Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Page 15
Erum víð sóldýrkendur? Eg þekki fólk sem hefur flutt alfariö til suölægari landa og ber því viö aö þaö geti ekki afborið skammdegi hins islenska vetrar enn einu sinni. En slén færist yfir mörg okkar hinna sem eftir hjörum hér, og þaö er líkt og meö bílana: A sumrin brunum viö áfram og villumst þá jafnvel úti í guðsgrænunni. A haustin setjum viö nagladekkin á og gefum í þótt vinnukonumar séu komn- ar á fullt og lægöarmiðja á leiöinni. Þegar kemur fram undir jólin erum viö farin aö finna til bensínleysis og frostlögur jólagleöinnar þíöir ís sem viö vissum ekki einu sinni aö heföi myndast. Þó er það skammgóður vermir og viö söknum útsýnisins víöa úr bílglugganum og reynum aö bæta þaö upp meö utanlandsferöum og videoglápi síöla vetrar. En þegar komið er fram á voriö eru dekkin sprungin hjá mörgum hverjum, þrátt fyrir allt, og þeir farnir aö keyra um á felgunum. En loks þegar sumarið kemur er þaö ekki seinna vænna fyrir suma og þá fyrst gera margir þeirra þau einu dekkjakaup sem duga: Þeir endurheiinta ljósiö. Goðkynjað Ijósið Skáldkonan Þuríöur Guömunds- dóttir skrifar einhvers staöar um „goökynjaö ljósiö”. Og víst er aö áhrifin sem ljósið hefur á okkur Is- lendinga veröa ekki mæld meö ljós- mæli. Eg held aö margt fólk standi lotningarfullt frammi fyrir styrking- armætti sumarsólarinnar þegar hún loks brýst fram þar sem þaö er búiö að finna nokkuð of berlega fyrir eyöi- leggingarmætti myrkursins. Líffræðingur einn skrifaöi aö sólar- ljósiö leysti marga aflvaka mannsins úr læðingi. Þaö getum viö víst flest boriö vitni um: I versta skammdeginu langar mann til aö þrýsta á augun í sér til aö kalla fram eldglæringar í sjónfrumunum en á sumrin streymir hins vegar svo mikil orka út um augun í sólskini að maöur veröur fljótt ör- magna ef maður fær sér ekki sólgler- augu. Og náttúran slettir úr klaufun- um. Ymislegt bendir til þess aö við Is- lendingar séum sóldýrkendur öðrum þjóöum fremur. Sumir feröalangar halda því t.d. fram aö bjartara sé í flestum ef ekki öllum öörum löndum viö N-Atlantshaf en á Islandi því þar sé ýmist sólin lengur á lofti eða snjórinn lengur á jöröu. Vil ég eftirláta lesand- anum aö kreista safann úr því þrætu- epli. Einhver skýring hlýturþóaövera á okkar eindæma videoglápi, að ekki sé talað um myndlistaráhugann. Þótt ég ætti ekki aö vera aö skrifa um slíkt að órannsökuðu máli, mannfræðúnennt- aður maöurinn, þá vil ég benda á aö ofannefndar myndrænuástríður Is- lendinga standa í nánum tengslum við þær neysluþarfir sem iönaöar- þjóöfélag síöustu áratuga hefur gerst fært um aö bjóða upp á og sem leiða því um leið til aö eftirsókn okkar eftir þessum gæöum eykst. Erfitt er því aö segja um hvort hér sé verið aö svala einhverri djúpstæðri eftirsókn okkar eftir meiri birtu í skammdeginu eða hvort þetta sé meira í ætt viö stundar- fyrirbrigöi. Þjóðaráráttur íslendinga Af öörum þjóðaráráttum Islendinga má nefna dagblaðalestur, bókalestur, Kjallarinn TRYGGVI V. LÍNDAL KENNARI, REYKJAVÍK ritstörf og utanlandsferöir. Oþarft viröist að tengja þessar ástríöur á- skapaöri greind Islendinga því eins og háöfuglum okkar er gjarnt aö benda á þá er afrakstur þessara tómstunda- iökana oftast ekki nema miölungi gáfulegur. Og eins og máltækiö segir (en þetta máltæki er komiö beint úr ensku, eins og svo mörg önnur máltæki, nýyröi og oröalag sem tröll- ríða málinu um þessar mundir): „Ef þú ert svona gáfaður, af hverju ert þú þá ekki ríkur?” Gagnvart þessari rök- semd stendur landinn ráöþrota. En þó 'ekki alveg. Eg get nefnilega fallist á aö viö erum gáfaðir miðað viö hvaö viö erum fátækir. Til dæmis er þaö ekki í sjálfu sér merki um miklar gáfur hjá okkur hversu lágt hlutfall hámenntaðs fólks eöa háþróaöra atvinnuvega er hjá okkur miöaö viö höföatölu, í saman- buröi viö þær þjóöir sem viö viljum helst keppa við. Mér finnst þaö hins vegar kalla á skýringu á hvers vegna viö höfum þrátt fyrir þaö nú til dags aUa þá ásókn í framhaldsmenntun og endurmenntun sem aUir munu geta „Ef sólarljósið er okkur íslendingum svo mikils virði, af hverju vorum við þá aldrei neinir sérstakir dýrkendur sóiguða, svosem Baldurs?" nefnt nærtæk dæmi um, þótt mark- aöurinn viröist almennt vera aö mett- ast um fyrirsjáanlega framtíö hvaö menntastörf snertir. Eg held aö skýringuna sé e.t.v. aö finna í áöur- nefndri tómstundaáráttu Islendinga sem tengist einnig félagsmálatóm- stundahópum ýmiss konar, áhuga á spurningakeppnum, o.s.frv., og eigi rætur sinar í alþýöumenningu þeirri sem húslestrar baöstofumennmgar- innar voru dæmi um. Þetta hófst e.t.v. sem tilraun til aö drýgja skammdegið meö því aö glæöa hiö innra ljós, en er nú löngu orðið aö meiriháttar mæh- kvaröa á hiö innra og ytra ágæti manns. Innra frumkvæði og skólinn Þaö má vera að það sé þetta afl al- þýðumenningarinnar sem sé megin- hvati aö baki hinni of auknu ásókn í framhaldsskóla nú til dags. Ef svo er er það vel. Því þessi alþýöumenning viröist fela í sér frumkvæöi sem er nauösyn í okkar dimma og strjálbýla landi. Sumir eru svo lánsamir aö búa yfir meiru af þessu innra frumkvæði en aörir. Eg þekki til dæmis skáldkonu sem gctur skrifað sig i gegnum fiesta erfiöleika. Og ég þekki líka gamlan verslunarmann sem er svo harður af sér í viðskiptum aö óhugsandi viröist aö hann láti deigan síga gagnvart djöfsa sjálfum. Ef skólakerfið gæti aliö meö öllum nemendum sínum slíkt frumkvæöi þá held ég aö þaö yröi drýgra veganesti en öll formleg menntun ein sér. Aö lokum mætti spyrja: Ef sólar- ljósiö er okkur Islendingum svo mikils viröi, af hverju vorum viö þá aldrei noii:• séistakir dýrkendur sólguða svo. em daldurs? A þaö er hins vegar aö lita ,v' viö höfum ekkert slæmt um ljósið aö segja, ólíkt Fom-Grikkjum sem álitu geisla Appólons vera af hinu illa, ef of mikiö var af þeim, og ólíkt eskimóum sem höfðu sérstök hiífðar- gleraugu til að verjast snjóblindu. Og síðan bendi ég á alla þá Islendinga sem grípa til myndavélarinnar í skamm- deginu til aö taka myndir af ljósinu jafnvcl þótt svart-hvitar séu. Eg held aö þeir meti dagsljósið meira en feröa mennirnir sem koma frá suðlægari löndum á sumrin til aö lofa hiö íslenska ljós. DV. ÞRIÐJUDAGUR3. JANUAR1984. ÁSDÍS ERLINGSDÓTTIR SUNDKENNARI VIÐ SUNDHÖLLINA í REYKJAVÍK sáö fræjum losta og fýsna í fíngeröan og viðkvæman hugarheim þeirra, en ávöxtur slíkrar gjörðar er ekki á færi nokkurs mannlegs máttar aö ráöa við þegar á hólminn er komið. Við sem eldri erum þekkjum aö þaö þarf ekki aö kynda undir ungviðinu til erns eða neins. Æskublóminn og sá funi sem honum fylgir sér fy rir því. Að klæmast á kyniifi Sá tími er runninn upp að þjóðar- andi Islendinga er aö veröa aö slíku viðundri aö allt sem heitir sómasam- legt, aö vera vandur aö viröingu sinni, skiptir ekki lengur máli. Og í mörgum tilfellum viröist þaö vera tilvalin leiö til aö blakta í sviðsljósinu að ganga fram af fólki og misþyrma almennu velsæmi, klæmast á kynlífi og skapn- aöi fólks. Það sígur sífellt á ógæfuhliö- ina þegar andvaraleysi í siöferöismál- um fær aö renna yfir hindrunarlaust. Því aö sagan endurtekur sig og það eru börnin og unglingarnir sem veröa fyrstu fórnarlömbin, og þar er kveikj- an, m.a. eiturlyfjaneyslan. Þjóöir inn- an Norðurlandanna hafa .boöiö hætt- unni heim og veriö síst til fyrirmyndar, og ef þannig heldur áfram þá þurfa Rússar ekki einu sinni aö hleypa skoti úr byssu til að ná tangarhaldi á þess- um þjóöum. Þá gagnar lítið mannlegi mátturinn og mannlegu heilræðin. Illar rætur má rekja til guðleysis. Þó aö góður ásetningur mannfólksins sé einnig fyrir hendi, þá nærist sá ásetningur af eigin veikleika eins og Páll postuli segir í Róm. 7.19.: ,,Aö vilja veitist mér auövelt, en aö fram- kvæma hið góöa ekki”. Undirrót og fótfesta kommúnisma er guðleysi, jafnvelguölast. En þó er guðlaus kapi- talismi og guðlaus kommúnismi ekki sömu greinar, en þær greinar nærast af samastofni. Að sinni Páll postuli segir í Róm. 12.17.: „Stundiö það sem fagurt er fyrir sjón- um allra manna.” Einnig segir Páll: „AUt er leyfilegt en ekki er allt gagn- legt. AUt er leyfilegt en ekki uppbygg- iraUt.” (I.Kór.10.23) TU er fagurt og sómasamlegt einka- líf og einnig þveröfugt. En allt sem ekki er sómasamlegt á almannafæri eru verk sem þarf aöfela og skal halda innan ramma einkaUfsins. Þannig má bera umhyggju fyrir andlegri velferö barna og unglinga og samfélagsins í heUd. Stjórnvöldum ber skylda til aö vernda almennt velsæmi á almanna- færi, en það sem mestu máU skiptir: Hvarerumörkin? LISTINN VERSLUN LISTANS RÝMINGARSALA ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ KJÓLAR - BUXUR - RLÚSSUR - KÁPUR - SKÓR O.FL. O.FL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.