklu víðar til sin taka en frjálshyggjumenn kæri sig um. Ymis dæmi eru nefnd um það, aö allt komist í óefni, ef menn hafi fullt frelsi, svo sem heimskreppan á fjórða áratugnum, einokun fyrir- tækja, mengun og sóun náttúru- auðlinda, umferðarslys og eiturlyfja- neysla. En á síðustu áratugum hafa bandarískir hagfræðingar, einkum í Chicago-háskóla, rannsakað mörg þessi mál og komist að þeirri niður- stööu, að ríkisafskipti hafi oftar en ekki gert illt verra. Því miður hafa íslenskir hagfræðingar fátt eða ekk- ert gert sambærilegt, en ég yrði ekki. undrandi, þótt þeir kæmust að svip- aðri niöurstöðu. Eg ætla aö leyfa mér að benda þeim (og íslenskum sagn- fræðingum) á nokkur rannsóknar- efni. Otímabærar athugasemdir Hannes H. Gissurarson Kreppan og einokun Heimskreppan á fjórða áratugnum sneri lflriega fleirum til fylgis við rikisafskipti en nokkuð annaö. Svo virtist sem atvinnulífið gæti ekki komist í jafnvægi af sjálfu sér,menn fengu ekki atvinnu, vörur seldust ekki, fyrirtæki urðu gjaldþrota. Margir drógu þá ályktun, að ríkið yrði að koma atvinnulífi í jafnvægi, jafna sveiflur, afstýra atvinnuleysi. En Milton Friedman og starfsbræður hans hafa sýnt, að heimskreppan varð fremur vegna ríkisafskipta en- þrátt fyrir þau. Ein stofnun ríkisins, Bandaríski seðlabankinn, breytti meö óstjóm sinni vægum samdrætti, sem hefði jafnast af sjálfum sér, í harða kreppu. Fróölegt væri að rannsaka í því viðfangi, hvort ís- lenska ríkið hafi fremur aukið á sveiflur í atvinnulífi hérlendis með afskiptum sínum en minnkað þær. Fjandmenn markaðarins segja og, að á honum sé tilhneiging til ein- okunar, svo að samkeppnin gangi af sjálfri sér dauðri. George Orwell orð- aði þetta svo í umsögn um bók eftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.