Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR19. DESEMBER1983. Einvígi Kasparovs og Kortsnojs í London lokið: Kasparov klykktí út með sigri — og öruggur sigur hans í einvíginuíhöfn Hinn tvítugi Sovétmaður, Garrí Kasparov, tryggði sér sigurinn í áskorendaeinvíginu við Viktor Kortsnoj í Lundúnum á föstudag, með sigri í 11. einvígisskákinni. Kasparov nægði jafntefli í þeirri skák en glæfraleg taflmennska Kortsnojs í byrjuninni gaf honum drjúga ástæðu til þess að tefla til vinnings. Kasparov, sem hafði hvítt, kom riddara sínum í sterka stööu á 6. reitaröðinni þar sem hann lamaði athafnafrelsi svörtu mannanna og eftir uppskipti kom frelsingi í hans stað. Skákina tefldi Kasparov af miklum krafti, fórnaöi peði og virk staða hans réð úrslitum. Kortsnoj gafst upp eftir 32 leiki og ósigur hans, 7—4, varstaöreynd. Kortsnoj hafði tögl og hagldir framan af einvíginu, vann fyrstu skákina og í næstu fjórum skákum komst Kasparov ekki að meö hefndir — öllum lauk meö jafntefli. Vendi- punktur einvígisins var 6. skákin, sem var jafnframt lengsta skák ein- vígisins, eða 77 leikir. Kortsnoj varö fyrir áfalli er hann lék illilega af sér í' endataflinu og í næstu skák á eftir var hann algjörlega óþekkjanlegur. Tefldi veikt og tapaði sannfærandi. ’ Þá var eins og Kasparov fylltist sjálfstrausti því að í síöari hluta ein- vígisins örlaði loks á hinni kraft- miklu taflmennsku sem svo mjög einkennir skákstíl hans. Kortsnoj sá ekki sólina og náði aðeins tveimur jafnteflum í síðustu 6 skákunum. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Viktor Kortsnoj Benóní-vörn. Ld4Rf62.c4e63.g3c5 Kortsnoj þarf nauösynlega á vinn- ingi aö halda og sneiðir því framhjá . katalónsku byrjuninni, sem upp kemur eftir 3-d5. 4.d5exd55.cxd5b5 , Ætti ekki að hafa komið Kasparov á óvart, því að Kortsnoj tefldi m.a. þannig gegn Portisch á ólympíu- skákmótinu í Luzern í fyrra. 6. Bg2 d6 7. b4! ? Nýjasta framlagiö í þessu afbrigði, ættað frá skák Sosonko við Timman á mótinu í Tilburg í fyrra. Timman lék nú 7.-cxb4, en hvítur hafði frum- kvæöiö eftir 8.a3! bxa3 9.Rxa3 Dd7 10.Db3 o.s.frv., þótt skákinni hafi lokið með jafntefli. Kortsnoj fer aðra leið, sem virðist þó ekki traustvekj- andi. 7. -Ra6 8.bxc5 Rxc5 9.Rf3 g6 10.0-0 Bg7 ll.Rd4! Afleiðingar 7. leiks hvíts koma í ljós. Riddarinn hefur aðgang að d4- reitnum og kemst til c6, en riddari á 6. reitaröð valdaður af peði er gulls ígildi. 11.-0-0 12.Rc3 a6 13.Re6 Dc7 14.Be3 Bb715.Bd4 Hfe816.a4! bxa4 Skák Jón L. Árnason Eftir 16.-Bxc6 17.dxc6 b4 18.Bxf6 bxc3 19.Bxg7 Kxg7 20.Dd4+ Kg8 . 21.Ha2! tapar svartur peði bótalaust. 17.Bxc5! dxc5 18.Dxa4 Rd7 19.Db3 Bxc6 Smyslov og Kasparov keppa um réttinn til að skora á heimsmeistarann Karpov. Riddarinn hafði lamandi áhrif á svörtu stööuna. Ekki gekk 19.-Bxc3 20. Dxc3 Hxe2? vegna 21.Dd3! Hee8 22. d6! og vinnur — gott dæmi um áhrifamátt riddarans. 20.dxc6 Rb6 21. Habl Hab8 22.Da3 c4 23.Hfcl Hótar 24.Dxa6 og síðan Rb5. Stöðu- yfirburðir hvíts liggja í því að hann hefur náð að skorða svarta frels- ingjann í tæka tíð og á c6 á hann ógn- vekjandi fótgönguliða. Menn svarts standa einnig illa: Riddarinn á enga fótfestu og drottning er afleit í því hlutverki aö reyna að hefta för frels- ingja (blokkera). En munurinn er ekki mikill — staöan væri næstum því samloka ef hvíti riddarinn væri á b3 og svarta frípeðið á c3... 23.-Bxc3 24.Dxc3 Hxe2 25.Dd4 a5 26.Hb5! a4 27.Bf3 Hee8 28.Dc5 De7 Tapar strax en hvítur hótaði óþyrmilega 29.Hdbl. 29.c7! Fellur ekki í gildruna 29.Dxe7 Hxe7 30.Hdbl c3! 31.Hxb6? Hxb6 32.Hxb6 c2 og svartur er á undan. 29.-Dxc5 30.Hxc5 Hbc8 31.Bb7 Rd7 32.H5xc4 — Og Kortsnoj gafst upp. Jafntefli nægði Smyslov tr/s/gurs —Smyslov og Kasparov tef la um réttinn til þess að skora á heimsmeistarann Karpov Eins og viö var búist átti Vassily Smyslov ekki í erfiðleikum með að halda jöfnu í 11. einvígisskákinni gegn Zoltan Ribli, sem tefld var í Lundúnum á laugardag. Þar meö tryggði hann sér sigur í einvíginu, hlaut sex og hálfan vinning gegn f jór- um og hálfum vinningi Ungverjans. Það verður því aldursforsetinn, Vassily Smyslov, sem mætir Garrí Kasparov í einvíginu um réttinn til þess aö skora á heimsmeistarann Karpov. Áhugavert einvígi því að aldursmunur þeirra er hvorki meiri né minnien42ár. Smyslov hafði hvítt í elleftu skák- inni og tefldi aö vanda varfæmislega byrjun, sem gaf lítið í aðra hönd. Hins vegar valdi Ribli vafasama leið því að með bestu taflmennsku hans hefði staðan orðið jafnteflisleg. Smyslov fékk biskupaparið og eftir því sem staöan opnaðist meira varð frumkvæði hans sterkara. Ribli lenti, í erfiðleikum og missti mann en gerðist þá svo djarfur að bjóöa jafn- tefli. Að öðru jöfnu hefði Smyslov teflt til þrautar en honum nægði jafn- tefli til sigurs í einvíginu og tók því boðinu fegins hendi. I einvíginu sýndi Smyslov snilldar- takta og sigur hans var afar sann- færandi. Fimmta og sjöunda skákin voru sérlega vel tefldar af hans hálfu og eftir að hann náði tveggja vinn- inga forskoti tefldi hann skynsam- lega svo Ribli komst aldrei í skot- færi. Hvítt: Vassily Smyslov Svart: ZoItanRibli Nimzo-indversk vöm. I.d4 Rf6 2.RÍ3 e6 3.c4 b6 4.Rc3 Bb4 5.Bd2 c5 6.a3 Bxc3 7.Bxc3 Bb7 8.e3 0-0 9.Bd3d6 Svartur jafnar taflið léttilega með 9.-d5! 10.0-0 Rbd7 o.s.frv. en stundum er nauðsynlegt að velja næstbestu leiðina ef teflt er til vinnings. Lakara er hins vegar 9. -Re4, vegna 10. Bxe4 11. dxc5 bxc512. Dd6! meðbetra tafli á hvítt. 10.0-0 Rbd7 ll.De2 Hc8 12.Hfdl cxd4 13.exd4 He814.Hacl Dc715.b3 Hvítur á meira rými og stendur því betur að vígi, auk þess sem biskupa- parið gæti orðið skeinuhætt er fram líða stundir. Smyslov heldur sér fast því að svartur þarf aö taka verulega áhættu ef hann ætlar að tefla til vinn- ings. 15.-a516.h3 h617.Bb2 Db8 18.De3 Bc6 19. a4 Hcd8 20. Ba3 Bb7 21. Bbl Rf8 22.Rh2 R8h7 23.Dg3 Re4 24.De3 f 5?! Þetta er hæpiö en auövitað vill hann ekki þráleika með 24.-R4Í6 25.Dg3 o.s.frv. 25.f3 R4f6 abcdefgh 26.d5! Þannig tryggir Smyslov sér öflugt frumkvæði. Ef 26. -exd5, þá 27. Dxb6 og svarta peöastaöan er í rúst. 26.-Bc8 27.dxe6 Bxe6 28.Dd3 d5 29x5! bxc5 30.Hxc5 Rg5 31.Rfl Dd6 32.b4 Rd7 33.Hb5! Mun sterkara en 33. Hxa5 Re5! og síðan 34. -Rc4. 33. -Re5 34. bxa5! Dd7 35. De2.i Með rökréttri taflmennsku hefur Smyslov náö yfirburöastöðu. 35.-Bf7 36.Df2 d4(?) 37.f4 Vinnur lið, því aö 37.-Rc4 má svara með 38.Bxf5 með vænlegri stööu. 37.-Re4 38.Bxe4 Rg4! ? Eftir 38.-fxe5 39.fxe5 lokast e-línan og svartur hefur alls ekki nægar bætur fyrir manninn. Textaleikurinn er besta tilraunin en miöborðspeðin næg ja þó varla til að vega upp á móti mannstapinu eftir 39.hxg4 fxe4. Ribli tók því til bragðs að bjóða jafntefli, sem Smyslov þáði. Betri einn fugl í hendi en tveir í skógi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.