Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 14
14 Rakarástofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 Tónlist á hverfu heimili umjólin Glœsileg trévara Brauðbretti, kjotbretti, salatsett, skálar og fl. Búsáhöld og gjafavörur Glæsibæ, sími 86440 Æskunnar í ár eru: • Kári iitli og Lappi - Hin sígilda barnabók Stefáns Júliussonar. • Poppbókin — í fyrsta sæti - Fróðlega skemmtibókin með umtöluðu viðtölunum við Bubba, Ragnhildi, Egil Ólafsson, o.fl. skráð af Jens Kr. Guðmundssyni. • Við klettótta strönd - Mannlífsþættir undan Jökii - Stórbrotin viðtalsbók eftir Eðvarð Ingólfsson. • Olympíuleikar aðfornu og nýju - eftir Dr.lngimar Jónsson. • Sara - Falleg litmyndabók. • Frú Pigalopp og jólapósturinn - Litskrúðug ævintýrabók. • Margs konar dagar - Skopleg barna- og unglingabók. • Við erum Samar - Skemmtileg litmyndabók um Sama. • Tilfundarvið Jesú frá Nasaret - Fyrsta bókin í bókaflokki um fólk sem haft hefur mikil áhrif á aðra. • Lassi í baráttu - Hressileg unglingabók. __________________Æskan Laugavegi 56 Sími 17336 Eflfi I H5WMr>5?.,íG er HUOAGUMÁM VG DV. MÁNUDAGUR19, DESEMBER1983. Menning Menning Menning Að vera sönn Virginia Woolf: Sérherbergi. Helga Kress þýddi. Rv., Svart á hvítu, 1983. 165 bls. Bók er oss gefin, afbragösgóð og einkar vel þýdd: „Sérherbergi” eða „A Room of One’s Own” eftir enska rithöfundinn Virginíu Woolf — rit- gerö sem kom út óriö 1929 og byggði á tveimur fyrirlestrum frá árinu áöur þegar Virginía haföi veriö beöin aö tala um konur og skáldskap viö tvo kvennaháskóla í Englandi. Rit- geröin er látin halda áferö og yfir- bragöi fyrirlestrar, hún hefst og lýk- ur á ávarpi höfundar til áheyrenda (eöa lesenda) og þeir eru allan tím- ann meö í frásögninni. Næði Kjarni málsins er aö vitsmunalegt frelsi er háö efnislegum aöstæöum og skáldskapur er háöur vitsmunalegu frelsi. Eigi konur aö geta skrifaö þurfa þær aö hafa peninga og sérher- bergi; fimm hundruö pund á ári segir Virginía og herbergi sem hægt er aö læsa. Þær hafa hvorugt haft og raunar hefur þeim alla tíö verið bægt frá því aö skrifa og hugsa: aöstöðu- leysið, fátæktin og fjandskapur um- hverfisins: Þeim bar aö sinna ööru sem allt var andstætt sköpun. Snilli- gáfa hefur mikil veriö til meöal kvenna, en sködduö og kúguö braust hún út í bældum og bitrum kveðskap, geöveiki, einangrun og sjálfsmorð- um. Það er fyrst á öndverðri síðustu öld aö konur — svo sem Jane Austen og Brontésystur — fara aö skrifa vel; góöar skáldsögur. Og í samtíma sínum og þeirra kvenna sem hún talar til eygir Virginía möguleika þess aö ótal konur eigi kost á því næði sem er forsenda skrifta: konur geta allt ef þær fá aö reyna, takist þeim aö standa óstuddar. En fleira kemur til, þaö þarf anda- gift og sköpunarkraft, og þar aö auki ákveöna afstööu, hneigð eöa vitund. Skóldskapur er átak og mikil vinna, og verður ekki frjáls og óheftur nema hugur skáldsins eyöi hindrun- um og aöskotahlutum. Þaö má ekki vera hatur í oröunum, hvorki opin- skátt né innibyrgt: á sama hátt og hatur og órátta til aö niðurlægja aðra og upphefja sig brengla og skekkja mestalla umfjöllun karla um konur hefur hatriö eyðilagt ótaldar skáld-. sögur kvenna. Konur eiga ekki stöö- ugt aö standa í því aö svara gagn- rýni, þær eiga að vera þær sjálfar; Bókmenntir MárJónsson leita eigin og einlægrar tjóningar og skrifa eins og kona sem hefur gleymt því aö hún er kona: óendanlegt og ó- þekkt líf kvenna bíður eftir því aö veröa skráö. Og hinu kyninu þarf aö lýsa, einkum því sem það er blint á sjálft. Kynvitund er vond og góöur rithöfundur er í senn karl og kona, kven-karllegur eöa karl-kvenlegur. Næmi Þaö er meö ólíkindum hvaö Virginía Woolf tekur vel eftir og hvaö henni dettur margt í hug. í bókinni segir hún sögu daganna tveggja á undan fyrirlestrunum; atburðum og aögeröum sem hvöttu til hugsana er ofið saman viö hugmyndir hennar, skoöanir og umræöu: höfundur er staddur í bænum Oxbridge (sem ekki er til), gengur um og fer í matarboð, dettur þetta og hitt í hug; hún er í íbúö sinni í Lundúnum, grípur í bók og bók, les og flettir; hún fer í British Museum, gerir þar og hugsar þetta og hitt. Hún vekur meö þessu upp þúsund spumingar smáar og stórar, þær stökkva og steypast aga- lausar út um allt; hún varpar fram milljón hugdettum og vísar á ótal smáatriði sem öll vekja til umhugs- unar. Dásamlegt hugarflug, gáfur og skarpskyggni. Hana langar aö leita sannleikans, en þaö er ekki sannleiki staöreyndar- innar og sönnunarinnar sem hún vill, heldur sannleiki draums, skynjunar ogtilfinninga, jafnvellyginnar. Þaö eru engar sannanir eða niðurstööur til, aðeins raunveruleikinn eins og hann er og eins og hann virðist vera; engin samkeppni um aö hafa rétt fyrir sér en aörir rangt, aðeins er hægt aö vera einlægur og heiöarleg- ur og sýna hvernig maður komst á þá skoöun sem maður hef ur. Gæði Þýðingin er góö, svo góð að þegar ég fór aö bera hana saman viö enska textann átti ég jafnauövelt með aö gleyma mér og halda áfram í henni og honum. Stíll Virginíu er fallegur og vandaður; langar og líöandi setn- ingar renna hnökralaust í styrkri byggingu, smekklegar líkingar og skemmtilegar myndir. Málflutning- ur hennar er afdráttarlaus en þægi- legur og án tilgerðar eöa lótaláta, skreyttur spaugi. Á stundum reiöist hún, en segir þaö hégómlegt og heimskulegtogséraðsér. Húnásak- ar heldur enga né deilir út sök. Þýö- ingin sýnist mér koma þessu öllu til skila. Sjálf er bókin eiguleg, svört og notaleg í laginu, nema kjölurinn er næstum Ijótur. Letriö er laglegt og pappírinn er í .góðum gulum lit; ný- komin úr prentsmiðju lyktaöi bókin vel. Kápumyndin er snotur, en um margt undarleg; prentvillur fundust tvær, hvar sem þær nú hafa komist inn. Stuttur inngangur þýöanda er gagnlegur, svo og greinargóðar at- , hugasemdir og skýringar í lokin. Vinsæll náungi Einar Áskell Bergström, Gunilla: HVAÐ VARÐ UM EINAR ÆRSLABELG? íslensk þýfling: Sigrún Árnadóttir. Rvík. Mól og menning, 1983. Bækur Gunillu Bergström um Einar Áskel hafa notiö mikilla vinsælda meöal yngsta mannfólksins frá því aö sú fyrsta kom út. Söguhetj- an Einar Áskell viröist mér býsna líkur öðrum strákum á sama reki. Hann hugsar um mikilvæga hluti frá sjónarhóli fólks á aldrinum frá svona þriggja til átta-níu ára. Höfundurinn lætur Einar fást viö hluti sem eru þáttur í daglega lífinu. Til dæmis hvaö þaö getur tekið langan tíma aö sofna á kvöldin og eins hvaö þaö getur verið erfitt og tímafrekt aö klæða sig á morgnana. Það er svo margt sem dreifir huga Einars karlsins. En allt gengur þetta aö lokum. I bókinni Hvað varö um Einar ærslabelg? er Einar aö byrja í skóla í fyrsta sinn. Hann er eins og flestir krakkar fullur eftirvæntingar og til- hlökkunar. En undir niðri er hann líka kvíöafullur. Maöur er jú alltaf svoh'tið kvíðinn aö takast á viö hiö nýja og ókunnuga. Og kvíöinn og Bókmenntir Sigurður Helgason eftirvæntingin hefur þau áhrif á stráksa að fööur hans finnst hann vera alveg óþekkjanlegur. Að hugsa sér, hann hlýöir honum um leiö og hann biöur hann um aö ganga vel frá fötunum sínum á kvöldin, aö kveikja ekki á vasaljósinu eftir aö búiö er aö slökkva í herberginu hans á kvöldin og hann þvær sér um hendumar um leið og pabbi hans biður hann um það. Já, þaö er svo sannarlega eitthvað á seyði. Einar Áskell er ekki eins og hann á aö sér að vera. Annars er þaö skemmtilegt meö foreldrana aö þeir eru óánægðir þeg- ar börnin hlýöa ekki strax en um leið og þau fara aö hlýöa á stundinni fara þeir aö hafa áhyggjur. Bamið er ekki eins og þaö á aö sér aö vera. Og undir niðri veröa þeir ánægöir þegar þau eru „hæfilega óþekk”, eins og þau em vön. Svo kemur fyrsti skóladagurinn og þá hittir Einar Áskell kennarann sinn. Kvöldið áöur hafði Einar átt erfitt meö aö sofna — líklega vegna kvíöans. En kennarinn trúir bekkn- um fyrir skrýtnu leyndarmáli. Hún hafði nefnilega sjálf átt erfitt meö aö sofna vegna kvíða. Hún var kvíöin vegna þess aö hún átti aö fara aö kenna stómm hóp af krökkum sem hún hafði aldrei séð áöur. Bækurnar um Einar Áskel em sérstaklega hentugar til aö lesa fyrir krakka og eins til lestrar fyrir byrjendur. Söguþráðurinn er einfaldur en samt skemmtilegur og hlutirnir sem Einar Áskell tekst á viö eru þeir sömu og Jónar og Gunnar á Islandi mæta oft á lífsleiöinni. íslensk þýöing Sigrúnar Ámadóttur er létt og lipur — og þaö kemur vel fram þegar lesið er upphátt. En þaö sem skiptir kannski mestu máli er aö krakkarnir biöja foreldrana aftur og aftur um aö lesa um Einar Áskel. -sh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.