Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 18
18 DV. MANUDAGUR19. DESEMBER1983. BÓKMENNTIR Hannes Pétursson HAGFRÆÐI Ólafur Björnsson ÍSLANDSSAGA I Einar Laxness ÍSLANDSSAGA II Einar Laxness ÍSLENSKT SKÁLDATALI Hannes Pétursson Helgi Sæmundsson ÍSLENSKT SKÁLDATAL II Hannes Pétursson Helgi Sæmundsson ÍÞRÓTTIR I Ingimar Jónsson ÍÞRÓTTIR II Ingimar Jónsson LÆKNISFRÆÐI Guðsteinn Þengilsson STJÖRNUFR. RI'MFRÆÐI Þorsteinn Sæmundsson TÓNMENNTIR I Hallgrimur Helgason TÓNMENNTIR II Hallgrimur Helgason LYFJAFRÆÐI Vilhjálmur G. Skúlason LYFJAFRÆÐI, er 13. bindi í ALFRÆÐUM MENNINGARSJÓÐS og í því að finna skilgreiningar á helstu lyfjum og lyfja- flokkum, eiginleikum þeirra og notkun til þess að fyrirbyggja, greina eða lækna sjúkdóma í mönn- um og dýrum. Þá er í mörgum tilvikum minnst á helstu hjáverkanir lyfja og lyfjaformin sem þau eru notuð i. Einnig eru helstu lyfjaform skilgreind, bent á geymsluþol þeirra ef það er mjög takmarkað og minnst á nokkra vís- indamenn sem fyrr eða síðar hafa lagt mikið af mörkum til framfara á sviði lyfjavísinda. LYFJA- FRÆÐI er prýdd mörgum myndum. /V1ENNING4RSJOÐS Skálholtsstíg 7 Menning Menning Menning Menning ÓLAFSBÓK Afmælisrit helgað Ólafi Jóhannessyni sjötugum. Isafold gaf út 1983. Það er orðinn mikill siöur að mæra fyrirmenn og fræðajarla, um þaö bil sem þeir leggja niður vopn eöa fara aö huga aö helgum steini, meö því aö gefa út heiðursrit þeim til áru og almenningi til fróðleiks og skemmtunar. Síöan rita væn hundruð manna nöfn sín á skrá sem er of fín með sig til þess að bera íslenskt nafn. Ég hef alla stund litið slíka bókaútgáfu ofurlitlu hornauga af tveimur ástæöum: Það er nú ætíö mannlegri viðleitni að reyna að lyfta þeim sem smáir eru en að hlaða þá lofköstum sem digrir eru fyrir í líf- inu, en hin ástæðan er sú, að þeir margir góðir fræða- og fræðslumol- ar, sem falla í þessi rit, dreifast með þessum hætti meira en æskilegt er, svo aö þama er að vaxa nýr frum- skógur fræða, sem síðari fræöimenn verða að leita í og finna þá ekki allt, sem máli skiptir, eða villast í myrk- viðnum. Þannig vinna þessi rit ekki að því að hagræöa fróðleik og vís- indamolum til aðgengilegrar geymslu eða flokkunar, heldur eru í ætt við þá bendu, sem fyrir er í söfnum og bókum og setið er við að greiða úr daga og ár. Hinu er þó ekki að neita, aö vegna þess að góðvinur, fræðabróðir eða foringi átti útgöngu- afmæli hafa ýmsir, sem áttu vísindi í sjóði, tekiö sig til og gert einhverjum greinum þeirra ritskil, sem annars hefðu dregist eöa jafnvel fallið niöur ámillidaganna. Þessar afmælisbækur eru þegar orðnar margar, og samkvæmt náttúrulögmáli, sem þær lúta, hlýtur þeim að fara sífjölgandi. Þessar bækur eru misstórar og Olafsbók ein- hver hin þykksta í roöinu, sem ég hef séð, nokkuð á sjötta hundrað síöur blaða, en þaö er uppörvun til lestrar aö ekki er ofhlaöið á síöumar. Vissulega er Ólafur bókarefni Og það er síöur en svo um aö sak- ast, fyrst þessi siöur liggur í landi, að góðir menn skyldu hrista af sér slen- iö aö gefa út bók um Olaf Jóhannes- son meö þeim hætti, sem efnt var til. Olafur, líf hans og starf, er gilt bókarefni — jafnvel þótt hann hefði ekki átt sjötugsafmæli núna. Og þótt , honum þyki vafalaust vænt um vin- semdina í sinn garð, metur hann von- andi meira þann skerf fræða og vís- inda sem þarna býst í orð, þótt hann sé ekki nema að sumu leyti tengdur því sjálfur. Olafur Jóhannesson er í senn mikilhæfur og stórvirkur fræði- „Farsæll maður úr Fljótum norður” Olafur Jóhannesson maður og háskólakennari í lögvísind- um og forystu- og mótunarmaður í íslenskum stjórnmálum síðustu ára- tugina. En auk þess er gerð manns- ins sjálfs með óvenjulega vönduðum hætti. Hann er afar skýr og glöggur, fastur fyrir og gætinn, vinnuþjarkur og afkastamaður, góðviljaöur og mannlegur. Hann hrapar helst aldrei aö neinu, og því eru áföll hans fá. Hann treður ekki leiösögn sinni upp á neinn með skyndingu en kann vel aö hlusta og leggur síðan lóð sín á vogarskálar, þegar hann telur rétta stund til þess. Slíkir menn verða jafnan áhrifaríkir og eftir tillögum þeirra er gjaman farið. Þaö hefur sannast á Olafi Jóhannessyni. En best er að víkja Iítillega að efni bókarinnar. Fremst er aUlangt við- tal við Olaf eftir Gylfa Gröndal, alúð- lega gert eins og hans var von og vísa, og Olafur segir notalega frá bernskudögum, skólaárum o.fl. Þá kemur greinin „FarsæU maður úr Fljótum norður” eftir Eirík Pálsson. Þetta þykir mér langskemmtUeg- asta ritsmíöin í bókinni, yljuð góöri kímni og listavel skrifuð. Og þótt Bókmenntir Andrés Kristjánsson hún sé hvergi hrifinyrt um of lýsir hún manninum Olafi betur en flest annað í þessari bók og færir lesand- ann nær honum. Mestur bálkur bókarinnar er um lögfræðUeg efni og háskólakennslu Olafs og ritverk í fræðigreininni. Um það efni rita þeir Þór VUhjálmsson, Páll Sigurðsson, Guðmundur Alfreðsson, Guðmundur Eiríksson og e.t.v. fleiri. Eiríkur Tómasson ritar greinargott yfirlit um löggjafarstarf í ráðherratíð Olafs. Þetta er allt saman nokkurs virði í fræðum þess- um og á vel við í Olafsbók. Hylling samflokksmanna Þá vantar aUs ekki hyllingu sam- flokksmanna og kjördæmisbræðra í bókina, og virðist enginn skerast úr leik. Þetta eruaUt saman snoturleg- ar greinar og hóflega lofbomar en um leið gildur vitnisburður um sam- starf Olafs við forystulið sitt í héraöi. Þessar greinar rita þeir Jóhann Þorvaldsson, Grímur Gísla- son, Stefán Guðmundsson, PáU Pétursson og Bogi Sigurbjörnsson, og Ágúst Þorvaldsson lítur yfir stjórnmálaferil Ölafs svona til hliðar við noröanmenn. Einnig gefur Alfreð Þorsteinsson vitnisburð fyrir hönd Reykvíkinganna, sem erfðu Olaf. Eg sakna mjög Bjöms Pálssonar úr fylkingu norðanmanna. Þórarinn Þórarinsson ritar skýrlega grein um landhelgismálið og Olaf og leiðir fram haldbær rök, þótt mér hafi jafnan fundist að Olafur heföi stund- um mátt vera harðari í horn að taka þar — af því aö hann harönar svo vel og þetta var vopnabrak. Tvær greinar bregöa þarna skýr- ustu ljósi yfir atburði, að hálfu falda bak við tjöld, frá hörðustu hUdi sem Olafur hefur háð í stjórnmálum — úrslitaþætti í fæðingu og dauða ríkis- stjórna hans. Magnús Torfi Olafsson lýsir hreinlega því sem gerðist í um- brotunum þegar vinstri stjórn Olafs sprakk vegna undarlegheita og sundrungar í röðum Frjálslyndra og vinstri manna. Þaö er fengur að þessari skýrslu, því að þarna verður ljósara sitthvað, sem illskUjanlegt hefur verið ýmsum utan dyra. Sama er að segja um grein HaU- dórs E. Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra, um samstarfiö við Olaf í tveimur ríkisstjórnum. Halldór und- irstrikar þar með glöggskyggni ýmsa bestu stjórnmálakosti Olafs og sýnir góö dæmi um þá, og einnig verður margt miklu ljósara um „jarðeldana” og skjálftana í þessum^ stjórnum. Það er fengur aö því, þeg- ar menn, sem gerst vita, lýsa undir yfirborðið með þessum hætti eftir á — lausir úr viðjunum. Sísti og vafasamasti kafli þessar- ar bókar þykir mér vitnaleiðsla sú, sem þarna fer fram um sambúð ráðuneytismanna við Olaf. Það er rétt eins og verið sé að færa til betri vegar einhverjar snurður sem orðið hafi á þeirri sambúð en þaö er auð- vitað alveg fráleitt að nokkrum sem eitthvað þekkir tU Olafs og afburða HdNZKdR ERU HLÝ JÓLdGIÖF TÖSKUOG HANZKABOÐIN HF SKÓLAVORDUSTlQ 7 SlMI 1SS14 REYKJAVtK llllllllllllllllllllllllll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.