Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Síða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984. 3 Stykkishólmur: Uppseltí veisluna Frá Róbert Jörgensen, fréttaritara DV í Stykkishólmi. Hótelið í Stykkishólmi hélt mikla veislu á þrettándanum. Mann- fagnaðurinn hófst kl. 20 með boröhaldi en á eftir fylgdu skemmti- atriöi og dansleikur og lauk þessu ekki fyrr en um kl. 4 næsta morgun. Miðar á skemmtunina kostuöu 1100 krónur og var uppselt, enda mun það vera til siðs að fyrirtæki i bænumn bjóði starfsfólki sínu. A þrettándanum var einnig kveikt í áramótabrennunni og haldin var tilheyrandi flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar. Moksturstæki hafa verið í gangi frá jólum við að halda bænum hreinum og hefur það gengið upp og ofan. Kennsla byrjaöi í barnaskólanum á miðvikudag í síöustu viku en vegna ófærðar var það ekki fyrr en i gær aö fyrstu sveitakrakkarnir komust i skólann. -GB. íslenska óperan: Frumsýningu frestað Fnimsýningu á óperu Rossinis, Rakaranum frá Sevilla, sem fram átti aö fara á sl. sunnudag, hefur enn veriö frestað vegna veikinda. Er nú fyrirhugað að frumsýningin fari fram 20. janúar næstkomandi, og verða óperuunnendur að bíða þolin- móðir þangað til. -óbg. Krakkarnir á Selfossi: „Spældu pólísinn skverlega” — á þrettándakvöld Frá Kristjáni Eúiarssyni, fréttarit- ara DV á Sclfossi. Það má segja að unglingarnir hér á Selfossi hafi snúið á liöið síðastliðið þrettándakvöld þegar hin árlega há- tíð UMFS var haldin með álfum, tröllum og tilheyrandi ljósasýningu. Unglingarnir tóku þátt í öllu tilstand- inu án þess að bregða út af ákveðn- um reglum, öllum til léttis og ánægju. Lögreglan hafði gert ráðstafanir vegna kvöldsins því aö undanfarin þrettándakvöld hafa oft endað meö ólátum og umferöaröngþveiti við Olfusárbrú. Vikingasveit lög- reglunnar í Reykjavík var mætt á staðinn. Höfðingjarnir komu með rútu úr borginni og var fenginn samastaður í Framsóknarsalnum og biðu þess sem veröa vildi. En krakkarnir vildu ekki og hafa án efa „spælt pólisinn skverlega”. -GB. Alþjóðaár æskunnar: Þátftaka, þróun, friður Sameinuöu þjóðirnar hafa til- einkað reskunni árið 1985 sem alþjóöaár hennar undir kjörorðunum Þátttaka-þróun-friöur. I frétt frá framkvæmdanefnd alþjóðaárs æskunnar segir m.a. að meö ofangreindum kjörorðum sé ungt fólk hvatt til almennrar þátt- töku og lögð áhersla á að það verði virkt í því umhverfi sem það lifi í. Þá sé þess vænst að alþjóöaárið og það starf sem á því verði unnið sé áfangi í þróun mannfélagsins. Loks bendi Sameinuöu þjóðirnar sérstaklega á aö æskulýðsáriö verði sérstaklega notaðíþágufriðar. -JSS. Iðnaðarráðuneyti: „Zetan vefst ekkert fyrir okkur” ■— starf sf ólk hlftir fyrirmælum Sverris „Þetta zetu-mál hefur ekkert vafist fyrir okkur hér í iðnaðar- ráðuneytinu,” sagði Páll Flygenring ráöuneytisstjóri i samtali viö DV um tilmæli iönaöarráðherra, Sverris Herinannssonar, að starfsfólk ráöuneytisins noti zetu í skrifum sínum. Sagði Páll Flygenring að eftir þessum tilmælum ráðherra væri farið af öllu starfsfólki. Varöandi yngra fólk sem aldrei hefði lært zetu- regluna væri „zetum deilt inn þar sem þeirra væri þörf” en annars væru engin brögð að því að sá hluti starfsfólksins skrifaði önnur bréf en eftir forskrift. „Við höfum rætt þessi mál hér á göngum ráðuneytisins en þaö hefur ekki veriö boðað til fundar af þessu tilefni né hefur þetta orðið eitthvert hitamál,” sagöi ráðuneytisstjóri. I sama streng tók Arni Þ. Arnason skrifstofustjóri og Guðrún Skúladótt- ir deildarstjóri. Guörún sagðist skrifa öll sín bréf með zetu, eftir að tilmæli frá ráðherra heföu borist um það. ,,Hins vegar bíðum við eftir nánari fyrirætlunum sem koma væntanlega í kjölfar fundar Sverris með Ragnhildi Helgadóttur mennta- má la ráðherra,” sagði Guörún. „Mér finnst reglan um aö skrifa iðnaðarráðuneyti með I-i, sem ráðherra hefur jafnframt boðað, einnig til fyrirmyndar,” sagði Páll Flygenring. „Það er ef til vill einka- skoöun min en mér finnst út í hött aö rita nafn nefnda, sem eru starfandi á okkar vegum, með stórum staf en nafn ráðuneyta með litlum.” -HÞ. a»-----------------► Sverrir Hermannsson iðnaðarrád- herra. BÍLL ÁRSENS ~°Uno! Bílasérírœöingar 53 blaöa í Evrópu greiöa atkvceöi um athyglisveröasta nýja bílinn á hverju ári. FIAT UNO varö í íyrsta sœti og var þar meö kjörinn bíll ársins 1984 í Evrópu. FIAT verksmiöjurnar.haía lagt mikla alúð viö hönnun og íramleiöslu á UNO og gáfu honum nafn sem segir glöggt hvers þeir vœnta af þessum nýja bíl. UNO þýöir fyrsti á ítölsku, nú varö UNO íyrstur og á vaíalaust eítir aö veröa þaö víöa og lengi. Viö óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleöilegs árs og þökkum viðskiptin á liönu ári. Sérstakar hamingjuóskir til þeirra íjölmörgu sem þegar hafa keypt FIAT UNO, sem nú hefur veriö kjörinn bíll ársins. 1929 EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4. Kópavogi. Símar 77200 - 77202 1984

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.