Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 14
14 DV. MlÐVIKUD’ACUR'lS. NOVEMBER1983.'' Félag járniðnaðarmanna Aðalfundur verður haldinn nk. sunnudag kl. 14 að Skólavörðustíg 19. Dagskrá skv. félagslögum. Stjórnin. Við leigjum útglæsilegan veitingasai að Trönuhrauni 8 Hafnarfirði. Hentar við ö/l tækifæri, s.s. árshátíðir afmælis- brúðkaups- og fermingarveislur, jólatrésskemmtanir, fundi og hvers kyns aðra mannfagnaði. öll veitingaaðstaða fyrir hendi. Upplýsingar og pantanir í síma 51845. Menning Menning Menning YTTURVOR í ANNAÐ SINN Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar í Nes- kirkju 10. nóvember. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson. Einleikarar: Anna Guðný Guðmundsdóttir og Pétur Jónasson. Einsöngvari: Kristinn Sigmundsson. Efnisskrá: Mark W. Phillips: Summer-Soft; George Gershwin: Three Jazz Piano Preludes; Heitor Villa-Lobos; Konsert fyrir gitar og hljómsveit; Charles Ives: Largo; Þrír negra- sálmar; Aaron Copland: Three Latin-American Scetches. íslenska hljómsveitin hélt fyrstu tón- leika sína á ööru starfsári í Nes- kirkju á fimmtudagskvöld. Ekki hefur fariö fram hjá neinum, hygg ég, að alltvísýnt hefur þótt hvort tæki því aö ýta úr vör í annað sinn. En ekki ber á ööru en aö hljómsveitin sé sprelllifandi og hún byrjaöi tónleik- ana meö glænýju verki, sérsömdu fyrir hana, Summer Soft eftir Mark nokkum Phillips. Rómantísk músík í meira lagi, laglega skrifuö og vel spiluð. Um næsta þátt sá Anna Guðný Guðmundsdóttir ein. Hún lék litlu Jazzprelúdíurnar af makaiausri nærfærni og þræddi þann veg sem fáum píanistum tekst aö rata viö leik Tónlist Eyjólfur Melsted þessara litlu píanóperla, farveg sem bæði klassíkin og jazzinn renna í. Og hún átti eftir aö gera enn betur í frá- bærri samvinnu meö Kristni Sigmundssyni í negrasálmunum. Þá var það Kristinn. Hann sýndi þaö hér aö menn þurfa ekki endilega að belgjast með einhverjar stóraríur til aö syngja af eftirmunanlegri snilid. Largo, Charles Ives, var eins og annað á þessum tónleikum, þræl- vel spUað. Að sýna sitt rétta andlit Pétur Jónasson lék konsert VUla- Lobos stórglæsUega. Hinn ljúfi tónn Péturs og hinn brUUant leikmáti hans heföu samt notið sín betur í öörum og hljómbetri sal því aö þótt Neskirkja hafi ákveðna kosti sem hljómleikahús, hæfUega setin, þá er hún stórgölluö þegar í hana er komiö fjölmenni. Endahnútur þessara bráögóðu tón- leika var svo rekinn meö Þremur suður-amerískum skissum eftir Aaron Copland. Þar loks fékk Islenska hljómsveitin aö sýna sitt rétta andUt. Þá fengu menn aö heyra svo aö ekki varö um viUst aö hún er skipuð úrvals strengleUíurum og blásurum í toppklassa. Eg vona aö enginn telji á sig haUaö þótt ég geti sérstaklega um frábæran trompet- leik Ásgeirs Steingrímssonar, en í dönsum Coplands er trompetinum eftirlátiö aö fara í fylkingarbrjósti fyrir liði sem mikils er krafist af. Eg tel mér óhætt aö fullyröa aö spila- mennska hljómsveitarinnar stendur nú þrepi ofar en á fýrra starfsári svo aö ekki veröur hún til aö stytta hennar ævidaga sem viö skulum vona aö veröi heldur ekki. EM Pétur Jónasson. DÓMORGANISTINN ÁTÚNSBERGI Tónlistardagar Dómkirkjunnar, orgoltónleikar Arne Rodvelt Olsen. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Toccatta og fúga í d-moll BWV 565; Cósar Auguste Franck: Choral pour Grand Orgue í E-dúr; Johannes Brahms: Sálmaforleikir op. 122, Arne Rodvelt Olsen; Finale. TónUstardagar Dómkirkjunnar er árlegur viðburður og raunar fast- ákveðið aö þeir veröi framvegis haldnir á hverju hausti, „soU deo gloria”. Þeim hafa veriö sett þrjú skUgreind markmiö, auk yfirskrift- arinnar; aö kynna á hverju ári eitt tónskáld sérstaklega, — að fá tón- skáld til aö semja fyrir flytjendur á tónlistardögum — og aö greiöa veg fyrir tónlistarfólk, lengra aö komið. Undir síðasttalda Uöinn hygg ég að tónleikar Ame Rodvelt Olsen organ- leikara hafi falUð. Hann er dómorg- anisti á Túnsbergi, elsta kaupstaö Noregs. Þótt Túnsberg sé rétt aöeins á stærö viö Kópavog, eöa Akureyri, hefur þar blómstrað menningarUf í ellefu aldir. Þó mun þaö vera aö ókunnugir vita helst um staðinn vegna hvahninjasafns og skipa- smíöastöövar. Og dómorganistinn á Túnsbergi var sem sé kominn til að leika fyrú- Islendinga. Ekki verður sagt aö leik hans hafi verið góöur gaumur gefinn. Kirkjan var svo þunnsetin aö jafnvel prestur heföi varla nefnt tölu gesta án þess að roöna. En hæfileikar organistans stóöu í öfugu hlutfaUi viö aösókn aö tónleikumhans. Ame Rodvelt Olsen er úrvals organleikari. Hann er taktvís vel sem gerist æ óalgengara meö organ- istum nútímans. Hann er líka ákaf- lega settlegur, en frísklegur þó. Ame Rodvelt er ekki maöur sem lætur hvína í og syngja né vaöa á súöum. Hann keyrði því ekkert rosalega í d- moll Toccötunni og fúgunni, og þaö var líka eins og hann hætti í miðju kafi viö annars vel uppbyggöa sífeUda stígandi í styrk, í Kóral Cés- ars Francks. En vel kann þetta aö vera vegna þess aö hann hafi ofmetið heyrð kirkjunnar og afköst hljóöfær- isins. Lokaverk tónleikanna vac eftir Arne Rodvelt sjálfan. Ljómandi lag- legt stykki sem virðist helst tU þess gert aö hafa gaman af aö spila og þá ekki síöur á aö hlýða þegar vel er spilað. -EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.