Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Side 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984.
17
Lesendur ; Lesendur , Lesendur Lesendur
Hellusteypan á Litla-Hrauni, þar sem fangar geta fengið að vinna.
Háskólabíó sýnirnú íslenska mynd sem bréfrítara þykir gleðileg undan-
tekning frá öllum þeim ofbeidis- og hasarmyndum sem hin kvikmynda-
húsin bjóða upp á.
ÁGÆT MYND
íHáskólabíói
Bíógesturskrifar:
Mig langar til að vekja athygli á
þvi að með öllum þessum ofbeldis-og
hasarmyndum sem kvikmyndahúsin
hafa á boðstólum núna um jólin er
boðið upp á nýja íslenska kvikmynd
sem er alger andstæða þeirra. Skiia-
boð til Söndru, sem nú er sýnd í
Háskólabíói, þótti mér gleðileg
undantekning því hún er bæði
skemmtileg og manneskjuleg mynd
um okkur sjálf. Leikur Bessa
Bjarnasonar í aðalhlutverkinu er
einstakt afrek þar sem gamni og
alvöru er blandað saman. Eg vil að
lokum hvetja fólk til að sjá þessa
ágætumynd.
Fangar á Litla-Hrauni:
SAFNIÐ Á
HUÓDLÁTAN HÁTT
Hvergerðingur skrifar:
Eg er hissa á eilífum skrifum fanga
á Litla-Hrauni, samanber bréf 3.
janúar, þar sem fangi talar um að
fangar á Litla-Hrauni ætli að gefa 1—
200 krónur til söfnunar Hjálparstofn-
unarkirkjunnar.
Því í ósköpunum þurftu mennirnir
að rjúka með þetta í DV í stað þess að
safna hljóðlega innan veggja Litla-
Hrauns og senda þaö síðan til Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar? Því þurfti aö
fara með þetta á lesendasíðu DV ?
Hvað eru þessir menn að réttlæta, er
samviskan eitthvað að baga þá?
Þeir hefðu heldur ekki þurft að
sleppa einni máltiö til að safna þessu
fé. Eg veit ekki betur en aö fangar á
Litla-Hrauni hafi aðgang aö vinnu í
hellusteypu sem þar er og hafi dágóð
laun fyrir.
Við skattgreiðendur hefðum kannski
getaö borgað 3—400 krónur á mann ef
viö þyrftum ekki að hafa rekstur
stofnunarinnar á bakinu.
ÉG ER LEIÐUR
Á KVÖRTUNUM
KVENNA
Einn herralegur skrifar:
Nú er ég orðinn leiður á þessum
sífelldu kvörtunum kvenna út af mis-
rétti kynjanna! Staöreyndin er nefni-
lega sú aö það er gert miklu meira
fyrir konur en karla og það á nærri
öllum sviðum.
Þegar stórhríöin brast á sunnan-
lands og Reykjavík fylltist af snjó-
. sköflum var ég á ferð um göturnar á
i keðjuvædda fjórhjóladrifskagganum
• mínum. Ek ég þá fram á Palla vin
minn sem sat fastur úti í skafli og
spólaði eins og vitlaus maður. Eg
skrúfaði niður rúðuna, skiptist á fá-
einum orðum við hann og hvatti hann
til þess að guggna ekki — en mér datt
ekki i hug að hjálpa honum, heldur ók
ég hlæjandi leiðar minnar heim í Kópa-
voginn.
En ef þetta hefði nú veriö kona? Ja,
þá heföi ég fariö á skyrtunni út í iðu-
lausa stórhríðina til þess að ýta og
draga og ekkert skeytt um heilsu mína
hennar vegna. Þannig ganga nú konur
fy rir í þjóöfélaginu, ég segi ekki annað.
Þegar einhver kona eignast bam á
vinnustað mínum fara hinar stelp-
urnar strax á stúfana og safna stórum
fjárhæðum til þess að gleðja móöurina.
Eg er ekki að amast við þessari siö-
venju, því að mér finnst hún hugguleg
— en hvaö gerðist í fyrra þegar ég
eignaðist krakka? Þá var nú ekki verið
aö safna fé handa mér, heldur varð ég
sjálfur að kaupa tvo konfektkassa og
fullt af vindlum og gefa á báða bóga og
það fannst þetta öllum sjálfsagt og
varla aö menn nenntu að þakka mér
fyrir, hvað þá óska mér til hamingju.
Nei, stelpur — þiö hafiö forgang í
þjóðlífinu og þið eigið að læra að meta
það við okkur karlmenn hvað við erum
hjálpsamir við ykkur og herralegir —
þið megiö ekki bara hugsa um ykkur
sjálfar!
Það fylgir miklll kostnaður því að eignast bam, einn af þeim kostnaðarliðum er
vindlakaup hinna nýbökuðu feðra. Bréfritari vill að þeim kostnaðarlið verði fyrir-
komið og feðrunum sendar gjafir í staðinn. iðinn.
ZS!SSS8S»a0*\
k 1.11-13-
ATHUGID! ^
DAGLEGA
(ÞEGAR VEÐUR
LEYFIR)
son,
Afgreiðsla — ritstjórn,
Skipagötu 13 — Akureyri.
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERD
VERÐTRVGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR 1NNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*’ 10.000 GKR.SKÍRTEINI
1970 - 2. fl. 1972 — 1. fl. 1973 — 2. fl. 1975 — 1. fl. 1975- 2. fl. 1976 — l.fl. 1976- 2. fl. 1977- 1.fl. 1978- 1.fl. 1979 — 1. fl. 05.02. 84 25.01. 84-25.01. 85 25.01. 84-25.01. 85 10.01. 84-10.01. 85 25.01. 84-25.01. 85 10.03. 84- 10.03. 85 25.01. 84-25.01. 85 25.03. 84 - 25.03. 85 25.03. 84 - 25.03. 85 25.02. 84 - 25.02. 85 kr. 17.415,64 kr. 12.886,60 kr. 7.046,76 kr. 4.002,39 kr. 3.021,25 kr. 2.877,97 kr. 2.273,74 kr. 2.122,16 kr. 1.438,89 kr. 951,45
Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframtframmi nánari upplýsingar um
skírteinin. Sérstök athygli skal vakin á lokagjalddaga 2. flokks 1970,
sem er 5. febrúar n.k.
Reykjavík, janúar 1984
SEÐLABANKI ÍSLANDS