Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Síða 16
16 Spurningin Strengdir þú einhver heit um áramótin? Stefán Guðjónsson forstjóri: Nei, ég hef engin áramótaheit strengt. Mér dettur ekki neitt í hug. Ég hef ekki gert það á undanförnum árum. Guðjón Ben. Sigurðsson bílstjóri: Nei, maður leggur ekki í þaö. Þá svíkur maður ekki sjálfan sig. Ég hef aldrei strengt nein heit. Björn Baldursson bílstjóri: Nei, ekki geri ég það nú. Ég lofa sjálfum mér einhverju frekar á vorin. Veturinn er ekki til þess fallinn að maður lofi sjálfum sér einhverju. Gunnar Hersir bílstjóri: Ekki hef ég nú gert það. Ég er búinn að strengja svo mörg heit að ég á engin eftir. Mér hefur alltaf gengið ágætlega að standa við þær heitstrengingar mínar. Nú eru komin 11 ár síöan ég hætti að reykja til dæmis. Vallaður Pálsson bQstjóri: Ékki nokkur. Mér líður svo vel að ég þarf ekki að heita mér neinu. Ég man nú bara ekki hvort ég gerði það áður fyrr en nú lifir maður bara frá degi til dags.' Jóhannes Ragnarsson bílstjóri: Nei, engin heit. Maður þarf þess ekki. En það gæti verið að maður þyrfti þess á morgun. Það er svona upp og ofan hvort ég strengi heit. Þetta verður gott ár og það þarf enskis að óska. DV. ÞRIÐJUDAGUR3. JANUAR1984. Lesendur Lesendur ' Lesendur Lesendur Fangi á Utla-Hrauni segir að vistmenn þar hafi óskað þess að mega sieppa einni máltíð og láta andvirði hennar renna til söfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar. Enginn svo févana —að hann geti ekki gef ið Fangi á Litla Hrauni skrifar: Eg afplána dóm hér á vinnuhælinu Litla-Hrauni og held ég aö ég geti sagt aö hér sé ekki allsnægtuhum fyrir aö fara. En engu að síður held ég því fram aö enginn, hvorki hér á Litla-Hrauni né öllu landinu, sé svo févana aö hann geti ekki séö af 100 til 200 krónum til styrkt- ar því málefni sem Hjálparstofnun kirkjunnar er aö safna fyrir. Þessi söfnun hefur verið rækilega auglýst þannig að fólk getur ekki, að minu mati, haft það sér til afsökunar að það viti ekki af þessu mjög svo þurfandi fólki úti í heimi. Þaö er ætlun mín meö þessu bréfi aö vekja eftirtekt á því að þó aö kjör, éfni og aöstæður séu stundum í slæmu ásig- komulagi þá má alltaf láta eitthvað af hendi rakna til þessarar söfnunar. Ég læt meö þessu bréfi fylgja 200 krónur og bið ég DV að koma þeim aurum í réttar hendur. Þaö má kannski láta þess getið að fangar hér á Litla-Hrauni hafa farið þess á leit viö yfirmenn aö fá að sleppa einni máltíö til styrktar þessu málefni og er það í athugun h já þeim. íslenskir uppfinn- ingamenn — þurfa að flýja land G.J. skrifar: Islenskir uppfinningamenn gera oft merkilegar uppgötvanir, ein merkileg- asta uppgötvun þeirra hin síðari ár er að ekki sé hægt að berjast viö íslenska rikisbáknið. Þessir hugvitsmenn hafa því flutt til útlanda, einhverjir hafa sest að í Kaupmannahöfn og aðrir enn víðar. Þar fá þessir menn þá fyrir- greiöslu og alla þá aðstoð sem þeir þurfa áaðhalda. Það er annað en hér á landi, hér eru þessir uppfinningamenn stimplaöir sem hálfruglaðir eða alruglaðir, í stað þess að hvetja þá eru þeir lattir af rík- inu. Hugarstarfsemi kallast ekki vinnaálslandi. Það hefur svo sýnt sig að í útlöndum hefur þessum mönnum verið tekið meö kostum og kynjum og uppfinningar þeirra hafa hlotið alþjóðaviðurkenn- ingar og stórfyrirtæki slást um að bjóða í þær. Það er furðulegt að Islendingar, sem eitthvað meira mega sín, þurfi að flýja land til að öðlast viöurkenningar fyrir verk sín. Hugvitssemi og hæfni til aö nýta hana við þarflegar uppfinningar er mjög góður eiginleiki og ættu menn sem búa yf ir slíkri náttúru að fá alla þá fyrirgreiöslu og aðstoö sem þeir þurfa á að halda hér á landi svo þeir þurfi ekki að leita út fyrir landsteinana. Það er allra hagur að þessir menn geti starfaö óskiptir að sínum málum því þjóöarbúiö gæti haft af þeim miklar tekjur og svo eru þeir mikil auglýsing fyrir landiö á erlendum vett- vangi. Þessi uppfinning er reyndar ekki íslensk en engu að síður merkileg. Hér er á ferðinni vasaljós knúið sólar- orku. Umferðarómenning Bílstjórihringdi: íslensk umferðarmenning er nokkuö sem ekki er til. Þeir sem eitthvað hafa keyrt erlendis hafa tekið eftir því aö umferðin þar gengur allt öðruvísi fyrir sig en hér á landi. Eg held ég taki ekk- ert djúpt í árinni þegar ég leyfi mér að halda því fram að íslenskir bílstjórar séu einhverjir þeir alverstu í allri veröldinni. Hugsanagangur íslenskra bílstjóra á sér kannski djúpar rætur, „fram, fram, aldrei að víkja” má örugglega heyra margan ökumanninn syngja ak- andi eins og „Palli” sé einn í heimin- um. Ökuferðir breytast í stigakeppni þar sem sá hlýtur flest stig sem fæsta „sjensa” gefur og oftast getur „svínað”. Þegar ekið er erlendis og einhver vill beygja, gefur sá hinn sami stefnuljós og færa aðrir bílar sig þá aðeins aftar í rööina til aö þeim sem ætlar að beygja veitist það auðveldara. En á Islandi gefa allir í þegar þeir sjá að einhver ætlar aö skipta um akrein, „þaðskal enginn komast fram fyrir mig,” hugsa menn og blóta þeim mannaumingja sem ætlaði að gerast svo djarfur að skipta um akrein. Svona mætti lengi telja, lítil tillits- semi íslenskra bílstjóra á sér enga hliðstæðu. Það er eins og bilstjórar aki ekki saman í umferðinni heldur séu allir á móti öllum. Sá hæfasti lifir er mottóið í umferðinni. Þeirri kynslóð bilstjóra sem nú geys- ist um götur borgarinnar verður ekki breytt, þeir eru það nýlega komnir úr frumskóginum. En viö veröum að binda vonir við næstu kynslóð og kenna henni hvað umferðarmenning er svo einhvern tímann veröi hægt að breyta þessari ómenningu í umferðarmenn- ingu. Bréfritari segir íslenska umferðar- menningu ekki á háu stigi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.