Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Side 9
DV.ÞÍtlÐJUDAGUR 10. JANUARa984'.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Saad Haddad majór með
ólæknandi krabbamein.
Haddadmajór
dauöveikur
Fjölskylda Saad Haddad
majórs, sem stýrt hefur herskáum
kristnum mönnum í Suöur-Líbanon
í bandalagi viö Israelsmenn, segir
aö hann eigi við krabbamein að
stríða og læknar geti ekki bjargaö
honum.
Haddad majór var lagður inn á
sjúkrahús í Haifa á gamlársdag og
hefur veriö undir handleiöslu
ísraelskra lækna.
„Afilasergeisl-
ans”dáinn
Franski eðlisfræðingurinn og
nóbelsverölaunahafinn Alfred
Kastler, sem meö rannsóknum sín-
um opnaöi mönnum leiöina aö upp-
götvun lasergeislanna, andaöist
um helgina, 81 árs aö aldri.
Sjálfur kallaöi hann sig „afa
lasergeislans”, þegar hann fékk
nóbelsverölaunin 1966.
Rannsóknir vegna
mannshvarfanna í
Argentínu
Fyrrum forseti Argentínu,
Reynaldo Bignone, lét undir höfuö
leggjast aö mæta fyrir rétti í gær.
Er þaö í annaö sinn sem hann huns-
ar kvaðningu réttarins er vill vitn-
isburð hans vegna hvarfs tækni-
fræöings hjá hernum 1978.
Bignone hershöfðingi á enda yfir
höföi sér að veröa handtekinn í
réttinum aö beiöni annars dómara
sem rannsakar hvarf tveggja liös-
foringjaefna 1976. Bignone var for-
stöðumaöur herskólans þaö ár.
Þaö er taliö aö um 30 þúsund
manns hafi horfið í Argentínu í
herferö sem herinn rak gegn
vinstrisinna skæruliöum á síðasta
áratug. Ríkir mikil heift meðal al-
mennings í garö yfirmanna hersins
á þeim árum.
franskur friö-
ardáti féll
Franskur fallhlífarhermaður var
drepinn og annar særöur i árás sem
gerö var á varöstöö franska friðar-
gæsluliösins í Beirút í gærkvöldi.
Þetta var önnur árásin af sama tagi
á friðargæslusveitir í Beirút. Banda-
rískur landgönguliöi lét lífið í fyrri
árásinni á sunnudaginn.
Eldflaugadrifinni sprengju var
skotiö á aðalbækistöð frönsku friöar-
gæslusveitarinnar og vélbyssukúlur
voru látnar kemba bygginguna sem
áöur var heúnili franska sendiherrans
í Beirút. Arásarmennirnir forðuðu sér
síðan. Var árásin svo snögg aö frönsku
dátarnir náöu ekki aö svara henni.
Frakkar hafa þá misst 84 hermenn í
friöargæslunni í Beirút.
Gærdagurinn var annars meö þeim
kyrrlátari sem komiö hafa í langan
tíma, eða síöan í ágúst.
Shiite-múslimar munda sprengjuvörp-
una, en slíkt skeyti hæföi varöstöð
frönsku friðargæsludátanna i gær.
Kvennamorðingjar
dæmdir í margfalt
ævilangt fangelsi
Konur í Los Angeles geta nú andað
léttar því aö tveir menn, sem ollu þar
hvar mestri ógn og skelfingu fyrir sex
árum, hafa veriö dæmdir í ævilangt
fangelsi fyrir nauöganir og morö.
Dómarinn kvaðst vilja ganga svo
frá hnútunum, aö þeir slyppu aldrei
aftur út fyrir fangelsismúrana og í
rauninni heföi dauðarefsmg átt betur
viö þeirri tilfelli. Dæmdi hann annan í
nífalt æfilangt fangelsi og hinn í fimm-
falt. Hvorugur skal koma til greina til
náöunar.
Þeir höföu nauðgaö og myrt tíu kon-
ur í hæöum Los Angeles á samtals
fjórum mánuðum. Nakúi lík kvenn-
anna höföu þeir skiliö eftir viö borgar-
mörkin.
Kvennamoröúi vöktu slíkan hrylling
á sínum tíma aö konur þorðu ekki ein-
samlar út úr dyrum að kvöldlagi og
sett var á laggirnar þjónusta til þess
aö veita konum fylgd.
Eitraðar könguiær
Eitraðar hveitiköngulær hafa
bitiö á fjóröa hundraö manns í
suöurhluta Chile, þar sem þessar
pöddur eru húi versta plága. Þrú-
ast þær best í þurrviðri en þar hafa
ríkt þurrkar aö undanförnu. Alls
hafa læknar fengið til meðferðar
361 mann vegna köngulóarbits.
Hafa yfirvöld neyöst til þess aö
loka tveún baöströndum. — Spáö
er rigningu á næstunni og þykir þá
góö von til þess aö losna viö köngu-
lærnar.
KINA VANTAR TÆKNINA
Aætlanir Bandaríkjamanna um aö
auka sölu tæknibúnaöar til Kína kunna
að eiga erfitt uppdráttar vegna sam-
starfsins viö bandamenn í V-Evrópu til
þess aö fylgja eftir sölubanni slíks bún-
aöar til Sovétríkjanna.
Forsætisráöherra Kína, Zhao
Ziyang, er þessa dagana staddur í
heimsókn í Bandaríkjunum og mun
hitta aö máli Reagan forseta í dag. Er
búist viö því aö þeir ræöi möguleikana
á kaupum Kínverja á bandarískum
tæknibúnaöi.
Bandarisk yfirvöld vilja flokka Kúia
meö vinsamlegum rikjum utan
hernaðarbandalaga en ekki draga þaö
í dilk meö kommúnistaríkjunum. Sala
á tæknibúnaöi til sovétríkjanna og
bandamanna þeirra er háö ströngu
eftirliti til aö fyrirbyggja aö vestræn
tækni verði nýtt til herbúnaðar Var-
sjárbandalagsins.
Cocom er samstarfsnefnd Vestur-
landa sem fylgist meö allri slíkri
verslun við Sovétmenn en innan
nefndarinnar þykú; hafa gætt fremur
lítils áhuga til þess aö undanskilja
Kína. 011 tæknisala til Kúia þarf því
samþykkis nefndarinnar meö sem
þykirtímafrekt.
CKOWN Læstir meö lykli og talnaiás.
CRDM/N Eldtraustir og þjófheldir, tramleiddir eftir hinum stranga JIS staðli.
CNOM'N 10 stærðir fyrirliggjandi, henta minni fyrirtækjum og einstaklingum
eða stórfyrirtækjum og stofnunum.
CROMN Eigum einnig til 3 stærðir diskettuskápa — datasafe
0L0
GISLI J. JOHNSEN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF
Smiðjuvegur 9 - Kópavogi - Sími: 73111
■HAFIN
í FATADEILD
Vömfliarkaðurim hf.
ÁRMÚLA 1A. SÍMI 86113