Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 1
Kreditkortaflóð? Kreditkortin eru þegar farin aö setja svip sinn á jólainnkaup fólks í verslunum höfuöborgarinnar. Þó telja kaupmenn aö aöalflóöbylgjan skelli ekki á fyrr en eftir 20. desember, morgundaginn, en þeir sem versla út á kreditkort eftir þann dag, hafa greiðslufrest fram til 5. febrúaránæsta ári. Jólavertíöin er samt komin í fullan gang í verslunum og seg ja þeir kaup- menn, sem DV hafði samband við, aö síöastliöinn laugardagur hafi verið mjög góður hvaö varöar söluna. Vissulega sé fólk enn mikið að skoöa og velta fyrir sér mismunandi veröi en þó sé stærri hópur en endranær sem sé búinn aö ákveöa sig. Ekki segjast kaupmennirnir hafa oröiö varir viö aö fólk keypti frekar ódýrari varning en dýrari. Ekki eru allir kaupmenn jafn- hrifnir af kreditkortaflóöinu því aö með tilkomu kortanna skapast vandi hjá kaupmönnum meö söluskatts- greiöslur í næsta mánuöi. Söluskatt fyrir desembermánuö veröa kaupmenn aö inna af hendi í síöasta lagí 25. janúar næstkomandi. Hins vegar fá þeir ekki greitt fyrir vaming, sem borgaður er meö kreditkorti eftir 20. desember fyrr en eftirð.febrúar. SþS JOHANN FLYTUR NORDUR Jóhann Pétursson Svarfdælingur, hæstur íslendinga, er kominn heim á æskuslóðir eftir hálfrar aldar heimsreisu. í gær flutti hann norður á Daivik en þar hefur honum verið búið heimili á Daibæ, heimili aldr- aðra. Það er dýrt að vera stór. Það veit enginn betur en Jóhann. Fyrir flugfarið frá Reykjavík til Akureyrar varð hann að greiða Flugleiðum tvöfalt gjald. Hann má þakka fyrir að hafa ekki verið rukkaður um fjórfait gjaidþviiþröngri Fokker-vélinni tók hann pláss sem ætlað er fyrir fjóra meðalmenn. Sjálfur sat hann í tveimur sætum en auk þess þurfti að fjar- lægja sætaröðina fyrir framan. Ekki fór Jóhann venjulega leið upp i flugvélina. Með aðstoð lyftara var hann settur um borð i hjóia- stólnum igegnum vörudyr að framan. -KMU. Ómetanlegum verðmætum stolið úr Hallgrímskirkju: MIKIL REIÐI Talið að fagmenn hafi verið að verki —sjábls.4 Flokkur Naka- sonetapaði meirihlutanum —sjá erlendar fréttir á bls. 8 og9 Dýrast aö hringja tilGrænlands —sjá Neytendur á bls. 6 Rásin hefur áhrif a blóðrasma — sjábls. 20 Munið mann ársins D V hefur ákveðið að gangast fyrir vali á manni ársins 1983. Við minnum lesendur okkar á að senda inn tílnefningu um þann, karl eða konu, sem verðskuldar þetta sæmdarheití fyrir afrek sin á árinu. Skilafrestur er til 28. desember. Utanáskriftín er Maður ársins DV — ritstjórn Síðumúla 12—14105 — Reykjavik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.