Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR16. NOVEMBER1983. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið DV-myndir: JBH. Eldhress blaðburðarbörn DV á Akureyri: ímatá Smiðjunni og báru svo út Akureyr- arblað DV Þrátt fyrir stórhríð norðanlands laugardaginn 5. nóvember tókst engu síður að koma helgarblaði DV norður. Að vísu ekki alveg á eðlilegum tíma. I staö þess að koma með flugi til Akur- eyrar um klukkan 11.00 var þaö komiö á flugvöllinn um kl. 15. Mikill viðbúnaður var þennan dag meðal útburðarbama DV á Akureyri. Skipulögð hafði verið heimsókn í hvert einasta hús í bænum til að bjóða til sölu * Akureyrarblaðið sem var helgarblað II þann daginn. Og þó ekki liti glæsi- lega út fyrri hluta dags gekk allt upp í lokin. Blaðiö komst meö skilum til les- enda sinna. Krakkamir, sem bera út DV á Akur- eyri, eru ýmsu vanir í sambandi við veður og þarf mikiö til að þeir fari ekki í vinnuna. Allir voru þeir komnir á afgreiðslu DV í Skipagötu 13 um hálf- þrjú til að fá vinnulýsingu og.. . . já, DV bauð nefnilega allri hersingunni, nærri 60 bömum, l heilmikla Hópurinn sem sér tilþess að Akureyringar fái DVíhendurnar. hamborgaraveislu á fínum veitinga- stað, Smiðjunni, áður en dreifingin hófst. Það fór því enginn svangur í að kafa snjóinn á eftir. Þarna fengu krakkarnir líka að heyra svolítið um hvernig blaðamenn vinna og yfirleitt hvaö þarf að gerast til aö DV detti full- skapað úr prentvélunum. Ringo Starr með tvær í takinu Hin huggulega kvikmyndaleikkona Barbara Bach, sem leikið hefur í James Bond-mynd og setið fyrir hjá tímaritinu Playboy, er ekki lengur eina konan í lífi Ringo Starr. önnur stúlka er farin að sjást æ oftar við hlið bítilsins. Þessi stúlka er ljóshærð, með stór augu og litar á sér augabrýmar og neglurnar. Hún heitir Lee og er tólf ára gömul. Við erum ekki að gefa neitt ljótt í skyn um trommara Bítlanna. Stúlkan unga er nefnilega dóttir Ringos. Ringo Starr með Barböru sér tHhægri handar og Loo sér tíi vlnstri handar. í Smiðjunni var öllum krökkunum boðið upp á hressingu. 5JALUNN TROÐFYLLTIST A HALFRIKLUKKUSTUND enda boðið upp á kokkteil og tískusýningu Tískuverslunin Assa hóf starfsemi sína á Akureyri 24. október síðastlið- inn. Eigendur hennar eru þær Guðrún Jónasdóttir og Þorbjörg Snorradóttir. Nafn verslunarinnar er fengiö frá Tískuversluninni Assa í Reykjavík og eru allar vörurnar í versluninni á Akureyri þaðan. I tilefni opnunarinnar var 350 bæjarbúum sent boðskort á fagnað í Sjallanum kvöldið áður, sunnu- daginn 23. október. Þar skyldi fram fara tískusýning en á undan var boð- inn kokkteill. Þrátt fyrir slík gylliboð var ekki búist við mikilli aösókn því að kvöldið áður höfðu bæjarbúar sem aðrir landsmenn haldiö rækilega upp á fyrsta vetrardag. En þetta fór á annan veg. Kokkteillinn hófst klukkan hálfníu og það var greinilegt að í hann ætluöu margir að ná. Fólk streymdi inn hundmðum saman og svo fór að klukkan niu var Sjallinn troðfullur út úr dyrum og færri komust að en vildu. Þrátt fyrir troðninginn tókst 10 tískusýningarstúlkum frá Akureyri ásamt Helgu Möller frá „Módel 79” í Reykjavík, sem æfði þær, að sýna fötin frá Tískuversluninni Assa. Og varla þarf að taka fram að kokkteill- innvarfljóttbúinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.