Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 31
ruv sr RTtn*nn'5iTUílTfil vn DV. MIÐVIKUDAGUR16. NOVEMBER1983. 31 Sandkorn Sandkörn Sandkorn SverfSa á Sögu Flugleiðafólk heldur sina árshátíð með pomp og prakt um næstu helgi. Mun hún ekki haldin á Loftleiðum, eins og einhverjir hefðu kannski gert ráð fyrir, heldur á Sögu. Hvort Bændahöllin hefur sér- stakt aðdráttarafl skal ósagt látið en hitt mun víst að í þetta sinn þarf ekki að aflýsa hátíðinni vegna þátttökuleys- is eins og gerðist hér á árun- um. Vér höfum það nefnilega fyrir satt að löngu sé uppselt á hana. Getur það bent til þess að gamlar væringar séu ná úr sögunni en innan fyrir- tækisins riki nú sátt og sameining eins og vera ber. Ritsmíðar Sú fregn hefur flogið fyrir að Hannes Hólmsteinn Giss- Hannes Hálmsteinn. urarson hafi fengið styrk úr Fiskimálasjóði til að rann- saka eignarréttarskipan í sjávarútvegi og fiskveiðar. Þetta minnir á að einu sinni var sami Hannes Hólmsteinn fenginn til að rita sögu Sjálf- stæðisflokksins. Var þaö í tilefni 50 ára afmælis flokks- ins sem var á þvi herrans ári 1979. Hannes mun vera löngu búinn að skila handriti sínu til æðstráðandi. En hins vegar mun útgáfan eitthvað vefjast fyrir flokksmönnum. Eru þeir einkum sagðir miður sáttir við ýmsar frjáls- hyggjuskýringar Hannesar og séu þeir því í mestu vand- ræðum með handritið. F.h. Hingað inn læddist lítil saga' um konu eina sem fór út í banka til að borga reikning fyrir manninn sinn. Hún greiddi með ávísun sem reyndist vera allmiklu hærri heldur en reikningsupphæðin. Afgreiðslumaðurinn í bankanum sagði konunni að hún yrði að skrifa aftan á ávísunina þar sem maðurinn hennar hefði gefið hana út. „Og hvað á ég að skrifa?” spurði konan. „Fyrirhans hönd,” svaraði afgreiðslumaðurinn. Konan skrifaði aftan á ávisunina, fékk heilmikiö til baka og gekk út. Þá heyrðust skyndilega mikil andköf frá afgreiðslumanninum sem enn hélt á ávisuninni. Þvi aftan á henni stóð aðeins: „Fyrirhans hönd...” Uppreisn ut af matnum Stjórn Félagsheimilis Kópavogs fékk nýlega þung- bæra heimsókn. Sjálfur bæjarstjórinn mætti með bréf 22 starfsmanna á bæjarskrif- stofunum, tveim hæöum ofar, þar sem lýst var frati á mat- inn sem kokkaður hefur verlð ofan í þá í svoköliuðu mötu- neyti FélagsheimOisins. t bréfinu var farið fram á það við forráðamenn bæjarins að Kristjén Guámundsson. matur fengist keyptur annars staðar frá. Ekki brá þó stjóni Félags- heimOisins meira en svo að hún gerði samþykkt um að launakostnaöur við matar- sölu á bæjarskrifstofunum væri of mikill og þvi yrði matarsölu þar hætt nema bærinn borgaði launin. Þó samþykkti hún einnig að endurmeta kokkeríið gagn- gert. Ellefu Ríkið og Samband ís- lenskra sveitarfélaga boöuðu nýveriö tfl fundar með frétta- mönnum sem er í sjálfu sér ekki i frásögur færandi. Þar var kynnt áætlun um hagræö- ingu í opinberum rekstri. Það sérkennilega við fund þcnnan var hins vegar það að hann var haldinn þann 11/11, klukkan 11 að morgni — og fjaUaði um verkefni sem er verið að fara af stað með á eUeftu stundu. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Félagar ur björgunarsveitinni Björgu á Helbssandi með rolluna og lambiö sem þeir náöu ur sjálfheldunni. Mennirnir heita, talið frá vinstri, Kristmundur Sigurðsson, Þórarinn Friðgeirsson, Hafsteinn Björnsson, Haukur Sigurðsson, Vernharður Kristjánsson, Steinar Birgisson, Hjálmar Kristjánsson og Árni Jón Þor- geirsson. D V-mynd Ægir Þórðarson. Hellissandur: Kindum bjargað úr sjálf heldu Frá Hafsteini Jónssyni, fréttaritara DV á HeUissandi. Félagar úr björgunarsveitinni Björgu á HelUssandi náöu á dögun- um tveimur kindum úr sjálfheldu í þverhníptu klettabelti í fjalUnu Búr- felU sem er nokkra kílómetra fyrir sunnan kauptúniö. Þriðja kindin hrapaði áður en tókst að koma böndumáhana. Smalamenn tóku eftir kindunum, einni fullorðinni og tveimur lömbum, uppi í fjaUinu og varð fljótlega ljóst að ekki yrði komist að fénu nema með sérstökum útbúnaði. Því var leitað eftir aðstoö björgunarsveitar- innar. Eg náði tah af Hauki Sigurðssyni, en hann er í stjórn Bjargar, og bað hannaðsegja nánarfrá atvikum. „Viö vorum beðnir af einum fjár- eiganda að kanna hvort hægt væri að bjarga roUu og tveimur lömbum sem höfðu verið í sjálfheldu í klettunum í nokkurn tíma. Við fórum á staðinn með sigútbúnað okkar en reyndum fyrst að fæla féð með því að skjóta nokkrum riffUskotum nálægt því í bergið. Það bar ekki árangur. Þá var ekki um annað að ræða en að síga niöur í bergið og reyna að koma böndum á féð. Aðstæður þarna eru vægast sagt mjög erfiðar, mikið af lausu grjóti og bratti mikUl fyrir ofan þverhnípið. Okkur tókst að koma böndum á rolluna og annað lambið, en hitt hrapaði áður en okkur hafði tekist að festa þaö. Við vorum aUt í þrjá tíma þarna utan í klettun- um þar til að þessu var lokiö.” — Segðu mér í framhaldi af þessu, Haukur, hversu stórt er svæði ykkar og hvernig eruð þiö búnir aö tækj- um? „Venjulega eru hreppamörk látin ráða, en það er aldrei farið eftir því. Sveitirnar héma á noröanveröu nesinu hjálpa hver annarri eftir þörfum og í reynd eru takmörkin engin. Um tækjabúnað er það að segja að við erum aUvel búnir. Við eigum nýjan Zodiac gúmbjörgunarbát, nýjan bíl og ágætan sigbúnað. Fjar- skiptabúnaöurir.n er ekki nógu góöur og það er næst á dagskrá að endur- nýja hann, en það er mjög dýrt fyrir- tæki. Við höfum verið meö nýtt hús í byggingu undanfarin ár og það verður væntanlega kláraö í vetur. Þá verðum við komnir með mjög góðan samastað sem reyndar er þegar kominn í notkun. Ég vildi svo fá að nota þetta tæki- færi til að koma á framfæri þakklæti til allra íbúa Neshrepps fyrir þann velvilja sem við höfum aUtaf notiö í sambandi við aUa starfsemi okkar. Eg vUdi líka koma þvi á framfæri að okkur vantar menn í sveitina, og ég beini því tU kvenfólksins að þaö taki virkari þátt í björgunarsveitinni sjálfri. Þar er margt, sem það getur gert,” sagði Haukur Sigurðsson að lokum. -GB Notaðir iyftarar í mikiu úrvaii Getum afgreitt eftirtalda lyftara nú þegar: Rafmagns 1,51. 21. 2,51 m/snúningi. 31 m/snúningi. Dísil 2.51 m/húsi. 3.51 m/húsi. 41. Skiptum og tökum i umboðssölu. STII.I. Lyftarasalan hf. Símar 91-26455 91-12452. Urval VtBD TtaariUyrirato V a UryaL l JDjöfla<lans Tíbct — land \ ■ ^ínverskva leyndardómanna l ■ konlttvónisa . ^ Bls. 18] 1 ÍJrvaisljóð .... v. .Anrscméghtí átt . ■ • 5 HtvMuverkanew • ' ’ '' .109 ^33-. í; &3;3r * g£S- J — \ ■ i.d-.n hans Það sem fynr augu \ ■ húskatls bat í Betmúda- ■ þríbyntmgitum ^ \ 1 57. Bls. 81 ^hIyðjuverkanetið NOVEMBERHEFTIÐ ER KOMIÐ ÁSKRIFTARSÍMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.