Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 12
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B.SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍDUMÚLA12—14. SÍMI 8óM1. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Kvótaskiptingin i Búnaðarbankanum Eitt af lögmálum stjórnmálanna er sú samtrygging, sem viðgengst flokka í milli. Hún er fólgin í þeirri megin- reglu, að bitlingum er úthlutað til flokksgæðinga af hæfi- legri tillitssemi, þar sem hver flokkur hefur sinn kvóta. Allir fá sinn skammt af nefndum, ráðum og fyrirgreiðslu og sinn óskráða kvóta í embættaveitingum hins opin- bera. Þannig gætir hver um sig og allir saman hagsmuna hinna, í anda bræðralags og frímúrara. Þannig má sam- tryggja sig í pólitískum hneykslismálum, innsigla spill- inguna og slá eignarhaldi á forréttindin í þjóðfélaginu. Samtryggingin er fólgin í gagnkvæmum býttum. Ef ég geri eitthvað fyrir þig, þá gerir þú annað fyrir mig. Kaup kaups og allir eru samsekir, bera ábyrgð hver á öðrum, og enginn segir neitt af þeirri einföldu ástæðu, að enginn getur neitt sagt. Þeir sitja allir í sömu súpunni. Nýjasta dæmið af vettvangi þessa pólitíska bróðurkær- leika er skipan í bankastjórastöðu í Búnaðarbankanum. Þar eru þrír aðalbankastjórar. Sjálfstæðisflokkurinn á einn, Framsókn annan og sá þriðji er sonur pabba síns og hlaut embættið að erfðum, enda ættin sterk og kýs Fram- sókn. Framsóknarbankastjórinn Þórhallur Tryggvason lætur nú af störfum og nýr maður skal skipaður í hans stað. Nú er það auðvitað með bankamál eins og önnur , ábyrgðarstörf, að þau kref jast kunnáttu, starfsreynslu og annarra hæfileika. En öðru máli gegnir með bankastjóra- stöður hjá ríkinu og þá sérstaklega um þessa tilteknu bankastjórastöðu í Búnaðarbankanum. Hún er á yfir- ráðasvæði Framsóknarflokksins, og formaður flokksins telur sig hafa vald og stöðu til þess að senda bankaráðinu skilaboð, hvern hann telji hæfastan í starfið. Af þrem umsækjendum, sem allir voru flokksskráðir framsóknarmenn, vildi Steingrímur útnefna Hannes Pálsson sem bankastjóra, enda Hannes þessi af gamal- gróinni framsóknarætt og innundir hjá forystunni. Hinir umsækjendurnir voru Stefán Pálsson, forstjóri stofnlánadeildarinnar, og Stefán Valgeirsson, alþingis- maður af Norðurlandi eystra og formaður bankaráðs. Endirinn varð sá, að skilaboð Steingríms voru að engu höfð og Stefán Pálsson hreppti hnossið. Nú er það ekki aðalatriðið, heldur hitt, hver viðbrögðin eru. Formaður Framsóknarflokksins telur það svik, að bankaráðið hafi tekið fram fyrir hendur Framsóknarflokksins, og Stefán Valgeirsson telur það stóralvarlegt mál, „ef pólitískir andstæðingar geti ákveðið hver kjörinn er bankastjóri. Ég tel ekki nægilegt að menn séu framsóknarmenn yst klæða”, segir Stefán í viðtali. Með þessu orðum er Stefán Valgeirsson að gefa það í skyn, að nafni hans sé ekki framsóknarmaður af holdi og blóði, og fer þá að kárna gamanið. Nú er það auðvitað mál framsóknarmanna hvernig þeir skilgreina sjálfa sig, en gagnvart almenningi er afar fróðlegt að fylgjast með þeim vinnubrögðum, sem tíðkast við úthlutun embætta hjá ríkisstofnunum. Stjórnmála- mennirnir hirða ekki lengur um að fara leynt með bak- tjaldamakkið og hrossakaupin. Nú er verslaö fyrir opn-' um tjöldum. Deilan stóð ekki um það, hvaða bankamaður væri hæfastur til að taka við stjórn bankans. Hún stóð um það, hvaða umsækjandi væri framsóknarlegastur í vaxt- arlagi! Þessari deilu er ekki lokið. Kvótaskiptingin í fisk- veiðum er hjóm eitt miðað við deiluna um kvótann í Búnaðarbankanum. Hvar og hvenær sem konur setjast eð samningaborði eru dagvistarmátin ofariega á biaði. if W Æj | 1 \ J : y.: ■* má SKREF AFTUR Kristín Halldórsdóttir kom, aö í frumvarpi til fjárlaga fyrir áriö 1984 var aðeins gert ráö fyrir 30 milljón kr. framlagi ríkisins til þessa. málaflokks. Sú upphæö þýddi ekki aðeins stöönun. Hún þýddi spor aftur á bak í einu helsta baráttumáli kvenna um áratuga skeið. Hvar og hvenær sem konur setjast aö samningaborði eru dagvistarmálin ofarlega á blaði. I þeirri miklu umræöu, sem oröiö hefur undanfarnar vikur um kjör kvenna á Ferða- og risnu- kostnaður Til samanburðar viö þessa hækk- unartillögu, sem var sú eina, sem minni hluti nefndarinnar flutti sameiginlega, má geta þess, aö ferða- og risnukostnaður aöeins tveggja ráöuneyta, þ.e. utanríkis- ráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingaráöuneytisins, nam rúm- lega 20 milljónum kr. áriö 1982. Hvaö sem liður nauösyn á góöum tengslum • „í þeirri miklu umræðu, sem orðið hefur undánfamar vikur um kjör kvenna á vinnumarkaði, hefur krafan um dagvistarrými fyrir alla, sem á þurfa að halda, alltaf verið meðal forgangsmála.” í samningagerð launafólks viö at- vinnurekendur í október 1980 vó þungt á metunum loforð ríkisvalds- ins um aö leggja sitt af mörkum til þess að fullnægja þörf fyrir dag- vistarrými á næstu tíu árum, en lögum samkvæmt ber ríkinu að fjár- magna byggingar dagvistarheimila aö hálf u á móti sveitarfélögum. Orðrétt var yfirlýsing ríkis- stjómarinnar um þessi efni þannig: „Ríkisstjómin áformar, að á fjár- lögum ársins 1981 veröi 1100 milljón- um kr. varið til byggingar dagvistar- heimila. Er framlagiö viö þaö miðað, að ekki þurfi að standa á mótfram- lagi ríkisins í þessum málaflokki. Ríkisstjórnin mun í samvinnu viö sveitarfélögin beita sér fyrir áætlun um uppbyggingu dagvistarheimila á næstu árum meö þaö fyrir augum, að fullnægt veröi þörf fyrir dag- vistunarþjónustu barna á næstu 10 árum.” Samkvæmt upplýsingum aöila, sem unnið hafa að áætlanagerö í dag- vistarmálum og byggt hana á upplýsingum um þörfina á öllu landinu, heföi framlag rikisins til byggingar dagvistarheimila á næsta ári þurft að nema rúmlega 70 milljónum kr. Til þess hins vegar að standa viö lögboöið framlag — bara til þeirra bygginga, sem þegar eru hafnar, heföi framlag ríkisins þurft aö vera 57,6 milljónir kr. og rúmlega 65 milljónir, ef oröið heföi veriö við óskum um nýjar framkvæmdir, en slíkar óskir eru eölilega færri nú en ella vegna erfiörar fjárhagsstööu sveitarfélaga. Stöðnun Þaö var því ekki að undra, þótt mörgum hnykkti viö, þegar í ljós vinnumarkaöi, hefur krafan um dag- vistarrými fyrir alla, sem á þurfa að halda, alltaf verið meöal forgangs- mála. öryggi og velferð bamanna er konum alltaf efst í huga. I meðförum fjárveitinganefndar alþingis hækkaöi framlag ríkisins til byggingar dagvistarheimila um 1,64 milljón kr. Þá niöurstöðu gat minni hluti nefndarinnar engan veginn sætt sig viö og flutti sameiginlega breytingartillögu viö 2. umræöu um fjárlagafrumvarp til hækkunar um 20 milljónir kr. Hærra töldum við ekki rétt að fara meö tilliti til núver- andi efnahagsástands. viö ýmsa aöila bæöi utan lands og innan, er ekki nokkur vafi á því, aö feröa- og risnukostnað hins opinbera mætti lækka verulega, og hann ætti aö lækka verulega einmitt nú, þegar þrengir aö í þjóðarbúskapnum. Breytingartillaga minni hlutans hlaut ekki nægjanlegt fylgi. Aðeins einn þingmanna úr stjómarliöinu, Olafur Þ. Þóröarson, greiddi atkvæði meö henni. Hvert einasta „nei” verkaði sem hnefahögg. Skrefiö var stigið til fulls — aftur á bak. Kristin Halldórsdóttir, þingmaöur Samtaka um kvennalista. ebs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.