Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 30
30 Nýjar bækur DV. MIÐVIKUDAGUR16. NOVEMBER1983. Hvað gerðist á íslandi 1982? Árbók íslands fjórða bindi Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur sent frá sér bókina HVAÐ GERÐIST Á ISLANDI 1982 - ÁRBÖK ISLANDS eftir Steinar J. Lúövíksson. Þetta er fjórða bindið í þessum ár- bókarflokki, áður hafa komið út bækur um árin 1979, 1980 og 1981 eftir sama höfund. HVAÐ GERÐIST ÁISLANDI1982 er samtímasaga innlendra atburða rakin í máli og myndum. Myndir skipa verulegan sess í bókinni enda eiga flestir kunnustu fréttaljósmyndarar landsins ljósmyndir í bókinni, en myndaritstjóri bókarinnar er Gunnar V. Andrésson. Þá eru í bókinni mynd- skreytingar eftir Gísla J. Ástþórsson sem túlkar með þeim skoplegu hliðina á ýmsum atburðum sem f jallað er um í bókinni. Þótt getið sé um mikinn fjölda at- burða í bókinni á að vera tiltöluiega auðvelt að finna þaö sem fólk leitar að vegna efnisflokkunarinnar, en aðal- kaflar bókarinnar eru eftirtaldir: Al- þingi — stjórnmál; Atvinnuvegirnir; Bjarganir — slysfarir; Bókmenntir — listir; Dóms- og sakamál; Efnahags- og viðskiptamál; Eldsvoöar; Fjölmiðl- ar; Iþróttir; Kjara- og atvinnumál; Menn og málefni; Náttúra landsins og veðurfar; Orkumál; Skák og bridge; SkóK.- og menntamál; Ur ýmsum áttum. Flestir kaflarnir bera síðan undirfyrirsagnir eða eru enn frekar flokkaðir. Bókin HVAÐ GERÐIST A ISLANDI 1982 er í stóru broti um 340 blaösíður og er í henni aö finna flest það sem frá- sagnarvert þótti á innlendum vett-l vangi á árinu. I bókinni eru eins og fyrr greinir mörg hundruð ljósmyndir. Bókin HVAÐ GERÐIST A ISLANDI 1982 er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð hjá Prentstofu Guömundar 1 Benediktssonar en bundin hjá Arnar- felli. Kápuhönnun annaðist Sigurþór Jakobsson. I.ANDIF) MTTÍ ISLANDi Landið þitt ísland Fjórða bindi, S —• T LANDIÐ ÞITT ISLAND, fjórða bindi, er 280 blaösíður og í henni eru um 250 litmyndir af landslagi, munum og minjum. Eins og flestum er kunnugt er rit- verkiö byggt upp í stafrófsröð og tekur fjórða bindiö yfir bókstafina S—T. Fyrsta uppsláttarorð þessa bindis er t.d. Safamýri í Rangárvallasýslu en hið síðasta Tyröilmýri í Noröur-Isa- fjarðarsýslu. Svo sem aö framan segir eru um 250 litmyndir í bókinni og eru þær af ýmsu tagi og margar þeirra frá fyrri öldum. Það er ekki ofmælt sem segir á kápu bókarinnar að saga og sérkenni þúsunda staða, bæja, kauptúna, hér- aða og landshluta er rakin á síðum bókarinnar. Helgi Magnússon B.A. sá um undir- búning handrits til prentunar svo sem hin þrjú fyrri bindin og naut aðstoðar ögmundar Helgasonar að þessu sinni. Auk þeirra hefur fjöldi manna lagt verkinu lið. Landiö þitt Island er að öllu leyti unnin hér á landi. Setning, umbrot og filmuvinna var unnin hjá Prentstofu Guðmundar Benediktssonar. Lit- greiningar voru gerðar hjá Prent- myndastofunni Brautarholti 16 og hjá Myndamótum hf. í Morgunblaðs- húsinu. Prentun og band var unnið í Prentsmiöjunni Odda hf. Hönnun bókarinnar önnuðust þeir Kristinn Sigur jónsson og Örlygur Hálf- dánarson og Kristinn haföi jafnframt tæknilega umsjón með höndum. Mynd framan á kápu er eftir Krist- in Sigurjónsson en aftast á kápunni eru myndir eftir Sigurgeir B. Þórðarson, Björn Jónsson, Trausta J. Helgason og Snorra Snorrason. Sól ég sá síðara bindi sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum Ut er komið hjá Erni og örlygi síðara bindi sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar, náttúrufræðings og fyrrverandi skólameistara frá Hlöð- um. Nefnist bókin SÖL EG SÁ sem hin fyrri. Þetta bindi fjallar um það sem kalla má tómstundastörf hans og hliðarhopp frá hinni troðnu braut embættis- manna, eins og hann kallar það sjálfur. Hér segir Steindór frá af- skiptum sínum af pólitík, bæði bæjar- pólitíkinni bæði á Akureyri og landsmála- pólitík og baráttu fyrir alþingiskosn- ingamar bæði á Akureyri og Isafirði. Steindór segir einnig frá stuttri setu sinni á Alþingi og segir frá hinum um- deildu Laxármálum sem hann hafði töluverö afskipti af á sínum tíma. I bókinni segir Steindór einnig frá feröalögum sínum, ritstörfum og rann- sóknum heima og erlendis. Loks segir Steindór frá því hvernig hann hefur eytt síðustu árunum, eftir að landslög skipuðu honum í ruslakompuna þegar náð var eftirlaunaaldri, en þarna í „ruslakompunni” hefur hann unað sér við skrifborðið í samfélagi við innlenda og erlenda fræðimenn og ferðalanga. Eins og í fyrri hluta æviminninga sinna fjallar Steindór hispurslaust um menn og málefni og dregur ekkert und- an þegar hann segir skoðun sína og kynnir viöhorf sín. Að bókarlokum lítur hann til baka, áttræður, eftir langa og merkilega vegferð og gerir upp reikn- ingana með orðunum „Sól ég sá" og eru þau kjarninn úr lífsskoðunum hans. Bókin SÖL EG SÁ er sett, umbrotin, filmuunnin, prentuð og bundin hjá Prentsmiðjunni Eddu hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. Fbtbolta HANS-J0RGEN NIElSp\iH \ Fótbolta- éngillinn eftir Hans-Jórgen Nielsen Ut er komin hjá Máli og menningu skáldsagan FÖTBOLTAENGILLINN eftir danska rithöfundinn Hans-Jergen Nielsen. Sagan hefur orðið afar vinsæl bæði í Danmörku og víða annars staöar í Evrópu. Kristján Jóh. Jónsson 'sneri sögunni á íslensku. Sagan segir frá tveim vinum, Frands og Frank, sem alast upp í sömu blokkinni og spila fótbolta saman fram á unglingsár. Þá skiljast leiðir: Frank verður frægur atvinnumaður í knatt- spyrnu og er seldur til Þýskalands. Hann giftist Ritu hinni fögru úr húsa- garðinum heima, stúlkunni sem þeir voru báðir svo hrifnir af. Frands velur hins vegar menntaveginn en reynir aö sameina uppruna sinn og starf meö því sö skrifa lokaritgerð um fótbolta. Svo hittast þeir aftur mörgum árum seinna með voveiflegum afleiðingum.. . Sag- an er skrifuö eins og dagbók karl- manns sem er að reyna að átta sig á lífi sínu, uppvexti, hjónabandi og sjálfum sér en gegnum hana gengur fótboltinn eins og rauöur þráöur. Bókin er 215 bls., sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar, bundin hjá Bókfelli hf. Hún er gefin út meö styrk frá Norræna þýðingarsjóönum. jÞorvaldur Þorsteinsosn gerði kápu- mynd. eftir Sigríði Eyþórsdóttur Ut er komin hjá Máli og menningu ný íslensk barnabók, LENA-SOL, eftir Sigríði Eyþórsdóttur. Sigríður hefur áður gefið út bækur handa börnum auk þess sem hún er kunn fyrir barnatíma sína í Ríkisútvarpinu. Sagan gerist daginn sem Lena-Sól fer í skólann í fyrsta sinn. Hún er nýflutt í bæinn með mömmu sinni og þekkir engan ennþá. Þess vegna er það henni mikið tilhlökkunarefni að byrja í skólanum. En margt fer öðruvísi en ætlað er og dagurinn verður afdrifarík- ari en nokkurn gat grunaö. Bókin er 40 bls., prentuð með góðu letri fyrir þá sem eru nýfarnir að lesa sjálfir. Margar teikningar eru í bók- inni eftir önnu Cynthiu Leplar. Högun og filmuvinnu annaðist Repró. Form- prent setti bókina og prentaði en Bók- fell batt hana. Leiftur frá liðnum árum Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér 3. bókina í þessum vinsæla bókaflokki. I frétt frá útgáfunni segir m.a.: Bókaflokkurinn LEIFTUR FRÁ LIÐNUM ÁRUM hefur hlotið mjög góðar viðtökur. I safni þessú eru fjöl- breyttar frásagnir. Sagt er frá marg- háttuöum þjóölegum fróðleik, reim- leikum, dulrænum atburðum, skyggnu fólki, skipströndum, skaðaveðrum, sérstæðum hjúskaparmálum o.fl. Nöfn eftirtalinna þátta gefa hugmynd um hið fjölbreytta efni: Erfiðleikar á Atlantshafi, Fótalausa Gunna, örlagadraumur, Köld er sjávardrífa, Álfkonuberg, Var það Sólheimamóri?, Svona fór um sjóferð þá, Fyrsta símaskákin mín, Réttvís- andi kompás, Hrakningar hjá Skála- nesbjargi, Einkennileg notkun kaffis, Læknast í svefni, Leiði ókunna sjó- mannsins í Selárdal. Sagnir frá fyrri tímum eru vinsælt lesefni Islendinga, en þær eru einnig fjársjóðir, sem komandi kynslóðir munu njóta og meta á ókomnum árum. Mikill fjöldi góöra bóka um þessi efni kemur út árlega. Meöal þeirra er bóka- flokkurinn LEIFTUR FRÁ LIÐNUM ARUM. Leiftur frá liðnum árum 3 er 215 bls. Prentuð og bundin í Prentverki Akra- ness hf. Káputeikningu gerði Prisma, Bjöm H. Jónsson. Togarasaga Magnúsar Runólfssonar örn og örlygur hafa gefið út bókina TOGARASAGA MAGNUSAR RUN- ÖLFSSONAR skráða af Guðjóni Friðrikssyni blaðamanni. Magnús Runólfsson var alinn upp í litlum steinbæ viö Bræðraborgarstíginn, fór til sjós á togara aðeins 15 ára gamall, tók stýrimannspróf og vann sig upp í að verða togaraskipstjóri án þess að hafa nokkuð á bak við sig annað en eigin dugnaö og harðfylgi. Hann varð síöan skipstjóri á breskum og íslenskum togurum og lenti í mörgum sjávarháska og ævin- týrum. A stríðsárunum sigldi hann 70 ferðir til Englands og bjargaöi þá mörg hundruð manns af sökkvandi skipum og úr sjó. Síðast var hann hafnsögu- maður í Reykjavík og vann þá ótrúleg björgunarafrek. Bókin er unnin að öllu leyti í Prent- smiðjunni Eddu. Kápuhönnun annaðist Sigurþór Jakobsson. Loksinsá íslcnsku! Bók cftir meistaru spcnnusögunnar. Yfir 25 miljónir cintaka bóka hans hafa þegar sclst um ullan hcim. EITURLYFJA HRINGPRINN ■ • ■ ■ Eiturlyfja- hringurinn eftir Robert Ludlum Nýlega er komin út spennusaga eftir Robert Ludlum sem heitir Eiturlyfja- hringurinn. Robert Ludlum er um þessar mundir einhver allra víðlesn- asti spennusagnahöfundur hins ensku- mælandi heims. Hann skipar öndvegi sem meistari í atburðaflækjum og spennu. Sigurför bóka hans er óslitin, hver bókin eftir aðra er endurútgefin og tungumálunum sem þær eru þýddar áfjölgar stöðugt. Efnisútdráttur úr Eiturlyfja- hringnum; . . .1 litlum háskólabæ á norðvestur- strönd Bandaríkjanna er talið að upp sé komin ný og athafnasöm dreifingar- stöð fyrir eiturlyf, sem teygi anga sína vítt og breitt um landið. Dómsmála- ráðuneytið fær til liðs við sig ungan há- skólaprófessor, því lögreglu staðarins hafði ekki tekist aö upplýsa málið — eða hafði kannski sínar ástæður til þess að gera það ekki. Fyrr en varir er Matlock prófessor flæktur í hrottalega hringiðu afbrota og ofbeldis. Eitur- lyfjadreifingunni tengist beint og óbeint: vændi, fjárhættusDÍl. mis- þyrmingar og morð. Gagnrýnendur hafa m.a. skrifað um bækur Roberts Ludlums: „hver ný bók eftir Robert Ludlum tekur þeirri síðustu fram.” Time Magazine. „Ludlum eins og hann getur bestur verið. Hann byggir upp dularfullan vegg þar sem skelfingin dylst að baki hversdagslegri ytri áferð, en hrotta- skapur og hamfarir dynja á lesand- anum og byggja upp magnaða spennu.” The American Statesman. Eiturlyfjahringurinn er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku eftir Robert Ludlum, en yfir 25 milljónir eintaka bóka hans hafa þegar selst um allan heim. Eiturlyfjahringurinn er 226 blaö- síður. Þýðandi er Gissur O. Erlingsson en útgefandi Setberg. Saga.MlonllirRNKinMik MynOlnaaran«Mt«m Sigrún fer á sjúkrahús •ftir Njörð P. Njarðvík Barnasagan SIGRUN FER á SJUKRAHUS eftir Njörð P. Njarðvík, myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn, er nú komin út í þriðja sinn hjá Máli og menningu. Hún kom út í fyrsta sinn árið 1976. Þetta er eins konar heimildarsaga fyrir börn. Sigrún er fjögurra ára og þarf að fara á sjúkrahús til að losna viö hálskirtlana. Sagan lýsir öllum að- draganda sjúkrahúsvistarinnar og kynnir líka veröld sjúkrahússins fyrir ungum lesendum. Bókin var samin í samráöi viö barnadeild Landakotsspít- ala. SIGRÚN FER A SJUKRAHUS er 23 bls., prýdd fjölda teikninga. Hún er unnin í Prentsmiðjunni Hólum hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.