Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MÐVlkÚbÁGÚn 16/NIÖVEMBER Í98S.' Útlönd Útlönd ° Útlönd Útlönd Umsjón: HerdísÞorgeirsdóttir Varnarmálaráöherrann Spadolini hefur einnig lýst yfir óróleika yfir hegöun forsætisráöherrans. Þetta tengist einnig nýjasta „uppátæki” Craxis, þ.e. aö hafa áhrif á gang mála í Mið-austurlöndum meö því aö bjóöa hátíðlega heim til Rómar Walid Jumblatt, leiötoga drúsa. Og eru engar „Camp-David” vonir bundnar við þá heimsókn þótt hún geti vart skaðað. Finnst ýmsum, m.a. Spadolini, aö einhver príma- donnuhvati sé hlaupinn í Craxi sem misskilji hlutverk sitt á vettvangi al- þjóöamála líkt og hann væri í for- svari fyrir annaö stórveldiö. Oft hrikt í stoðum stjórnkerfisins Aö ööru leyti gengur stjórnarsam- starf tveggja stærstu flokkanna í stjórninni, þ.e. kristilegra demó- krata og sósíalista, vonum framar. Sérstaklega ef tekið er tillit til and- stæöra stefnumiða fram að síöustu kosningum. Margir líktu úrslitum þeirra kosninga viö „jaröskjálfta”, sérstaklega með tilliti til þess að fylgi kristilegra demókrata hefur ekki hrapaö eins og nú áratugum saman. Vart heföi þessi sveifla þó þótt umtalsverð í öörum Evrópu- löndum sér í lagi ef tekið er miö af því aö enn eru kristilegir demó- kratar mjög sterkir og einnig innan stjómarinnar. Hins vegar þóttu úr- slit þessi koma á óvart. En þaö er líka ítalski hátturinn á. Ekkert kemur á óvart á Italíu. Eins og Frakkar myndu segja „plus ca change — plus c’est la meme chose” eöa m.ö.o. því meiri breyting- ar — því svipaðra ástand. Utlitiö hefur oft verið svart á Italíu undanfarinn áratug. Oft virtist allt stefna í óefni, efnahagslífiö hefur verið í lamasessi og hryðjuverka- alda ætt yfir landiö. Oft á tíðum hefur fólk veriö uggandi um framtíð lýðræðis í landinu en á sl. ári voru lið- in hundrað ár frá dauöa Giuseppi Garibaldi, frelsishetju Itala. Eftir rániö og moröiö á Aldo Moro áriö 1978 óttuöust margir aö stjórn- leysiö og hryðjuverkin myndu leiöa til tímabils nýs einræöig. Kristilegir demókratar og kommúnistar háöu haröa valdabaráttu sem óneitan- lega kom niöur á efnahagslífinu. Kristilegir demókratar reyndu aö auka vinsældir sínar með stöðugri þenslu á ríkisbákninu meöan kommúnistar beittu verkalýöshreyf- ingunni fyrir sig til aö sporna viö ýmsum aðgerðum. En kommúnistar töpuöu í kosningunum 1979 og eitthvaö rétti efnahagslífið úr kútn- um síöustu ár áratugarins en grund- vallarvandinn er enn hinn sami — og bíöur lausnar stjórnar Benitto Craxi. Heilsteypt gildakerfi Og hver skyldi vera orsök þess aö Italir skuli enn búa við lýöræðislegt stjómarfar þegar útlitiö virtist oft benda til gagnstæðrar þróunar. Ein skýringin hefur veriö talin liggja í heilsteyptu gildakerfi ítölsku þjóöarinnar. Er þá átt viö allt annað gildakerfi en t.d. viö Norðurlanda- búar búum við — þ.e. á vissan hátt arfleifö mótmælendatrúar sem lýsir sér í hollustu viö velferöarhugsjón- ina, borgaralegar skyldur og heiöar- leika í opinberu lífi (oröum sam- kvæmt). Því er hinsvegar öðruvísi fariöi meö Itali. Þeir hafa enga feiknartrú á veraldlegur yfirvöldum. Margir álíta stjórnmálamenn hina verstu skúrka og eru ekkert aö hafa fyrir því að leita annarra orsaka fyrir hegðun þeirra en valdagræðgi. Enda eiga Italir ekki góðu aö venjast af stjórnvöldum í gegnum tíöina. Italir líta hins vegar svo á að ef eitthvað viögengst ekki innan veggja heimil- isins eigi það heldur ekki aö viðgang- ast á vettvangi þess opinbera. Því er smárifrildi allt í lagi — svo framar- lega sem fjölskyldan stendur saman á erfiðleikatímum. Þær hinar sömu væntingar gerir fólk til stjórnvalda — og frá því aö skeiði fasista lauk hefur veriö spornað gegn hruni, bæði efnahagslegu og stjórnarfarslegu, þótt sumum hafi oft virst þaö vera á elleftu stundu. Þaö er engin nýlunda aö óvissa ríki ítölskum efnahagsmálum. Annaö væriundantekningtil sönnunar regl- unni. Eftir síðustu kosningar, þar sem kristilegir demókratar biöu nokkurn hnekki meö þeim afleiöing- um aö í fyrsta sinn í ítalskri sögu er sósíalisti forsætisráöherra, bjuggust menn viö einhverjum breytingum í efnahagsmálum þótt enginn geröi ráö fyrir kraftaverki. Kristilegir demókratar settu þaö sem skilyrði við myndun stjórnarsamsteypunnar, sem í eru fimm flokkar, að ef sósíalistar yröu í forsæti tækju þeir mjög alvarlega á efnahagsvandan- um eöa m.ö.o. aö þeir drægju veru- lega úr opinberum útgjöldum. Það hefur því vakið nokkra undrun upp á síðkastiö hve lítiö er deilt um efnahagsmálin í stjórn Benitto Craxi, a.m.k. á yfirboröinu. Craxi hefur hins vegar sett utan- ríkismálin á oddinn sem þykir nokk- uö óvanalegt í stjórnarsamstarfi sem þessu. Velta ýmsir vöngum yfir hvort þar ráöi persónulegur metnaöur Craxis — og þörf hans fyrir aö láta ljós sitt skína á alþjóða- vettvangi. Benitto Craxi, sem setiö hefur eitt hundrað daga í valdastóli, erföi tvö mikil hitamál frá forvera sínum. Annaö þeirra er fyrirhuguð staðsetning 112 stýriflauga á Sikiley, samkvæmt NATO-áætluninni um endurnýjun vopnaaflans í Evrópu. Hitt hitamáliö sem Craxi erföi er staösetning ítalskrar friöargæslu- sveitar í Líbanon, sem er hluti af fjögurra þjóöa friðargæsluliði. Craxi hefur reynt aö taka af skarið og sýna ákveðið frumkvæði varöandi bæöi þessi hitamál. Hann hefur þó lítiö annaö uppskoriö en gagnrýni á alla enda og kanta. Fimm -------------------->- Benitto Craxi forsætisráðherra. hundruö þúsund manns mótmæltu NATO-áætluninni í Róm nýveriö og viöbrögö Craxis voru að frestur yröi á staðsetningu eldflauganna ef Rúss- ar sýndu meiri lit í samningaviðræð- um í Genf. Þaö vakti mikla furöu ný- lega aö Craxi skyldi senda fulltrúa Italiu til aö vera viðstaddan 7. nóvember hátíðahöld byltingarinnar á Rauöa torginu í Moskvu. Ekkert NATO-ríki hefur sent fulltrúa til aö vera viöstaddur byltingarafmælið síöan Sovétríkin gerðu innrás í Afganistan áriö 1979. Ekki nóg með það heldur hélt sjálfur forsætisráö- herrann í hóf í sovéska sendiráðið í Róm þann sama dag sem enginn þjóðarleiötogi þar hefur áöur gert. Telja menn að þessar athafnir séu liður í áætlun Benitto Craxi til aö hafa áhrif á alheimspólitíkina. Aðrir meölimir ríkisstjómarinnar eru þó ekki sérlega hressir með „einka- framtak” Craxis í utanríkismálum. Varaforsætisráöherrann, Arnaldo Forlani, úr hópi krist.legra demókrata, hefur farið þess á leit aö stjórnin geri athugun á því hver sé hin eiginlega utanríkisstefna Italíu. Mótmælaganga i Róm i október. ÍTALÍA: Einka-utanríkis- stefna” Benitto Craxi _ —fyrsti sósíalistinn í sæti forsætisráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.