Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 32
32 DV. MIÐVKUDAGUR16. NOVEMBER1983. Helgi Skúlason augnlæknir lést 7. nóvember sl. Hann var fæddur í Odda á Rangárvöllum 22. júní 1892, sonur séra Skúla og Sigríöar Helgadóttur. Hann lauk kandidatsprófi í læknisfræöi 21. júní 1915. Hálfum mánuöi síöar var hann settur héraöslæknir í Síöuhéraði og dvaldi þar í fjögur ár. Eftir þaö fór hann utan og aflaöi sér þekkingar á augnsjúkdómum. Þegar heim kom stundaöi hann augnlækningar í Reykjavík og jafnframt kenndi hann augnsjúkdómafræöi við Háskólann. Helgi kvæntist Klöru Sigurðardóttur og fluttust þau hjón til Akureyrar. Ut- för Helga veröur gerð frá Dómkirkj- unni í dag kl. 13.30. Andlát Laufey Ósk Benediktsdóttir, Arahólum 4 Reykjavík, verður jarösungin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 17. nóvem- ber kl. 10.30. Þóröur Jónsson frá Súöavík, Ból- staöarhlíö 52 Reykjavík, lést í Landa- kotsspítala aökvöldi 14. nóvember. Aöalbjörg Sigfúsdóttir Voss, Jernbane- a' é 7B, Vanlöse Kaupmannahöfn, and- aöist 8. nóvember sl. Jaröarförin hefur fariö fram. Esther Bergmann Þórhallsdóttir, Njálsgötu 102, verður jarösett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. nóv. kl. 10.30. Vaigerður G. Sveinsdóttir, Suöurgötu 15, veröur jarösungin frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 17. nóvember kl. 10.30. Tómas Guðmundsson skáld, Egilsgötu 24, lést í Borgarspítalanum 14. nóvem- ber. Ragnar Pétursson, Greniteig 24 Kefla- vík, varö bráðkvaddur sunnudaginn 13. nóvember. Systir Maria Elise andaöist í Sankti Josefsspítala, Landakoti, laugardag- inn 12. nóvember. Jaröarförin fer fram 21. nóv. frá Kristskirkju í Landakoti kl. 13.30. Valdimar Sigurðsson, Hringbraut 52 Hafnarfiröi, andaðist á hjartadeild Landspítalans 14. nóvember. Jarðar- förin auglýst síöar. Frú Lára Siggeirs kaupkona, Smiðju- stíg 4, sem andaðist 9. nóvember, verö- ur jarðsett frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 17. nóvember kl. 15. Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Efsta- landi 22, veröur jarösungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. nóvemberkl. 15. 70 ára er í dag, 16. þ.m., Sigríður Gísla- dóttir frá Nýja-Bæ Vestur-Eyjafjöll- um, Skúlagötu 68 Rvík. Hún ætlar aö taka á móti gestum í veitingahúsinu í Glæsibæ á laugardaginn kemur, 19. þ.m.,millikl. 16 og 19. Gullbrúðkaup eiga í dag, miðvikudag- inn 16. nóvember, hjónin Marta Markúsdóttir og Aðalsteinn Sigurðs- son, Hlaðhömrum 2 Mosfellssveit. Þau veröa aö heiman í dag. Fundir Kvenfélag Kópavogs Fundur verður haldinn í félagsheimilinu fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Félagsfundur Haustfundur Snarfara verður haldinn fimmtudaginn 17. nóvember í húsi Slysa- varnafélags Islands og hefst kl. 20.00. Fundarefni: 1. Félagsstarfið 2. Uppbygging hinnar nýju smábátahafnar Snarfara. 3. Önnurmál. Stjómin. Hvöt — Aðalfundur Fimmtudaginn 17. nóvember 1983 kl. 20.30 veröur haldinn í Valhöll aðalfundur Hvatar. Dagskrá: 1. venjuleg aðalfundarstörf. Félagskonur fjölmennið. Stjómin Árnesingafélagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 20.30 á Hótel Esju, annarri hæð. Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aö venju verður fundarmönnum boðið upp á kaffiveitingar. Félagsmenn em hvattir til aðfjölmenna. Stjómin. Félagsfundur Haustfundur Snarfara veröur haldinn fimmtudaginn 17. nóv. í húsi Slysavarna- félags íslands og hefst kl. 20. Fundarefni: 1. Félagsstarfiö 2. Uppbygging hinnar nýju smábátahafnar Snarfara. 3. Önnur mál. Stjórnin. Kvenfélagið Aldan heldur fund að Borgartúni 18 fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Spilaö verður bingó og seldir munir sem basarnefnd hefur unnið að í' vetur. Sýningar Sovéska bókasýningin í MIR-salnum, Lindargötu 48, er opin alla virka daga kl. 17—19, laugardaga og sunnu- daga kl. 15—19. Kvikmyndasýningará sunnu- dögum kl. 16. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. íþróttir Karate mót Hið árlega UMSK mót í karate verður haldið laugardaginn 19. nóvember kl. 14 í íþróttahús- inu Asgarði, Garðabæ. Keppt verður í kata og kumete (frjáls bardagi). Spilakvöld Breiðfirðinga- félagið í Reykjavík minnir á félagsvistina í Domus Medica föstudaginn 18. nóvember, minnst verður 45 ára afmælis félagsins. Skemmtiatriði og dans til kl. 3. Fjölmennum! Basarar Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur árlegan basar sinn í safnaðarheimili kirkjunnar (gengiö inn í noröurálmu kirkj- unnar) nk. laugard. kl. 14. Gjöfum á basar- inn er veitt móttaka á fimmtudag kl. 20—22, föstudag kl. 14—22 og á laugardag fyrir há- degi. Kökur eru mjög vel þegnar. í gærkvöldi í gærkvöldi HVAÐ HEFUR VERIÐ „SEU í GANG”? Hann laut yfir boröiö meö biblíu- skjöl Alþýðubandalagsins í höndum og þakkaði bljúgur skýr svör. Það var laust upp úr ellefu í gærkvöld. Þá haföi nýkjörinn formaöur Sjálf- stæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, dundaö viö þaö í eina klukkustund aö vefja einum Þjóðviljaritstjóra og einum útvarpsfréttamanni saman í lárviöarsveig um sinn eigin háls. Þetta var punkturinn í sjónvarp- inu. Stjórnandinn Rafn Jónsson úr útvarpinu þakkaði Þorsteini fyrir. Hjálparhellan, Einar Karl Haralds- son Þjóöviljaritstjóri, þakkaöi Þor- steini sérstaklega fyrir. Auðvitað naut Þorsteinn æfingar- innar frá beinni línu DV til hans í síö- ustu viku! En óneitanlega ekki síöur yfirburða í hugsun umfram aögangs- mennina. Þorsteinn komst upp meö skil- merkilegt múöur og í rauninni fannst mér hann, eftir á aö hyggja, standa viö bakiö á risastórri vekjaraklukku og trekkja hana upp án þess aö hafa stillt vekjarann. Ekki skorti hann orö til þess að lýsa réttilega munaðarlífi okkar und- anfariö undir sólskyggni Alþýöu- bandalagsins. Þar sem þjóöin sletti úr klaufunum út á kaupiö fyrirfram. Og ekki heldur orö til þess að skýra refsinguna, sem þjóöin hefur tekið út meö þrautum en ótrúlega góöu geöi. (En hver gleymdi annars ástum Framsóknar?). Nú er svo komið sem komiö er. Þá skiptir framhaldiö öUu máli. Og þótt Þorsteinn segöi aö þetta og hitt heföi þegar í vor eða síðar verið „sett í gang” tU þess aö gera framtíðina bærilegri tókst honum aö sneiöa hjá því aö skilgreina þaö. Þar sem annaö skiptir engu máli í þjóöfélaginu á þessari örlagastundu en aö viö rífum okkur upp úr feninu í fullvissu um smjör ef ekki guU af hverju handarviki, vantaöi mig botn- inn í baksturinn. Hvar er smjör? Hvar er guU? Þaö skiptir máli aö segja til um þaö. Aö baka Þjóðviljaritstjóra og útvarps- fréttamann er bara bakstur í eitt kvöldkaffi. Þaö bakkelsi var boröaö í gærkvöld. Skömmu upp úr fimm í gær eins og skömmu upp úr fimm á virkum dögum undanfarið opnaði ég útvarp- iö í von um fróölega síödegisvöku. Hún reyndist í þynnra lagi eftir f jör- tök lengi undanfariö. Sem vonandi er undantekning frá reglunni. En þessi annars yfirleitt í stórum dráttum afar áhugaveröi þáttur var í gær sem endranær undir þá kvöl seldur aö Pálarnir sem stjórna voru svo misjafnlega máU farnir, aö ég mátti beita akróbatik viö útvarps- tækiö tU þess að greina samhengiö. Því legg ég tU aö annaö hvort leiti Páll sér varanlegrar hálsbótar elleg- ar aö PáU leiti sér varanlegs háls- meins. Annaö hvort eöa. Herbert Guðmundsson. Árnað heilla Keimilisiflnaðarfélag íslands 70 ára Afmælisfagnaður félagsins var haldinn sunnudaginn 6. nóv. sl. Mjög góðþátttaka var og eins og sjá má á myndinni komu margar konur í þjóðbúningi og margar þeirra höfðu saumað hann sjálfar á námskeiðum sem Heimilisiðnaðarskólinn heldur í gerð þjóðbún- inga. Það hlýtur að vera sjaldgæft nú til dags að svo margar konur séu samankomnar í þjóðbúningi á félagsfagnaði. Viðurkenningar voru veittar í samkeppni um gerð jóiamuna sem félagið gekkst fyrir í tilefni 70 ára afmælisins og hlutu þær 4 konur. Stjórnin. Æskan Októberblað Æskunnar er komið út, 56 síður. Meðal efnis: „Gagnvegir”. Viðtöl unglinga við gamalt fólk. Að þessu sinni ræða þær Ragnhildur og Steinunn við ömmu sína, Guðlaugu Helgadóttur; Afmælisbörn Æskunnar árið 1984; Að meðaltali dóu 40 þús- und böm á dag; „Bindindi getur ráðið úrslit- um”, rætt við Þórdísi og Þráin; Lög unga fólksins; Góður árangur bræðranna á Sel- fossi; „Gott að losna viö hálskirtiana”, litið inn í Borgarspítalann; Æskan spyr: Hvað hafðir þú fyrir stafni í sumar?; „Prófa sög- urnar á krökkunum mínum”, viðtal við Guðna Kolbeinsson; Af Steina og Olla; Tónlistarmaður sumarsins David Bowie; Þannig byrjaði þetta allt saman... viötal við Ladda; Við erum Samar, kafli úr nýrri bók; Sara, kafli úr nýrri bók; Mynd mánaðarins; Unglingareglan; Frú Pigalopp og jólapóstur- inn, kafli úr nýrri bók; Framhaldssagan um Róbínson Krúsóe; Lassi í baráttu, kafli úr nýrri bók; Fjölskylduþáttur í umsjá kirkju- málanefndarBandalagskvenna: „Hvaðerað vera maður”,, kaflar úr bókinni Ævintýri Ola, eftir Sigurð Heiödal, Hún vann sigur; Æsku- pósturinn; Til fundar við Jesú frá Nasaret, kafli úr nýrri bók; Poppmúsík, í umsjón Jens Guðmundssonar; HUfið augunum; Travolta; Smalastúlkan eftir Mugg; Hafmeyjan sjötug; Áskrifendagetraunin; Bókaklúbbur Æsk- unnar; Lína Langsokkur; Munaöar- leysingjarnir; Bréfaskipti; Myndasögur; Þrautir; Felumyndir Skrítlur; Krossgáta o.m.fl. Ritstjóri er Grímur EngUberts. Utgef- andi er Stórstúka Islands. Kvenréttindafélag íslands Miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20.30 kemur umræðuhópur nr. 2 saman í annað sinn að Hallveigarstöðum og ræðir um hlutastörf — heilsdagsstörf. Hópstjóri er Ásdís Rafnar. Umræðuhópar þessir eru opnir öllum sem áhuga hafa á málefninu. Sími AA-samtakanna Eigir þú við áfengisvandamál að stríða þá er sími samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20 dag- lega. Þann 22. október sl. voru gefin saman, í Bessastaðakirkju, brúðhjónin Helena Unnarsdóttir og Lúrus Karl Ingason. Heimili þeirra er aö Selvogsgötu 14, Hafnarfiröi. Kokkteill vegna áratugarafmælis Hársnyrtingar Villa Þórs Hársnyrting Villa Þórs, Ármúla 26, á 10 ára afmæli á morgun, fimmtudag. I tilefni afmælisins bregður Villi Þór á leik og býöur viöskiptavinum stofunnar í kokk- teil. Síðdegisdrykkja stofunnar stendur frá kl. 17—19 á fimmtudag. AJlir viöskipta- menn hársnyrtingarinnar eru velkomnir. Talna- ruglingur I frétt á baksíðu blaösins í gær var sagt frá fundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur á Hótel Sögu í fyrrakvöld. Þar var greint frá tillögu stjórnar um breyttan afgreiðslutíma verslana sem var samþykkt af félagsmönnum. I þessa frétt slæddist meö frekar leiöinlegur talnaruglingur sem viö viljum leiörétta. Tillagan var sam-' þykkt með 178 atkvæðum, 78 voru á móti og auöir og ógildir seölar voru 27, en ekki 72 eins og stóö í frétt gær- dagsins. Biðjumst viö velvirðingar á þessum mistökum. -ÞG Opið hús I vetur mun verða opið hús í Golfskálanum í Grafarholti á miðvikudagskvödum fyrir með- limi Golfklúbbs Reykjavíkur. Þar geta menn hist, spilað og teflt, leikiö borötennis eða horft á golfmyndir í video. Veitingar munu vera í boði. Eru allir kylf ingar velkomnir. Sinfóníuhljómsveit íslands Nýjung í starfi Sinfóníuhljómsveitar Islands er röð kammertónleika sem flutt verður í Gamla bíói á þessu starfsári. Þessir kammer- tónleikar verða fernir í vetur og kemur þar ýmist fram strengjasveit, blásaraflokkar, blandaöír hljóðfæraflokkar eða kammer- hljómsveit (lítilsinfóníuhljómsveit). Segja má að viss tegund tónlistar, samin fyrir kammersveit eða hljóðfæraflokka sem eitthvað víkja frá hefðbundinni hljóðfæra- skipan sinfóníuhljómsveitar, hafi orðið noldíuö útundan í verkefnavali Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Hætt er við að svo fari, ekki síður þegar hljómsveitin hefur fengið aukinn liðsstyrk til að sinna stærri verkefnum á aðal- tónleikum sínum. Er hér um að ræða m.a. tónlist frá barokk- og rókókó-tímanum, svo og nýjatónlist. Ur þessu vill Sinfóníuhljómsveitin bæta að nokkru með þeirri tónleikaröð sem hér er gert grein fyrir. Þar verða flutt m.a. kammertón- verk eftir Igor Stravinsky, Anton von Webern, Sergei Prokofieff og Paul Hindemith, sem allir teljast til merkustu tónskálda þessarar aldar. Fulltrúar eldri kynslóða eru Antonio Vivaldi, Jean Philippe, Rameau, Johann Sebastian Baeh og Wolfgang Amadeus Mozart, að ógleymdum rómantísku tónskáld- unum Felix Mendelsshon, Pjotr Tsjaíkofsky og Gabriel Fauré. Loks verða hér flutt tvö íslensk verk eftir Snorra Sigfús Birgisson og Pál P. Pálsson. Á efnisskránni eru mörg tón- verk sem nú heyrast í fyrsta skipti á Islandi. Önnur eru gamlir góðkunningjar. Sinfóniuhljómsveitin væntir þess að sú nýbreytni sem hér er fitjað upp á muni gleðja marga tónlistarunnendur og vonar að kammertónleikarnir megi eignast tryggan hóp áheyrenda eins og aðrir tónleikar hennar. Áskriftarskírteini að þessari tónleikaröð verða seld hjá lstóni hf., Freyjugötu 1, frá 10 til 22. nóvember. Sími 21185. Verð áskriftar- skirteina er kr. 600. Miðaverð í lausasölu verður kr. 200. Siglingar Akraborgin siglir nú fjórar ferðir daglega á milli Akra- ness og Reykjavíkur en að auki er farin kvöldferð á sunnudögum. Skipið siglir: FráAk. FráRvík: Kl. 08.30 Kl. 10.00 Kl. 11.30 Kl. 13.00 Kl. 14.30 Kl. 16.00 KL 1730 Kl. 19.00 Kvöldferðir á sunnudögum frá Ak. kl. 20.30 ogfrá Rvík kl. 22. Tilkynningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.