Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Síða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR1984. 11 „Sviar eru almennt forvitnir um ísland, "segir Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur, sem hefur dvalistþar siðastliðin tiu ár eða svo. DV-mynd E.Ö. „ERFIÐIR TÍMAR AÐ KOMAINN í KJARABARÁTTUNA” — segir Birgir Björn Sigur jónsson, nýraðinn Bandalag háskólamanna hefur ráöiö til sin hagfræðing til aö sjá um kjaramálin. Hann heitir Birgir Björn Sigurjónsson og hóf störf um miðjan desember. „Mér líst ágætlega á mig hér, en þetta eru erfiðir tímar aö koma inn í kjarabaráttuna,” sagöi Birgir Björn ísamtali viöDV. Háskólamenntaöir ríkisstarfs- menn heföu orðiö fyrir meiri kjara- rýmun en almennt gerðist og þeir hefðu dregist mikiö aftur úr. „Kjaradómar hafa verið óhag- stæðir háskólamenntuöum ríkis- starfsmönnum og viö ætlum aö snúa því dæmi viö,” sagöi Birgir Björn. Hann sagði aö berjast þyrfti fyrir auknum samningsrétti BHM, auka þyrfti meövitund félagsmanna um hvað á þeim væri brotið og loks aö vekja þyrfti þá til vitundar um hvaða þátt þeir eigi í verðmætasköpuninni i þjóöfélaginu. Opinberi geirinn á HagfræðingurBHM Islandi væri mun virkari þar en sam- svarandi hópar í öörum löndum. „Við erum ekki þyngslalegt skrif- ræðisapparat, eins og í sumum öörum löndum,” sagði hann. Birgir Björn hefur veriö i Stokk- hólmi síðastliðin tiu ár, aö meira eða minna leyti. Siöustu árin hefur hann verið að vinna aö doktorsritgerð um veröbólgu á Islandi. Hann var spuröur hvernig væri aö stunda þessar rannsóknir á islenskri verö- bóiguíSvíþjóö. „Þaö var erfitt vegna þess aö í Svíþjóö bera menn lítinn skilning á þeim sérstöku aöstæöum sem eru á Islandi,” sagöi hann. „Hins vegar eru sænskir háskólar vel efnum bún- ir og Svíar eru lika almennt forvitnir um Island.” — Var þaö ekkert átak að koma heim eftir svo langa útivist? „Þaö hefur aldrei staðiö annaö til en að koma heim, þannig aö í sjálfu sér var þaðekki mikið átak.” Birgir Björn hefur skrifaö tvær bækur um efnahagsmál. Frjáls- byggjan kom út árið 1981 og Lokleys- ur peningainagnshagfræöinga nú i haust. Aðspurður sagöi hann aö þriöja bókin væri ekki á leiðinni, þar sem hann ætlaöi að koina doktorsrit- geröinni fra. Hugsaröu kannski bara um pólitikog hagfræði? „Nei, ég er náttúrlega mannlegur. En ég játa aö mér finnst aö hagfræö- in veröi ekki skilin frá pólitíkinni og pólitikin ekki frá hagf ræðinni. Eg eignaðist tölvu á árinu og er býsna gagntekinn af lienni. Eg hef gaman af að fara á skíöi og i giinguferöir og ég spila badminton reglulega. Svo þaö er nóg aö gera,” sagöi Birgir Bjiirn Sigurjónsson. Birgir Björn er kvæntur Ingileif Jónsdóttur, sein er í doktorsnámi i ónæmisfræði og þau eiga tvosyni. -GB Stuðmenn skemmtu þjóðinni í beinni útsendingu á gaml- árskvöld við mikil fagnaðarlœti landsmanna til sjávar og sveita, í blokkum og brekkum. Útsendingin fór fram í Þjóðleikhúskjallaranum fgrirfullu húsi. -EIR/DV-mgnd Bjarnleifur. Samskipti lögreglu og a/mennings eru langoftast meö hinum mestu ágætum. Hér sést hvar lögreg/an hefur tekiö að sér að flytja 100 ára gamla konu, Jensinu Guðmundsdóttur, sem að öllu jöfnu dvelst á e/li- heimili en fór heim til ættingja yfir hátiðarnar. Sýndi lögreglan mikla lipurð og hjálpsemi að sögn ættingja konunnar. Kaj Munk dagskrá f restað Dagskránni um Kaj Munk, sem fyrirhuguð var á dánardegi hans á morgun, 4. janúar, hefur verið frestað. Guörún Asmundsdóttir leikari undir- býr þessa dagskrá um hinn mikla, danska predikara og skáld, sem myrtur var af nasistum fyrir 40 árum. Guörún mun flytja hana ásamt fleiri listamönnum í Hallgrimskirkju viö fyrsta tækifæri. Þetta er einn liöur í fjölbreyttu lista- lífi á vegum Listvinafélagsins, en í byrjun aöventu hófst 2. starfsár þess. Enn er hægt aö gerast styrktarfélagi. Gíróseölar liggja frammi í kirkjunni og þá er hægt að f á heimsenda. Náttsöngur verður aö vanda sunginn annað kvöid í Hallgrimskirkju og hefst klukkan 22.00. Breiðdalsvík: Hafnareyjan Iandaði40tonnum Frá Sigursteini Melsteö, fréttaritara DV á Breiðdalsvík. Togskipið Hafnareyjan kom til Breiðdalsvíkur á Þorláksmessu og landaði 40 tonnum af fiski. Aflinn var unninn milli hátíða. Hafnareyjan fer afturtilveiöaíbyrjun janúar. -GB DV-mynd S. Stigid gæfuspor ápxjaárinu ' * Kennumdb dmenna dansa Innritun og dlar nánari upplýsingar dagega milli M. Ð-19 % DANSSKÓU SIGURÐÁR HÁKONARSONAR SÍMI:46776

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.