Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 34
DV. MIÐVIKUDAGUR16. NOVEMBER1983. Tíðarandinn Tíðarandinn I gær birtum viö frásögn af tölvu- sýningunni veglegu á Bíldshöfða, þar sem getur aö líta margskonar tölvutegundir, tölvubúnaö og annað skylt sem aö tölvuvæöingunni lýtur meö einu eða ööru móti. Tölvuvæð- ingin er aö gerbreyta vinnustööum heimsins, verksmiðjum og skrifstof- um, og það gefur auga leiö aö sam- skipti hinna vinnandi manna breyt- ast aö sama skapi og gerast eftir öðr- um farvegum en áður. En samhliða tölvuvæöingu vinnu- staöanna er önnur tölvuvæöing í full- um gangi og sú mun ekki reynast mannkyninu smærri örlagavaldur en hin fyrrnefnda, en þaö er tölvuvæð- ing heimilanna. I Reykjavík er nú fyrirliggjandi á- gætt úrval af heimilistölvum og munu þar algengastar vera Spectrum, Atari, BBC, Vic 20, Commodore 64 og Oric, nýja tölvan sem ryður sér ákaft til rúms í Bret- landi um þessar mundir. Þaö má segja aö fyrsta tölvuskref heimilanna sé iöulega stigiö af yngstu kynslóöinni því aö til þessa hafa leikjaforritin boriö ægishjálm yfir annan hugbúnaö, en nú eru fyrir- sjáanleg nokkur umskipti í þessum efnum eins og fram kemur í spjalli Heimilistölvan er frábært þroskaieikfang og reyndin er sú að drengir eru þar miklu áhugasamari en stúlkur. Hér eru sveinarnir Hermann og Óskar niðursokknir i spennandi tölvuleik sem jafnframt kennir þeim eitt og annað um Bandariki Norður-Ameríku. ^ ^ Mynd-BH. TOLVUR OG HEIMIU viö Áma Kr. Einarsson hér I opnunni. Tölvuvæðing heimilanna kann aö hafa djúptæk áhrif á samfélags- geröina þegar fram í sækir. Um þetta atriði eru fróðir menn nokkumveginn einhuga þó aö þá greini á um margt sem tölvuþróun áhrærir. Þess vegna er mikils virði að Islendingar dragist ekki aftur úr öðmm þjóöum í tölvuvæðingu heimilanna. Það er nauösynlegt aö landsmenn eigi kost á heimilis- tölvum viö sitt hæfi, ekki bara þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig þeir sem þreyja sitt æviskeiö úti um annes og eyjar og upp til dala. Þaö er æskilegt og raunar nauðsynlegt aö ríkisvaldiö stilli álagningu sinni á vélbúnaö og hugbúnað í nokkurt hóf svo aö hinir efnaminni þegnar eigi jafnan kost og aðrir til þess að fá sér tölvu. Þaö er brýnt nauðsynjamál að kvenþjóðin láti ekki þessa stórkost- legu framvindu eins og vind um eyr- un þjóta, því aö þá væri allt þeirra mikla jafnræðisstarf fyrir gýg unniö — en því miöur bendir allt til þess aö íslenskar konur ætli aö láta karl- þjóöina um tölvuleikni og tölvu- kunnáttu, en veröa sjálfar annars flokks þegnar í landi framtíöarinnar. Kvenþjóðin sýnir tölvunum undravert fálæti en alltaf er yfrið framboð af lag- legum stelpum til fyrirsætustarfa, — sem betur fer myndi víst margur segja. Er þetta visbending þess að konur séu undir niðri ágætlega sáttar við sitt foma kynhlutverk og kæri sig ekkert um að ná jafnstöðu við karlmenn í atvinnulíf inu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.