Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUÐAGUR16. NOVEMBER1983. 13 aðeins milli 50 og 60%. Árið 1965 er talið að kuldaskeið hafi hafist viö Island og stóð það allt fram til 1969—70 að afturbati var hafinn í sjónum. Þessi ár veiddist mikið af síld á Is- landsmiðum sem fjarlægðist hinar hefðbundnu slóðir árlega og síðustu árin kom hún ekki til hinna hefðbundnu miða sem síld hafði gengið á. Hér var að mestu um einn stóran síldarárgang að ræða og mig minnir að það hafi komið fram hjá okkar ágæta fiski- fræðingi Jakobi Jakobssyni aö nánast heföi aldrei komið gott klak frá þessum stóra stofni. Þetta var um síld- ina. Verndarráðstafanir Eins og áður segir eru veiðamar á þorski í lágmarki fram til 1970. Vaxa síðan veiðamar jafnt og þétt þar til 1981 aö hámarki er náð, síðan minnka veiðamaráný. Samkvæmt reglum Noröur-Atlants- hafsnefndarinnar (NEAFC) sem við Islendingar fórum eftir allar götur til 1976 vom leyfilegar veiðar á þorski allt að 34 cm, á ýsu 31 cm, engin stærðar- mörk á ufsa, 25 cm á skarkola o.s.frv. Þessar reglur giltu fyrir allt Noröur- Atlantshafiö. Meðalveiöi þorsks á Is- landsmiöum fram til 1981 var um 400 þúsund tonn á ári. Eftir útfærsluna 15. okt. 1975 voru settar þrjár veigamiklar reglur og voru menn, þar á meðal ég, sannfærðir um að þær myndu stuðla að jafnvægi á veiðunum, að minnsta kosti næstu árin. Islendingar ætluöu sér aö nýta þorskstofninn á skynsamlegan hátt, eins og sagt var. Eftirfarandi breytingar voru gerðar: 1. Möskvi togveiöarfæra var stækkaöur úr 135 mm í 155 mm en hafði lengst af verið 120 mm. Hjá öðrum þjóðum giltu 110 mm. 2. Minnsti fiskur sem leyfilegt var að landa var miðaður við 45 cm. 3. Settar voru margs konar reglur varðandi togarana sem friðuðu stór hafsvæði fyrir togveiðum. Fiskifræðingar hafa síöan lagt til ýmislegt um stærðarmörkin, allt til stækkunar þess sem smáfiskur telst. Lengst hefur verið gengið í þeim efnum, t.d. að kalla 61 cm fisk smáfisk. Nú eru smáfiskmörkin 58 cm og ekki má vera umfram 15% af smærri fiski í afla. Hvaða smáfiskur? Sumir halda því jafnvel fram að ekki sé einu sinni smáfiskur til en hvað hefur gerst í þeim efnum fram á þenn- an dag? Búið er að gefa út 41 tilkynn- ingu um lokun smáfisksvæða svo aö enn mun aö þeirra manna mati sem gefa út lokunarfyrirskipanir eftir af smáfiski sem talinn er 58 cm. Á hvaða smáfisk er svo verið aö loka? Eins og fyrr segir er það fiskur sem er 58 cm eða minni. Fram til 1976 var ekkert eftirlit með smáfiskaveiöi á Islands- miöum og þrátt fyrir það hélst afla- magniö aö meðaltali eins og áður hefur verið sagt. Hvað hefur áunnist á þeim árum sem við höfum verið með allar þessar reglur? Þrátt fyrir öll góðu áformin virðist svo að náttúran muni hafa yfirhöndina eins og alltaf áður. Lifkeðjan í sjónum ræður ferðinni. Eru skilyrðin góð eða vond til eldisins? Fiskifræðingar eru að finna það í sínum rannsóknum nú þessa dagana aö liklegt sé að fæðuþurrö sé kannski í sjónum kringum landiö og virðast hafa um það órækar sannanir. Þetta er farið að koma fram í því að fiskurinn nær ekki eölilegum þroska eins og gerist þegar ætið er ekki nægilegt fyrir alla munnana sem fæðu leita. Hvað hefur verið gert til þess að einstakling- ar eigi vaxtar von? Er fækkað á jötunni? Ráðleggingar fiskifræðinga, sem ráðleggja bændum sem silungs- veiðar stunda í vötnunum þar sem varla sést nema smáfiskur, eru þær að færri einstaklingar verði um ætið. Hvað gera fiskifræöingamir gagnvart þeirri uppákomu í hafinu? Með því að f jölga smáfiskinum í sjónum hafa þeir sett á til eldis æ fleiri fiska en ekki farið að eins og sá sem gaf ráðin um veiöivatniö. Heyrst hefur að ef togurunum væri fækkað verulega fengist miklu meiri afli á skip. Á ára- bilinu milli 1960 og 1970 fækkaði togurum okkar jafnt og þétt þar til sárafáir togarar okkar voru á miðun- um. Ekki var sjáanlegur bati hjá þeim skipum sem eftir voru, aflamagnið minnkaöi þar til kuldaskeiðinu lauk, en jókstsvoáný. Hvers vegna er togaraútgerðin svo illa stödd? Eftir 1970 og allt fram til 1975 var afli togaranna á ári að meöaltali um 2500 lestir. Afkoma þeirra var talin mjög sæmileg og talið að sum útgerðarfélög stórgræddu eins og sagt er þegar einhver jum tekst að eiga salt í graut- inn. Eftir 1975 snerist allt til verri vegar þrátt fyrir aukinn afla og keyrir iú um þverbak síöustu árin þegar svo ar komið aö skip sem fiska allt að og yfir 6000 tonn eru á vonarvöl. Gott væri að fá þessari spurningu svarað: Var staðiö rétt aö í fjármálum þessa at- vinnuvegar? Réttast væri að sölumennirnir svöruðu þessari spurningu áður en lengraerhaldið. Á að selja skipin úr landi? Þeir sem skrifað hafa einna mest um útgerðarmál eru menn sem aldrei haf a komið nálægt útgerðarmálum, svo mér sé kunnugt. Þeir hamast blaða- grein eftir blaðagrein á þeim vettvangi og halda því jafnvel fram að mikið af þeim útgerðarmönnum, sem nú fást við útgerö séu ævintýramenn sem einskis svífist við að plata út skip meö einhverjum hætti. Einn daginn eru tillögur um að selja nótaveiðiskipin, en venjulega er það ekki þá daga sem þau koma með full- fermi að landi. Sama er um togaraflot- ann, þetta eru allt of mörg skip og ekkert vit í því að eiga svona mörg skip, en þaö stendur ekki á að þeir hinir sömu erú komnir með blað og blý- ant til að reikna hlut manna þegar þeir eru að selja metsölur á erlendum markaöi. Þá má gera út til næstu veiði- ferðar. Þaö getur ailtaf átt sér staö aö útgerðarmaöur sé svo heillum horfinn, kannski vegna þeirrar umræðu sem sífellt er í þessum blöðum. Þegar vel gengur er ekki talað um sölu skipanna, heldur eru tekjur manna við þessar hinar ýmsu veiðar taldar alltof miklar o.s.frv. Ekki eru gerðar tillögur um breyttar veiðar á einn eða annan hátt, enda vita þeir sem mest skrifa allajafna lítið um þá möguleika í f lestum tilf ellum. Eg held aö þeir menn sem mest skrifa um útgerðarmál hefðu getað notað pappír smn betur en þeir hafa gertaðundanfömu. Það er athyglisvert að ráðist er á þá atvinnugreinina sem enn stendur undir meginhluta af gjaldeyrisöfluninni. Út- flutningsatvinnuvegirnir eiga í vök að verjast og annar iðnaður brúar ekki enn þá óhófseyðslu sem landsmenn hafa tamið sér. Framleiöslugreinarn- ar eru t.d. að sligast undan óhóflegri blaðaútgáfu sem virðist ekki sá fræðslubrunnur sem ritstjórar vilja vera láta. Þaö er ósk mín til handa Dagblaöinu-Vísi að þeir sjái villu síns vegar og snúi út úr þokunni meðan hægt er. Ingólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. „Fróðlegt værí að rannsaka iþví viOfangi, hvort íslenska ríklO hafí fremur aukiO á sveiflur iatvinnulífi hér lendis meO afskiptum sinum en minnkaO þær." Friedrich Hayek: „Gallinn við sam- keppnina er sá, að einhver vinnur hana.” Fátt er þó fjær sanni, eins og George Stigler, Yale Brozen og aðrir' Chicago-hagfræðingar hafa bent á. Það er ríkið, sem hefur torveldað samkeppni og auðveldað einokun með ýmsum afskiptum sínum, svoé sem setningu laga og skömmtun leyfa. Þetta mættu íslenskir hag- fræðingar kanna: Var þaö ekki ríkið, sem kom hér á einokun í útvarpsmál- um? í útflutningi sjávarafurða? I sölu landbúnaðarvara? í flugmál- um? Var það ekki ríkið, sem tak- markaði aðgang að atvinnugreinum eins og lækningum, endurskoðun, leigubílaakstri og ýmsum iðnum? Mengun og sóun náttúruauðlinda Á siðustu árum hafa ríkisafskipta- sinnar verið mjög margorðir um nýtingu náttúruauölinda. Þeir segja, að afleiðingar ótakmarkaðra mark- aðsviðskipta í þessum efnum geti ekki orðið aðrar en mengun og rán- yrkja. Ríkið hljóti að láta að sér kveða — vemda umhverfi okkar og stjóma nýtingu náttúruauðlinda. En eignarréttarfræöingar Ronald Coase og fleiri hagfræðingar, hafa leitt rök að því, að þetta sé til marks um mis- skilning vandans. Náttúmauðlindum sé sóað, af því aö eignarréttur til þeirra sé annaðhvort ófullkominn eða enginn. Gamla lögmálið gildi enn, að menn fari betur með það, sem þeir eigi sjálfir, heldur en hitt, sem aðrir eigi eða enginn. Menn nýti náttúruauölindir skynsamlega, ef þeir hafi hag af því að nýta þær skyn- samlega — ef þeir eigi þær með öðrum orðum. Rétta ráðið við sóun- inni sé því það að færa út eignarrétt- inn. Þetta væri forvitnilegt að rann- saka hérlendis. Rányrkjan á Islands- A „Hafa bandarískir hagfræðingar.... komist að þeirri niðurstöðu, að ríkis- afskipti hafi oftar en ekki gert illt verra.” miöum hefur ekki minnkað við víð- tækari rikisafskipti, heldur aukist. Ríkið hefur, ef eitthvað er, hvatt til offjárfestingar í fiskiskipum og þannig til ofveiði. Ég hef verið að vinna að tillögum um útfærslu eign- arréttar til fiskimiðanna, en ætla ekki aö lengja þessa grein með því að lýsa þeim. En reyndar er rányrkja víðar en á Islandsmiðum: Landið er allt að blása upp vegna ofbeitar. Og hvað veldur ofbeitinni? Að ófullkom- inn eignarréttur er til afréttanna? Og að ríkið hvetur til offramleiðslu sauðfjár með landbúnaðarstefnu sinni? Umferðarslys og eiturlyfja- neysla Eg get ekki stillt mig um að nefna tvö rannsóknarefni enn, ólík þessum þremur: umferðarslys og eiturlyfja- neyslu. Fyrir nokkrum misserum setti Alþingi lög um það, aö Is- lendingar ættu að nota belti í bílum sínum. Þetta er að sjálfsögðu dæmi um það, að ríkið reyni að vemda menn fyrir sjálfum sér: Þeir gera ekki öðrum mein en sjálfum sér með því aö nota ekki bílbelti. En ná bíl- belti þeim tilgangi sínum aö fækka dauðsföllum vegna umferðarslysa? Chicagohagfræðingurinn Sam Peltz- man svarar þessu neitandi. Sam- kvæmt rannsókn hans hefur dauðs- föllum ökumanna og farþega þeirra að vísu fækkað við notkun bílbelta — en dauðsföllum vegfarenda fjölgað og dauðsföllum í heild ekki fækkað. Bílbeltin breyta með öðrum orðum dreifingu dauðsfallanna, en ekki fjölda þeirra (væntanlega vegna þess að ökumenn eru ógætnari, ef þeir eru í bílbeltum). Ekki er um það deilt, að eiturlyfja- neytendur fremja ýmsa glæpi, af því að þá sárvantar fé fyrir eiturlyfjum sínum. Menn koma þó sumir ekki auga á orsakasambandið í málinu, en um það hefur hagfræðingurinn Roger Leroy Miller ritað. Hvers vegna sárvantar eiturlyfjaneytend- urna fé? Vegna þess að eiturlyfin eru dýr. Og hvers vegna eru þau dýr? Vegna þess að ríkið skiptir sér af sölu þeirra, takmarkar hana, tor- veldar eða bannar. Þessir glæpir eru því fremur vegna ríkisafskipta en þrátt fyrir þau. Or gæðum eiturlyfj- anna dregur einnig fyrir vikið. Enn er komist að sömu niðurstöðu: Ríkis- afskiptin gera illt verra. Reynsla Islendinga af áfengisbanninu 1915— 1933 ætti síðan að vera öllum kunn. Margt er á markaðinum. Sumt má rekja til þess, að mennirnir eru ófullkomnir. En annað og miklu fleira má rekja til þess, að ríkið er að skipta sér af því, sem því kemur ekki við — meinlausum og nauðungar- lausum viðskiptum einstaklinganna. Eg dreg eina ályktun: Eina ráöið við frelsinu er meira frelsi! Hannes H. Gissurarson, sagnfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.