Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 4
DV. MIÐVKUDAGUR16. NOVEMBER1983. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður: „Sovétmenn eiga ekki kost á öðru en að skjóta niður B-52 véíar yfir íslandi” — umræður um ratsjárstöðvar á Alþingi „Eru alþýðubandalagsmenn að búa sig undir flokksþing sitt nú á næstu dögum — eða hverju sætir þessi gífurlegi áhugi þeirra á að sýna samstööu um vamarmálin á þingi?" spurði Ami Gunnarsson, Alþýðu- flokki. Mikil umræða átti sér stað í neöri deild í gær varöandi fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, Alþýðu- bandalagi, um hvort það væri ætlun stjórnvalda að komiö yröi upp rat- sjárstöðvum á Norðausturlandi og Vestfjörðum. Steingrímur J. Sigfússon spurði ut- anríkisráðherra hvaða áform væru uppi varöandi þessi „hernaðarmann- virki”, hvers eðlis þau væru og á hvem hátt þau tengdust „hemaðar- vígneti Bandaríkjamanna”. Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon jafnframt aö hann hefði upplýsingar um æfingaflug bandarískra B-52 sprengjuflugvéla á Noröur-Atlants- hafi sem hann sagði vera mikla ögr- un við Sovétríkin þar sem þær gætu boriö meðaldræg kjarnorkuvopn. Sagöi þingmaöurinn að vegna slíks flugs gæti skapast átakapunktur í ís- lenskri lofthelgi þar sem Sovétmenn „eiga þann kost einan að skjóta B-52 vélarnarniður”. Utanríkisráðherra sagði að engin formleg beiðni um uppsetningu slíkra ratsjárstööva hefði enn komiö fram. Hins vegar hefðu átt sér stað viðræður um slíkt bæði innan utan- ríkisráðuneytisins og við sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og við yfirmann varnarliösins sem sýnt hefðu áhuga á að slikum stöövum yrði komið upp. Þá sagði Geir Hall- grímsson að búið væri aö skipa mann í að gera rannsókn á hvemig slíkar ratsjárstöövar kæmu aö notum. En lagöar voru niöur ratsjárstöðvar á Langanesi og í Aðalvík sem komið var upp eftir stríð. Þá eru tvær rat- sjárstöövar enn á landinu, í Sand- gerði og á Stokksnesi. Sagöi Geir Hallgrímsson aö ef úr þessum fram- kvæmdum yrði kæmi mjög til greina að hluti starfsmanna væm íslend- ingar. Taldi Geir Hallgrímsson rangt að kalla sh'kar ratsjárstöðvar „hernaðarmannvirki” en þaö væri nauösyn okkar og skylda að fylgjast með umferð í kringum landið. Sagði utanríkisráöherra jafnframt aö honum fyndist hernaðarhugur Steingríms J. Sigfússonar óhugnan- legur varöandi orð þingmannsins um að Sovétmenn sæju sig tilneydda aö skjóta niður B-52 flugvélar á Norður- Atlantshafi. -HÞ Fjölmenn „skírnarveisla” Tvö fiskiskip hafa aö undanförnu veriö í smíöum fyrir fyrirtækið Samtog í Vestmannaeyjum í skipasmíðastöð- inni í Gdansk í Póllandi. Hér er um aö ræöa 150 lesta báta, annar var sjósett- ur og gefið nafn í síðasta mánuöi en hinnnúfyrirviku. Af tilefninu þótti ekki annað við hæfi en 9 manna sendinefnd frá Eyjum héldi utan til Póllands til að vera við- stödd „skírnina”. I henni áttu sæti full- trúar eigenda Samtogs en þeir eru ís- félag Vestmannaeyja, Vinnslustöðin sf., Fiskiöjan hf. og Fiskimjölsverk- smiðjan. Bátamir hlutu nöfnin Gideon VE 104 og Halkion VE 105 en bæði nöfnin eru þekkt úr útgerðarsögu Vestmanna- eyja. -EIR Viðbótarlán á leiðinni I samræmi við ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um úthlutun viðbótarlána til húsbyggjenda hefur veriö ákveðiö að útborgun lánanna hefjist frá og með 21. nóvember nk. Umsækjendum lána verður tilkynnt um lánveitinguna með bréfi frá Hús- næöisstofnun ríkisins. Hjá lánadeild stofnunarinnar hefur verið staöfest að allir sem vilja og sækja fái 50 prósentin sín. Afsalið af bílnum fannst við húsleit Einn af mönnunum sem handteknir voru á mánudagsmorguninn, eftir aö hafa hótaö ungum sjómanni með hnífi, til að skrifa afsal fyrir bifreið sinni, fékk ekki að fara frjáls ferða sinna eft- ir yfirheyrslurnar. Atti hann á sér biödóm og var hann sendur beint í að afplána þessar gömlu syndir sínar. Þeim sem voru með hon- um var sleppt eftir yfirheyrslur um morguninn. Hafði annar þeirra ekkert haft meö málið aö gera — hvorki hótaö sjómanninum eða annaö — og bar frá- sögn hans aö mestu saman við frásögn ’sjómannsins af því sem gerðist um nóttina. Hinir tveir báru af sér allar sakir og vildu ekkert við þetta kannast. Lög- reglan gerði húsleit í íbúðinni sem atburðurinn átti sér staö í og fannst hið umtalaða afsal þar eftir nokkra leit. -klp LOÐNU LANDAÐ Á ESKIFIRÐI Loðnu var landaö á Eskifirði á mánudagskvöld í fyrsta sinn frá því í febrúar 1982. Eldborg HF-13 kom með 1.100 tonn, sem veidd voru norður af Langanesi. Landaö var úr skipinu um nóttina og fram undir morgun. Loðnan fór öll í bræðslu hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarð- arhf. -Emil, Eskifirði. Fyrstu islensku sérkennurunum fyrir heyrnariausa sem útskrifast hériendis, voru afhent prófskir- teini síðastliðinn iaugardag. Um var að ræða 16 kennara sem útskrifuðust frá sérkennaradeild Kennaraháskólans i Stokkhólmi og er þetta i fyrsta sinn sem íslendingar útskrifast frá erlendum há- skóla hérlendis. Hér sóst einn hinna nýbökuðu heyrnleysingjakennara, Gunnar Salvarsson, taka við prófskirteininu úr hendi Monicu Lundström, lektors við Kennaraháskólann í Stokkhólmi. Aðrir á myndinni eru Kerstin Sedik námsstjóri frá Kennaraháskólanum í Stokkhólmi og ingemar Korsell prorektor við sama skóla. DV-mynd EÓ. j dag mælir Pagfari________j dag mælir Dagfari_______idagmælir Dagfari Natosinnar í grátkór Miklu hernaðarleyndarmáli var ljóstrað upp í sjónvarpinu á dögun- um. Ögmundur Jónasson fréttamað- ur birtist á skerminum, ábúðarmikill að vanda, og upplýsti þjóðina um samsæri hinna voðalegu stríðs- æsingamanna í Pentagon gegn ís- lensku þjóðinni. Samkvæmt fréttinni gekk ráðabruggið út á það að raða niður skotpöilum í Keflavík fyrir eld- flaugar sem loka áttu svæðinu allt frá Grænlandi til Skotlands. Hér er myndarlega að verki staðið og var ekki að undra þó margur friðarsinn- inn og góðborgarinn hrykki illilega við. Jafnvel velvakandi húsmæður í vesturbænum misstu málið af skelf- ingu. Eldflaugar eru eins og kunnugt er af heimsfréttum einhver hræðileg- ustu vopn sem upp hafa verið fundin, að mati svokallaðra friðarsinna og áður hefur verið greint frá marser- andi friðarhreyfingum um alla Evr- ópu þar sem einmitt eldflaugum hef- ur verið mótmælt hvað ákafast. Höf- um við mátt horfa upp á barnmargar fjölskyldur og einstæðar mæður leggja á sig fótgangandi mótmæli án þess þó að fá rönd við reist. Að visu hafa þessi mótmæli fyrst og fremst beinst gegn stjórnvöldum á Vestur- löndum, enda ekki annað að skilja en mannvonskan og stríðsæðið liggi hérna megin járntjaldsins. Friðar- hreyfingar hefur enn ekki varðað hvað Rússarnir aðhafast og er svo sem ekki nema von þegar slík og því- lik slagsíða er komin á vígbúnaðar- kapphlaupiö að Reagan og Thatcher og co eru sífellt að ógna sakleysingj- unum í austri eins og mannýg naut. Nú er sem sé runnin upp sú stund, samkvæmt frásögn Ögmundar í sjónvarpi og Svavars á þingi, að eld- flaugarnar cru á næsta leiti við Keflavík. Þegar betur var að gáð kom að vísu í ljós að leyniskýrslan frá Penta- gon var fengin úr Scotsman og Sunday Times og bandariski sendi- herrann á tslandi lýsti því yfir að hún væri marklaust plagg. Eldflaugarn- ar, sem talað var um, áttu að vera án kjarnaodda og hér var aðeins um að ræða eina af nokkur hundruð hug- myndum sem hugvitsmaður í banda- ríska varnarmálaráðuneytinu hafði sett á blað af því hann hefur ekki haft annað að gera. Rétt eins og þegar krakkar leika sér að kubbum. Ekki var að spyrja af hugrekkinu á þingi. Þar hljóp hver bláeygur manndómsmaðurinn á fætur öðrum upp í pontu til að frábiðja sér þessar voöalegu eldflaugar og sjálfur utan- ríkisráðherra gekk fram fyrir skjöldu til að lýsa yfir því að eld- flaugar verði aldrei settar upp á ís- landi. Nú þarf vart að minna á að íslend- ingar eru meðlimir í NATO og mikill meirihluti þingmanna þykjast vera einlægir stuðningsmenn þeirrar varnar- og öryggisstefnu sem banda- lagið hefur rekið. Þar á meðal þeirrar stefnu að mæta SS-flaugum Sovétmanna með uppsetningu kjarnorkueldflauga í Mið-Evrópu. Ef NATO-sinnar á þingi væru sjálfum sér samkvæmir hefðu rétt viðbrögð þeirra verið á þá leið að Iítast vel á eldflaugavarnir á Norður-Atlants- hafi og samþykkja umyrðalaust frekari könnun á snjöUum hugmynd- um frá Pentagou hvort sem þær birt- ast i Scotsman eða íslenska sjónvarpinu. Eöa hvað eru mennirnir sífeUt að væla um öryggi og varnir og vonda kommúnista ef þeir þora síðan ekki annað en að taka þátt i grátkór þeirra ögmundar og Svavars þá loksins minnst er á almennUegar varnlr? Sannleikurinn er sá að það virðast helst íslendingar sjálfir sem stunda kubbaleik í eldflaugamálum. Eld- flaugar í Evrópu, þær eru fínar. Eld- flaugar á íslandi, þær eru hættuleg- ar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.