Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Blaðsíða 34
34 DV. MÁNUDAGUR19. DESEMBER1983. Smáauglýsingar Sími 27022 Þverholti 11 Til sölu Tveggja ára gamalt brúnt pluss sófasett 3+2+1, verð 14 þús, boröstofuborö 92X140 cm og 4 stólar (tekk) á 11 þús. Allt eins og nýtt. Uppl. í síma 14414. ► Til sölu nýlegur spilakassi (borðspil) litur út sem nýtt. Hægt er aö skipta um leiki. Uppl. í síma 33319 eftir kl. 18. Til sölu 5 fulningahurðir, einnig Ford Falcon station árg. ’64. Uppl. í síma 23637 eftir kl. 18. Til jólagjafa. Urval af blaðagrindum, styttum, kera- mik pottahlífum með rósamunstri, keramikblómasúlur með potti, vasar, borð og gólflampar og margt fleira. Garðshorn Fossvogi, sími 40500 og 16541. Til sölu er stór og góöur stálvaskur með krönum í þvottahúsið, einnig ljóst sporöskjulagað eldhúsborð og 5 stólar, tveggja manna svefnbekkur, gamall stofuskápur. Á sama stað fæst gamalt sófasett fyrir andvirði þessarar auglýsingar. Uppl. í síma 52355 eftir kl. 17._________________________________ Til sölu Pioneer segulband + magnari og hátalarar, einnig er til sölu á sama stað skenkur og VW árg. ’74, skoðaöur ’83. Uppl. í síma 77054. Tveir skenkar, borðstofuborð + 6 stólar, barnakojur og hjónarúm án dýna til sölu. Uppl. í síma 42459 eftir kl. 19. Grár Silver Cross barnavagn til sölu, léttur og fallegur, 2ja ára. Verð 6000 kr. Einnig eldgömul vel útlítandi Rafha eldavél í fullkomnu tagi. Verö 1000 kr. Uppl. í síma 74478. Borðstofuborð, 80x180, með 8 stólum, létt sófasett með sófa- borði, ljósakrónur, rafofnar, stór peningaskápur, Roneo skjalaskápur, frakkastandur, standlampi, blóma- statíf, sjónvarp, fágætar málverka- eftirprentanir, nýuppgerð rafmagns- ritvél og reiknivélar til sölu á góðu .verði. Uppl. í síma 40170 næstu daga. Til sölu f jögur jeppadekk, teg. Goodyear, stærð 31X10, 50x15 á 6 gata felgum. Uppl. í síma 23605. Baka og sel smákökur fyrir jólin. Get tekið nokkrar pantanir í viðbót. Uppl ísíma 45138. Vegna brottflutnings er til sölu Brussel sófasett, 2 hringlaga sófaborð með glerplötu, hvíldarstóll með skammeli (leður), hvíldarstóll með áklæði, Happy húsgögn. Stereo- bekkur, Proctor-Silex ofn með brauð- rist, prjónavél, strauvél, djúpsteikingarpottur, 2 málverk eftir Matthías. Sími 42275. Fiskabúr með dælu og fleiru til sölu, hamstrabúr, skíði með Look skíðabindingum og skíða- stöfum, skíðaskór ca nr. 35 og 37 og svartir skautar nr. 34. Uppl. í síma 26307. Innihurðir til sölu. Uppl. í síma 82387. Láttu drauminn rætast: Dún- svampdýnur, tveir möguleikar á mýkt í einni og sömu dýnunni, smiðum : eftir máli, samdægurs. Einnig spring- dýnur með stuttum fyrirvara. Mikið úrval vandaöra áklæða. Páll Jóhann, Skeifunni 8, sími 85822. ___ Heildarritsafn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, 9 bindi, sem hefur ver- ið ófáanlegt í mörg ár, fæst nú á góöum greiðslukjörum. Verö 7.560 kr., útborg- un 1.560, eftirstöövar á 6 mánuöum, vaxtalaust. Okeypis heimsendingar- þjónusta. Uppl. í síma 91-29868, heimasími 91-72965. Takið eftir! Blómafræflar, Honeybee Pollen S., hin: fullkomna fæða. Sölustaður: Eikju- vogur 26, sími 34106. Kem á vinnustaöi ef óskað er. Siguröur Olafsson. Húsmæður, jólasmákökur. Erum byrjaöir að baka jólasmá- kökurnar, lagtertur, svampbotna, rúllutertur, marens, möndlumakka- rónur o.fl. o.fl. Pöntunarsími 74900. Bakarinn, Leirubakka, Bakarinn Laugavegiöl. Heildsöluútsalan Freyjugötu 9. Odýrar vörur, t.d. prjónavörur á litlu börnin, peysur, gjafavörur. Odýru kon- fektkassarnir komnir. Spariö peninga í dýrtíðinni. Heildsöluútsalan, Freyju- götu 9, bakhús. Spilakassar. Til sölu leiktæki (spilakassar), mjög lágt verö, jafnvel góð greiöslukjör. 1 Uppl. í síma 79540 og 53216. BLÓMAFRÆFLAR, blómafræflar. Nú getur þú fengiö blómafræflana hjá okkur. 90 töflur í pakka á kr. 430 og 30 töflur á 150 kr. Sölustaður Engihjalli 7, 3.hæð til vinstri, sími 41939. Sendum heim og í póstkröfu. The Beatles Collection og The Rolling Stones Story. Allar störu original bítlaplöturnar, 14 stk., 199 lög. Staðgreiösluverð 4950 kr. Rolling Stones. Fyrstu 12 LP plötur Rollinganna tímabilið ’62-’74, staðgreiðsluverð 4900. Plöturnar allar í stereo og nýpressaöar og í fallegum umbúðum. Ath: einnig er hægt að fá góð greiðslukjör. Okeypis heim- sendingarþjónusta. Uppl. í síma 91- 29868, heimasími 91-72965. Jólagjafaúrval: Ensk, ódýr rafsuðutæki/hleðslutæki, borvélar, hjólsagir, stingsagir, slípi- kubbar, slípirokkar, rafmagnsheflar, beltaslíparar, nagarar, blikkskæri, heftibyssur, hitabyssur, límbyssur, handfræsarar, lóðbyssur, lóðboltar, rafhlöðuhleðslutæki, smergel, máln- ingarsprautur, topplyklasett, skrúfjárnasett, átaksmælar, högg- skrúfjárn, verkfærakassar, verkfæra- statíf, skúffuskápar, skrúfstykki, bremsudæluslíparar, cylinderslíparar, kolbogasuðutæki, rennimál, micro- mælar, draghnoöatengur, vinnulamp- ar, toppgrindabogar, skíöafestingar, bílaryksugur, rafhlöðuryksugur, fjaðragormaþvingur, AVO-mælar. Urval jólagjafa handa bíleigendum og iðnaðarmönnum. Póstsendum — Ingþór, Ármúla, sími 84845. Olíumálverk og vatnslitamyndir til sölu. Uppl. í síma 25193. Til sölu vegna flutninga, 12 manna borðstofu- borð, 8 stólar og skenkur, 6 mánaða gömul Candy uppþvottavél, gamall en góður ísskápur, eldavél og fleira. Selst ódýrt. Á sama staö óskast lítill hita- blásari í bílskúr. Uppl. í síma 99-1615. Ritsöfn — afborgunarskilmálar. Heildarritsöfn eftirtalmna höfunda fáanleg á mjög góðum kjörum: Davíð Stefánsson, 9 bindi; Halldór Laxness, 46 bindi; Þórbergur Þórðarson, 13 bindi; Olafur Jóhann Sigurðsson, 11 bindi. Heimsendingarþjónusta, enginn sendingarkostnaður. Upplýsingar og pantanir í síma 91-66337 frá kl. 9—12 og 20—23 daglega. Sólbaðsstofa-sólbaðsstofa. Ljósabekkir, sturtur, húsgögn, skil- rúm og allt tilheyrandi sólbaðsstofu til sölu, hentugt fyrir þá sem eiga hús- næði og vilja skapa sér sjálfstæöa at- vinnu. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12. H-595. Óskast keypt Gamall peningaskápur óskast.Hafið samband viö auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12. H-912. Oska eftir að kaupa ódýrt svarthvítt sjónvarp. Uppl. í síma 79181 eftirkl. 5. Nýtt eða nýlegt video og litsjónvarp óskast. Uppl. næstu kvöld í síma 35656. Kaupi og tek í umboðssölu ýmsa gamla muni (30 ára og eldri), til dæmis leirtau, hnífapör, gardínur, dúka, sængurver, sjöl, hatta, veski, skartgripi, myndaramma, póstkort, kökubox, ljósakrónur, lampa og ýmsa aðra gamla skrautmuni. Fríða frær.ka, Ingólfsstræti 6, sími 14730, opið frá kl. 12—18 og laugardaga. Fyrir ungbörn Amerískt barnarimlarúm til sölu í 1. flokks standi, stærð 153 cm x 77 cm. Uppl. í síma 17315. Kaup-sala-leiga-myndir. Verslum meö notaöa barnavagna, kerrur, kerrupoka, vöggur, rimlarúm, barnastóla, bílstóla, buröarrúm, buröarpoka, rólur, göngugrindur, leik- grindur, baöborð, þríhjól og ýmsar fleiri barnavörur. Leigjum út kerrur og vagna. Nýtt: myndirnar „Börnin læra af uppeldinu” og „Tobbi trúður” eftir Guörúnu Olafsdóttur, sem einnig teiknar eftir ljósmynd af baminu þínu. Ödýrt, ónotað: bílstólar 1100 kr., beisli 160 kr„ kerruregnslá 200 kr. Ath. afgreiðslutíma í des. Laugad. 17. des. kl. 10—18, laugard. 24. des. lokaö, þriðjudag 27. des. kl. 13—18, laugard. 31. des. kl. 10—12. Aðra virka daga kl. 10—12 og 13—18.Barnabrek, Oöinsgötu 4,símil7113. Brúnn, vel með farin barnavagn úr riffluðu flaueli til sölu. Verð 4.000. Uppl. í síma 18594. Til.sölu Gesslein kerruvagn. Uppl. í síma 15898. Til sölu eins árs Silver Cross barnavagn, 3ja mánaða Emmaljunga barnakerra, burðarrúm og ungbarnaskiptiborö. Uppl. í síma 11663 eftirkl. 18. Silver Cross kerruvagn. Oska eftir vel með förnum notuðum Silver Cross kerruvagni. Uppl. í síma 30459. Verzlun Ódýrar músíkkassettur og hljómplötur, íslenskar og erlendar. Feröaútvörp og bílaútvörp með og án kassettutækis. Bílahátalarar og loft- net. T.D.K. kassettur, National raf- hlööur, átta rása spólur, nokkrir titlar íslenskt efni. Hreinsivökvi fyrir hljóm- plötur, hreinsikassettur. Töskur og rekkar fyrir hljómplötur og video- spólur. Gítar- og bassastrengir. Nálar fyrir Fidelity hljómtæki. Opið á laug- ardögum. Radíóverslunin, Bergþóru- götu2, sími 23889. Kjólamarkaður. Fallegir jólakjólar, allar stærðir, verð frá kr. 500, pils frá kr. 150, kvensíðbux- ur frá kr. 250, einnig unglingakjólar og ýmislegt fleira. Verslunin Þingholts- stræti 17. Jólabasar. Gjafavörur og snyrtivörur á heild- söluverði, fatnaður, buxur frá 100 kr„ kjólar frá 75 kr„ barnakjólar frá 165 kr. og margt fleira. Verslunin Týsgötu 3, Skólavörðustíg. Opið frá hádegi, simi 12286. Ódýr tölvuleikspil. Fjórar vinsælustu gerðirnar af tvöföld- um spilum, verð aðeins 890 kr„ sex gerðir af einföldum, verð aöeins 520 kr. Sendum gegn póstkröfu. Hagval sf„ sími 22025. Markaðshúsið, Sigtúni 3, auglýsir: fatnaður í úrvali, leikföng, jólatré, raf-‘ magnsvörur; ljós og fleira, sængur- fatnaöur, metravara, 98 kr„ bækur, jólaskraut, jóladagatöl, hljómplötur og myndir, skór, gjafavara, leslampar, sælgæti, garn og vara til hannyrða, prjónavörur, sportvörur, kuldastígvél, tölvuspil og klukkur, teppi, skart- gripir, vinnufatnaður, verkfæri, og að sjálfsögöu kaffistofa, allt á markaös- verði. 30 fyrirtæki undir sama þaki. Markaðshúsið, Sigtúni 3, opið mánud,—fimmtud. frá kl. 12—18, föstudaga frá kl. 12—19 og laugardaga frákl. 10-16. Fatnaður Sem ný kjólföt og smoking á meðalmann til sölu, ódýrt, ásamt miklu úrvali af nýhreinsuðum og óslitnum gardínum af ýmsum gerðum og síddum úr nýseldu einbýlis- húsi, einnig ýmislegt fleira úr búslóö. Uppl. í síma 40170. Kjólarnr. 48 tilsölu, lítið’ notaðir. Einnig dress og blússur í sömu stærö. Allt þekkt merki. Uppl. í síma 74077 kl. 20-23._______________ Tll sölu mjög fallegur minkapelsjakki, stærð 14, einnig svartur, síður ballkjóll og svartur bolerojakki. Uppl. í síma 34207. 1 Góð f öt á 1—2ja ára til sölu, seljast ódýrt. Einnig vandaður kven- fatnaður. Uppl. í síma 13032. Minkajakki. Fallegur og vandaður Patel minkajakki til sölu, stærö 12—14. Uppl. í síma 15644 og kvöldsími 17368. Skinn- sala Steinunnar, Laufásvegi 19. Til sölu grár Pescionpels (ítalskur), einnig ullarkjólar, pils og kápur og drengjafatnaður. Uppl. í síma 17385. Vetrarvörur Tilsölu. Tvenn skíöi, Dynamic 170 cm og Alfa 150 cm með Look bindingum, einnig tvö pör af skíðaskóm, Rochester nr. 42 og Garmont nr. 5 1/2. Uppl. í síma 81964. Sportmarkaðurinn, Grensásvegi 50. Tökum í sölu og seljum vel með farnar skíðavörur og skauta. Einnig bjóöum við gott úrval ódýrra hluta. Hvergi betra verð. Opið frá kl. 9—18 virka daga og kl. 9—16 laugardaga, sími 31290. Húsgögn Til sölu sófasett og borö, verö 4500 kr. Uppl. í síma 14941 eftir kl. 18 á kvöldin. Til sölu sófaborð. Uppl. í síma 35964 eftir kl. 20. Vönduð mahóní hillusamstæða, 3 einingar, glerskápur með ljósi, skúffueining, plötu- og bókaskápur, stóll með plussáklæði, kommóða og spegill í rókókóstíl, viðar eldhúsborö og 6 stólar. Nýlegt leöursófasett, ítalskt, 3ja sæta sófi og 2 stólar með 2 borðum. Uppl. í síma 44918. Gefins. Gegn greiöslu þessarar auglýsingar getur þú fengiö gefins veggskrifborð með þremur hillum (Hansa) í barna- herbergi. Uppl. í síma 75485 eftir kl. 14. idag.________________________________ Til sölu svefnbekkur, sófaborð og stólar. Selst ódýrt. Einnig skíðaskór.Uppl. í síma 35556 eftir kl. 17. Leðursófasett tilsölu, 3ja sæta og 2ja sæta sófar + stóll. • Einnig fataskápur úr bæsaðri eik með fulningahurðum. Uppl. í síma 38024. Eldhúsborð. Kringlótt eldhúsborð með marmara- plötu til sölu og lítil strauvél. Uppl. í síma 71860 eftir kl. 19. Sófaborð. Notað, vel með farið sófaborð til sölu. Uppl. í síma 75857. Til sölu barnaskrifborð og stóll sem hægt er að hækka, áfast við skrifborðið eru hillur og skúffu- skápar. Uppl. í síma 21189. Til jólagjafa. Smástyttur, borðlampar, blómasúlur, rókókó innskotsborð, rókókó sófaborð, rókókó stólar, barokk stólar, renaissance stólar, borðstofusett, sófa- sett, símastólar, vegghillur, horn- hillur, hornskápar, hvíldarstólar, smá- borð, veggmyndir og margt fleira. Nýja bólsturgerðin, Garðshorni, símar 40500 og 16541. Bólstrun Gerum gömul húsgögn sem ný. Klæöum og gerum við notuð húsgögn. Komum heim og gerum verðtilboð á staðnum yöur að kostnaðarlausu. Ný- smíði, klæðningar. Form-Bólstrun, Auöbrekku 30, sími 44962. (Gengiö inn frá Löngubrekku). Rafn Viggósson, sími 30737. Teppaþjónusta V Teppa- og húsgagnahreinsun-leiga. Hreinsa teppi í íbúðum og stigagöng- um, einnig reglubundin hreinsun í fyrirtækjum. Gef 25% afslátt ef 3 eða fleiri taka sig saman um hreinsun. Leigi einnig út teppahreinsivél. Trygg vinna. Uppl. í síma 79235. Teppastrekkingar — teppalagnir. Viðgerðir og breytingar. Tek að mér alla vinnu viö teppi. Uppl. í síma 81513 alla virka daga eftir kl. 20 á kvöldin. Geymið auglýsinguna. Teppahreinsun. Tökum að okkur hreinsun á teppum og húsgögnum. Erum meö hreinsiáhöld af fullkomnustu gerð. Vönduð vinna, vanir menn. Allar uppl. í síma 45453 og 45681. Antik Antik. Utskorin borðstofuhúsgögn, skrifborð, kommóður, skápar, borö og stólar, málverk, konunglegt postulín og BG- klukkur, úrval af gjafavöru. Antik- munir, Laufásvegi 6, sími 20290. Heimilistæki Philips 380 lítra frystikista til sölu. Uppl. í síma 10557. Hljómtæki Hljómtæki, sjónvarp, video, bíltæki. Ný og notuö tæki. Gott úrval, hvergi betra verð. Opið frá kl. 9—18, virka daga og 9—16 laugardaga. Sportmarkaðurinn, Grensásvegi 50, sími 31290. Hljóðfæri Oska eftir að kaupa lítinn flygil eöa píanó. Uppl. í síma 41705. Gitarunnendur. Til sölu 2 Yamaha gítarar, 1 rafmagns-. og 1 12 strengja (kassa). Uppl. gefur Gunnar í síma 38748. Harmónika. Oska eftir að kaupa góða, notaöa 4 kóra píanó harmóníku. Uppl. í síma 31389 eftirkl. 18. Flygill til sölu, hagstætt verð. Uppl. í síma 37745. Victoria. Italskar úrvalsharmóníkur með hnappa- eða píanóborði, þriggja eða , f jögurra kóra, svartar, hvítar og rauðar. Tökum notaðar harmóníkur upp í nýjar. Tónabúðin Akureyri, sími 96-22111. Til sölu píanó, flygill, lítið tölvuorgel og tvöfaldar harmóníkur. Uppl. í síma 39332 eftir hádegi. , Yamahaorgel — reiknivélar. Mikið úrval af rafmagnosorgelum og skemmturum. Reiknivélar með og án strimils á hagstæöu verði. Sendum í póstkröfu. Hljóðvirkinn sf„ Höfðatúni 2, sími 13003. Sjónvörp 26” íitasjónvarp til sölu. Uppl. í síma 40911. Video Vel með farið VHS videotæki til sölu. Uppl. í síma 28673. Til sölu Sanyo Beta. Uppl. í síma 77316. Til sölu nýtt, ónotað, Sanyo Beta videotæki með 1 árs á- byrgö. Uppl. í síma 77460 eftir kl. 18. Ödýrar videospólur. Til sölu 3 tíma óáteknar VHS video- spólur, toppgæði. Verð aðeins kr. 640. Sendum gegn próstkröfu. Hagval sf„ sími 22025. Leigjum út myndbönd og myndsegulbönd fyrir VHS kerfi, mikið úrval af góöum myndum með ís- lenskum texta. Hjá okkur getur þú haft hverja mynd í 3 sólarhringa sem spar- ar bæði tíma og bensínkostnað. Erum einnig með hiö hefðbundna sólar- hringsgjald. Opið virka daga frá kl. 9— 21 og um helgar frá kl. 17—21. Mynd- bandaleigan 5 stjörnur, Radíóbær, Ármúla 38, sími 31133. VHS-Videohúsið-Beta. Fjölbreytt efni í bæði VHS og Beta. Leigjum einnig út myndbandstæki. Opið alla daga frá 14—22. Videohúsið,. Skólavörðustíg 42. Sími 19690.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.