Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 8
8 DV. MANUDAGUR19. DESEMBER1983. HAItSEL Hársnyrtistofa • Tindaseli 3 Sími 79266 Hársnyrting fyrir dömur, herra og börn. Opið: Mánud., þriðjud., miðvd. og föstud. kl. 9—18 Fimmtudaga kl. 9—20 Laugardaga kl. 9—12 Timapantanir ísíma 79266. Agnes ogIngunn HITTVAR HUGSÝN. GIFTIST ÞU Allt verk Heiðreks er könnun og lýsing mannheima í einhverjum skilningi: umhveríi mannsins, mannlegt íélag og allra helst hugarheimur mannsins, reynsla hans og tilíinningalíf Gísli Jónsson mennta skólakennari valdi ljóóin í bókina. Heiðrekur er í hópi bestu skálda og hefur eflst með hv^^i nvrri bók. Útlönd Útlönd Útlönd é\ Andropov sagöur eiga aðeins tvö ár eftir ólifaö Sovéskir læknar huga Yuri Andro- pov forseta ekki líf nema til mest tveggja ára, samkvæmt því sem tíma- ritiö, .Newsweek” heldur fram. Tímaritið ber fyrir sig læknaheimild- ir í Sovétríkjunum og heldur því fram aö hinn 69 ára gamli Andropov eigi við aö stríöa alvarlegan nýrnasjúkdóm. Segir í frétt Newsweek aö hann eigi ekki nema 18 mánuöi til tvö ár ólifað. Andropov, sem hefur ekki komiö fram opinberlega í fjóra mánuði, er sagður í meöferö á sérstöku sjúkrahúsi í útjaöri Moskvu, þar sem fulltrúar í miöstjórn kommúnistaflokksins fá um- önnun. Tímaritiö segir í frétt sinni aö læknarnir vilji ekki aö Andropov taki upp störf aftur í bráö en vonast sé til þess aö hann geti verið viðstaddur setningu þingsins 28. desember. Hefur það læknaheimildir fyrir þvi aö Andropov þurfi hvíldar meö og nýrnavélar sem hreinsi blóð hans af úrgangsefnum er biluð nýrun geti ekki annast. Spáir blaöiö því aö Andropov veröi óvinnuhæfur um langt bil. Tímaritið segir aö batahorf ur Andro- povs séu litlar og ef ekki verði einhverjar nýjar uppgötvanir í lækna- vísindunum varöandi sjúkdóm hans geti hann vart vænst þess aö lifa lengur en tvö ár í lengsta lagi. Fyrir tveim vikum töldu vestrænir sendifulltrúar aö þeir heföu séö leiö- togann á ferö til Moskvu en ekkert bendir til þess aö hann hafi hafið störf aö nýju. Leonid Zamayatin, talsmaður kommúnistaflokksins, sagöi á blaöa- mannaf undi í síðustu viku að Andropov heföi átt viö veikindi aö stríöa en væri þegar byrjaður störf að nýju. Andropov hefur ekki sést opinber- lega síöan 18.ágúst. Nakasone tapaði meirihlutanum Frjálslyndir demókratar geta þó myndað stjóm með utanflokksþingmönnum — Tanakaendurkjörinn Frjálslyndir demókratar töpuöu yfir fjörutíu þingsætum í kosningunum í Japan í gær og þar meö þingmeirihluta sinum. Tölvuspár sýndu þó aö flokkur- inn gæti myndaö nauman starfsmeiri- hluta með stuðningi nokkurra utan- flokksþingmanna. Tanaka náði endurkjöri með mesta atkvæðamagni sem hann hefur nokkru sinni hlotið. Talningu var nær lokiö í morgun og stefndi til þess aö frjálslyndir fengju aðeins um 250 þingsæti af 511 í fulltrúa- deildinni. En í nótt höföu sjö utan- flokksþingmenn boðiö stuðning sinn til stjórnarmyndunar og líklegt þykir að fleiri bætist viö. Þrír ráöherrar stjórnarinnar voru í hópi þessara 40 þingmanna flokksins sem ekki náöu kjöri. En Kakuei Tanaka fyrrum forsætisráöherra náöi endurkjöri í Niigata-kjördæmi með mestu atkvæðamagni sem hann hefur nokkrusinni fengiö. Kostningaúrslitin voru þó mikiö áfall fýrir Tanaka-áhrifablokkina innan flokks frjálslyndra demókrata. En mesta áfallið var þó Yasuhiros Naka- sone forsætisráöherra sem þótti tefla mjög djarft þegar hann boöaöi til kosninga núna á meöan Lockheed- mútumáliö er efst á baugi eftir dóminn yfir Tanaka. Hann þykir hafa tapaö sínu tafli og óvíst um áframhaldandi formennsku hans í flokknum. Naka- sone hefur aöeins veriö 13 mánuöi for- maður og forsætisráöherra. Fyrir kjördag höföu flestar spár, byggðar á skoðanakönnunum, hnigiö tÚ þess aö frjálslyndir mundu tapa fylgi en halda örugglega meirihluta. Flokkurinn hef ur veriö í stjóm í 28 ár. Nú þykir allt í óvissu um hvort stefna Nakasone nái fram aö ganga um aö efla varnir Japans, opna landiö fyrir innflutningi erlendis frá og auka af- skipti Japans af alþjóðamálum. Nakasone tefldi djarft og þykir hafa tapað eftir afhroð flokks síns sem farið hefur með st jórn í 28 ár. KAWAl ÞVERFLAUTUR ViðurkennH japönsk gæðavara Ém ^ FL. 280, silfurhúðuð, kr. 7.339,- FL. 400, silfurhúðuð, silfurblanda i munnstykki, kr. 7.920,- FL. 500, silfurhúðuð, silfurblanda i munnstykki, E. Meachanism., kr. 8.917,- FRAKKASTÍG 16 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.