Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 40
AUGLÝSINGAR .AiXJ/mÆ, SÍÐUMÚLA33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983. Nýja Bláfjallalyftan gölluð: Vírarnir slitn- uðu—stólarn- ir hrundu Erlendir sérfræðingar í skíöalyftu- málum komu með hraði tii landsins í gær eftir að ljóst var að nýja skíöalyft- an í Bláfjöllum var að hluta til fallin til jaröar öllum að óvörum. Göngumenn í Bláfjöllum urðu þess varir síðdegis á sunnudag að vírar lyftunnar höföu slitnaö, stólamir dingluðu í strengjun- um og nokkrir höföu alveg falhð frá og lágu á jörðinni. Alls munu um 90 stólar vera í lyftunni og hefur veriö unnið að uppsetningu hennar í allt sumar. „Þetta er með öllu óskiljanlegt,” sagði Elín Pálmadóttir, formaður stjórnar Bláfjallafólkvangs, í samtali við DV. ,,Skíðalyftuvírar eins og þessir eiga aö þola margfalt átak miöað viö fullfermi og höfðum viö meira að segja pantað sérstaklega sterkan vír í þessa lyftu vegna veðurlags hér á landi. Þrátt fyrir það slitnar hann án þess að nokkur hafi þar nálægt komið.” Að sögn Elínar kemur atvik þetta framleiðendum lyftunnar jafnmikiö á óvart og Íslendingum og biöu þeir ekki boðanna heldur sendu þegar í stað þrjá sérfræðinga hingaö til lands, prófessor frá Ziirich-háskóla, sérfræöing frá framleiöanda lyftunnar og annan frá framleiðanda víranna. Eru þeir þegar komnir upp í Bláfjöll. -EIR. Bústaðurinn stóð í björtu báli Slökkviliðið í Reykjavik var kaliað í nótt upp á Miðdalsheiði en þaðan barst tilkynning um að sumarbústaður væri að brenna. Þegar liðið kom á staðinn var bústaöurinn alelda og ekkert hægt aö gera til að bjarga honum. Var áhersla lögð á að bjarga nærliggjandi bygging- um og gróðri. Bústaöurinn var mann- laus og eldsupptök eru ókunn. Á sama tíma og slökkviliðiö var á Miödalsheiöi fór eldvarnakerfi Tollvörugeymslunnar í gang. Sem. betur fer reyndist aöeins vera um að ræða bilun í kerfinu og við það fór þá allt í gang — eða sjálft kerfið á slökkvi- stöðinni og þar með um leið allt nær- tæktslökkvilið. -klp Brælaá loðnumiðum Það fór að bræla á loðnumiðunum í gær og engin veiði þar í nótt. Þegar veðrið fór aö versna héldu 11 bátar til lands með slatta sem gerði samtals 2,640 tonn. -GS 0 / % | LOKI Þeir eru að ávaxta sitt pund. Sterkar likur benda til þess að tugir togara séu að stunda meirihátt- ar smáfiskadráp norður á Kögur- grunni þessa stundina. „Eg hef heyrt þetta víða að og er að vínna að því að koma eftirlitsmanni á svæðið hið allra fyrsta,” sagði Einar Jónsson fiskifræðingur er DV bar þetta undir hann síödegis í gær. Einarskipulegg- ur störf eftirlitsmanna sjávarútvegs- ráðuneytisins sem m.a. hafa vald til skyndilokana á svæðum þar sem mikið er um smáfisk. Um og upp úr helginni hafa borist fréttir af góðri þorskveiði í kantinum á milli Víkuráls og Hala. Nokkrir togarar hafa þegar landað vænum þorski eftir veiðar þar í síðustu viku. En á sunnudag virðist þorskurinn hafa slegið sér út af kantinum niöur á dýpið á Grænlandssundi og datt veiðin þá niður. Þá voru þar tugir togara sem færðu sig norð-austur fyrir Hala, yfir á Kögurgrunn. Vitað er að þar er nú mikið af smá- fiski eins og mjög oft endranær enda hefur skyndilokunum hvaö oftast verið beitt á Kögurgrunni af allri smáfiskaslóð við landið. Þá hefur reynsla undanfarinna áratuga verið sú að vænan þrosk hefur verið að fá á áðumefndum kanti um miðjan nóvember eins og nú föíkst. Það hefur að vísu brugðist sl. tvö ár. Á þessum tíma hefur því ávallt verið mikill togarafloti á svæð- inu og oftast hefur ævintýrið endað i smáfiski á Kögurgrunni eins og nú enda er stutt að færa sig þangað. Einn eftirlitsmaður sjávarútvegs- ráðuneytisins hefur undanfarna daga verið um borð í togara sem var í góðu f iskiríi í Víkurál, en það vekur' athygli að í gærkvöldi hafði togarinn ekki fært sig yfir á Kögurgrunn eins og flestir hinna þótt veiðin hafi dottið niður í Víkurálnum. Ekki má grípa til skyndilokana nema eftirlitsmaður geti s jálf ur staöfest að þess sé þörf. -GS. / morgun kom varðskip með lík þeirra Þórhalls Karlssonar I ust með TF-RÁN, til Reykjavíkur. Myndin var tekin þegar flugstjóra og Bjarna Jóhannessonar flugvélstjóra, sem fór- kisturþeirra voru komnar yfir í líkbíla. DV-mynd: GVA. ÞRIR MENN HANDTEKNIR — vegna gjaldeyrissvika í Landsbanka, Búnaðarbanka ogÚtvegsbanka Tveir menn hafa veriö settir í gæsluvarðhald vegna gjaldeyris- svikamálsins sem upp kom fyrir helgi og þriöji maðurinn var hand- tekinn í gær grunaður um aö eiga að- ildaðmálinu. Eins og fram hefur komið eru þeir taldir hafa svikið út 40 þúsund pund úr bönkum. Voru þaö að mestu gjald- eyrisyfirfærslur frá fyrirtæki sem einn þeirra hafði rekið hérlendis til fyrirtækja erlendis. Grunur leikur á aö fyrirtækin erlendis sem áttu að fá greiöslumar séu ekkl til nema á pappirunum. Aö hluta til var þessi upphæð í ferðatékkum. Aðauki lögðu þeir inn á bankabækur og greiddu með fölskum ávísunum, en tóku upp- hæðina jafnharöan út aftur. Svik þessi áttu sér að minnsta kosti staö í Landsbanka, Utvegsbanka og Búnaðarbanka og verið er að kanna hvort gjaldeyrisumsóknir þeirra liggi víðar. Vitaö er að þeir hafa lagt inn umsóknir á Akureyri en ávisana- heftið sem þeir notuðu var fengið á Egilsstöðum. Bankarnir hafa endur- heimt megnið af upphæðinni. OEF Fannst látinn fyrir neðan hlíðina Eins og sagt var frá í DV í gær fannst rjúpnaskytta látin i gærmorgun skammt frá bænum Dæli í Sæmundar- hliðiSkagafirði. Leit að manninum, sem hét Sæmund- ur Jónsson og var frá Fosshóli í Sæmundarhlíð, hafði staðið yfir alla nóttina. Fannst hann fyrir neöan snar- bratta hlið sem hann mun hafa ætlað aðfara um. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er rannsókn á slysinu enn ekki lokið og ekki hægt aö fullyrða á þessu stigi hvort þama hafi verið um að ræöa voðaskot eins og sagt hafi verið í öðr- umfréttum. -klp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.