Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 35
35 Tíðarandinn mi naaMavOK .ði HUOAaujuvam va- DV. MIÐVIKUDAGUR16. NOVEMBER1983. Tíðarandinn Bjartar horfur —umbetri forrita- þjónustu við heimilin i „Nei, því miöur. Þetta forrit eigum viö ekki — en viö eigum von á því,” sagöi afgreiðslumáðurinn í tölvudeild- inni, kurteis í bragöi. Tölvudeildin í Bókabúð Braga hefur komið upp sýningartölvum ásamt myndskjám svo aö áhuga- menn geta skoðað forritin í verki - áður en þeir taka ákvörðun. -DV-mynd Einar Olason. inn leyfir þá slíkan munað, sem reyndar er enginn munaður þegar á allt er litið, heldur miklu frekar eðli- legt skref á þróunarbraut hins íslenska nútíðarheimilis. En það stendur á forritunum. Þaö er búið að panta þau — þau eru á leiöinni — þau eru í tollinum — þau hljóta að fara að koma — en því miður, þau eru ekki til sem stendur. Seiðandi framtíðarsýn örtölvu- byltingarinnar lokkaði margan metnaðarfullan heimilisföður til þess að stelast í sparigrís f jölskyldunnar og steypa úr honum afrakstri margra mánaða og kaupa sér tölvu. Fyrir þessum mönnum vakir gjaman að út- vega litlu laukunum sínum þroskandi skemmtun og notaleg fyrstu kynni af framtíðartækninni, og sjálfir ala þeir í brjósti þá von að læra af eigin ramm- leik á leyndardóma tölvumálsins sem auðvitað eru engir leyndardómar er til kastanna kemur, heldur einfalt og rök- rænt kerfi til þess að stjórna tækja- búnaðinum. BHeimilistölvurH Baldur Hermannsson andi fær þá hver og einn tölvumaður það sem hugur hans stendur til. Engar stelpur „En það sem er alveg sérstaklega spennandi í þessum efnum er það að nú eru nytjaforritin að hellast yfir markaðinn,” sagði mér Árni Kr. Einarsson, tölvufrömuður Máls og menningar sem er nýlega kominn úr kynnisleit til Bretaveldis þar sem heimilistölvumenning stendur með hvað fegurstum blóma. „Staðreyndin er sú,” sagði Arni, „að framleiöendur hafa veriö uppteknir af leikjaforritunum til þessa. Það er tiltölulega einfalt verk að hanna slík forrit og þau geta gefið af sér geipileg- an arð ef vel tekst til. En nú eru að koma bráðskemmtileg kennsluforrit af ýmsu tagi. Það er bara tímaspursmál hvenær þau veröa komin í búðirnar hjá okkur.” — Hvaðan koma vinsælustu forrit- úi? „Frá Bretlandi. Bretar hafa mikla forystu í flestu því sem heimilis- tölvurnar varðar, bæði vélbúnaöi og hugbúnaði. Kaninn er einhvers staðar langt á eftir og sama gildir um Japani.” — Hverskonar fólk er þaö sem að jafnaði stingur inn nefi hér og biður um tölvubókmenntir ? KONUROG TÖLVUR Verða konur framtíðarþjóðfé- lagsins íslenska annars flokks þegnar í landinu? Níutíu og átta prósent af þeim sem hingaö koma í tölvuerindum eru karlkyns,” segir Ámi Kr. Einarsson, tölvufrömuður Máls og menningar á öðrum stað í þessari opnu. Nú vill svo óheppilega til að hundr- að mínus níutíu og átta eru tveir og liggur þá í hlutarins eðli, að aðeins tvö prósent af viðskiptavinum tölvu- deildarinnar eru kvenkyns og hygg ég að minni tíöindi en þessi hafi skotið mönnum ærlegan skelk í bringu. Tölvur og tölvuþekking eru lyklar að gáttum f ramtíðarinnar og fari svo sem horfir um áhuga kvenna þá er algerlega einsýnt og engum blöðum um þaö að fletta að konur framtíðar- þjóöfélagsins íslenska verða annars flokks þegnar í landinu. Það er nefni- lega vitað mál að tölvuþekkingin mun skipta miklu um starfsmögu- leika og greiða fyrir eðlilegum frama í atvinnulifinu og barátta kvenna fyrir jafnræði kemur fyrir lítið ef þær ætla að sitja af sér þessa stór- kostlegu tækniþróun sem núna er í fullum gangi. Ég hringdi upp í Háskóla Islands til þess að grennslast eftir kynja- skiptingu þar í tölvunarfræðum. Unga stúlkan sem varð fyrir svörum sagði mér að nú væru 170 nemendur skráðir í þessa grein; þar af væru 139 karlar og 31 kona — sem sagt, 82% karlar og 18% konur. Eg heyrði að ungu stúlkunni var þungt niðri fyrir er hún las upp þess- arskelfilegutölur. — En er þetta ekki að lagast? spuröi ég. Er ekki hærra hlutfall kvenna af þeim sem eru nýbyr jaðir ? „Því er nú miður,” sagði stúlkan döpur „nýir nemendur eru alls 106; þar af eru 88 piltar eöa 83%, en bara 18 stelpur, sem gerir 17%”'. Þeir sem skilja eðli prósentureikn- ings munu sjá í sjónhendingu að vegur kvenna í tölvumálum fer versnandi frekar en hitt og stefnir raunar í algert öngþveiti. Hinum herskáu stormsveitum kvennahreyfingarinnar væri kannski sæmst að íhuga hvort þarna sé ekki verðugt verkefni jafnvöskum konum í stað þess aö verja tíma sínum í linnulaus ónot, ónefnasmíð og hvimleiðar sérréttindakröf ur. Hin veika staða kvenna í valda- kerfi samfélagsins hefur öðru fremur orsakast af þeirri veiku stöðu í. atvinnulífinu sem þær völdu sér sjálfar forðum daga og nú verður ekki annað séö en þær kæri sig alls- endis kollóttar um þá mikilvægu framvindu sem kann að ráða úrslit- um varðandi stöðu þeirra í framtið- inni. Það er konum til vansæmdar og til lítillar giftu fallið að koma sér undan byrðum þekkingarinnar, en koma svo nöldrandi á eftir með allskyns sérkröfur um kvótabótaskiptingu kynjanna til starfa, embætta, þing- sæta og annarra þrepa þjóðfélagsins sem miklu varða um völd og áhrif. Nú er það alkunn staðreynd að oft vill lengi í minni loöa þaö sem einu sinni hefur borist þangað. Þess vegna er áriðandi að stúlkur verði hvattar til tölvuleikja á heimilunum þegar í bamæsku, ekkert síður en drengirnir, en reynslan í þeim efnum hérlendis mun vera sú sama og er- lendis; strákamir láta ekki segja sér söguna tvisvar en sökkva sér í spenn- andi tölvuspil en litlu stúlkumar sýna þeim litla viröingu og kjósa fremur að dunda við brúður og iðka mömmuleiki. Ef öll þessi dæmi sem hér hefur verið vikið að í örstuttu máli gefa einhverja vísbendingu um hvaða hlutskipti íslenskar konur ætla sér sjálfar í þjóðfélagi framtíöarinnar þá er voði á ferðum. „Eg held að nærrl 98% þelrra sem hingað koma í tölvuerindum séu karlmenn”, segir Ami Kr. Einarsson, tölvufrömuður Máls og menningar sem hefur á skömmum tíma komið þar á fót Ijómandi góðri tölvuritaþjónustu. -DV-mynd Einar Ólason. — Og hvenær áttu nú von á því? spurði ég. „Það er nú ekki gott að segja. En það er búið að panta það svo að það hlýtur að fara að koma,” sagði afgreiðslu- maðurinn og brá fyrir dálítiö kímilegu viðskiptaglotti á rennisléttu og snyrti- legu andlitinu. — Alltaf sama sagan, hugsaði ég og rölti vonsvikinn burt. Tækjabúnaður- inn er alls staðar fáanlegur og engum vandkvæðum bundið að verða sér úti um snortra heimilistölvu, ef f járhagur- Hugvitssamir kaupahéðnar En það er ekki nóg að eiga tölvu ef forritin vantar. Það hefur skort alveg skelfilega á sjálfsagöa forritaþjónustu við íslensku heimilin til þessa. Ástæðurnar eru af ýmsum toga eins og gengur en þó er ein þyngst á metum, en það er hin gifurlega álagn- ing ríkisvaldsins á þennan nauðsyn- lega hugbúnað. Hugvitssamir viðskiptamenn og kaupahéðnar hafa þó loksins fundið ráð sem dugar. Þeir ætla nú að hefja framleiöslu á ýmiskonar forritum hér á gamla Fróni í samráði við hina út- lendu handhafa höfundarréttar. Það er útlit fyrir að verðlag á f orrita- snældum lækki um nærfellt þriðjung frá því sem nú er, vegna þessa ágæta framtaks og þess utan er öruggt að framboðið á eftir að stóraukast og von-v „Fyrir fáeinum árum var það helst harður kjarni tæknisinnaðra manna, en þar hefur orðið stór breyting á. Það er mjög áberandi að tölvuáhuginn er að breiðast ört út um allt þjóðfélagið og viðskiptavinimir koma hingaö stööugt yngri. Eg held að stærsti hópur okkar viðskiptavina sé þetta á bilinu 18—40 ára og þar af eru karlmenn í gífurlegum meirihluta — það á jafnt við urnunglinga sem fullorðna.” — Hefuröu einhverja hugmynd um hversu stór hann er, þessi meirihluti? „Eg held svei mér þá að 98% þeirra sem hingað koma í tölvuerindum séu karlmenn og þá ekki síst áhugasamir unglingar. Eg minnist þess ekki að hafa nokkurntíma afgreitt stelpu hér í tölvudeildinni — örfáar fullorðnar konur en engar stelpur,” sagði Árni að lokum og held ég að þessi lokaorð hans mættu verða mörgum töluvert umhugsunarefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.