Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Side 44
 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið ~ m í»fr “ ASTROS NR4 / HEIMSMEISTARAKEPPNINNI íDISKÓDANSI Ástrós Gunnarsdóttír, 19 éra Reykjavíkurmær, vann það afrek fyrír skömmu að ríá fjóröa sæti i heimsmeistarakeppni i diskódansi. Er það ekki svo lítið þegar haft er i huga að keppendur voru alls 32 fré jafnmörgum þjóðlöndum. Ástrós býr i Stóragerði i Reykjavík og stundar nám við Menntaskólann i Hamrahlið og stefnir að stúdents- prófi um jólin. ,,Ég hef mestan éhuga á jassballet og nútimaballett og er staðráð- in i að fara utan til náms i þeim fræðum hið fyrsta," segir Ástrós, „tit Bretlands, Bandarikjanna eða Þýskalands. " Ástrós se'gir þátttöku sina i heimsmeistarakeppninni hreina tilvilj- un, hún hafi sýnt dans með dansstúdiói Sóleyjar og langað til að keppa. ,,Ekkert frekar i heimsmeistarakeppninni heldur bara ein- hverrí keppni." Danssporum Ástrósar, sem hún tók i London og tryggðu henni fjórða sætið, hefur verið sjónvarpað um viða veröld en þrátt fyrir það hafa henni ekki boðist nein tilboð utan úr hinum stóra heimi, ekki einu sinni fengið aðdáendabréf... „en mér er alveg sama um það". Að sögn Ástrpsar hefur diskódans tekið miklum breytingum að undanförnu, núoröið sé þetta órðin blanda af dansi, leikfimi og akrobatik, ágætis trimm fyrir þá sem vilja halda linum í lagi. Sjálf er Astrós 50 kg, hún dansar hvar sem er, heima hjá sér, úti á götum og jafnvel í friminútunum i Harmablið. En tónlistin verður lika að vera i takt og uppáhaldslagið hennar Ástrósar þessa stupdina heitir ein- faldlega: Hey You Rock Steady Crew. . . . -EIR. Hvar er mamma? Ekki er allt sem sýnist, ekki einu sinni músaveiðar. Það sannaðist á ungum íslenskum hjónum, búsett- um í New York, þegar þau tóku sig til og ætluðu að losa sig við mús, eina sem sannanlega hafði gert vart við sig í íbúð þeirra. Músa-: gildra af gömlu gerðinni var sett upp með osti og tilheyrandi og sú Jitla gekk í gildruna eins og ráð' hafðiveriðfyrirgert. Allir voru ánægöir þar til næsta | morgun er risið var úr rekkju. Fyrir utan litlu músarholuna stóðu; 12 örsmáir músarungar og úr aug- um þeirra mátti iesa: — Hvar er' Rómversk beinagrmd — kemur breskum hommaákaldan klaka Peter Reyn-Bardt, búsettur í norðvestur-hluta Englands, var heldur óheppinn nú fyrir skömmu. Fyrir tilviljun fannst beinagrind í garöinum hjá honum og þegar hann var spurður út í fundinn viö- urkenndi hann að hafa myrt konu sína fyrir 23 árum. Hún hafði verið að biðja hann um peninga og gerði Peter sér þá lítið fyrir og kyrkti kvenmanninn. Peter Reyn-Bardt hafði álitið verknaðinn hinn fullkomna glæp sem aldrei kæmist upp og þaö hefði auðveldlega getað oröið svo ef Peter hefði ekki veriö of fljótur á sér þegar beinagrindin kom upp í garðinum hjá honum. Beinagrind- in var nefnilega ekki af konunni hans heldur af rómverskum her- manni og hvorki meira né minna en 1573 ára gömul. „Beinagrindin mun vera frá því áriö 410,” sagöi dómarinn í réttinum. Peter Reyn-Bardt og kona hans, Malika de Femandes, komust á forsíður flestra breskra dagblaða þegar þau giftu sig árið 1959 eftir að hafa þekkst i aðeins tvær klukkustundir. Var eftir þeim haft að þama væri á ferðinni ást viö fyrstu sýn. Faðir brúðgumans hef- ur aftur á móti lýst því yfir í réttar- höldunum að þama hafi verið á ferðinni plat-hjónaband, Peter son- ur sinn, hafi verið hommi og viljaö villa samstarfsmönnum sinum hjá bresku flugfélagi sýn meö þessum ráðahag. Og konan hefði einvörö- ungu kvænst honum til að fá aö fljúga frítt með flugfélaginu þar sem Peter starfaði. Síðustu fréttir: Peter Reyn-Bardt hefur verið dæmdur í lífstíðarfang- elsi. Olympíuleikarnir 1992 — íBarcelona? Borgaryfirvöld í Barcelona á Spáni hafa lýst yfir áhuga sínum á því að halda ólympíuleikana 1992. Vonast þau til að 500 ára afmæli ferðar Kólumbusar yfir hafið frá Spáni til Ameríku komi samninga- mönnum þeirra til góða þegar málið verður tekið fýrir hjá alþjóða ólympíunefndinni. Aðrar borgir sem lýst hafa áhuga sínum á leikunum eru Stokkhólmur, París, Nýja Delhí og Brisbane í Ástralíu. Pasqual Maragall, borgarstjóri í Barcelona, segir borg sína vel í stakk búna til að takast á við verkefnið, mikil íþróttamannvirki eru þegar til staðar og teikningar að því sem vant- ar liggja klárar á borðum borgar- stjórans. Einungis á eftir að leita samþykkis spænsku ríkisstjómar- innar áður en formleg umsókn verð- ur send alþjóða ólympíune&idinni í desember á næsta ári. ,,Kostnaður mun nema 21.000 mill- jónum króna,” sagði borgarstjórinn og bætti því viö að þetta væri í fjórða skipti sem Barcelona „reyndi” við leikana. Fyrst 1924, þá 1936 og síðast 1972, alltaf án árangurs og þá er að bíða ogsjá 1992. . . Nou Camp-leikvangurinn i Barcelona þar sem ólympíueldurinn verður að öllum líkindum tendraður ef borgarstjóranum i Barceiona verður að ósk sinni um að fá að halda ólympíuleikana 1992. Leikvangurinn rúmar 120 þúsund áhorfendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.