Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR19. DESEMBER1983. Jóna Jónsdóttir er látin. Hún var fædd á Fossvöllum í Jökulsárhlíð hinn 21. október 1903. Foreldrar hennar voru Guðrún Björnsdóttir og Jón HnefUl Jónsson, sem lést 12. maí 1903. Jóna giftist Einari Sigurbjömssyni og settust þau hjónin að í EkkjufellsseU. Jóna og Einar eignuðust fimm börn. Utför Jónu verður gerð frá Áskirkju í FeUum í dag kl. 13.30. Kristján Friðrik Jónsson, Hraunbæ 178,’andaöist 15. þ.m. Þorvalda Hulda Sveinsdóttir, HeUis- götu 21, Hafnarfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, aðfaranótt 16. desember. Helgi Kaj Rasmusscn bakarameistari, Suðurgötu 72, Hafnarfirði, lést í Borg- arspítalanum 16. desember. Guðrún Þorbjörasdóttir, Ásvallagötu 5, verður jarösungin frá Dómkirkjunni í dag mánudaginn 19. desember kl.' 13.30. Þórður Bjarnason, Hringbraut 97, lést 30. nóvember sl. Utför hans fór fram í Fossvogskapellu þann 14. desember sl. í kyrrþey aö ósk hins látna. Guörún Sæmundsdóttir frá Eystri- Garösauka andaðist í Reykjavik 13. desember. Jarðsett verður í Fossvogs- kapeUu þriðjudaginn 20. desember kl. 10.30. Érla Lárusdóttir, Ferjubakka 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaöakirkju í dag mánudaginn 19. desemberkl. 15.00. Guðni A. Jónsson úrsmiður, Öldugötu 11, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 20. desember kl. 10.30. Karl Guðmundsson, Laugabakka, verður jarðsunginn frá Melstaöar- kirkju þriöjudaginn 20. desember kl. 14.00. BUferö veröur frá Umferðarmiö- stöðinni kl. 8 aðmorgni sama dag. María WUhelmína HeUmann Eyvind- ardóttir lést 12. desember sl. Hún.var fædd í Reykjavík 25. febrúar 1901, dóttir hjóna: na Sophie Heilmann og Eyvindar Arnasonar. Ung að árum giftist María Áma Böðvarssyni út- gerðarmanni en hann lést áriö 1975. Þau eignuðust 6 böm. Utför Maríu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.00. Tapað-fundið Mjótt, fínlegt gullarmband tapaöist viö Laugaveg eða í grenndinni sl. laugardag. Uppl. í síma 82385. Týra týnd Kötturinn Týra hvarf frá heimili sínu aö Kirkjuvegi 15, Hafnarfiröi, fimmtudaginn 17. nóvember sl. Hún er svört aö lit meö hvítt trýni og smá hvítanblett á rófuendanum. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um 1 ýru eru vinsamlegast beönir um aö hringja i Helenu í síma 52821. Öskar Sveinsson frá Siglufirði lést á Borgarspítalanum miövikudaginn 14. des. sl. Hann var fæddur í Reykjavík 24. okt. 1903 og ólst þar upp. Árið 1927 flutti hann til Siglufjarðar og átti þar heima upp frá því og til dauðadags. Öskar starfaði lengst af ævinnar á sjónum og þá oftast á togurum. Sein- ustu árin starfaði hann við fiskvinnu í landi auk þess sem hann rak hænsnabú skammt frá heimili sínu að Suöurgötu 68. Utför hans fer fram frá Hallgríms- kirkju í Reykjavík þriðjudaginn 20. des. nk. kl. 15. © sffiffiSP ,^8374* 09*3’ Ferðalög Áramótaferð Ferðafélags- ins í Þórsmörk Brottför kl. 08 föstudaginn 30. desember og komiö til baka sunnudaginn 1. janúar. Góð aðstaða til ánægjulegrar dvalar í Skagfjörös- skála. Svefnpláss í fjögurra til átta manna herbergjum, setustofa, miðstöðvarhitun og gasljós. Boðið er upp á kvöldvökur og ára-; mótabrennu. Byrjiö nýtt ár í Þórsmörk með glööu fólki. Allar upplýsingar á skrifstofu Fl, Öldugötu 3, og þar eru einnig seldir farmiöar. öruggara er að tryggja sér far tímanlega. Ath.: Ferðafélagið notar allt gistirými í Skag- fjörösskála um áramótin fyrir sína f arþega. Ferðafélag Islands. Tónleikar Tónleikar í sal Menntaskólans í Reykjavík Nk. mánudag. 19. desember, heldur Tónskóh Sigursveins D. Kristinssonar kammertón- leika í sal Menntaskólans í Reykjavik. Á tón- leikunum koma fram nemendur á framhalds- stigum og flytja m.a. tónlist eftir John Dowland, Johann Sebastian Bach, Franz Sehubert, Villa Lobos og Leo Brouwer. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Sýningar Sýning — anddyri Landsbókasafns Fyrr á þessu ári voru liðin 150 ár frá andláti Baldvins Einarssonar en hann lést af slys- förum 9. febrúar 1833, aðeins 32 ára gamall. Segja má að með ólíkindum sé hve miklu hann fékk afkastað á svo skömmum starfs- ferli. Hann náði að skrifa um afnám verslunar- einokunar, uppeldis- og skólamál, atvinnu- mál, stéttaþingin og endurreisn alþingis, varðveislu tungunnar, trú sína á landið og þjóðina, um föðurlandsást og frelsið dýra. Baldvin Einarsson skrifaði um þessi hugðar- mál í rit sitt, Ármann á alþingi (4. árg.), í Um helgina Um helgina ÚTTEKT Á FORSETA Þaö var nokkuö um bitastætt efni í sjónvarpinu um helgina. Tvær kvik- myndir eftir eftirtektarveröa leik- stjóra. Á föstudagskvöldið var víö- fræg bresk kvikmynd Segir fátt af einum (Odd Man Out), bresk kvik- mynd eftir Carol Reed. Kröftug og dramatísk kvikmynd meö ágætum, leik James Mason í aöalhlutverkinu. Á laugardagskvöldiö var seinni kvik- myndin ein af minna þekktum kvik- myndum Ingmar Bergmans, Þvílíkt kvennaval. Þetta er aö því er ég held eina gamanmynd Bergmans og þrátt fyrir góöa kafla var lítill broddur í henni og skiljanlegt að Ingmar Berg- man skyldi ekki leggja út í að gera fleiri gamanmyndir. Þaö er mikill munur nú í jóla- amstrinu að hafa rás 2 á laugardög- um, létt tónlist, ágætir stjómendur, sem eru umfram allt léttir í skapi, er nokkuð betri hlustun heldur en „tilkynningalestur” rásar 1. Þaö er algjörlega tilgangslaust aö birta ein- hverja útvarpsdagskrá fyrir rás 1,' sem svo stenst ekki. Sem dæmi má nefna aö auglýst var á laugardags- morgun kl. níu: Fréttir, tilkynningar, Oskalög sjúklinga. Þeir sem kveiktu til að hlusta á óska- lögin þurftu aö bíöa til klukkan 10.45 eftir fyrsta laginu. Á sunnudagskvöldið var Glugginn á dagskrá en frekar líflaus var þátt- urinn í þetta skiptið og var ég fegn- astur því þegar honum lauk. Þá kom besta efni helgarinnar. Heimildamynd um John F. Kennedy, þann forseta Bandaríkjanna sem heimurinn syrgöi þegar hann var myrtur. Myndin er krufning á ferli hans sem forseta. Dregnir eru fram gallar hans og kostir, hvaö hann geröi bæöi í utanríkismálum og innanríkismálum sem í heild haföi afdrifaríkar afleiöingar bæði til góös og ills. Eftir stendur mynd af mót- sagnakenndum manni sem var á uppleið í valdamesta embætti heims- ins þegar hann var myrtur í Dallas. Hilmar Karlsson. önnur rit eða í bréfum sínuin. öll þessi skrif bera honum vitni sem frumherja í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Á sýningunni í Landsbókasafni eru prentuð rit Baldvins Einarssonar, sýnishorn handrita hans og sendibréfa, ennfremur þess sem um hann hefur verið skrifað og kveöskapur um hannlátinn. Aðalfundir Aðalfundur VÍV Aðalfundur VIV verður haldinn á Hótel Borg (turnherbergi) laugardaginn 17. des. nk. kl. 2 e.h. Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnurmál. M.a. veröur rædd tillaga um fræðslu- og menningarstofnun á vegum VlV, Kínversk- íslenska menningarfélagsins (KIM), Félagsins Island-DDR, Vináttufélags Islands og Kúbu (VlK) og hugsanlega fleiri skyldra félaga sem áhuga hefðu. A fundinn hefur sér- stakiega verið boðið formönnum nefndra félaga. Tilkynningar Sími AA-samtakanna Eigir þú við áfengisvandamál að stríða þá er sími samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20 dag- lega. 80 ára afmæli Fríkirkjunnar í Reykjavík I tilefni 80 ára afmælis Fríkirkjunnar í Reykjavík hafa verið gefnir postuh'nsvasar með mynd af kirkjunni. Ágóði af sölu þeirra rennur í orgelsjóðkirkjunnar. Vasamir eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Islenskum heimihsiðnaði, Hafnar- stræti 3, Ágústu Sigurjónsdóttur, Safamýri 52, s. 33454, Áshildi Daníelsdóttur, Hjallavegi 28, s. 32872, Bertu Kristinsdóttur, Háaleitisbraut 45, s. 82933. Einnig í kirkjunni á viðtalstíma prestsins. Grafíkmyndir Guðmundar Einarssonar frá Miðdal Nú hafa verið gefnar út níu eftirprentanir af grafíkmyndum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal (1895-1963). Um er að ræða myndir af löngu horfnum bæjum, útróðravörum og merkum stöðum í gömlu Reykjavík, svo sem Sölvhóli, Hákoti, Selsvör og gamla vitanum við Vitastíg. Myndimar eru í gjafamöppu og fylgir örk með upplýsingum um Ustamanninn og kort af Reykja vík með og viðfangsefnin merkt þar á. Þetta er 2. útgáfa myndanna en Guðmundur gaf sjálfur út eftirprentanirnar árið 1956. Upplag er mjög takmarkað og er áhuga- fólki bent á eftirfarandi sölustaði í Reykja- vík: Skólavörðustíg 43, Galleri Langbrók v/Lækjargötu (í Torfunni), Islenskan heimilisiönað, Hafnarstræti 3. Einnig má panta möppuna í síma 91-12223 milh klukkan 18 og 20, fram að áramótum. Utgefandi er Lýdia Pálsdóttir. Víðförli Áttunda tölublaö Víðförla er komið út. Meðal efnis er fjallað um Ijósamessu á aðventu í NesprestakaUi, Kirkjuþing 1983, sem haldið var í HaUgrímskirkju, Kirkjuþing 1983, sem haldið var í Hallgrímskirkju 16.-25. október, viðtal við Jón Oddgeirsson á Akureyri um Orð dagsins, bUabænina og fleira, ferminghi og altarissakramentið og ýmislegt annaö fróðlegt og skemmtilegt. Félagsmálastofnun Kópavogskaupstaðar Á almennum borgarafundi um málefni fatl- aðra sem haldinn var í Kópavogi var sam- þykkt einróma eftirfarandi ályktun: „Almennur borgarafundur, haldinn í’ Menntaskólanum í Kópavogi 8. desember 1983, beinir þeim tUmælum til fjárvéitinga- valdsins að það geri kleift að hægt sé aö hefja rekstur á sambýli fyrir þroskahefta í Kópa- vogi á næsta ári. Fundurinn bendir á að þetta er eitt ■ brýnasta verkefni í málefnum fatlaðra og þörfin á sambýli er mjög aðkaUandi í Kópa- vogi.” Til fróðleUcs má geta þess að fundinn sóttu 106 manns og var hann haldinn á vegum svæðisstjórnar Reykjaness og Félagsmála- stofnunar Kópavogs. Skíðalyftur — Skálfelli Fjölskylduafsláttur Skíöasvæöið Skálafelli býöur nú upp á fjöl- skylduafslátt í skíðalyfturnar í Skálafelli. Er þaö í formi þess aö forsvarsmaður fjöl- skyldu greiöir fullt gjald en aörir fjölskyldu- aðilar fá verulegan afslátt. Kortin veröa seld í eftirtöldum sportvöru- verslunum: tJtilíf, Vesturröst, Sportval, Skátabúöinni, Bikarnum. Á skíöasvæöinu í Skálafelli veröa í vetur starfræktar 8 skíðalyftur, sem samtals geta flutt 3.700 manns á klst. I haust hefur veriö unniö viö endurbætur á Skálafellsvegi sem hér segir: 2/3 leiöarinnar hafa veriö breikkaðir í fulla 6 metra. Brekka sú er var erfiöasti kafli leiöarinnar var lækkuö og vegarstæðið fært til suöurs og breikkað í 6 metra. BílastæÖi hefur veriö stækkaö og ekiö i þaö fyllingarefni. Svæöið er nú sem næst 8000 fermetrar og rúmar allt að 3—400. Skáldverk og fræðibækur frá Bókavörðunni Okkur er ánæg ja að senda yður til f róðleiks og kynningar 25. bóksöluskrá Bókavörðunnar í Reykjavík. Bókavarðan er verslun í Reykjavík með gamlar og nýlegar bækur í öllum greinum fræða, vísinda og skáldskapar. I þessari 25. bóksöluskrá er bókunum skipt eftir efnum í eftirtalda flokka: Héraöasaga, ættfræði, þjóðsögur, íslensk fræði og norræn, færeyskar bækur og rit, nótur og sönglagahefti, ævi- sögur Islendinga, náttúrufræði, skáldsögur erlendra höfunda og blanda nýkominna rita í öllum greinum. I þessari skrá er t.d. að finna um 220 skráðar ævisögur um Islendinga og til gam- ans má geta þess að algengasta verð þeirra er miUi 100 og 200 kr. Mikið og gott val erlendra skáldsagna er einnig kynnt hér og má t.d. nefna höfunda eins og Balzac, Bj. Bjömsson, Dickens, Faulkner, Galsworthy, Hamsun, Heinesen, Kazantsakis, Kástner, Lagerkvist, Lagerlöf, Maeterhnck, Maupassant, Sagan, Maugham, Steinbeck, Söderholm, Oscar WUde, Mika Waltari, Stefan Zweig o.m.fl. Af fágætum bókum, sem sjaldan koma fram í seinni tíð, má. t.d. nefna þessar: Bækur Pálma Hannessonar, Skuggsjá og ráð- gáta eftir Brynjúlf frá Minna-Núpi., rit dr. Magnúsar Jónssonar um Hallgrím Pétursson, 1,—2. bindi, LjóðmæU Herdísar og Olínu, Stokkseyringasaga 1—2 eftir Guðna Jónsson, Saga Eyrarbakka 1—3 eftir Vigfús Guðmundsson, Saga Reykjavíkur 1—2 eftir Klemens Jónsson, Islenskir samtíðarmenn 1—2, bækur Jónasar Svafárs, Það blæðir úr morgunsárinu og Geislavirk tungl, allar ljóðabækur Stefáns Harðar Grímssonar í frumútgáfum, flestar bækur Arna Öla, Árbók Þingeyinga og ótal margt fleira. AUs eru í skránni greindir rúmlega 1300 bókatitlar. Þessa bóksöluskrá geta aUir utan Stór- Reykjavíkursvæðisins fengið senda heim ókeypis en öðram er velkomið að vitja hennar í verslun Bókavörðunnar að Hverfisgötu 52 í Reykjavík. Um málefni aldraðra — Hvar er þörfin brýnust? Yfirlýsing frá öldrunarfræðafélagi Islands. Því hefur verið haldiö fram aö fátt sýndi betur menningarstig þjóðfélags en það hvernig búið er að öldruðum og þeim sem þurfa mest á aðstoð þjóðfélagsins að halda. Sem betur fer búa flestir aldraöir Islendingar í þjóðfélaginu við tiltölulega góðan efnahag og góða heilsu. Þeir hafa því mörg skilyrði til þess að eiga ánægjulegt ævikvöld og haga sínulífiaðeiginvild. En þeir eru einnig fjölmargir sem búa við fötlun og sjúkdóma og geta ekki lifað sjálf- stæðu lífi án aðstoðar aðstandenda, félags- legrar hjálpar og enn aðrir dvelja á stofnun- um og sjúkrahúsum. Isl. kannanir hafa sýnt að flestir aldraðir óska eftir að dvelja í heimahúsum eins lengi og unnt er með góöu móti, en þegar hjálp aðstandenda og heima- þjónusta frá hinu opinbera dugir ekki til er leitað á náðir stofnana og sjúkrahúsa. A þessu sviði eru verkefni brýnust en það hefur sýnt sig að hin venjulega bráðaþjónusta sjúkrahúsanna er á ýmsan hátt ófullnægjandi til að mæta þörfum aldraðra á þessu sviði. Til að koma til móts við sérhæfðar þarfir aldraðra fyrir frekari endurhæfingu og aðlögun að breyttum félagslegum aðstæöum hafa verið stofnaðar sérstakar öldrunar- lækningadeildir. Öldrunarlækningadeild Landspítalans hóf starfsemi sina árið 1975 með 64 legurúmum, 30 rýmum á dagspítala árið 1979 og aðrar dagvistunarstofnanir hafa einnig séð dagsins ljós á síðustu árum til þess að koma til móts við þarfir aldraðs fólks á þessu sviði. Öldrunarlækningadeild Borgarspítalans var opnuð á þessu ári með 29 legurúmum og fyrirhugað var að taka önnur 29 legurúm í notkun í febrúar 1984, auk þess að innrétta endurhæfingaraöstöðu fyrir aldraða sjúkl- inga á Borgarspítalanum. Á nýlegri ráðstefnu öldrunarráðs Islands kom fram að brýnasta verkefnið á sviði öldunarþjónustu í dag væri aö halda áfram við þau áform sem sett hafa verið á Borgar- spítalanum í Reykjavík og stjórn Öldrunar- fræðafélags tslands hefur einnig ályktað um samaefni. Fyrir réttu ári síðan voru samþykkt lög um málefni aldraðra á Alþingi íslendinga og með samþykkt þeirra var stigið stórt skref fram á við til að færa samfélagslega þjónustu við aldraða í takt við nútíma lifnaðarhætti eins og náðst hefur meðal ýmissa nágrannaþjóða okkar. Til þess að tryggja framkvæmdir í byggingamálum aldraðra var stofnaður Framkvæmdasjóður aldraðra og er sér- staklega fjallað um hann í öðrum kafla laganna. Við afgreiðslu þingsins fyrir ári síðan urðu hins vegar þær breytingar á frum- varpinu þess efnis, að nú er einungis heimilt að veita úr sjóðnum til dvalarheimila og íbúða. Þar af leiðandi getur Framkvæmda- sjóður aldraðra ekki lengur veitt fé til byggingar B-álmu Borgarspítalans eða annarra sjúkradeilda og hjúkrunarheimila, þar sem rikinu ber að fjármagna 85% af byggingarkostnaði þeirra. Samkvæmt fyrstu gerð þess f járlagfrumvarps, sem liggur fyrir Alþingi þessa dagana er ekki gert ráð fyrir neinu beinu framlagi af hálfu ríkisins til byggingar B-álmu Borgarspítalans. 1 reynd þýðir það að framkvæmdir við B-álmu Borg- arspitalans og annarra sjúkradeilda fyrir aldraða stöðvast nú þegar. Það er að sjálfsögðu stjórnmálamannanna að meta það hvaö hafi brýnastan forgang. Á tímum samdráttar er eðlilegt að fjárframlög séu skorin niður á ýmsum sviðum. En með hliðsjón af hinum háu fjárhæöum sem fjár- lögin gera ráö fyrir er býsna erfitt að afsaka þá afstöðu fjárveitingavaldsins, að taka ekki meira tillit til þess hóps aldraðra sem brýnasta þörfina hefur. Öldrunarfræðafélag Islands vill því beina því til þingmanna þjóðarinnar, að þeir stuðli aö því að eðlileg framlög frá Alþingi verði veitt til brýnustu hagsmunamála aldraðra á þessu sviði á Islandi í dag og geri kleift að uppbygging B-álmu Borgarspítalans geti orðið aö veruleika samkvæmt áætlun. Geturðu ekki komið með nokkrar steikur, nokkrar bakaðar kartöflur, béarnaisesósu og kokk með þér heim?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.