Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Qupperneq 20
20
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984.
DÆGRADVÖL H > DÆGRADVÖL V DÆGR^DVÖL
— rætt við Gústa úr Eyjum, Ágúst Stefánsson,
en það er einmitt hann sem syngur lagið „Nú meikarðu það Gústi”
Gústi er á leiöinni yfir hafiö bláa á
dallinum gráa. Skyndilega stekkur
þorskur upp úr hafinu viö dallinn og
kallar: „Nú, meikarðu þaðGústi”.
En hvaöa Gústa á þorskurinn við?
„Þetta gæti átt viö alla Gústa á
landinu,” segir Agúst Stefánsson, 22
ára piltur úr Vestmannaeyjum, sem
sungið hefur undir nafninu Gústi úr
Eyjum að undanförnu.
Og það er einmitt Agúst þessi sem
syngur lagið Nú, meikaröu það Gústi,
lag sem heyrst hefur oft í útvarpinu aö
undanförnu. Fyrrnefnd saga um
þorskinn kemur fyrir í textanum.
Lagiö er á tveggja laga plötu sem
Agúst sendi frá sér seinni partinn í
nóvember. Hitt lagiö á plötunni nefnist
Krúttiö.
Svokallaðir Starfsfélagar í Ishúsfé-
lagi Vestmannaeyja önnuöust útgáfu
plötunnar. Höfundur beggja laga og
texta er frændi Agústs, Bjartmar
Guðlaugsson.
„Eg er alinn upp á heimili þar sem
mikiö er sungiö, pabbi hefur til dæmis
alltaf sungiö mikiö og þetta ýtti ósjálf-
rátt undir áhugann h já mér. ”
Þrátt fyrir söngáhugann er Agúst
ekki einn af þessum dæmigeröu hljóm-
sveitargæjum. Eina hljómsveitin sem
hann hefur sungiö meö heitir Nýja
Bandiö, hljómsveit úr Vestmanna-
eyjum.
,,Ég var stutt í þessari hljómsveit,”
segir Gústi um þennan hljómsveitar-
feril sinn.
Þess má geta að Agúst hefur síöustu
fjögur árin starfað með leikfélaginu i
Eyjum „og haft gaman af,” eins og
hannoröarþaö.
Viö minntumst þess aö hafa séö
kappann í kvikmyndinni Nýtt Líf og
spyrjum hann um myndina. „Þetta
var nú svo lítið hlutverk að þaö tekur
því varla aö nefna þaö.
Þaö gekk út á aö ég sagöi viö Karl
Agúst, þegar hann var meö spilagaldr-
ana á diskótekinu, aö ég væri meö
grett ársins og spilagaldrarnir væru
ómögulegir. Síöan gretti ég mig og
skilaði því til hans aö ef hann vildi fá
eitthvert fútt þá skyldi hann bara tala
viö mig.”
Ágúst hefur fengist viö ýmis störf,
unnið í frystihúsinu, Isfélagi Vest-
mannaeyja, hjá Vestmannaeyjabæ og
fyrir stuttu starfaöi hann sem bakari í
Magnúsarbakaríi.
En hvers vegna aö rjúka til og senda
frá sér hljómplötu? „Hugmyndin er nú
ekki mín. Þaö var frændi minn, Bjart-
mar Guðlaugsson, sem átti hug-
myndina. En ég hef haft mjög gaman
af aö standa í þessu. Þetta er búiö aö
vera mikið ævintýri. ”
— Attu einhver fleiri áhugamál en
sönginn? Ertu til dæmis í íþróttum?
„Nei, ég hef nú lítið verið í íþróttum.
En þó stundaði ég lyftingar með
nokkuö grysjulegum hætti í tvö ár. Og
varð víst svo frægur aö keppa á einu
móti allan þann tíma.”
-JGH.
Gústi úr Eyjum, Ágúst Stefánsson, 22 ára Vestmannaeyingur. „Þotta gæti átt við alla
Gústa í landinu."
Nýbúinn i snjómokstri fyrir utsn heimili kunningja sinna i
Reykjavík. Og þvi ekki að taka lagið með aðstoð skóflunnar
góðu? Þess má geta að Ágúst skemmti i Hollywood og
Broadway á gamlárskvöld og þá voru jú hljóðnemar öllu
skárrienþessiámyndinni. DV-myndir Bjarnleifur.
Söngur,
leikur
og mat-
reiðsla
Komiði sælir félagar og
vinir góðir, segjum við í
Dvöiinni, um leið og við bjóð-
um ykkur gleöilegan 10. janú-
ar. Ekki að spyrja að sífelldu
hátíðarskapi Dvalarinnar.
Að þessu sinni fjöllum við
um dægradvöl leikskóla-
barna, söng og matreiöslu
söngvara. Allt efni sem við
erum syngjandi glaðir meö.
Fyrst er það hann Gústi úr
Eyjum, Agúst Stefánsson, 22
ára Eyjapeyi. Líflegur
náungi, sem sendi frá sér
tveggja laga hijómplötu fyrir
jólin. Og það er einmitt Gústi
þessi sem syngur lagið Nú
meikarðu þaöGústi.
Þá litum viö inn i leikskól-
ann Alftaborg í Safamýri,
fylgjumst meö krökkunum
bregða á leik daginn eftir
hinn árlega óveðursdag, 4.
janúar.
Síðast en ekki sist er það
Guðrún Sigríður Friðbjörns-
dóttir söngvari. Fyrir utan
sönginn er matreiðsla hennar
áhugamál. Við röbbum um
hvort tveggja við hana.
Og við verðum aldrei full-
saddir á því að minnast á
punktinn góða. Hann meikar
það örugglega að birtast að
lokum. Góða iesningu.
Texti: lón G. Hauksson
Myndir: Bjamleifur
Bjamleifsson
„NÚ MEIKARÐU ÞAÐ GÚSTI”
Púslið reynir örlitið á mann. Það verðurþó að gefa sór tíma tii að horfa á Ijósmyndarann. Talið frá vinstri:
Lára, Oddný, Doddo (Þórður) og Ásta.
Hann með trommu bomba-romba-romm
— vaskir krakkar f leikskólanum Álftaborg bregða á leik
Hvernig skyldi lífiö og tilveran
ganga fyrir sig í leikskóla daginn
eftir óveöursdaginn árlega, 4. janú-
ar. Dægradvölinni lék forvitni á aö
vita slíkt og leit þvi inn á Leikskól-
ann Alftaborg til aö kanna máliö.
„Upp á grænum, grænum himin-
háum hól sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu, bomba-romba-
rom-bom-bom. Hún með fiölu sér við
vanga. Þá læddist að þeim ljótur
byssukarl, hann miöaöi í hvelli. En
hann hitti bara trommuna sem
small, og þau hlupu og héldu velli.”
Þetta ómaöi skemmtilega frá einu
herbergjanna í Alftaborg og viö
renndum okkur auðvitað á hljóðið.
,,— Hvaöa fulgar eru nú þetta?”
mátti lesa úr andlitum barnanna er
við „ruddumst” inn á þau.
,Jla, frá Dagblaöinu Vísi Jú,
því mátti trúa, enda mennirnir bæöi
með myndavél og skrifblokk með-
feröis. Og hvers vegna þá ekki aö
endurtaka sönginn, svona meira
fyrir myndavéiina. Það var þegiö.
Krakkarnir í Alftaborg eru alla-
jafna 52 talsins fyrir hádegi og 54
eftir hádegi. Þannig eru þeir aöeins
fjóra tímaísenn.
Þennan eftirmiödag voru þeir þó
aöeins 11 talsins. Skýringin var sú aö
reiknað haföi veriö meö óveðri, sem
kom reyndar aldrei.
Flestir krakkanna eru þriggja ára
en þarna eru þó krakkar aUt upp í
sex ára.
A hverjum degi er ein fræðslu-
stund. >á er krökkunum kennt aö
þekkja litina, hlutverk fjölskyld-
unnar er rætt, þaö er lesið og siöast
en ekki síst sungiö af fullum krafti.
En þaö má ekki gleyma að minnast
á aöalleikina. Þeir eru aö púsla,
leira, klippa, raöa kubbum og vera í
dúkkukróknum, en þar er hinn æva-
forni mömmuleikur vinsælastur.
Viö bregöum hér upp nokkrum
myndum af þessum myndarlegu
krökkum í Alftaborginni.
-JGH.
" Dpp á grænum, grænum, himinháum hól, sá óg hórahjónin ganga."
Söngurinn á fullu hjá krökkunum i Álftaborginni. Venjulega eru þeir 54
mættir en þar sem þetta var daginn eftir óveðursdaginn árlega 4.
janúar, og búist hafði verið við enn meira óveðri, voru þeir aðeins 11
talsins.
Með báðar hendur á stýri. Þessi forláta ökutæki eru vinsæl. Fóstrurnar,
sem sjá um „lög og regluna", krefjast meiraprófsins en það gefur rótt-
indi tH að aka kassabíl. Talið frá vinstri: Ingibjörg, Hrund og Benni
(Benedikt).