Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR19. DESEMBER1983. Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Fylgdist þú með þættinum Skiptar skoðanir síðasta þriðjudag, þar sem fjallað var um mál lögreglunnar í Reykjavík. Jóhanna Jóhanncsdóttir húsmóðir: Já, ég gerði þaö, þetta var athyglisveröur þáttur og á f ullan rétt á sér. Kolfinna Haraldsdóttir húsmóðir: Nei, ekki get ég sagt þaö. Eg var aö gera annaö og haföi bara ekki tíma til aö horfa á sjónvarpið. Guðrún Sigurðardóttir húsmóöir: Nei, ég mátti ekki vera að því. Eg var að þrífa. En svona þáttur á fullan rétt á sér. Guðjón Ingvason flugumferðarstjóri: Já, þetta voru ágætis umræður. Lög- reglan er greinilega undir mikilli pressu í sinni vinnu. Skarphéðinn Eyþórsson framkvæmda- stjóri: Já, og með miklum áhuga. Þetta var eins og ég átti von á frá lögreglunni, svör og annað. Það er orðiö tímabært aö láta þetta koma fram. Fríða Einarsdóttir húsmóðir: Nei, ég horfði ekkert á sjónvarp þá. Eg fór í • bíó. Eg hef ekkert fylgst með þessari' umfjöllun. Atvinnuöryggi sjómanna —fótumtroðið Sigrún Haraldsdóttir, sjómannskona, skrifar: Þó hægt sé að hrósa LlU fyrir frammistöðu sína við lausn á vanda út- gerðarinnar er ekki hægt aö segja þaö sama um Sjómannafélag Reykjavíkur um lausn á vanda s jómanna. Félagið hefur þagaö þunnu hljóði, ekki komið til varnar þeim mönnum sem treysta á félagið, enda fer þeim fækkandi. Mikið hefur verið rætt um fækkun í fiskiskipaflota, en hvað um mennina sem neyðast til að ganga á land. Hvaö geta þeir gert? Talað hefur veriö um að fækka í flot- anum um 30 skip, en hvaö er þaö á móts við uppsagnir 400 til 450 sjó- manna? Er ekki kominn tími til að láta slag standa og gera eitthvað í mál- umsjómanna? Þeir eru nú á 3ja ára gömlum launa- taxta, aðrar breytingar eru bara að nafninu til. Þeir eru algerlega rétt- lausir gagnvart atvinnurekendum sín- um, sem oft stöðva skipin og nota sjó- mennina sem þrýstihóp fyrir sig vegna samninga sem að engu gera skyldur þær sem atvinnurekendur hafa gagnvart launþegum sínum. Sjómenn þurfa aö gera það sem at- vinnurekendur þeirra segja þeim að gera, dytta að skipinu og fleira sem í raun er ekki þeirra verk. Þeim er sagt upp fyrirvaralaust eftir að útgerðar- menn uppgötvuðu að þeir gátu túlkað samning sjómanna á þann hátt að þeir væru ekki skyldugir til aö greiða sjó- mönnum laun út uppsagnarfrestinn. Þessir sjómenn eru greinilega af Akureyrartogara. En bréfritarí krefst þess að róttur sjómanna tii atvinnuöryggis só virtur. Réttur sjómanna til atvinnuöryggis, inn tími til að við gerum eitthvað í því sem hver landsmaður hefur rétt á, er að tryggja okkur rétt til atvinnuörygg- fótumtroðinn. Sjómenn, það er kom- is. Yfirleitt góðir drengir örlygur Pétursson hringdi: Arásir þær sem Jónas Kristjáns- son og Ragnar Aöalsteinsson stóöu fyrir á hendur Bjarka Eh'assyni og Einari Bjamasyni voru argasta ósvífni. Lögreglan er alltaf boðin og búin að aðstoða samborgarana, þær skoð- anir að lögreglumenn séu haldnir of- beldishneigð eru ekki réttar. Mín skoðun er sú að yfirleitt séu þetta góðir drengir. Ef lögreglan gerist þunghent þá er þaö hinum handtekna aö kenna. Ekki má sýna lögreglunni mótþróa. Ef lögreglan ætlar að handtaka menn þá gerir hún það, og varast ber að lenda í útistööum viö lögregluna. Með því að sýna mótþróa býöur maöur hættunni heim. Blaðamaöur sá sem segist hafa lent í útistöðum viö lögregluna hefði ekki átt í fyrsta lagi að fara í fatageymslu skemmti- staðarins, síðan hefði hann ekki átt að sýna mótþróa við yfirvaldið, hvorki dyraverði né lögreglu. Hann á stærstan þátt í því hvemig fer. Eg skil ekki hvað lögmaðurinn var að tala um samtryggingu meðal lögreglumanna, samtrygging lög- manna er meö ólíkindum. Lögmenn styöjast ekki viö lögin til að vemda fólk heldur nota þeir lögin tii aö beita fólk rangindum. Ýmislegt mætti finna að þeirra vinnubrögðum og ættu þeir ekki aö fara meö ósann- girni og illgirni í garö lögreglunnar. „Þegar pabbi dó”: ATHYGLISVERÐ BOK Sigríður Stefánsdóttir fóstra skrifar: Mig langar til aö benda á bók sem kom út nú fyrir jólin. Hún heitir Þeg- ar pabbi dó og fjallar um það hvernig! ungur drengur, sem missir föður sinn, skynjar dauðann. Bókin er vel skrifuö af hreinskilni og einlægleika. . Eg las bókina fyrir nokkur 6 til 10' ára böm. Þar sem yfirleitt er ekki rætt um shka hluti lék mér forvitni á aö vita hvernig þeim líkaði bókin. Börnin höföu greinilega áhuga á efninu og hlýddu á þaö af athygli. i Þeirra álit var að bókin væri sorgleg, en góð og spunnust miklar umræöur um cjauðann, hfið og tilveruna. Bók- in hjálpar til við að reifa þetta við-' kvæma umræðuefni á einfaldan og! hreinskihnn hátt. Brófritari segir aö það só hinum handtekna að kenna ef lögreglan gerist þunghent. Ekki megi sýna lögregluna mótþróa. Opið alla laugard. kl. 10 alla sunnud. kl. 14 Vegglampar — 3 gerðir Lampar — margar garðir Postulín, hvítt Smákökukrukkur ogsvart Jólagjöf barnanna HAMRAB0RG 12 KÓPAV0GI SÍMI 46460 Pillyviut, hvíta postulínið frá Frakklandi — matar- og kaffistell

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.