Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 20
20
DV. MÁNUDAGUR19. DESEMBER1983.
íslensk bókamenning er verómæti
Rásin hefur
áhrifá
ÞRIÐJA HEFTI
AS255
120 Watts
3-Way 3-Speaker System
STORÐAR KOMIÐ
Tímaritiö STORÐ, þriöja og
síðasta hefti þessa árs, er nú komið
út.
Meðal efnis í blaöinu er ítarlegt
viötal sem Illugi Jökulsson átti við
Halldór Laxness sl. sumar, ríkulega
myndskreytt grein um götuleikhúsið
Svart og sykurlaust eftir Solveigu K.
Jónsdóttur, greinin Hérað í þjóö-
braut eftir Indriða G. Þorsteinsson
sem fjallar um Borgarfjörö og
myndskreytt ljóðasyrpa með ljóðum
þeirra Nínu Bjarkar Árnadóttur,
Jóhanns Hjálmarssonar, Kristjáns
Karlssonar, Matthíasar Jóhannes-
sen, Jóns Oskars og Vilborgar Dag-'
bjartsdóttur. Fylgja skáldin ljóðum
sínum úr hlaöi með nokkrum oröum
og sitja fyrir hjá ljósmyndara
STORÐAR, Páli Stefánssyni.
Séra Hanna María heitir síðan
grein um prestinn á Ásum í Álftaveri
eftir Steinunni Sigurðardóttur og
Sigurgeir Jónsson skrifar grein um
Jangvíuna sem nafni hans Jónasson
myndskreytir. STORÐ birtir síöan
fyrsta sinni nokkrar gamlar vatns-
litamyndir Nínu Tryggvadóttur viö
sex gamlar barnavísur ásamt
skýringum Jóns Samsonarsonar
handritafræðings á þeim. Loks er í
STORÐ myndasería um nútímalegt
brúöarskart.
Ritstjóri STORÐAR er Haraldur J.
Hamar en útgefandi er Storð,
s ameignarf élag Almenna bóka-
félagsins og Iceland Review.
cr NÚ í frcmstu röð hátalara
Verð kr. 2290.-pr. stk.
Loitið upplýsinga
Tiu gorðir fyrirliggjandi
sagt frá því að Blóöbankann í Reykja-
vík vantaði tilfinnanlega blóð. Strax
upp úr því fór fólk að streyma í Blóð-
bankann. Komu þangað 136 manns
þennan dag og er það með því mesta
sem þar hefur komið inn fyrir dyr á
einum degi til að gefa blóð frá því aö
bankinn tók til starfa.
Gárungarnir voru líka fljótir að
finna nýtt nafn á rásina eftir þetta og
kalla þeir hana nú „blóörásina”.
-klp-
Skatturá
verslunar-
húsnæði
fram-
lengdur
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frum-
varp um framlengingu sérstaks skatts
á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem
lagöur hefur verið á frá árinu 1979.
Áætlaö er að skatturinn nemi um 73
milljónum króna á árinu 1984 en á
þessu ári eru áætlaöar tekjur af honum
61 milljón króna. Frumvarpið er efnis-
lega samhljóöa lögum um skatt þenn-
an frá yfirstandandi ári en þó er lagt til
að skattahlutfallið lækki úr 1,4% í 1,1%
til að koma í veg fyrir að skattbyrði
aukist milli ára.
ÓEF.
Eyvindur hlaut
1. verðlaun:
Sér er
nú hver
—sýndurá
vinnustöðum
Leikþátturinn Sér er nú hver eftir
Eyvind Eiríksson, sem nú stundar
íslenskukennslu við Kaupmanna-
háskóla, hlaut fyrstu verðiaun í leik-
þáttasamkeppni Menningar- og
fræðslusambands alþýöu. 16 verk
bárust í samkeppnina en þetta er í
annað sinn sem MFA leitar sér að leik-
verkum til sýninga á vinnustööum á
þennan hátt. Fyrstu verðlaunin voru 35
þúsundkrónur.
-EIR.
Hin nýja rás 2 nýtur mikilla vin-
sælda meðal þeirra sem eru svo heppn-
ir að heyra í henni og hún hefur mikil
áhrif.
Það kom glöggt í ljós um daginn þeg-
ar í morgunútvarpinu í rásinni var
! FöÓurland vort hálft
erha/ió Lúðvík Kristjánsson:
ÍSLENSKIR SJÁíýRHÆTTIR III
Fyrri bindi þessa mikla ritverks
komu út 1980 og 1982 og eru
stórvirki á sviöi íslenskra fræöa.
Meginkaflar þessa nýja bindis eru:
SKINNKLÆÐI OG FATNAÐUR,
UPPSÁTUR, UPPSÁTURSGJÖLD,
SKYLDUR OG KVAÐIR, VEÐUR-
FAR OG SJÓLAG, VEÐRÁTTA í
MENNINGARSJOÐUR
SKÁLHOLTSSTlG 7— REYKJAVÍK — SÍMI 13652
fútuiíh |iriotjðii««»n
|$lrn|hiv
ojátmiiiírttir
ti
VERSTÖÐVUM, FISKIMIÐ, VIÐ-
BÚNAÐUR VERTÍÐA OG SJÓ-
FERÐA, RÓÐUR OG SIGLING,
FLYÐRA, HAPPADRÆTTIR OG
HLUTARBÓT, HÁKARL OG
ÞRENNS KONAR VEIÐARFÆRI.
í bókinni eru 361 mynd, þar af 30
prentaðar í litum
blóðrásina