Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 9
9 DV. MfÖVltfÖÖÁÖtfá Í6. NÖVÉÍffiÉR'Í983'. Útlönd Útlönd ° Útlönd Útlönd Sjálfstæðisyfirlýsing Kýpur- Tyrkja kom flatt upp á alla Sá taluti Kýpur, sem tyrkneska hernámsliðið hemam 1974 (við mikinn fögnuð Kýpur-Tyrkja), hefur lýst yfir stofnun sjálfstsðis rfkis. — og mælist víðast f remur illa fyrir Raul Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, er skoðaður sem forseti hins nýstofnaða lýðveldis. Skyndifundi í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna vegna Kýpurdeilunnar veröur sennilega frestað til morguns, svo að báðir geti setið fundinn, Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja og George Iocovou, utanríkisráðherra Kýpur. Bretland og Kýpurstjórn höföu kraf- ist fundarins og hefur Bretland lagt fram ályktunartillögu þar sem þess er krafist að sjálfstæðisyfirlýsing tyrkn- eska hlutans verði afturkölluð og skorað á öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að viðurkenna ekki annaö Kýpurríki en lýðveldið Kýpur. Bretland ásamt Grikklandi og Tyrk- landi eru bakhjarlar til tryggingar sjálfstæðiKýpur. Viðbrögðin viö yfirlýsingunni um stofnun „Tyrkneska lýðveldisins á Norður-Kýpur” (þar sem 40% eyjar- innar voru hemumin í innrás Tyrkja 1974) hafa verið furðublandin, því að þessi ákvörðun kom öllum á óvænt. Flestum hefur þótt þetta óráðlegt til- t*ki og meðal NATO-ríkja er Tyrk- landi legið á hálsi fyrir aö eiga hlut að því að spilla hugsanlega meö þessu einingu bandalagsins á suöurkantin- um. Kýpurstjórn, sem viöurkennd er af nær öllum löndum heims nema Tyrk- landi, er fulltrúi Kýpur-Grikkja, sem eru um 80% íbúa eyjarinnar. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er meöal þeirra sem gagnrýnt hafa sjálf- stæðisyfirlýsingu Kýpur-Tyrkja. Sagöi hann hana stangast á við ályktanir öryggisráðsins, sem margsinnis hefur fjallað um Kýpurdeiluna eftir innrás Tyrkja 1974. Friðargæslusveit á veg- um Sameinuðu þjóðanna hefur verið á Kýpursíðan 1964. Grikklandsstjórn sakar stjórnina í Ankara um að standa aö baki sjálf- stæðisyfirlýsingunni en fór sér þó var- lega í ásökunum. Talsmenn stjórnar- innar segja viðbrögð hennar muni einskorðast við diplómatískar aðgerðir og ekki koma til greina að tefla fram hemum í málinu. Bandaríkjastjórn hefur hvatt aðila til þess aö gæta stillingar en lætur í ljósi kvíða um að tiltæki Kýpur-Tyrkja spilli samstarfinu innan NATO. Vopnatakmörk- unarviðræðurhalda áfram um hríð Sovétstjórnin hefur samþykkt að taka til að nýju við vopnatakmörk- unarviðræðurnar í Genf á morgun en lætur ósagt hvað hún hyggst halda þeim lengi áfram. Aðalsamningafulltrúi hennar, Yuli Kvitsinsky, gekk þaðan út af fundi í gær eftir 35 mínútna setu og var það stysti fundurinn í þessum tveggja ára lönguviðræðum. Er talið að Sovétmennirnir hafi með því viljað mótmæla fýrstu sendingu stýriflauganna, sem barst í fýrradag til Bretlands. Yuri Andropov, forseti Sovétríkj- anna, lét svo ummælt í síöasta mánuöi að það þjónaði engum tilgangi að halda áfram viðræðunum um takmörkun kjamorkuvopna eftir að nýju Pershing-2 og stýriflaugamar væru komnar til Evrópu samkvæmt NATO- áætluninni. Mótmælendur kjarnorkuvopna skrýðast oft grímum þar sem mest ber á andlitsdráttum Reagans Bandaríkjaforseta. Mótmæla harkalega stýriflaug- um NA TO Fyrsta sending bandarísku stýri- flauganna til Bretlands hefur hrundið af stað nýrri mótmælaöldu. Baráttan gegn eldflaugunum hefur staöiö í tvö ár þar í landi en megnaði ekki að hindra flutning þeirra þangaö. Yfir 150 konur, sönglandi ýmis mót- mæli, vom handteknar við herstöðina í Greenham Common, þar sem fyrstu stýriflaugarnar voru affermdar á mánudaginn en talið er að kjamaodd- amir fyrir þær hafi komið í gær. Michael Heseltine varnarmála- ráðherra var úðaður rauðri málningu þegar hann fór í gær til Manchester til þess að ávarpa stúdentafund. Um 300 kjamorkuvopnaandstæðingar höföu sig svo mjög í frammi við þinghöllina í London í gær að lögreglan fjarlægði þá. Inni í þingsölum sagði Neil Kinnock, leiötogi stjórnarandstöðunnar (fyrir skömmu kosinn formaður Verka- mannaflokksins), að skilmálamir fyr- ir uppsetningu eldflauganna í Bret- landi hefðu gert Margaret Thatcher forsætisráðherra að ambátt Banda- ríkjanna. Við Greenham Common (80 km vest- ur af London) hafa streymt mótmæl- endur til liðs við konurnar sem skipst hafa á við mótmælastöðu þar síðan 1981. Ætlun þeirra er að hindra að stýriflaugamar verði færöar til ann- arra staöa á Suður-Englandi. Á Italíu, þar sem einnig er ætlunin að setja upp stýrifiaugar, hafa brotist út mótmæli víðs vegar um land en á þing- inu standa þessa dagana yfir umræður um eldflaugaáætlun NATO, sem ætlar að setja 112 stýriflaugar upp á Sikiley fyrir næsta vor. — Nokkur hundruð manna efndu til mótmæla fyrir utan þinghúsið í gær. Umsjón: Guðmundur Pétursson STÓRL SIGTÚI KARNABÆR BELGJAGERÐIN (Vinnuföt) SPORTVAL (Sportfatnaður) BIKARINN(Sportfatnaður) HENSON (íþróttafatnaður) ITSALAN IMI3,2. H/ ÚTILÍF (Sportfatnaður) ÆSA (Skartgripir) ASSA (Tískuföt, barnaföt) S.K. (Sængurfatnaður) LIBRA (Fatnaður) MARKAI Bón og þvottastöðin 'J Bliki er á 1. hæð. GALLERY LÆKJARTORG (Hljómplötur) K. HELGASON (Sælgæti) RAFTAK (Rafmagnsvörur) G.M. PRJÓNAGARN DSHÚSIIMU, Mörg þekkt fyrirtæki saman undir einu þaki: M. BERGMANN (Sængurfatnaður) LAGERINN (Fatn. á alla fjölskylduna) TINDASTÓLL (S.H. gluggatjaldaefni) PRJÓNASTOFAN KATLA (ísl. prjónapeysur)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.