Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 25
24 DV. MÁNUDAGUR19. DESEMBER1983. íþróttir íþrótt íþróttir íþróttir íþróttir Juventus sigraði Inter Milano 2—0 í Torino í 1. deildinni ítölsku í gær og hefur nú eins stigs forustu, 17 stig, á meistara Roma. Þeir náðu góðu stigi í gær. Jafntefli 0—0 við Fiorentina á úti- velli. Úrslit í öðrum leikjum. Avellino-Pisa 1—1 Catania-Ascoli 1—1 Lazio-Udinese 2—2 AC Milano-Torino 0—1 Sampdoria-Napolí 1—1 Verona-Genúa 0—0 körfuna, þar til staðan var 13—12 fyrir IR. Eftir það tók skorið að dreifast á leikmenn en þegar staðan var 25—25 náðu Keflvíkingar mjög góðum kafla. Þorsteinn Bjarnason tók aö hitta eftir nokkur misheppnuð skot en þá skoruðu heimamenn 10 stig án þess að iR-ingar gvöruöufyrirsie. Líkast til aö hafa Keflvíkingar verið nokkuð sigurvissir eftir hlé — hraði og ákveöni tR-inga kom þeim greinilega í opna skjöldu. Jón Kr. Gíslason, besti maður IBK, skoraði að vísu fyrstu körfuna, en þá tók á sig rögg Benedikt Ingþórsson, sem gætt hafði Jóns vel í fyrri hálfleik. Átti hann stærstan þátt- inn í því að iR-ingar sneru leiknum sér allrækilegaí hag.SkoruðulR-ingar26 stig á meðan IBK náði aöeins sex stig- um, 52—41. Ekkert fékk stöövað gest- ina, — hver sóknarlotan af annarri gekk upp með skoti beint í körfuna á meðan Keflvíkingar gerðu sig seka um klaufaskap og aö hitta ekki. Leikur þeirra hrundi eins og spilaborg. Ragnar Torfason átti síðan góðan loka- sprett ásamt Jóni Jörundssyni sem sveif í þrígang að iBK-körfunni á síö- ustu minútunni og skoraði í öll skiptin. Kolbeinn Kristinsson læddi einni körfu þar á milli. ÍR-ingarnir sýndu þama hvaö í lið- inu býr. Ef það hefur trú á sjálfu sér og þor til aö „keyra” á fullu getur það sigrað hvaða lið sem er. Miðað viö þennan leik má undrum sæta að það skuli vera í neðsta sæti. Tap IBK hlýtur að vera leikmönnum vonbrigöi. Botnbaráttan heldur áfram. Sigur í leiknum hefði sett þá jafnfætis Valsmönnum sem hefði gert þeim róð- urinn léttari. Spurningin er hvort þeir eigi ekki að nota yngri mennina meira, sérstaklega þegar illa fer að ganga, eins og Guðjón Skúlason og Sig- urð Ingimundarson sem lengstum sátu á bekknum. Maöur leiksins: Gylfi Þorkelsson. Stig IBK: Þorsteinn Bjarnason 17, Jón Kr. Gislason 21, Oskar Nikulásson 7, Sigurður Ingimundarson 4, Guðjón Skúlason 4, Bjöm Skúlason 2, Pétur Jónsson2. Stig IR: Gylfi Þorkelsson 18, Bene- dikt Ingþórsson 12, Hjörtur Oddsson 10, Hreinn Þorkelsson 10, Ragnar Torfason 10, Kolbeinn Kristinsson 8, Jón Jörundsson 8. Dómarar vom hinir ömggustu, þeir Ingi Gunnarsson og Kristbjöm Al- bertsson. emm Tvö heimsmet ílyftingum Alexander Gunyashev, Sovétríkjun- um, setti nýtt heimsmet í snömn í yfir- þungavigt í lyftingum á móti í Leningrad í gær. Snaraði hvorki meira né minna en 207,5 kg. Bætti heimsmet- ið, sem landi hans Antoly Pisarenko setti í Moskvu nú í október, um 1,5 kg. Þá jafnhattaöi Gunyashev 255 kg I keppninni og setti því einnig nýtt heimsmet samanlagt, 462,5 kg. Bætti heimsmetið þar, sem Alexander Kurlovich átti, um 2,5 kg. hsím. Juventus í ef sta sæti Körfuknattleikur, úrvalsdeild, IBK-ÍR 57—76 (37—27) Eftir fyrri hálfleikinn syðra á föstu- dagskvöldið var dökkt útlitið hjá ÍR- ingum. Þeir voru tíu stigum undir, 27— 37, gegn ákveðnum Keflvíkingum og máttu alls ekki við því að tapa þessum leik ef þeir áttu að eiga einhverja von um að halda sæti sinu i úrvalsdeildinni, með aðeins tvö stig. Engu var likara en þeir hefðu fengið vítaminsprautu í leik- hléi. Seinni hálfleiklnn léku þeir af, miklum krafti og festu. Söxuðu smám saman á forskotið og sigruðu með miklum mun, 76—57, og hefndu þar með ófaranna frá því i fyrri leiknum í Keflavik sem þeir töpuðu eftir fram- iengingu. Heimaleikirnir eru nú orðnir mikiö íhugunarefni fyrir Keflvíkinga. Þrátt fyrir góðan stuðning áhorfenda, sem jafnan fjölmenna, gengur hvorki né rekur hjá þeim. Oskar Nikulásson og Jón Kr. Gísla- son sáu um að skora á fyrstu mínútun- um fyrir IBK en bræðurnir Gylfi og Hreinn Þorkelssynir voru svo til ein- iráðir við að koma knettinum í IBK- ISLANDS LEITAÐ UM ALLAN HEIM „ísland er einnig erlendis," segir Matthías. í þessu úrvali íerðasagna íer hann með okkur um Skaítaíellssýslu, Dali og Djúp, Austfirði og Óddðahraun, Bandaríkin og Norður- og Suður-Evrópu. Matthías er hinn besti leiðsögumaður, íundvís d menningarverðmceti og kryddar ferðasögur sínar skemmtilegum hugdettum og léttum ljóðum. Sameiginlegt einkenni rispanna er írjdlsrœði stílsins, léttleiki og gamansemi. P Úrvalsdeildiníkörfuknattleik: ^ y IR-INGAR NÆLDU SERI TVÖ STIG í KEFLAVÍK Hafsteinn Óskarsson. Hafsteinn sigr- aðiíFirðinum ÍR-ingurinn Hafsteinn Óskarsson varð sigurveg- ari í Stjörnuhlaupi FH á iaugardag. Hljóp 5 km á 16,58 mín. Sigurður P. Sigmundsson, FH, varð annar á 17:04 og Gunnar Birgisson, ÍR, þriðji á 17:52 mín. í kvennaflokki, 3 km, sigraði Hrönn Guð- mundsdóttir, ÍR, á 11,30 min. Hörkuskot Karls íþverslána — þegar Paris SG og Laval gerðu jafntefli íFrakklandi Frá Árna Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi: Laval-liðið kom mjög á óvart í París á laugar-1 dag, geröi jafntefli 0—0 við París SG í 1. deildinni og I Karl Þórðarson var mjög óheppinn að skora ekki I fyrir Laval í leiknum. Átti hörkuskot í þverslá. Sene I splundraði vörn Parísarliðsins, gaf á Karl, sem [ spyrnti viðstöðulaust á markið rétt við markteig-1 inn. Knötturinn hafnaði í þverslánni. Karl var mjög áberandi í öllum sóknaraðgerðum | Laval. Atti tvö önnur góð skot auk slárskotsins. | Jafntefli í leiknum var sanngjamt. Paris SG fékk | [ sín færi, einkum Ngon, semhannfór illameð. Mikil læti uröu í Bastia á Korsíku að venju en þó I I var hægt að ljúka leiknum. Það var ráðist á línuvörð I og er verið var að gera að sárum hans við ] hliðarlínu, þar sem meðal annars dómarinn og línu-1 vöröurinn vora hjá honum, hljóp áhorfandi niður á [ völlinn og sparkaði í höfuð hins línuvarðarins, sem | | varaðstumrayfirhonum. Bastia vann2—1. Urslitá laugardag. Monaco-Metz 2-2 Paris SG-Laval 0-0 Auxerre-Lens 4-0 Bastia-Brest 2-1 Rennes-Nantes 1-2 Lille-Toulouse 0-0 Nimes-Strasbourg 0-2 Þrír leikir voru í gær. Urslit. Nancy-Bordeaux 0-2 Sochaux-Rouen 1-1 St. Etienne-Toulon 1-0 Þeir Lacombe og Tusseau skoruðu mörk Bordeaux og liðiö hefur nú fimm stiga forustu. Staða efstu liöa. Bordeaux 23 16 4 3 49-22 36 Monaco 23 13 5 5 40-21 31 Nantes 23 13 5 5 28-15 31 Auxerre 23 14 2 7 37-19 30 ParisSG 23 12 6 5 38-23 30 Toulouse 23 12 4 7 38-28 28 Strasbourg 23 8 10 5 25-23 26 Laval 23 10 4 9 20-24 24 Neðst eru Rennes 16 stig, Brest 15 og Nimes 14. -hsim. Stórkostlegt að sigra hann - sagði Nýsjálendingurinn Lewis eftir að hafa unnið Björn Borg „Það er stórkostlegt að hafa sigrað hann, þótt það sé ekki nema einu sinni,” sagði Nýsjálend- ingurinn Chris Lewis eftir að hann sigraöi Björn Borg í öðrum tennisleik þeirra í Christchurch á Nýja-Sjálandi á laugardag í fjórum lotum, 6—4, 5— 7, 6—4 og 6—1. Fyrsti sigur hans á Birni gegnum árin en Lewis komst í úrslit á Wimbledon-mótinu í vor- -hsím. DV. MÁNUDAGUR19. DESEMBER1983. 25 íþróttir íþróttir Nu þarf Spánn að sigra með 11 marka mun - eftirað Holland sigraði Möltu 5:0 Í7. riðli Hollendingum tókst ekki að sigra Möltu nema með fimm marka mun í leik landanna í sjöunda riðli Evrópu- keppninnar í Rotterdam á laugardag, 5—0. Þeir hafa nú 13 stig í riðiinum, tveimur meira en Spánn, og enn er ekki öruggt að Hollendingar hafi tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í Frakklandi næsta sumar. Spánn leikur á heimavelli við Möltu næsta miðvikudag, 21. desember, og þarf nú að vinna með 11 marka mun til að komast í úrslitakeppnina. Yfir 58 þúsund áhorfendur sáu leik Hollands og Möltu á laugardag á leik- velli Feyenoord í Rotterdam. Þrátt fyrir stöðuga sókn Hollands í byrjun kom fyrsta markið ekki fyrr en á 18. mín. Gerald Vanenburg skoraði. Á 29. mín. skoraöi Ben Wijnstekers annaö mark Hollands. En síðan þurftu áhorf- endur að bíða lengi eftir þriðja markinu og þá hafði hollenska liöið gífurlega yfirburði. Frank Rijkaard skoraði þriðja markið á 71. min. og þá opnuðust flóðgáttir á ný. Peter Houtman skoraði það f jórða á 80. mín. og á síöustu mín. leiksins skoraði Rijk- aard fimmta markið. Staöan í riðlinum er nú þannig. Holland 8 6 1 1 22-6 13 Spánn 7 5 11 12-7 11 Irland 8 4 1 3 20-10 9 Island 8 116 3-13 3 Malta 8 1 0 6 4-25 2 -hsim. Kínverjinn vann Frost Kínverjinn kunni, Juan Jin, vann auðveldan sigur á Morten Frost, Danmörku, í úrslitaieiknum í einliða- leik karla á grand prix mótinu í bad- minton í Jakarta í gær. Tvær lotur, 15—2 og 15—6, en á mótinu kepptu nær allir bestu badmintonmenn heims. í undanúrslitum vann Frost Misbun Sidek, Malaysíu, 12—15,15-6 og 17—14 en Luan Jin vann Prakash Padukone, Indiandi, 15—7 og 15—11. Mjög á óvart kom að hinir heimsfrægu badminton- leikarar Indónesíu voru slegnir út áður en að undanúrslitunum kom. í einliöaleik kvenna sigraði heims- meistarinn Li Lingwei, Kína, löndu sína Han Aiping 11—0, 4—11 og 11—4 í úrslitum. -hsím. mm S>ERKEmÍLEGASTA BLOMAVERSLUN JLANDSÍNS 1 FJÓSÍ 03 HLÖÐU OAMLA &R.Z1ÐHOLTSE>VJLJSjfJS , . ± err>h - ; fjési-nu \oiCL u M<Dns>na.kofínn / ( yiabart - .7 J > , 4 { 4 /s/t S \4* tJ L*' ir* zJcih b,or-ncn ma& , J'ótatrésaJcóginn. 'A rnoban fzbbinn fa-r út í k-tiLcLan og /Hjá okkur hafa jclalrári a.Ld-re.L ve.lurfa.LL03a.sLa JóLaíréb i jóLakrés- lcomió uncLir joak. Via skóndum s,kóginum utand-jra, uelur mammart úLi i kulcí.-anurri i jóLatrásskóginurn &ér jólaskrauLíb vih fjósjiinn ab seija jóLakrén j&vo fxiu halcU LnnancLyra 03 krakkarnir hjáLpa tiL. barrincJ. Aern bast. BEEIDHOLTI -siwi 109RLYKIAVÍL rcxas i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.